Færslur: Innflytjendamál

„Bæta ber hagsmunamat barna sem hingað koma“
„Rætt hefur verið hvernig við getum bætt hagsmunamat barna sem hingað koma. Við munum gera á þeim ákveðnar úrbætur. Það hefur einnig verið rætt að bæta stöðu fylgdarlausra barna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu.
Tveir ákærðir fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu
Tveir hafa verið ákærðir fyrir mótmæli í dómsmálaráðuneytinu í apríl í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Báðir neita sök. Annar mannanna, Kári Orrason, skrifaði lögreglustjóra opið bréf vegna málsins í morgun.
Miðla upplýsingum um veiruna á nokkrum tungumálum
Rauði krossinn sér um að miðla nýjustu upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn á hverjum tíma til umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Í samvinnu við Landlæknisembættið hefur Rauði krossinn þýtt helstu leiðbeiningar um það hvernig hægt er að forðast smit og hefur verið settur upp sérstakur vefur, virtualvolunteer.org, þar sem upplýsingum er miðlað. Þetta eru bæði upplýsingar frá Landlækni og Rauða krossinum.
Endurskoða brottvísanir vegna útbreiðslu veirunnar
Útlendingastofnun hefur ákveðið að breyta efnismeðferð og mati á umsóknum hælisleitenda og þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi út af útbreiðslu kórónuveirunnar. 
31.03.2020 - 23:55
Fréttaskýring
Gettólisti danskra stjórnvalda: Mismunun eða nauðsyn
Stefna danskra stjórnvalda er skýr. Gettóin skulu burt fyrir árið 2030. Ellefu þúsund íbúar í svokölluðum gettóum þurfa að flytja í önnur hverfi. Það á að rífa fjölda íbúða, aðrar verða gerðar upp og seldar. Gettóstefnan tók gildi árið 2018, í kjölfarið hafa verið samþykktar ýmsar lagabreytingar sem beinast einkum að innflytjendum frá Mið-Austurlöndum. Íbúum gettóanna finnst stefnan brennimerkja þá og Sameinuðu þjóðirnar segja hana fela í sér mismunun. Stjórnvöld standa þó fast á sínu.
23.01.2020 - 15:30
Fleiri fluttust til landsins en frá því
Í fyrra fluttu 6.556 fleiri til landsins en frá því, eða alls 14.275 einstaklingar. Árið áður fluttu 8.240 til landsins umfram brottflutta, eða 14.929. Flestir þeirra sem fluttu af landi brott fóru til Póllands eða Danmerkur. Erlendir ríkisborgarar voru fleiri en íslenskir í hópi brottfluttra, eða 4.916 á móti 2.803.
911 börn aðskilin frá foreldrum við landamærin
Alls hafa 911 börn og ungabörn verið aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að koma ætti í veg fyrir aðskilnað fjölskyldna.
31.07.2019 - 05:27
Fréttaskýring
Feðginin í Rio Grande: Áhrif átakanlegra mynda
„Ef þessi mynd fær okkur ekki til að endurmeta stöðuna, ef hún hreyfir ekki við þeim sem taka ákvarðanirnar þá er samfélag okkar illa statt.“ Þetta segir Julia le Duc, blaðamaður á dagblaðinu La Jornada sem gefið er út í mexíkósku landamæraborginni Matamoros. Skammt frá borginni rennur stórfljótið Rio Grande og handan þess eru Bandaríkin. Á mánudagsmorgun tók Le Duc átakanlega mynd sem stór hluti þeirra sem fylgjast með heimspressunni hefur líklega séð. En breytir hún einhverju?
Fjarlægja „milljónir“ ólöglegra innflytjenda
Bandarísk yfirvöld ætla að flytja „milljónir“ ólöglegra innflytjenda úr landi í umfangsmiklum aðgerðum sem hefjast í næstu viku. Frá þessu greindi Donald Trump forseti á Twitter-síðu sinni í gær.
18.06.2019 - 08:28
Samfélagsmiðlagögn til að fá vegabréfsáritun
Umsækjendur um vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjanna þurfa nú að gera grein fyrir notendanöfnum á samfélagsmiðlum, tölvupóstföngum og símanúmerum er þeir sækja um áritun samkvæmt nýjum reglum utanríkisráðuneytisins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi barist fyrir harðari reglum um innflytjendur til landsins.
01.06.2019 - 17:27
Lítið utanumhald og samræming
Doktor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands segir að ekki sé til nægilega mikið námsefni, og ekki nógu fjölbreytt, í íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur. Mikilvægt sé að vanda til verka og sjá til þess þeir sem stjórni kennslunni hafi nægilega þekkingu á málaflokknum.
13.05.2019 - 17:00
1300 innflytjendur sluppu úr haldi
Í það minnsta 1300 innflytjendur sluppu úr varðhaldi í borginni Tapachula í Mexíkó í gær. Fólkið hafði hótað því að kveikja í húsnæði sem það dvaldi í vegna óánægju með bágbornar aðstæður og mikil þrengsli. Húsnæðið var byggt til að hýsa 900 manns.
26.04.2019 - 09:05
Sérstök áhersla á yngri innflytjendur
Samanlagt 24 milljónum var veitt til 21 verkefnis úr þróunarsjóði innflytjendamála í dag. Á vef stjórnarráðsins segir að sjóðnum sé ætlað að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.
