Færslur: Innanlandssmit

Þrjú af 21 innanlandssmiti í gær eru utan sóttkvíar
Þrír voru utan sóttkvíar af þeim 21 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með veiruna á landamærununum og bíður sá niðurstöðu mótefnamælingar.
27 innanlandssmit í gær en ekkert við landamærin
Alls greindust 27 kórónuveirusmit innanlands í gær en ekkert við landamærin. Tvö smitanna voru utan sóttkvíar. Nýgengi innanlandssmita er nú 20,7 á hverja 100 þúsund íbúa en 6,8 á landamærunum.
19.04.2021 - 11:01
Þórólfur vildi ekki leyfa áhorfendur á íþróttaviðburðum
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi smit enda séu fleiri útsettir. Um eitt þúsund sýni voru tekin í gær en frekari tilsklakanir taka gildi á morgun. 
Um 800 börn hafa smitast af COVID hér á landi
Fimm börn greindust með kórónuveirusmit í gær, það yngsta eins árs. Alls hafa hátt í 800 börn veikst af COVID-19 frá upphafi faraldursins hér á landi, flest á unglingsaldri. Barnasmitsjúkdómalæknir segir að einkenni barna geti verið önnur en fullorðinna.
Hertar sóttvarnarreglur hafa ekki áhrif á Strætó
Hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti hafa ekki áhrif á starfsemi Strætó. Meðal annars eru almenningsvagnar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð undanþegnir reglu um tíu manna hámarksfjölda. 
Þórólfur segir tilslakanir ólíklegar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að frekar ólíkt sé að hann leggi til tilslakanir á sóttvörnum fyrir 17. mars. Hann segir að góðar líkur séu á að tekist hafi að komast fyrir hópsmitið sem upp kom um síðustu helgi. 
Yfir 1.400 skimaðir í dag
Yfir 1.400 eru væntanlegir í skimun hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðinu í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá þessu í hádegisfréttum. „Það hafa rúmlega 700 manns farið í gegn hjá okkur í morgun og við eigum þá eftir annað eins eftir hádegi. Það er opið til klukkan 16 hjá okkur.“
08.03.2021 - 12:32
Ísland enn með fæst smit á hverja 100 þúsund íbúa
Ísland er enn það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja hundrað þúsund íbúa.
Einn greindist innanlands og var í sóttkví
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví. Einn greindist með mótefni í landamæraskimun og tveir bíða eftir mótefnamælingu. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og er nú þrír og nýgengi landamærasmita er sex.
Aðgátar þörf í tilslökunum til að komast hjá bakslagi
Sóttvarnalæknir fagnar góðum árangri í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir að mögulegt sé að slaka örlítið á. Hann vill þó ekki upplýsa í hverju þær tilslakanir felast. Enginn greindist innanlands með COVID-19 í gær, en 11 á landamærunum.
Ekkert innanlandssmit — sex við landamærin
Enginn greindist með kórónuveirusmit í gær. Sex smit greindust við landamærin. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um fjölda smita.
Ísland er nú skilgreint sem grænt COVID-land
Ísland er nú skilgreint sem grænt land í litakóðunarkerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu, ECDC, vegna kórónuveirufaraldursins og er það Evrópuland, þar sem gögn liggja fyrir, sem er með lægstu tíðni kórónuveirusmita. Ísland er þar með farið úr hópi appelsínugulra ríkja þar sem það hafði verið síðan um miðjan nóvember. Þar áður var Ísland skilgreint sem rautt ríki.
Tvö innanlandssmit greindust í gær
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Báðir þeirra sem greindust voru í sóttkví. Eitt smit greindist við landamærin, beðið er niðurstöðu mótefnamælingar um hvort það er virkt eða gamalt.
Eitt kórónuveirusmit innanlands í gær
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum en tvö í seinni skimun eftir komu til landsins. Beðið er niðurstöðu þess hvort tvö sýni séu virk. 
25.01.2021 - 11:06
Ekkert kórónuveirusmit innanlands í gær
Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær enn fimm greindust á landamærunum. Beðið er mótefnamælingar úr öllum sýnum þaðan.
Myndskeið
Fjórir af hverjum tíu 90 ára og eldri bólusettir
Meira en fjórir af hverjum tíu sem eru 90 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn COVID-19. Bólusetning er ýmist hafin eða henni lokið hjá samtals 6200 samkvæmt nýrri upplýsingasíðu á covid.is
Tvö innanlandssmit undanfarinn sólarhring
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Annað greindist í sóttkví og hitt við einkennasýnatöku. Tíu greindust á landamærunum, tvö virk smit og fjögur gömul greindust við landamæraskimun. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnum þaðan.
Tvö innanlandssmit og báðir í sóttkví
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Báðir voru í sóttkví og báðir greindust við einkennasýnatöku. Einn greindist með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr þremur sýnum sem voru tekin þar. Nýgengi innanlandssmita er nú 15,5 og nýgengi landamærasmita er 25,4.
Sautján andlát eru rakin til hópsmitsins á Landakoti
Sautján andlát eru nú rakin til hópsmitsins á Landakoti. Flestir sem létust vegna þess létust á Landspítala, en einnig eru andlát á Suðurlandi rakin til smitsins.
Myndskeið
Ekki hægt að útiloka orsakatengsl í einu andlátinu
Í einu af þeim fimm andlátum fólks sem hafði nýlega verið bólusett við kórónuveirunni, er ekki hægt að útiloka orsakatengsl. Enginn hefur greinst með svokallað Brasilíuafbrigði veirunnar hér á landi. Fólki er ráðið frá utanlandsferðum nema brýna nauðsyn beri til. 
Fjögur innanlandssmit og sex við landamærin
Fjórir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Sex smit greindust við landamærin, þar af voru tveir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fjórum sýnum. Alls voru tekin 507 sýni innanlands í gær og 518 á landamærunum.
Fimm innanlandssmit greindust í gær
Fimm greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Fjórir voru í sóttkví. Tveir greindust með virkt smit við landamærin og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnatökum.
Fjögur innanlandssmit og tvö á landamærunum
Fjórir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru tveir ekki í sóttkví. Tvö smit greindust á landamærunum. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr tveimur sýnum til að sannreyna hvort þau voru virk eða gömul.
Þórólfur vill COVID-vottorð á landamærin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til við heilbrigðisráðherra að vottorð um neikvætt COVID-próf verði tekin gild á landamærunum. Hann segir að leita þurfi allra leiða til að hindra að smit berist inn í landið. Á hverjum degi berst embætti sóttvarnalæknis fjöldi beiðna um að komast framar í bólusetningarröðina. 
Sex innanlandssmit og 26 við landamærin
Sex kórónuveitusmit greindust innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví. 26 smit greindust á landamærunum, þar af voru sex þeirra virk í fyrri sýnatöku og fjögur í seinni sýnatöku. Tveir greindust með mótefni við landamæraskimun og beðið er mótefnamælingar úr 14 sýnatökum. Nú eru staðfest smit í öllum landshlutum.