Færslur: Innflytjendamál

Úkraínskum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað um 90%
Úkraínskum ríkisborgurum með búsetu hér á landi hefur fjölgað um 90,4% frá 1. desember síðastliðnum. Þann 1. apríl voru 455 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang skráðir samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.
Auka þurfi aðstoð fyrir börn með annað móðurmál
Verðandi formaður Kennarasambands Íslands segir óásættanlegt með öllu að nemendur með annað móðurmál en íslensku standi mun verr í íslensku skólakerfi en nemendur með íslenskan bakgrunn. Efla þurfi sérþekkingu og auka fjármagn til að mæta þessari áskorun.
21.03.2022 - 09:41
Heimsglugginn: Eric Zemmour og Boris Johnson
Fjallað var um frönsk og bresk stjórnmál í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Forsetakosningar verða í Frakklandi í apríl og enn er hart vegið að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson þennan fimmtudagsmorgun.
Heimsglugginn
Hægri frambjóðandi í Frakklandi dáist að Dönum
Forsetaframbjóðandinn Eric Zemmour, sem er lengst til hægri í frönskum stjórnmálum, hefur lýst aðdáun á stefnu Dana í innflytjendamálum. Zemmour vill að Frakkar taki sér Dani til fyrirmyndar og þrengi mjög lög um innflytjendur. Zemmour er þekktur fyrir mjög eindregnar hægriskoðanir sínar. Flokkur hans nefnist Reconquête sem mætti þýða sem „endurheimt“ og það vísar til þess að Frakkar eigi að endurheimta landið úr höndum múslima.
Støjberg rekin af þingi
Danska þingið samþykkti í dag að svipta Inger Støjberg, fyrrum ráðherra innflytjendamála, þingmennsku.
21.12.2021 - 16:39
Hólmarar vilja taka betur á móti nýbúum
Stykkishólmsbær vill gerast aðgengilegri fyrir nýbúa, sérstaklega þau sem eru af erlendu bergi brotin. Meðal annars með því að veita börnum innflytjenda styrk til að stunda íþróttastarf.
01.11.2021 - 15:36
Fréttaskýring
15 ár og enn að reyna að komast inn í íslenskt samfélag
Um 40% fólks á atvinnuleysisskrá er af erlendum uppruna. Sérfræðingar vilja að stjórnvöld hugi betur að að íslenskukennslu fyrir innflytjendur, enda aftri tungumálið fólki því að fá framgang á vinnumarkaði.
Nýtt samfélagsnámsefni fyrir fullorðna innflytjendur
Nýtt námsefni fyrir fullorðna flóttamenn og/eða innflytjendur, Landneminn,  verður tekið í gagnið á næstunni.
09.09.2021 - 08:04
Landinn
Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna
Í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú er í gangi nýtt úrræði sem kallað er Kjarnahópur til vellíðunar og virkni. Það snýst um að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna í Reykjanesbæ að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. 
31.03.2021 - 07:30
Myndskeið
Fékk ekki vinnu við hæfi og stofnaði því fyrirtæki
Hópur kvenna af erlendum uppruna heldur námskeið fyrir íslenska atvinnurekendur um mismunun og hvernig megi draga úr henni. Einn af stofnundum fyrirtækisins Geko, sem stendur að fræðslunni, hafði leitað sér að vinnu hér á landi en fékk ekki vinnu þar sem hún gat nýtt 20 ára reynslu sína af mannauðsmálum. Hún ákvað því að stofna fyrirtæki.
Hefur á tilfinningunni að umsóknin rati neðar í bunkann
Kona af pólskum uppruna, sækir um fjölda starfa á mánuði án árangurs. Hún hefur á tilfinningunni að umsóknir frá fólki með erlend nöfn rati neðarlega í bunka atvinnurekenda. Pólskur maður sem missti vinnuna í faraldrinum segir fólk reyna að lifa spart. 
Inger Støjberg hætt sem varaformaður Venstre
Inger Støjberg sagði í kvöld af sér sem varaformaður Venstre, stærsta stjórnarandstöðuflokks Danmerkur. Formaðurinn, Jakob Elleman-Jensen, fór fram á að Støjberg léti af embætti varaformanns.
30.12.2020 - 00:21
„Bæta ber hagsmunamat barna sem hingað koma“
„Rætt hefur verið hvernig við getum bætt hagsmunamat barna sem hingað koma. Við munum gera á þeim ákveðnar úrbætur. Það hefur einnig verið rætt að bæta stöðu fylgdarlausra barna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu.
Tveir ákærðir fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu
Tveir hafa verið ákærðir fyrir mótmæli í dómsmálaráðuneytinu í apríl í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Báðir neita sök. Annar mannanna, Kári Orrason, skrifaði lögreglustjóra opið bréf vegna málsins í morgun.
