Færslur: Innanlandsflug

Millilandaflug í óvissu en innanlandsflugið aukið
Alls óvíst er hvað tekur við í millilandaflugi Icelandair eftir 5. maí, þegar samningur félagsins við íslenska ríkið rennur út. Hins vegar er stefnt að því að fjölga flugferðum innanlands eftir 5. maí.
Vetrarfærð um nær allt land
Veðurstofan varar við áframhaldandi vonskuveðri á norðvestanverðu landinu og miðhálendinu. Vetrarfærð er um nær allt land og vegir lokaðir. Skólahald og ferðir Strætó falla niður. Þá er röskun á innanlandsflugi.
14.01.2020 - 12:19
Nánast allt flug liggur niðri
Nær allt flug liggur niðri á landinu, jafnt innanlandsflug sem flug til og frá landinu. Á heimasíðu Isavia má sjá að flugferðum hefur ýmist aflýst eða frestað og eru engar brottfarir áætlaðar frá Keflavík fyrr en 11.30 í fyrsta lagi, en öðrum ferðum hefur verið seinkað enn lengur. Nokkrar vélar Icelandair lentu eldsnemma í morgun eftir flug frá Bandaríkjunum og Kanada, og vélin frá New York á að lenda rúmlega sjö. Öðrum flugferðum til landsins hefur ýmist verið aflýst eða frestað.
09.01.2020 - 07:21
Icelandair vill innanlands- og alþjóðaflug á sama velli
Forsvarsmenn Icelandair Group telja að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu. Þá gagnrýnir félagið hversu langan tíma hefur tekið að kanna valkosti fyrir framtíð flugs á Íslandi.
Myndskeið
Staða innanlandsflugs erfið
Staða innanlandsflugs er orðin afar erfið og ólíklegt að hin svokallaða skoska leið leysi vanda flugfélaganna segir forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir erfitt að keppa við aðrar samgöngur sem hið opinbera niðurgreiði.
30.09.2019 - 19:48
Viðtal
Öflugt innanlandsflug forsenda byggðar
Forsenda fyrir byggð er öflugt innanlandsflug segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður í Sjálfstæðisflokknum. Farþegum í innanlandsflugi hefur fækkað og dregið hefur úr flugframboði. Í gær funduðu fulltrúar flugfélaga og Isavia með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þar kom meðal annars fram að flug ætti að vera hluti af almenningssamgöngum og niðurgreitt af ríkinu.
30.08.2019 - 09:24
Ræða innanlandsflug við talsmenn flugfélaga
Fulltrúar flugfélaga og Isavia mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag. Þá kemur nefndin saman til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. Farþegum í innanlandsflugi hefur fækkað um tíu prósent og munar mest um erlenda farþega sem hefur fækkað um 30 til 40 prósent.
29.08.2019 - 06:55
Ræða stöðu innanlandsflugs í fyrrmálið
Fulltrúar flugfélaga og Isavia mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Þá kemur nefndin saman að beiðni Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi.
28.08.2019 - 21:31
Viðtal
Staðan í innanlandsflugi áhyggjuefni
Samgönguráðherra segir það áhyggjuefni að Air Iceland Connect hafi ákveðið að draga úr flugi til Ísafjarðar og Egilsstaða. Innleiðing niðurgreiðslukerfis í innanlandsflugi geti bætt stöðuna en útfærsla þess verði ekki tilbúin fyrr en á næsta ári.
09.08.2019 - 15:40
Dornier-vél Ernis kyrrsett vegna vanskila
Dornier-skrúfuþota flugfélagsins Ernis hefur verið kyrrsett á Reykjavíkurflugvelli að kröfu Isavia, vegna ógreiddra þjónustugjalda. Fréttablaðið greinir frá þessu. Þar segir að vélin hafi verið kyrrsett á þriðjudag og haft eftir Herði Guðmundssyni, eiganda flugfélagsins, að skuldin nemi um 98 milljónum króna, sem svari til um það bil eins árs þjónustugjalda. Inni í þeim eru lendingargjöld, yfirflugsgjöld og leiga á aðstöðu í flugstöðvum.
10.01.2019 - 04:22
Samdráttur í innanlandsflugi
Farþegum sem fóru um flugvelli landsins að Keflavíkurflugvelli undanskildum, fækkaði um ríflega 8.000 á fyrri helmingi þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra. Mest varð fækkunin á Reykjavíkurflugvelli, eða tæplega fimm prósent. Hluti ástæðunnar er fækkun í hópi erlendra ferðamanna sem nýta sér flugsamgöngur innanlands, segir Árni Gunnarson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Um fimmtungur farþega félagsins eru erlendir ferðamenn, segir Árni.
23.07.2018 - 12:21
Bylting í innanlandsflugi
Ómar Ragnarsson, fjölmiðla- og flugmaður, segir kaup Flugfélags Íslands á þremur Bombardier Q400 flugvélum mestu byltingu í innanlandsflugi síðan Fokker-vélarnar komu til landsins fyrir hálfri öld.
17.03.2015 - 18:28