Færslur: Inga Sæland

Aðgerðirnar leysa ekki undirliggjandi vanda
Stjórnarandstæðingar á þingi kalla eftir mun stórtækari aðgerðum til að leysa vanda heilbrigðiskerfisins í faraldrinum. Sóttvarna- og efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í gær séu tilviljanakenndar og leysi ekki undirliggjandi vanda.
Myndbönd
Stjórnarandstaðan: Draumsýnir, kjarkleysi og ójöfnuður
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu stefnu ríkisstjórnar uppfulla af draumsýnum. Þá sögðu aðrir hana skorta kjark og boða samfélagslegan ójöfnuð.
Spegillinn
Segir fjárlögin boða kjaragliðnun
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki kynna neina raunverulega kjarabót fyrir öryrkja eða aldraða og að verið sé að boða áframhaldandi kjaragliðnun. Steinunn Þóra Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, er ósammála og segir að verið sé að auka fjárveitingar í mikilvægum málaflokkum sem varði tekjulægstu hópa samfélagsins.
30.11.2021 - 19:15
B-seðill í auðum bunka seinkar ekki niðurstöðu
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að allt kapp sé lagt á að nefndin ljúki störfum í lok næstu viku. Fundur á atkvæði merktu Framsóknarflokki í röngum bunka breyti engu þar um. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, fann á miðvikudag í bunka auðra seðla og ógildra, atkvæðaseðil þar sem merkt hafði verið við B-lista Framsóknarflokks.
Forystusætið
Öryrkjar fái að vinna í tvö ár án skerðinga
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vill fara að fordæmi Svía og gefa öryrkjum, sem treysta sér til, færi á að vinna í tvö ár án þess að bætur þeirra skerðist. Flokkurinn leggur mikla áherslu á bættan hag öryrkja og aldraðra og segir Inga árangur flokksins sjást ekki síst í áhuga hinna flokkanna á málaflokknum, nú skömmu fyrir kosningar.
Frambjóðandi á lista tveggja flokka
Frambjóðandi á nýkynntum lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi var einnig á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem kynntur var á dögunum. Maðurinn heitir Ágúst Heiðar Ólafsson og býr á Akranesi.
Huga ber að borgararéttindum við varanlegar aðgerðir
Þingmaður Pírata segir brýnt að stjórnvöld upplýsi hvað átt sé við með varanlegri sóttvarnaaðgerðum. Huga þurfi að borgaralegum réttindum. Hún telur að upplýsingar vanti til að taka ákvörðun um næstu skref í aðgerðum. Formaður Flokks fólksins segir brýnt að útrýma veirunni innanlands með öllum ráðum.
Inga Sæland vill kalla þing saman
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vill að þing verði kallað saman til fundar eigi síðar en strax eftir verslunarmannahelgi til að ræða viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.
29.07.2021 - 12:33
Segjast ganga óbundin til kosninga með undantekningum
Fulltrúar þeirra flokka sem eiga sæti á þingi veltu upp mögulegu stjórnarmynstri í Silfrinu í morgun. Flest sögðust ganga óbundin til kosninga í haust en þó voru undantekningar á því. 
Viðtal
Afleiðingar faraldurs, atvinna og jöfnuður til umræðu
Kórónuveirufaraldurinn var leiðtogum stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi ofarlega í huga aðspurð um hverjar áherslurnar yrðu fyrir þingkosningarnar í haust. Leiðtogarnir voru gestir í Silfrinu í morgun og nefndu auk faraldursins, atvinnumál, loftslagsvána og sjálfvirknivæðingu til framtíðar.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fulltrúar flokkanna á þingi í Silfrinu
Í Silfrinu mætast formenn eða fulltrúar flokkanna sem eiga sæti á þingi hjá Agli Helgasyni og Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Þar verður sleginn upptaktur fyrir komandi kosningar í haust og rætt um áherslur í stjórnmálunum.
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
Hjálparsamtök hafa fengið 81 milljón í styrki
Félaga- og hjálparsamtök hafa samtals fengið úthlutað styrkjum upp á tæplega 81 milljón í ár til að bregðast við aukinni aðsókn í þjónustu við viðkvæma hópa sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna kórónuveirufaraldursins. Hæstu fjárhæðina fékk Hjálparstarf kirkjunnar, samtals 8,7 milljónir eða rúmlega 10% af því fé sem úthlutað var.
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.