Miðla upplýsingum um veiruna á nokkrum tungumálum
Rauði krossinn sér um að miðla nýjustu upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn á hverjum tíma til umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Í samvinnu við Landlæknisembættið hefur Rauði krossinn þýtt helstu leiðbeiningar um það hvernig hægt er að forðast smit og hefur verið settur upp sérstakur vefur, virtualvolunteer.org, þar sem upplýsingum er miðlað. Þetta eru bæði upplýsingar frá Landlækni og Rauða krossinum.
Endurskoða brottvísanir vegna útbreiðslu veirunnar
Útlendingastofnun hefur ákveðið að breyta efnismeðferð og mati á umsóknum hælisleitenda og þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi út af útbreiðslu kórónuveirunnar. 
31.03.2020 - 23:55
Fréttaskýring
Gettólisti danskra stjórnvalda: Mismunun eða nauðsyn
Stefna danskra stjórnvalda er skýr. Gettóin skulu burt fyrir árið 2030. Ellefu þúsund íbúar í svokölluðum gettóum þurfa að flytja í önnur hverfi. Það á að rífa fjölda íbúða, aðrar verða gerðar upp og seldar. Gettóstefnan tók gildi árið 2018, í kjölfarið hafa verið samþykktar ýmsar lagabreytingar sem beinast einkum að innflytjendum frá Mið-Austurlöndum. Íbúum gettóanna finnst stefnan brennimerkja þá og Sameinuðu þjóðirnar segja hana fela í sér mismunun. Stjórnvöld standa þó fast á sínu.
23.01.2020 - 15:30
Fleiri fluttust til landsins en frá því
Í fyrra fluttu 6.556 fleiri til landsins en frá því, eða alls 14.275 einstaklingar. Árið áður fluttu 8.240 til landsins umfram brottflutta, eða 14.929. Flestir þeirra sem fluttu af landi brott fóru til Póllands eða Danmerkur. Erlendir ríkisborgarar voru fleiri en íslenskir í hópi brottfluttra, eða 4.916 á móti 2.803.
911 börn aðskilin frá foreldrum við landamærin
Alls hafa 911 börn og ungabörn verið aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að koma ætti í veg fyrir aðskilnað fjölskyldna.
31.07.2019 - 05:27
Fréttaskýring
Feðginin í Rio Grande: Áhrif átakanlegra mynda
„Ef þessi mynd fær okkur ekki til að endurmeta stöðuna, ef hún hreyfir ekki við þeim sem taka ákvarðanirnar þá er samfélag okkar illa statt.“ Þetta segir Julia le Duc, blaðamaður á dagblaðinu La Jornada sem gefið er út í mexíkósku landamæraborginni Matamoros. Skammt frá borginni rennur stórfljótið Rio Grande og handan þess eru Bandaríkin. Á mánudagsmorgun tók Le Duc átakanlega mynd sem stór hluti þeirra sem fylgjast með heimspressunni hefur líklega séð. En breytir hún einhverju?
Fjarlægja „milljónir“ ólöglegra innflytjenda
Bandarísk yfirvöld ætla að flytja „milljónir“ ólöglegra innflytjenda úr landi í umfangsmiklum aðgerðum sem hefjast í næstu viku. Frá þessu greindi Donald Trump forseti á Twitter-síðu sinni í gær.
18.06.2019 - 08:28
Samfélagsmiðlagögn til að fá vegabréfsáritun
Umsækjendur um vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjanna þurfa nú að gera grein fyrir notendanöfnum á samfélagsmiðlum, tölvupóstföngum og símanúmerum er þeir sækja um áritun samkvæmt nýjum reglum utanríkisráðuneytisins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi barist fyrir harðari reglum um innflytjendur til landsins.
01.06.2019 - 17:27
Lítið utanumhald og samræming
Doktor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands segir að ekki sé til nægilega mikið námsefni, og ekki nógu fjölbreytt, í íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur. Mikilvægt sé að vanda til verka og sjá til þess þeir sem stjórni kennslunni hafi nægilega þekkingu á málaflokknum.
13.05.2019 - 17:00
1300 innflytjendur sluppu úr haldi
Í það minnsta 1300 innflytjendur sluppu úr varðhaldi í borginni Tapachula í Mexíkó í gær. Fólkið hafði hótað því að kveikja í húsnæði sem það dvaldi í vegna óánægju með bágbornar aðstæður og mikil þrengsli. Húsnæðið var byggt til að hýsa 900 manns.
26.04.2019 - 09:05
Sérstök áhersla á yngri innflytjendur
Samanlagt 24 milljónum var veitt til 21 verkefnis úr þróunarsjóði innflytjendamála í dag. Á vef stjórnarráðsins segir að sjóðnum sé ætlað að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.
13.04.2019 - 01:11