Færslur: Inger Støjberg

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Mjanmar, Støjberg og Groundhog Day
Almenningur í Mjanmar, sem eitt sinn hét Búrma, mótmæli valdaráni hersins fyrr í vikunni. Helstu leiðtogar landsins, þar á meðal Aung San Suu Kyi, eru í haldi hersins og ekkert hefur spurst til þeirra.
04.02.2021 - 09:34
Inger Støjberg stefnt fyrir Landsdóm
Danska þingið ákærði í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra útlendinga og innflytjenda, fyrir brot í starfi og þarf hún að svara til saka fyrir Rigsret eða Landsdómi í Danmörku. 139 þingmenn greiddu atkvæði með ákæru, 30 voru á móti. Støjberg ítrekaði sakleysi sitt í þinginu í dag og sagði að hún hefði gert allt sem lög hefðu leyft til að vernda stúlkur og nú vildi meirihluti þingsins draga hana fyrir Landsdóm fyrir að breyta rétt.  
02.02.2021 - 20:41
Telja grundvöll fyrir Landsdómsákæru gegn Støjberg
Verulegar líkur er nú á því að Inger Støjberg þurfi að svara til saka fyrir Rigsret eða Landsdómi í Danmörku. Hann fjallar um meint lagabrot ráðherra. Støjberg er fyrrverandi ráðherra útlendinga og innflytjenda.  
Lars Løkke Rasmussen segir skilið við Venstre
Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi formaður Venstre hefur sagt sig úr flokknum. Hann birti yfirlýsingu þess efnis á samfélagsmiðlum í kvöld.
01.01.2021 - 22:51
Inger Støjberg hætt sem varaformaður Venstre
Inger Støjberg sagði í kvöld af sér sem varaformaður Venstre, stærsta stjórnarandstöðuflokks Danmerkur. Formaðurinn, Jakob Elleman-Jensen, fór fram á að Støjberg léti af embætti varaformanns.
30.12.2020 - 00:21
Elleman styður Landsdómsmál yfir Støjberg
Jakob Elleman-Jensen, formaður stjórnarandstöðuflokksins Venstre í Danmörku, hefur lýst yfir að hann styðji að Landsdómur fjalli um mál Inger Støjberg, varaformanns flokksins, komist óvilhallir lögmenn að því að grundvöllur sé fyrir ákæru.
Navalny, Støjberg og farsóttin í Svíþjóð
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um niðurstöðu ítarlegrar rannsóknar sem birtist á vefsíðunni Bellingcat fyrr í vikunni þar sem því er slegið föstu að rússneska leyniþjónustan FSB hafi staðið að baki er eitrað var fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny í ágúst. Þá var rætt um Inger Støjberg málið í Danmörku og skýrslu sem er áfellisdómur yfir viðbrögðum sænskra stjórnvalda við COVID faraldrinum.
Støjberg gaf út ólögleg fyrirmæli
Rannsóknarnefnd danska þingsins hefur skilað áfangaskýrslu í máli Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra útlendinga og innflytjenda. Niðurstaða nefndarinnar er að Støjberg hafi gefið út ólögleg fyrirmæli er hún fyrirskipaði að láta aðskilja gifta hælisleitendur undir átján ára. 
14.12.2020 - 16:02
Danir brutu gegn dómi Mannréttindadómstólsins
Inger Støjberg, sem fer með málefni innflytjenda í dönsku ríkisstjórninni, viðurkenndi fyrir þingnefnd fyrir helgi að ráðuneyti hennar hefði brotið gegn dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn dæmdi að það væri brot á Mannréttindasáttmála Evrópu að senda úr landi alvarlega veika hælisleitendur ef þeir gætu ekki gengið að læknisþjónustu í heimalandinu.