Færslur: Innanlandssmit

Fimm innanlandssmit greindust í gær
Fimm greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Fjórir voru í sóttkví. Tveir greindust með virkt smit við landamærin og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnatökum.
Fjögur innanlandssmit og tvö á landamærunum
Fjórir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru tveir ekki í sóttkví. Tvö smit greindust á landamærunum. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr tveimur sýnum til að sannreyna hvort þau voru virk eða gömul.
Þórólfur vill COVID-vottorð á landamærin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til við heilbrigðisráðherra að vottorð um neikvætt COVID-próf verði tekin gild á landamærunum. Hann segir að leita þurfi allra leiða til að hindra að smit berist inn í landið. Á hverjum degi berst embætti sóttvarnalæknis fjöldi beiðna um að komast framar í bólusetningarröðina. 
Sex innanlandssmit og 26 við landamærin
Sex kórónuveitusmit greindust innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví. 26 smit greindust á landamærunum, þar af voru sex þeirra virk í fyrri sýnatöku og fjögur í seinni sýnatöku. Tveir greindust með mótefni við landamæraskimun og beðið er mótefnamælingar úr 14 sýnatökum. Nú eru staðfest smit í öllum landshlutum.
Þrjú innanlandssmit og allir í sóttkví
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví. Fimm virk smit greindust við landamæraskimun, tveir greindust með mótefni þar og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr sjö sýnum sem tekin voru við landamærin. Tekin voru 412 sýni innanlands í gær og 1.184 við landamærin.
Enginn liggur á Landspítala með COVID-19
Enginn liggur nú á Landspítala með virkt kórónuveirusmit, en þar liggja 22 sem hafa lokið einangrun eftir að hafa smitast af COVID-19.
Þrjú smit í gær og tveir í sóttkví
Þrjú COVID-19 smit voru greind í gær. Tveir hinna smituðu voru í sóttkví. Þrír voru greindir með veiruna á landamærunum. Þetta sýna bráðabirgðatölur frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sem á eftir að fara nánar yfir.
01.01.2021 - 11:17
„Vona að ekkert sé að grassera undir yfirborðinu“
Að kórónuveirusmit hafi ekki verið fleiri undanfarna daga en raun ber vitni gefur tilefni til bjartsýni að mati Rögnvalds Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Hann segir að þetta sé merki um að engar litlar hópsýkingar hafi komið upp yfir jólin.
Þrjú innanlandssmit og tveir í sóttkví
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví. Þetta sýna bráðabirgðatölur frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en farið verður yfir þær eftir áramótin.
Þrjú kórónuveirusmit greindust á aðfangadag
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, aðfangadag. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví. Fjögur smit greindust á landamærunum.
Hátt í 200 leikskólabörn og 40 starfsmenn í sóttkví
Hátt á annað hundrað börn og um 40 starfmenn á tveimur leikskólum í Njarðvík, Reykjanesbæ eru nú í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá barni í öðrum leikskólanum og hjá barni og starfsmanni í hinum.
13 greindust innanlands og fimm voru utan sóttkvíar
13 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Þetta er sami fjöldi smita og greindist í fyrradag og jafn margir sem voru utan sóttkvíar og þá. Sex virk smit greindust á landamærunum í gær og sjö bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir sýnatöku þar. 571 sýni var tekið innanlands og á landamærunum voru tekin 1.123 sýni.
13 innanlandssmit og fimm utan sóttkvíar
13 COVID-19 smit greindust innanlands í gær. Fimm voru utan sóttkvíar. Þrjú virk smit greindust við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr átta sýnatökum þar. Alls voru tekin 960 sýni innanlands og 1.374 sýni við landamærin.
Þrjú innanlandssmit – einn utan sóttkvíar
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Tveir af þeim sem greindust voru í sóttkví. Eitt virkt smit greindist á landamærunum, eitt smit greindist þar við seinni sýnatöku og beðið er niðurstöðu mótefnamælinga úr þremur sýnatökum þar. Í gær voru allir sem greindust í sóttkví og sömuleiðis í fyrradag.
Fjögur smit og allir í sóttkví annan daginn í röð
Fjögur kórónuveirusmit greindust í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem allir sem greinast innanlands eru í sóttkví. Nú eru 144 í einangrun með kórónuveirusmit og 366 í sóttkví.
„Það þarf ekkert mikið til að hópsmit blossi upp“
Afar mikilvægt er á því stigi sem kórónuveirufaraldurinn er á núna að fólk komi ekki saman umfram þann fjölda sem sóttvarnareglugerð kveður á um.  Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að hafi sú verið raunin um helgina, megi búast við aukningu smita síðar í vikunni.
Sjö smit greindust innanlands í gær og allir í sóttkví
Sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Ekkert virkt smit greindist við landamæraskimun, en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnum sem voru tekin þar.
Fjögur innanlandssmit — allir nema einn í sóttkví
Fjórir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru þrír í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr einni sýnatöku þar.
Á sjötta tug 1. bekkinga í sóttkví
Hátt í 60 nemendur í þremur bekkjum í Laugarnesskóla eru nú komnir í sóttkví eftir að smit greindist hjá nemanda í 1. bekk skólans. Í síðustu viku þurftu rúmlega 100 nemendur í 5. bekk skólans að fara í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni. Skólastjóri Laugarnesskóla segir að smitin tengist ekki.
Átta smit innanlands – helmingur í sóttkví
Átta greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru fjórir ekki í sóttkví. Virkum smitum hefur fækkað um tíu síðan í gær og eru nú 187. Þrjú smit greindust á landamærunum og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fjórum sýnatökum þar. Nýgengi innanlandssmita hefur lækkað og er nú 46,1. Staðfest smit hér á landi eru nú orðin fleiri en 5.500 frá upphafi faraldursins.
Kórónuveirutilfellum fjölgar í Færeyjum
Sjö ný kórónuveirutilfelli verið staðfest í Færeyjum það sem af er desember, öll nema eitt við landamærin.
08.12.2020 - 04:25
Sjö smit og allir í sóttkví
Sjö greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví. Alls voru tekin 449 sýni innanlands í gær.
Tólf greindust í gær - allir í sóttkví
12 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita hefur hækkað örlítíð síðan í gær og er nú 45,8, en var 45,5 í gær. Einn greindist með virkt smit við landamæraskimun í gær, eitt smit til viðbótar greindist eftir mótefnamælingu úr fyrri sýnatöku og mótefni greindist hjá þremur. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar þeirra sýna.
16 ný innanlandssmit – um þriðjungur utan sóttkvíar
16 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru fimm ekki í sóttkví.  Rúmlega þrettán hundruð sýni voru tekin. Einn greindist með veiruna við landamæraskimun. 
„Ég held að það sé talsvert af smitum þarna úti“
Mikill munur er á smitstuðlinum í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins og í þeirri fyrstu. Helmingi færri COVID-19 smit greindust í gær en í fyrradag, en of snemmt er að segja til um hvort það hafi áhrif á stuðulinn. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að búast megi við að áfram muni um og yfir tuttugu smit greinast daglega.