Færslur: Innbrot

Vörum að verðmæti 10 milljóna króna stolið í innbroti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í lagerhúsnæði við Rauðhellu í Hafnarfirði laust fyrir hádegi í dag.
Sýknaður eftir hnífstungu í sjálfsvörn í húsbíl
Karlmaður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar. Karlmaðurinn, sem er frá Þýskalandi, stakk mann í handlegginn, en sá hafði brotið rúðu í húsbíl þar sem Þjóðverjinn og unnusta hans sváfu. Maðurinn, sem braut rúðina, var að fálma eftir einhverju inni í húsbílnum þegar hann var stunginn.
05.02.2021 - 14:05
Óboðinn gestur í höll Japanskeisara
Tæplega þrítugur maður var handtekinn aðfaranótt sunnudags eftir að hafa hafst við í híbýlum Naruhitos Japanskeisara um tveggja klukkustunda skeið.
03.01.2021 - 08:03
Erlent · Japan · Asía · Keisari · Japanskeisari · Innbrot
Erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Nokkuð annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglu er að finna áttatíu og fjórar skráningar og alls gista ellefu manns fangageymslur.
Eftirförin tengist innbrotafaraldri í Mosfellsbæ
Betur fór en á horfðist þegar aka þurfti lögreglubíl inn í hlið jeppa, sem lögregla veitti eftirför úr Mosfellsbæ í Laugardal síðdegis í gær. Eftirförin tengist rannsókn á innbrotafaraldri í Mosfellsbæ. Þetta segir Eín Agnes Kristínardóttir stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið sem fer með rannsókn málsins.
Siglfirðingar uggandi yfir innbrotum
Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári innbrotsþjófs sem farið hefur inn í hús á Siglufirði síðustu daga. Íbúi sem sá einhvern reyna að fara inn í bíla í nótt segir bæjarbúa uggandi.
Kyrrlátt kvöld í miðborg en unglingateiti í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með samkomustöðum í gærkvöldi  og lagði sérstaka áherslu á skemmtistaði og krár. Í dagbók lögreglu kemur fram að farið var á allt að fjörutíu staði í miðborginni og austurbænum.
Tekur á sálina þegar brotist er inn í verslunina
Lögreglan hafði hendur í hári skartgripaþjófs í miðborg Reykjavíkur í nótt. Sá hafði brotist inn í skartgripaverslunina Gull og silfur við Laugaveg og haft á brott með sér fullan poka af skartgripum.
14.09.2020 - 13:23
Talsvert minna um innbrot það sem af er ári
Borist hafa að meðaltali 19% færri tilkynningar um innbrot það sem af er ári en síðastliðin þrjú ár. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
12.06.2020 - 09:56
Pantaðir innbrotsþjófar brutust inn í rangt hús
Ástrali var á dögunum sýknaður fyrir innbrot vopnaður sveðju. Hann ætlaði að brjótast inn í annað hús eftir pöntun, binda húsráðanda og strjúka með kústi. Dómarinn í málinu sagði málið vissulega óvenjulegt.
30.05.2020 - 12:06
Fundu innbrotsþjófinn á göngu með bakpoka um nótt
Grunsamlegur maður á göngu með bakpoka var handtekinn á Suðurnesjum í nótt grunaður um innbrot á fjölda heimila í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu.
27.02.2020 - 10:24
Gengu hvor í sína áttina að slagsmálum loknum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál fyrir utan vínveitingastað í Kópavogi snemma morguns. Þegar lögregla kom á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin. Áverkar mannanna voru minni háttar og gengu þeir hvor í sína áttina að loknum afskiptum lögreglu. Engar kærur voru lagðar fram vegna málsins.
Náðu þjófi vegna skófara á vettvangi
Lögreglan á Suðurnesjum handsamaði þjóf á leið úr landi með því að kanna skóbúnað hans og bera saman við skóför sem fundust á vettvangi.
