Færslur: Innanlandsflug

Ekki flogið milli Akureyrar og Keflavíkur fyrr en 2024
Icelandair hefur frestað um ár, áformum um að hefja beint flug milli Keflavíkur og Akureyrar á ný. Ástæðan er sögð ýmis óleyst vandamál í innanlandsfluginu. Talsmaður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi segir að mögulega sjái Icelandair ekki tækifærin sem felist í flugi með erlenda farþega til Akureyrar.
25.11.2022 - 13:31
Icelandair ætlar að bæta við sig fimm 737 MAX vélum
Mönnunarvandi á flugvöllum víða um heim hafði afar neikvæð áhrif á flugáætlanir Icelandair í sumar. Tíðar ferðir og fjölbreyttir brottfarartímar eru þó sagðir hafa dregið úr alvarlegri röskun á áætlunum farþega flugfélagsins.
Fá hvorki flugmiða né Loftbrú endurgreidda
Ódýrasta flugfargjald Icelandair, Economy Light, veitir enga endurgreiðslu, hvorki hjá Icelandair eða Loftbrú, ef notandinn gerir sjálfur breytingar á flugmiðanum. Við þetta eru notendur loftbrúnnar ósáttir og vonast eftir úrbótum.
23.09.2022 - 13:50
Viðurkenna að félagið þarf að gera betur
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair fundaði í gær með Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra vegna ítrekaðra truflana á innanlandsflugi. Bogi segist meðvitaður um þá hnökra sem hafi verið á þjónustu Icelandair síðustu misseri. 
20.09.2022 - 12:24
Boðuðu forstjóra Icelandair á fund um innanlandsflugið
Forstjóri Icelandair hefur verið boðaður á fund á Akureyri í dag í til að ræða ítrekaðar truflanir í innanlandsflugi félagsins. Fulltrúi sveitarfélaga á Norðausturlandi segir að traust íbúanna til flugfélagsins hafi beðið mikinn hnekki.
19.09.2022 - 13:51
Biðu klukkutímum saman eftir bilun í innanlandsflugi
Flugvél Icelandair sem átti að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar í hádeginu í dag var tekin úr umferð og farþegar þurftu að bíða meðan leitað væri annarra leiða til að koma þeim á leiðarenda. Það var að lokum gert með minni flugvél sem þurfti að fara tvær ferðir, þá fyrri tveimur tímum eftir að flugvélin átti að leggja af stað og þá síðari rúmlega fjórum tímum síðar. Farþegi sem átti að fara með vélinni sagðist hafa beðið á flugvellinum síðan um klukkan eitt, án þess að fá upplýsingar.
Sjónvarpfrétt
Hálfs árs seinkun á opnun flugstöðvar á Akureyri
Ný viðbygging og flughlað rísa nú við Akureyrarflugvöll. Framkvæmdin hefur nú dregist um hálft ár, sem umdæmisstjóri Isavia segir vonbrigði en þó ekki óviðbúið.
06.09.2022 - 13:36
Stundvísi Icelandair í innanlandsflugi undir markmiðum
Nokkuð hefur borið á óstundvísi í innanlandsflugi hjá Icelandair, líkt og fjallað var um fyrr í sumar. Flotamálin komust þó í gott horf í byrjun júlí en þrátt fyrir það var stundvísi undir þeim markmiðum sem fyrirtækið hefur sett sér.
20.08.2022 - 10:30
Mun fleiri nýta afsláttarkjör af innanlandsflugi
Aldrei hafa fleiri nýtt Loftbrú en í ár. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Loftbrú er afsláttarkerfi ríkisins sem tryggja á ódýrara innanlandsflug fyrir fólk með lögheimili fjarri höfuðborgarsvæðinu.
13.07.2022 - 07:21
Kominn tími til að funda með forstjóra Icelandair
Sveitarfélagið Múlaþing hefur óskað eftir fundi með Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Berglind Harpa Svavarsdóttir varaformaður sveitarstjórnar segir að ástandið í innanlandsflugi sé óásættanlegt og mikilvægt sé að leita lausna.
01.07.2022 - 17:42
Sjónvarpsfrétt
Brigðul áætlun í innanlandsflugi veldur óþægindum
Mikið ber á óánægju meðal margra þeirra sem reiða sig á innanlandsflug Icelandair. Brigðul áætlun flugfélagsins veldur farþegum óþægindum og þeir segjast nánast hættir að treysta útgefinni áætlun.
„Ekki sátt við þjónustuna sem við erum að veita núna“
Mikil röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá ársbyrjun, töluvert meiri en önnur ár. Hlutfall seinkaðra ferða af heildaráætlun var á bilinu 21,7% og 27%, misjafnt eftir landshlutum. Talsverð röskun hefur verið í dag og til að bregðast við því voru skipulögð þotuflug til Akureyrar og Egilsstaða.
