Færslur: Ingó Veðurguð

Myndskeið
Kærir nafnlausar sögur um Ingó veðurguð til lögreglu
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, hefur fyrir hönd skjólstæðings síns kært 32 nafnlausar sögur sem birtust á Tiktok-svæðinu Öfgar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fimm verið sent kröfubréf vegna ummæla á netinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta meðal annars blaðamenn, áhrifavaldur sem látið hefur til sín taka í seinni #metoo-bylgjunni og fólk sem sakaði Ingólf um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfi fjölmiðla.
„Ég á alveg fyrir mjólkursopanum“
„Svo lengi sem einhver vill fá mig hef ég mætt á staðinn,“ segir Ingólfur Þórarinsson sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Hann segist enn vera bókaður á gigg þrátt fyrir heimsfaraldur og nú er hann að stýra nýjum tónleikaþætti á Stöð 2.
21.09.2020 - 12:28
Mynd með færslu
Þjóðhátíðarlagið 2020: Takk fyrir mig
Bræðurnir Ingó Veðurguð og Gummi Tóta sömdu þjóðhátíðarlagið í ár ásamt Halldóri Gunnari Fjallabróður sem pródúseraði. Þrátt fyrir engan brekkusöng í ár geta landsmenn því slegið á mesta söknuðinn með því að hlusta á nýtt lag og myndband sem fangar sannkallaða þjóðhátíðarstemningu.
Ingó Veðurguð - Rage Against the Machine og Iron Maiden
Gestur þáttarins að þessu sinni er Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00
„Vissi bara að ég gat ekki farið að gráta“
Ingó Veðurguð hefur komið víða við á sínum ferli sem almennur partípinni og poppstjarna en starfi hans fylgir þó hliðarverkun sem hann hefði aldrei getað órað fyrir þegar hann sló fyrst í gegn. Ingó er nefnilega stundum beðinn um að koma fram í jarðarförum barna. 
28.03.2019 - 16:17
Lag Ingó Veðurguðs útsett í Tónahlaupi
Í fyrsta þætti Tónahlaups, sem hóf göngu sína á RÚV í kvöld, var nemendum Brekkubæjarskóla á Akranesi falið það verkefni að útsetja lag eftir Ingó Veðurguð upp á eigin spýtur.
16.09.2015 - 16:46