Færslur: Inga Sæland
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
08.12.2020 - 04:08
Hjálparsamtök hafa fengið 81 milljón í styrki
Félaga- og hjálparsamtök hafa samtals fengið úthlutað styrkjum upp á tæplega 81 milljón í ár til að bregðast við aukinni aðsókn í þjónustu við viðkvæma hópa sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna kórónuveirufaraldursins. Hæstu fjárhæðina fékk Hjálparstarf kirkjunnar, samtals 8,7 milljónir eða rúmlega 10% af því fé sem úthlutað var.
04.12.2020 - 11:58
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
26.06.2020 - 07:00