Færslur: Innbrot

Braust inn á Árbæjarsafn og Árbæjarlaug
Karlmaður gekk berserksgang í Árbænum í Reykjavík í nótt. Hann braust meðal annars inn á Árbæjarsafnið, í Árbæjarlaugina og í tvö heimahús. Fyrstu tilkynningar um brot mannsins bárust um tíu leytið í gærkvöld en hann var ekki handtekinn fyrr en um klukkan þrjú í nótt.
Stálu snjósleðum og fluttu brott á lyftara
Tveimur nýjum vélsleðum, sem kosta hvor um sig yfir þrjár milljónir króna, var stolið úr versluninni Ellingsen í Reykjavík í gær. Innbrotsþjófarnir mættu vel undirbúnir á vettvang, en þeir fluttu vélsleðana burt á lyftara.
Ölvaður átti bágt með að komast inn í eigið hús
Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. Þrettán manns gista fangageymslur eftir nóttina. Hnífamaður gekk um borgina og ofurölvi maður átti í vandræðum með að komast inn í eigið hús.
Yfirgaf verslun með stolið kjöt í bakpoka
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þjófnað úr verslun seint í gærkvöld. Þá hafði maður yfirgefið verslunina með fjóra pakka af kjöti í bakpoka sínum sem hann hafði ekki greitt fyrir. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
11.08.2021 - 08:08
35 fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhring, en alls voru 35 manns fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19. Þar af voru tólf fluttir vegna COVID-19 í nótt.
Innbrotum og eignaspjöllum fer fjölgandi á milli mánaða
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust alls 59 tilkynningar um innbrot á heimili í júní en það er mesti fjöldi innbrotstilkynninga á einum mánuði frá desember 2018. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu höfuðborgarsvæðisins fyrir júní. Þar segir að flestar innbrotstilkynningar hafi komið frá miðborginni, Vesturbæ, Seltjarnanesi, Háaleiti, Hlíðum og Laugardal. Heildarfjöldi innbrota frá upphafi árs er þó svipaður og síðustu tvö ár.
Vara fólk við að auglýsa ferðalög á samfélagsmiðlum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við að auglýsa að það sé að heiman og á ferðalagi en undanfarið hefur verið brotist inn á nokkur heimili eftir að húsráðendur settu myndir frá ferðalögum sínum á samfélagsmiðla. Töluvert hefur verið um bæði þjófnaði og innbrot á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið.
Innbrotahrina við Nýbýlaveg
Talsvert hefur verið um innbrot í nýtt fjölbýlishús við Nýbýlaveg í Kópavogi síðustu daga þar sem útihurð í sameiginlegum stigagangi er ítrekað spennt upp og þjófurinn í framhaldinu farið í geymslur íbúa til að leita verðmæta.
Ábendingar um falskar heimsóknir til að lesa af mælum
Seltjarnarnesbær varaði íbúa við því á Facebook-síðu sveitarfélagsins í dag að hleypa inn meintu starfsfólki Hitaveitunnar til þess að lesa af hitaveitu- eða rafmagnsmælum, án þess að ganga úr skugga um að starfsfólkið hefði viðeigandi skírteini. María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs bæjarins, segir að bærinn hafi fengið ábendingar um óprúttna aðila sem segjast vera frá Hitaveitunni til að komast í stigaganga fjölbýlishúsa og stela úr geymslum.
21.06.2021 - 22:26
Þýfi flutt frá Rúmeníu aftur til Danmerkur
Danska lögreglan auglýsir nú að íbúar á Sjálandi sem hafa lent í innbrotum eða vasaþjófnaði á síðustu árum geti mögulega endurheimt það sem frá þeim var stolið. Óhemjumagn þýfis fannst í Rúmeníu og talið er að mikið af því komi frá Danmörku. Eftir langa rannsókn tók lögreglan í Kaupmannahöfn í vor á móti vörubíl fullum af góssi sem flutt hafði verið til Rúmeníu en stolið á Sjálandi.
09.06.2021 - 13:47
Kom að ókunnri konu íklæddri fötunum sínum
Kona nokkur í íbúðahverfi miðsvæðis í höfuðborginni kom að óboðnum gesti á heimili sínu á sjöunda tímanum í gærkvöld. Ókunn kona hafði einhvern veginn komist inn, gert sig heimakomna og klætt sig í föt af húsráðanda.
