Færslur: Innanlandssmit

52 innanlandssmit - 41 var í sóttkví
52 greindust innanlands með COVID-19 í gær. 79% þeirra, eða 41,voru í sóttkví. Fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir sýnatöku við landamærin. Nýgengi innanlandssmita er nú 292,3 og við landamærin er nýgengið 16,1. 26 eru á sjúkrahúsi með COVID-19 og þar af eru fjórir á gjörgæslu.
50 innanlandssmit, 33 í sóttkví og færri á sjúkrahúsi
50 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir landamæraskimun. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 240,3 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267,2. Í gær var það 237,3 og hækkar því aðeins á milli daga.
12.10.2020 - 11:06
Viðtal
Engin þörf á lokunum - mikið lagt upp úr smitvörnum
Með því að leyfa bardagaklúbbum og öðru snertisporti að halda áfram en loka líkamsræktarstöðvum er verið að senda almenningi þau skilaboð að þær séu stórhættulegir staðir. Þetta sagði Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. 
93% smitanna í gær voru á höfuðborgarsvæðinu
81 af þeim 87 sem greindust með kórónuveirusmit í gær eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er svipað hlutfall smita þar og verið hefur undanfarna daga.
07.10.2020 - 16:04
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna smitaðir
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna í Grafarvogi fyrir fólk með þroskahamlanir og einhverfu hafa greinst með kórónuveirusmit.. Verið er að skima íbúa á heimilinu. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að þetta hafi mikil áhrif á starfsemina, en allt verði gert til að halda henni eins stöðugri og hægt er.
Fjögur innanlandssmit - helmingur í sóttkví
Fjögur ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Í gær voru þau fimm og einnig í fyrradag. Tveir þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Níutíu og sex eru í einangrun hér á landi með COVID-19. Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit á landamærunum í gær en þrír bíða eftir niðurstöðum mótefnamælingar við landamærin.
03.09.2020 - 11:12
Níu smit greindust innanlands í gær
Níu ný smit greindust innanlands í gær. Sex á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og þrjú hjá Íslenskri erfðagreiningu. Allir nema einn þeirra sem greindust voru í sóttkví.
22.08.2020 - 11:17