Færslur: Inflúensa

Engin inflúensa í ár hér eða í Evrópu - ennþá 
Engin tilfelli inflúensu hafa greinst hér á landi í ár og hún hefur heldur ekki náð sér á strik á heimsvísu, segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala. Hins vegar hafa greinst hér óvenjulega mörg tilfelli af veiru sem veldur heilahimnubólgu. 
Rannsókn sýnir að COVID er banvænni en flensa
Ný ritrýnd rannsókn gerð af vísindamönnum við Kaupmannahafnarháskóla og Ríkissjúkrahúsið sýnir að COVID-19 er banvænni sjúkdómur en inflúensa.
Bóluefni gegn inflúensu búið á landinu
Bóluefni gegn árlegri flensu er uppurið á landinu og Fréttablaðið hefur eftir Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að ekki fáist meira bóluefni. Alls hafi um 75 þúsund manns verið bólusettir hér á landi, fleiri en undanfarin ár, og að stærstur hluti bóluefnisins hafi farið til forgangshópa.
Bóluefni gegn inflúensu seint á ferðinni en óvenjugott
Bóluefni gegn inflúensu er óvenjuseint á ferðinni í ár. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bóluefnið sé komið til landsins en ekki enn farið í dreifingu. Hún býst við því að aðsókn í bólusetningu verði sérstaklega mikil í ár.
05.10.2020 - 21:43
Inflúensan farin að færast í aukana
Á síðustu tveimur vikum var inflúensan staðfest hjá 44 einstaklingum, sem er aukning borið saman við vikurnar á undan. Af þeim voru 28 greindir í síðustu viku. 
31.01.2020 - 09:43
Inflúensan farin á stjá
Hinn árlegi inflúensufaraldur er farinn af stað, samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Tuttugu og átta tilvik voru staðfest á veirufræðideild Landspítalans í síðustu viku. Þá voru 14 tilvik af RS-veirunni staðfest og töluvert álag er á heilsugæslum.
28.01.2020 - 16:54
Bóluefni við inflúensu uppurið í landinu
Bólusetningar við inflúensu hafa aldrei verið fleiri, allir 65.000 skammtar sem komu til landsins eru búnir. Flensan virðist ekki enn hafa náð sér á flug hér á landi, að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis.
23.01.2019 - 12:33
Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu
„Það er mikið álag, það er svo sem oft á þessum árstíma. Það kannski er heldur mikið núna heldur en við höfum oft séð á sambærilegum tíma,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, um aukið álag á Landspítala undanfarna daga, einkum á bráðamóttöku.
08.01.2018 - 17:30
36 greinst með inflúensu á síðustu vikum
Inflúensan er farin að hrjá landann. Síðustu tvær til þrjár vikur ársins 2017 fjölgaði greiningum og innlögnum vegna inflúensu á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá Haraldi Briem, starfandi sóttvarnarlækni. Hann segir að faraldurinn sé á svipuðum tíma og venjulega og tímabilið sé rétt að byrja. 
03.01.2018 - 14:38
Búa sig undir verstu flensutíð hingað til
Breska heilbrigðisþjónustan NHS óttast að næsti inflúensufaraldur sem mun ríða yfir í vetur verði sá versti í sögu þess. Simon Stevens, stjórnandi NHS, segir að á Bretlandseyjum sé fylgst grannt með gangi mála í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þar er vetri núna að ljúka.
12.09.2017 - 16:17
Birgðir til þriggja mánaða ef Ísland lokast
Vegna hættu á að landið lokist og að inflúensufaraldur breiðist út eru til birgðir af lyfjum í landinu sem eiga að duga í 3 mánuði fyrir 30 þúsund manns. Þá eru til miklar birgðir af hlífðarfatnaði sem meðal annars nýttist þegar skátar veiktust á Úlfljótsvatni af nóróveiru.
16.08.2017 - 16:30
Hagkvæmt að bólusetja öll börn gegn inflúensu
Tíu til þrjátíu prósent barna fá inflúensu á hverju ári, þau liggja kannski í sjö til tíu daga og oft fá þau ýmsa aðra kvilla samhliða eða í kjölfarið; eyrnabólgu, lungnabólgu eða alvarlegar bakteríusýkingar. Börnin eru helstu smitberar flensunnar. Síðastliðin tvö ár hafa öll bresk börn verið bólusett við inflúensu. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur að það gæti verið mjög gagnlegt og þjóðhagslega hagkvæmt að gera það sama hér.
04.03.2016 - 16:57