Vörum að verðmæti 10 milljóna króna stolið í innbroti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í lagerhúsnæði við Rauðhellu í Hafnarfirði laust fyrir hádegi í dag.
Sýknaður eftir hnífstungu í sjálfsvörn í húsbíl
Karlmaður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar. Karlmaðurinn, sem er frá Þýskalandi, stakk mann í handlegginn, en sá hafði brotið rúðu í húsbíl þar sem Þjóðverjinn og unnusta hans sváfu. Maðurinn, sem braut rúðina, var að fálma eftir einhverju inni í húsbílnum þegar hann var stunginn.
05.02.2021 - 14:05
Óboðinn gestur í höll Japanskeisara
Tæplega þrítugur maður var handtekinn aðfaranótt sunnudags eftir að hafa hafst við í híbýlum Naruhitos Japanskeisara um tveggja klukkustunda skeið.
03.01.2021 - 08:03
Erlent · Japan · Asía · Keisari · Japanskeisari · Innbrot
Erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Nokkuð annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglu er að finna áttatíu og fjórar skráningar og alls gista ellefu manns fangageymslur.
Eftirförin tengist innbrotafaraldri í Mosfellsbæ
Betur fór en á horfðist þegar aka þurfti lögreglubíl inn í hlið jeppa, sem lögregla veitti eftirför úr Mosfellsbæ í Laugardal síðdegis í gær. Eftirförin tengist rannsókn á innbrotafaraldri í Mosfellsbæ. Þetta segir Eín Agnes Kristínardóttir stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið sem fer með rannsókn málsins.
Siglfirðingar uggandi yfir innbrotum
Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári innbrotsþjófs sem farið hefur inn í hús á Siglufirði síðustu daga. Íbúi sem sá einhvern reyna að fara inn í bíla í nótt segir bæjarbúa uggandi.
Kyrrlátt kvöld í miðborg en unglingateiti í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með samkomustöðum í gærkvöldi  og lagði sérstaka áherslu á skemmtistaði og krár. Í dagbók lögreglu kemur fram að farið var á allt að fjörutíu staði í miðborginni og austurbænum.
Tekur á sálina þegar brotist er inn í verslunina
Lögreglan hafði hendur í hári skartgripaþjófs í miðborg Reykjavíkur í nótt. Sá hafði brotist inn í skartgripaverslunina Gull og silfur við Laugaveg og haft á brott með sér fullan poka af skartgripum.
14.09.2020 - 13:23
Talsvert minna um innbrot það sem af er ári
Borist hafa að meðaltali 19% færri tilkynningar um innbrot það sem af er ári en síðastliðin þrjú ár. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
12.06.2020 - 09:56
Pantaðir innbrotsþjófar brutust inn í rangt hús
Ástrali var á dögunum sýknaður fyrir innbrot vopnaður sveðju. Hann ætlaði að brjótast inn í annað hús eftir pöntun, binda húsráðanda og strjúka með kústi. Dómarinn í málinu sagði málið vissulega óvenjulegt.
30.05.2020 - 12:06
Fundu innbrotsþjófinn á göngu með bakpoka um nótt
Grunsamlegur maður á göngu með bakpoka var handtekinn á Suðurnesjum í nótt grunaður um innbrot á fjölda heimila í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu.
27.02.2020 - 10:24
Gengu hvor í sína áttina að slagsmálum loknum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál fyrir utan vínveitingastað í Kópavogi snemma morguns. Þegar lögregla kom á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin. Áverkar mannanna voru minni háttar og gengu þeir hvor í sína áttina að loknum afskiptum lögreglu. Engar kærur voru lagðar fram vegna málsins.
Náðu þjófi vegna skófara á vettvangi
Lögreglan á Suðurnesjum handsamaði þjóf á leið úr landi með því að kanna skóbúnað hans og bera saman við skóför sem fundust á vettvangi.
Skuggalegir innbrotsþjófar reyndust eiga húsið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í heimahús nýverið. Lögreglumenn voru sendir af stað með blikkandi ljós enda voru líkur á að um yfirstandandi innbrot að ræða.
22.02.2019 - 18:05