13.04.2019 - 01:11
Innflytjendur með 8% lægri laun
Innflytjendur hafa að jafnaði 8% lægri laun en innlendir samkvæmt greinargerð sem Hagstofa Íslands gerði í samvinnu við innflytjendaráð. Innflytjendur frá Norðurlöndum fá hærri laun en innflytjendur annars staðar frá.
29.03.2019 - 17:49
Segir skóla án aðgreiningar umdeilda hugmynd
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er hlynnt áformum meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að börn hælisleitenda sæki nám í Vogaskóla. Tillagan hefur hlotið þónokkra gagnrýni, meðal annars frá deildarstjóra við Vogaskóla, sem segir hugmyndina í algjörri andstöðu við íslenskt skólastarf, og jafnvel í andstöðu við lög.
14.02.2019 - 07:10
Myndskeið
Mikilvægt að börnin geti verið áhyggjulaus
Mikilvægt er að börn hælisleitenda á Íslandi geti verið áhyggjulaus börn, segir Ásthildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Hún ræddi áform Reykjavíkurborgar um að veita öllum börnum sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi menntun í Vogaskóla í Kastljósi í kvöld.
13.02.2019 - 20:35
Fötluðum börnum innflytjenda sé mismunað
Hætta er á að fötluð börn innflytjenda fari á mis við ýmis réttindi vegna þess að kerfið mætir þeim ekki sem vera skyldi. Þetta segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið í fimmta sinn í Ráðhúsinu í dag. Fötluð börn af erlendum uppruna, börn innflytjenda og unglingar af erlendum uppruna voru meðal þess sem rætt var á málstofum.
Takmarka fjölda flóttafólks í Bandaríkjunum
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að takmarka enn frekar fjölda flóttafólks sem verður leyft að koma til landsins. Næsta fjárlagaár hefst 1. október og samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar verður að hámarki 30.000 flóttamönnum leyft að setjast að í landinu.
17.09.2018 - 21:57
Tjaldbúðir fyrir börn reistar í Texas
Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið í notkun þrennar flóttamannabúðir í suðurhluta Texas-ríkis sem ætlað er að hýsa börn á „viðkvæmum aldri.“ Áætlað er að fjórðu búðirnar, í Houston, verði teknar í notkun á næstu misserum. Borgaryfirvöld hafa þó mótmælt ákvörðuninni.
20.06.2018 - 18:14
Trump gerir „eitthvað“ til að stöðva aðskilnað
Heimildarmaður í Hvíta húsinu segir að Donald Trump Bandaríkjaforseta undirbúi nú tilskipun sem myndi gera fjölskyldum, sem komið hafa ólöglega til Bandaríkjanna, kleift að halda hópinn. Sögur af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa vakið mikla reiði um heim allan undanfarið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, segir aðgerðirnar ómannúðlegar og ríkisstjórn Íslands hvetji bandarísk stjórnvöld til að láta af þeim.
20.06.2018 - 17:25
„Enginn vill segja mér hvar sonur minn er“
Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia, hælisleitandi frá Gvatemala, hefur kært tug bandarískra ríkisstofnana fyrir að taka sjö ára son hennar frá henni. Mæðginin komu til San Luis í Arizona um miðjan maí og gáfu sig strax fram við landamæraverði. Tveimur dögum síðar var sonur hennar tekinn frá henni og hún hefur ekki séð hann síðan.
20.06.2018 - 16:17
Melania gagnrýnir harða innflytjendastefnu
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, kallar eftir því að látið verði af harðri stefnu í garð ólöglegra innflytjenda þar í landi, þar sem börn innflytjendanna eru skilin frá foreldrum sínum. Hún leggur þannig orð í belg í umræðu um harða stefnu eiginmanns síns en á undanförnum sex vikum hafa um tvö þúsund fjölskyldur verið skildar í sundur. Fregnir af börnum innflytjenda sem ekki fá að gista með foreldrum sínum hafa vakið hneyksli í Bandaríkjunum.
18.06.2018 - 00:55
„Annað hvort vinnuafl eða vandamál“
Tatjana Latinovic, formaður innflytjendaráðs, segir annað hvort litið á innflytjendur sem vinnuafl eða vandamál og að frekar sé hugað að stefnumótun þegar hið síðarnefnda eigi við. Tíð stjórnarskipti hafa tafið framgang framkvæmdaáætlunar um málefni innflytjenda sem gildir fyrir árin 2016 til 2019. 
30.01.2018 - 19:10
Stundum ógnandi að vera innflytjandi á Alþingi
Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir að hún hafi upplifað mikið tómarúm eftir að Björt framtíð féll af þingi í vetur, eftir að hafa ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 
21.01.2018 - 19:45
Segir reynslu innflytjenda ógeðfellda
Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar er í forsvari fyrir hóp sem er vettvangur fyrir konur sem eru innflytjendur hér á landi að deila sögum af kynferðislegri áreitni, ofbeldi og kynjamisrétti undir merkjum Metoo hreyfingarinnar. „Sögurnar sem konur eru að deila þarna inni eru ógeðfelldar, þær eru litaðar af fordómum og niðurrifi,“ segir Nichole. Sögurnar verða birtar á næstu dögum.