Skuggalegir innbrotsþjófar reyndust eiga húsið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í heimahús nýverið. Lögreglumenn voru sendir af stað með blikkandi ljós enda voru líkur á að um yfirstandandi innbrot að ræða.
22.02.2019 - 18:05
Opnuðu jólapakka og stálu gjöfunum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í hús í Kópavogi í gærkvöldi. Þjófur hafði brotið rúðu og komist þannig inn í húsið. Hann rótaði í skúffum og opnaði jólagjafir sem hann fann. Þjófurinn stal svo einni gjöfinni.
23.12.2018 - 08:58
Ekki tilkynna um ferðalög á samfélagsmiðlum
Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu lögreglunnar. Fólk hefur verið hvatt til að vera sérstaklega á verði yfir hátíðirnar. Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, segir að innbrot séu oft algengari í skammdeginu en á öðrum árstíma þegar bjartara er. Hann hvetur fólk til að vera ekki endilega að tilkynna um ferðalög á samfélagsmiðlum.
19.12.2018 - 08:27
Þrjú innbrot í vikunni upplýst
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst þrjú innbrot sem voru framin í Kópavogi og Garðabæ í byrjun vikunnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Brotist var inn á eitt heimili þar sem ýmis verðmæti voru tekin og inn á tvö byggingasvæði þar sem fjölda verkfæra var stolið.
06.07.2018 - 09:45
Átta mánuðir fyrir þátt í innbrotahrinu
Tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem handtekinn var í mars, grunaður um aðild að umfangsmikilli innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu, var sakfelldur fyrir fleiri tugi innbrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku og dæmdur til átta mánaða fangelsisrefsingar. Tveir til viðbótar sitja enn í gæsluvarðhaldi.
01.06.2018 - 19:01
Þjófarnir áfram í gæsluvarðhaldi
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði karlmennina fjóra sem verið setið hafa í haldi vegna innbrota í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í dag.
16.03.2018 - 16:41
Innbrotsþjófarnir hugsanlega sendir hingað
Grunur leikur á að innbrotsþjófar, sem hafa látið greipar sópa á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, hafi verið sendir til landsins af skipulögðum glæpahópum í Evrópu, jafnvel gegn sínum vilja. Einn hinna handteknu er 17 ára. 
04.03.2018 - 19:00
Enn brotist inn þótt fjórir séu í varðhaldi
Innbrotahrinunni á höfuðborgarsvæðinu er síður en svo lokið þótt fjórir sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna innbrota. Brotist var inn í Garðabæ í gærkvöld þegar þessir fjórir voru komnir bak við lás og slá. 
01.03.2018 - 22:33
Kjósa um eftirlitsmyndavélar í hverfinu
Íbúar í Linda- og Salahverfi í Kópavogi kjósa nú rafrænt um það hvort bæjarfélagi eigi að verja 10 milljónum til uppsetningar á fimm eftirlitsmyndavélum við gatnamót inn í hverfið.
03.02.2018 - 15:27
Hnökkum enn stolið á Hellu
Hnökkum var stolið þegar brotist var inn í hesthús á Hellu í fyrrinótt. Þjófarnir komust inn í húsið án mikilla skemmda og brutu sér leið í hnakkageymslu. Í fyrra og hittiðfyrra var brotist ítrekað inn í hesthús á Hellu í sama tilgangi. Þjófarnir höfðu sama hátt á nú og áður, tóku einungis nýja og nýlega hnakka, en létu gamla eiga sig.
16.03.2016 - 15:52
Innbrotahrina í Árnessýslu
Fjögur innbrot voru kærð til Lögreglunnar á Suðurlandi um helgina og eitt í síðustu viku. Brotist var inn í tvo sumarbústaði við Apavatn, Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og í Hestakrána í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fimmta innbrotið var í íbúð á Stokkseyri. Lögreglan rannsakar nú innbrotin, en sökudólgarnir hafa ekki fundist enn.
29.02.2016 - 15:58