Færslur: Innanlandssmit

Sýnataka úr gámi
Um þrjú til átta hundruð manns fara í covid-próf hjá heilbrigðisstofnunum á dag. Hlutfall jákvæðra sýna hefur lækkað sem og nýgengi smita. Aðstæður til sýnatöku hafa breyst og ekki er lengur þörf á stóru húsnæði. 
Sjónvarpsfrétt
Enginn í smitgát eða sóttkví vegna apabólusmitanna
Sóttvarnalæknir býst við að fleiri greinist með apabólu hérlendis. Tveir karlmenn greindust í gær. Enginn er í sóttkví eða smitgát vegna þeirra og smitrakning lokið.
09.06.2022 - 18:49
Færeyingar lítt smeykir við apabólu
Færeyingar búa sig undir að apabóluveiran skjóti sér niður á eyjunum. Prófessor í lýðheilsufræðum segir ólíklegt að faraldur sé í uppsiglingu. Hann hvetur landsmenn til rósemi.
24.05.2022 - 03:20
Viðtal
Býst við sama smitfjölda út janúar
Viðbúið er að fjöldi nýrra kórónuveirusmita haldist óbreyttur út mánuðinn og að það dragi mjög hægt úr fjölguninni. Þetta er mat sérfræðings í smitsjúkdómum. Metfjöldi smita greindist á landamærum í gær og samkvæmt upplýsingum eru þau flest hjá fólki sem eru að koma frá Kanaríeyjum, þar á meðal Tenerife.
Sjónvarpsfrétt
Vonar að gamlársboð verði ekki uppspretta smita
Hátt í sextán hundruð smit greindust í gær, eða 1557. Hluti smitanna gæti þó verið frá því í fyrradag. Víðir Reynisson á von á að smittölur haldist áfram háar. Hann segir ástæðu jólasmita vera í miklum mæli jólaboð og vonar að svo verði ekki með gamlársboðin.
Aldrei fleiri smit á landamærunum - 744 innanlands
81 greindust smitaðir af kórónuveirunni á landamærunum í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri. 744 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær sem eru nokkuð færri en í fyrradag, þegar þau voru 836. 14 daga nýgengi smita er nú 1526 á hverja 100.000 íbúa. 446 smitaðra hér innanlands voru utan sóttkvíar.
Sjónvarpsfrétt
Covid smitum fjölgar ört á landsbyggðinni
Af þeim mikla fjölda kórónuveirusmita sem greinst hafa síðustu daga er mikill meirihluti á suðvestanverðu landinu. Framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri talar um svikalogn og gert er ráð fyrir talsverðri fjölgun smita þar næstu daga.
27.12.2021 - 19:20
Hlutfall jákvæðra einkennasýna aldrei verið hærra
Vegna þróun faraldursins undanfarna daga var ákveðið að uppfæra tölulegar upplýsingar í dag á Covid.is, en það er venjulega ekki gert um helgar. Hlutfall jákvæðra einkennasýna var 14% og hefur það aldrei verið hærra. Á tveimur dögum hefur hlutfallið hækkað úr tæpum 9% upp í tæp 14%.
Vonar að smit komi ekki í veg fyrir litlu jólin
Covid-19 smitum hefur fjölgað mikið á Austurlandi síðustu daga, sérstaklega í Fjarðabyggð. Skólanum í Reyðarfirði var lokað á hádegi í gær og allir hvattir til að fara í sýnatöku vegna fjölda smita. Aðstoðarskólastjórinn vonar að fljótt takist að stöðva útbreiðslu smita svo starfsmenn og nemendur geti haldið litlu jólin saman.
10.12.2021 - 08:18
124 smit í gær - Nýgengi fer lækkandi
124 greindust með kórónuveiruna hérlendis í gær. Þar af voru 116 sem greindust innanlands og 8 á landamærunum. Nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa er nú 451 og fer lækkandi milli daga.
07.12.2021 - 10:51
110 smit í gær - 24 á sjúkrahúsi
110 greindust með kórónuveirunar hérlendis í gær. Þar af voru 101 sem greindust innanlands og 9 á landamærunum. Um helgar eru iðulega tekin færri sýni, en þau voru 2.057 í gær. Hlutfall jákvæðra sýna var um fimm prósent. Nú eru 24 inniliggjandi á sjúkrahúsi, 5 á gjörgæslu og þrír í öndunarvél.
Nýgengi sjúkrahúsinnlagna óbólusettra 68 sinnum hærra
Samkvæmt nýjustu tölum Covid.is er nýgengi sjúkrahúsinnlagna meðal óbólusettra 68 sinnum hærra en þeirra sem hafa fengið örvunarbólusetningu. 14 daga nýgengi þeirra sem ekki eru fullbólusettir er nú 34, fullbólusettra er 5,9 en nýgengi þeirra sem hlotið hafa örvunarbólusetningu er 0,5.
115 smit innanlands og nýgengi lækkar
115 greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær og greindust 3 til viðbótar á landamærunum Nýgengi smita fer lækkandi og er nú nýgengi smita 501 á hverja hundrað þúsund íbúa.