30.06.2022 - 19:18
„Fólk er bara alveg hætt að treysta á flugið“
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ segir að traust íbúa á Vestjörðum til innanlandsflugs Icelandair fari dvínandi. Frá áramótum hefur tæpum helmingi flugferða til og frá Ísafirði verið aflýst eða frestað.
30.06.2022 - 15:45
Röskun á innanlandsflugi vegna bilana í flugvélum
Talsverð röskun verður á innanlandsflugi Icelandair í dag vegna bilana sem komu upp í tveimur vélum í innanlandsflota félagsins.
30.06.2022 - 12:49
Sjónvarpsfrétt
Réttur farþega enginn ef töfin er undir tveimur tímum
Lögfræðingur segir sárasjaldgæft að leitað sé til Neytendasamtakanna vegna röskunar á innanlandsflugi enda sé réttur farþega lítill ef töfin er undir tveimur klukkustundum.
Sjónvarpsfrétt
Tvöfalt fleiri flugferðum aflýst innanlands en 2019
Rúmlega tvöfalt fleiri flugferðum hefur verið aflýst innanlands en á sama tímabili árið 2019. Óveður, bilanir og heimsfaraldur eru meðal annars sagðar ástæður röskunar. Icelandair hefur aflýst 448 flugferðum innanlands með innan við sjö daga fyrirvara það sem af er þessu ári.
27.06.2022 - 19:49
„Verð á innanlandsflugi hefur hækkað óverulega“
Fjöldi íbúa á landsbyggðinni hefur lýst óánægju sinni með innanlandsflug eftir að Icelandair tók yfir starfsemina af dótturfélagi flugfélagsins fyrir um ári síðan, miðaverð hafi hækkað og þjónusta verið skert. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að heilt yfir hafi sameiningin gengið vel, flugfargjöld hafi ekki hækkað en eftirspurn hafi stóraukist.  
01.06.2022 - 17:57
Miklar breytingar á almenningssamgöngum í bígerð
Vegagerðin vinnur að heildarendurskoðun á almenningssamgöngum og frekari greiningu á hvernig fólk nýtir sér þær. Farþegum fækkaði verulega í faraldrinum og tekjur af fargjöldum drógust saman.
31.03.2022 - 12:49
Ætlaði til Reykjavíkur en fékk flug til Egilsstaða
Kona sem átti bókað flug með Icelandair frá Akureyri til Reykjavíkur fékk skilaboð um að hún hefði verið endurbókuð til Egilsstaða og þaðan í flug næsta dag til Reykjavíkur. Hún segir óþægilegast við svona breytingar að geta ekki náð í neinn til að fá útskýringar.
18.03.2022 - 12:12
Löng bið um borð í þotu sem snúið var til Keflavíkur
Boeing 737 MAX þotu Icelandair á leið frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld var snúið til Keflavíkur sökum sviptivinds við Reykjavíkurflugvöll. Farþegi segir að í Keflavík hafi tekið við glundroði og ríflega einnar og hálfrar stundar bið um borð í þotunni.
Hver flugmiði niðurgreiddur um 106 þúsund krónur
Ríkissjóður greiddi tæpan hálfan milljarð króna í ríkisstyrki með innanlandsflugi í fyrra. Hver farmiði með flugi á Bíldudal og Gjögur var niðurgreiddur um rúmar hundrað þúsund krónur. Mjög dró úr flugi á alla áfangastaði vegna covid.
30.08.2021 - 07:37
Skoða atvik í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) er með mál til skoðunar varðandi atvik sem varð í aðflugi vélar Icelandair frá Egilsstöðum til Reykjavíkur síðasta laugardag.
Bogi væntir 30 þúsund farþega til Íslands í júní
Tvöfalt fleiri ferðuðust með Icelandair milli landa í maímánuði en í apríl, einnig heldur innanlandsfarþegum áfram að fjölga og fraktflutningar jukust um fjórðung í maí. Forstjóri félagsins segir ferðavilja aukast og hann býst við að farþegum fjölgi.
Air Iceland Connect fer undir merki Icelandair
Innanlands- og millilandaflug Icelandair verður sameinaðu undir merkjum Icelandair frá og með þriðjudeginum 16. mars. Þar með munu leiðakerfi, sölu- og markaðsstarf sameinast undir vörumerki Icelandair.
Spurði um stöðuna ef flugvöllur væri í Hvassahrauni
Hvernig væru landsmenn settir með innanlandsflugið í Hvassahrauni og Reykjanesbrautina lokaða vegna hraunrennslis, spurði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Þingmenn ræddu innviði og þjóðaröryggi í ljós óveðra, snjóflóða, aurskriða og jarðaskjálftahrina síðustu missera í umræðu utan dagskrár.

Mest lesið