30.11.2021 - 11:07
112 smit í gær - Tveir á gjörgæslu
112 greindust hérlendis með kórónuveirusmit í gær og þar af greindust 17 á landamærunum. Rétt rúmur meirihluti þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu, eða 43.
77 smit innanlands í gær
77 greindust með COVID-19 hér á landi í gær og 3 á landamærunum. Smit gærdagsins eru því samtals 80. Þá voru 34 í sóttkví við greiningu. Þetta eru töluvert færri smit en hafa verið að greinast í liðinni viku, en þau hafa verið nærri 150 á dag. Líkt og venjulega um helgar þá eru þetta bráðabirgðatölur.
Sjö heimilismenn smitaðir á Grund
Sjö heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík og fjórir starfsmenn hafa greinst með COVID-19. Þeir sem greindust eru allir á deild A2 og henni því verið lokað. Niðurstöður úr sýnatökum fleiri starfsmanna eru væntanlegar eftir helgi.
192 smit í gær og 179 innanlands - fjölgar á spítala
Í gær greindust alls 192 með COVID-19 hérlendis. 179 þeirra greindust innanlands en 13 á landamærunum. Þá voru 88 bólusettir og 88 óbólusettir af þeim sem greindust innanlands, en þrír bólusettir að hluta. 3545 einstaklingar mættu í sýnatökur í gær og voru því um fimm prósent þeirra sem reyndust vera smitaðir. Þá fjölgar um fimm sem liggja inni á sjúkrahúsi vegna veirunnar.
19.11.2021 - 11:00
Aldrei fleiri smit á einum degi - 206 innanlands í gær
206 greindust með COVID-19 innanlands í gær og hafa aldrei fleiri greinst með veiruna á einum degi frá faraldurinn hófst. Níu greindust á landamærunum. Því greindust samanlagt 215 með covid í gær og hafa aldrei verið fleiri.
Smitum fjölgar víða á landsbyggðinni
Á landsbyggðinni hefur covid-smitum fjölgað talsvert síðustu daga. Mestu munar um hópsmit á Akranesi og í Sandgerði. Þar hefur skólum verið lokað og frístundastarfi aflýst fram yfir helgi. 
05.11.2021 - 11:50
Hafa þurft að vísa fólki frá farsóttahúsum
Vegna plássleysis hefur þurft að vísa fólki frá farsóttahúsum í Reykjavík. Þetta segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna. Í dag eru 18 herbergi laus í Reykjavík en aðeins eitt á Akureyri. „Við þurfum að vera mjög sparsöm þar,“ segir Gylfi. Og bætir við að það kæmi ekki á óvart ef þessi bylgja yrði sú stærsta hingað til. „Staðan er erfið hjá okkur eins og hjá öðrum sem við þetta starfa.“
580 mættu í sýnatöku á Akranesi
Um 580 manns mættu í COVID-19 sýnatöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi í dag. Boðað var í sýnatöku vegna fjölda smita sem greinst hafa á vestanverðu landinu síðustu daga. Fjölbrautaskóli Vesturlands verður lokaður fram á föstudag hið minnsta vegna smita sem grunað er að hafi breiðst út í skólanum.
291 smit innanlands það sem af er vikunni
Í gær greindust 66 COVID-19 smit innanlands og var meirihluti þeirra utan sóttkvíar, eða um 52%. Frá mánudegi hafa greinst 291 smit innanlands. Sjö fullorðnir liggja nú inni á Landspítala með veiruna, en enginn þeirra er á gjörgæslu. Meðalaldur sjúklinganna er 49 ár. Í COVID göngudeild Landspítalans voru skráðir í morgun 654 sjúklingar, þar af 189 börn. Nýskráðir í gær voru 51 fullorðinn og 19 börn. Frá upphafi fjórðu bylgju faraldursins hafa verið 129 innlagnir á spítalann vegna veirunnar.
31 kórónuveirusmit í gær
Alls greindust 31 smit innanlands í gær. Sautján þeirra voru í sóttkví. Ellefu smitanna í gær voru á Norðurlandi. Flestir sem eru í einangrun eru á Akureyri eða 58. Rúmlega átta hundruð Akureyringar eru í sóttkví.
16 smit í gær - 9 utan sóttkvíar
16 voru greind með covid innanlands í gær. Af þeim voru 11 fullbólusettir og 5 óbólusettir. 7 hinna smituðu voru í sóttkví en 9 utan sóttkvíar. 1.148 manns fóru í einkennasýnatöku en 549 í handahófs- eða sóttkvíarsýnatöku. Alls eru 874 í sóttkví og 349 í einangrun, þar af 90 börn á aldrinum 6 til 12 ára. Þrjú smit voru greind á landamærunum í gær, tvö þeirra í fyrri skimun og eitt í þeirri seinni.
30.09.2021 - 11:03
250 mættu í sýnatöku á Reyðarfirði í dag
Mikill fjöldi sýna var tekinn á Reyðarfirði í dag í kjölfar þess að tíu smit greindust meðal íbúa bæjarins í gær. Bæði grunnskóli og leikskóli Reyðarfjarðar eru lokaðir í dag og er gert ráð fyrir að töluverður fjöldi fari í sóttkví í tengslum við smitin. Niðurstöður úr sýnatöku eru væntanlegar í kvöld eða í fyrramálið.