Færslur: Indónesía

Agung jós ösku yfir níu þorp
Öskuský af völdum eldgoss í fjallinu Agung á Bali varð til þess að flugi til og frá indónesísku eyjunni var aflýst um tíma. Almannavarnir í Indónesíu segja eldgosið hafa staðið stutt yfir, eða aðeins í um fjórar og hálfa mínútu. Það jós hins vegar ösku og hrauni yfir svæði sem náði yfir um þriggja kílómetra radíus frá fjallinu.
25.05.2019 - 03:56
Myndskeið
Óeirðir halda áfram í Indónesíu
Tugþúsundir hermanna voru kallaðar út til aðstoðar lögreglu í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í nótt þar sem miklar óeirðir hafa verið eftir að úrslit forsetakosninganna í landinu voru birt. Stuðningsmenn Prabowo Subianto, sem laut í lægra haldi í kosningunum, hafa tekist á við lögreglu í borginni. Sex hafa látið lífið í átökunum, hundruð slasast, og samkvæmt heimildum Al Jazeera hafa vel á þriðja hundrað manns verið handteknir.
23.05.2019 - 04:49
Óeirðir í Indónesíu vegna kosningaúrslita
Sex eru látnir og yfir 200 slasaðir í Jakarta eftir átök stuðningsmanna andstæðra fylkinga forsetakosninganna í Indónesíu eftir að úrslit urðu ljós í gærkvöld. Úrslitanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu síðan kosningunum lauk í apríl, en í gær varð loks ljóst að Joko Widodo hafði náð endurkjöri með 55,5 prósentum greiddra atkvæða.
22.05.2019 - 05:53
Widodo formlega úrskurðaður forseti öðru sinni
Joko Widodo, forseti Indónesíu, vann sigur í forsetakosningunum 17. apríl og mun því sitja annað kjörtímabil á forsetastóli. Yfirkjörnefnd Indónesíu tilkynnti endanleg úrslit í dag, degi áður en boðað hafði verið, í von um að forðast uppþot. Widodo fékk 55,5 prósent atkvæða, en andstæðingur hans, Prabowo Subianto, 44,5 prósent.
21.05.2019 - 00:45
Fangaflótti í Indónesíu eftir óeirðir
Yfir hundrað fangar sluppu úr fangelsi á eyjunni Súmötru í Indónesíu í nótt að sögn lögreglu þar í landi. Fangarnir sluppu eftir óeirðir og eldsvoða í fangelsinu, en myndefni í indónesísku sjónvarpi sýndi fangelsið í ljósum logum að sögn AFP fréttastofunnar.
11.05.2019 - 06:41
Starfsmenn kjörstaða í Indónesíu ofkeyrðir
Yfir 270 starfsmenn kjörstaða í Indónesíu létu lífið vegna veikinda sem þeir hlutu af völdum of mikillar vinnu. CNN hefur þetta eftir starfsmanni kjörnefndar. Nærri 1.900 til viðbótar veiktust.
29.04.2019 - 04:37
Indónesía
245.000 í framboði, 192 milljónir kjósa
Einhverjar umfangsmestu og flóknustu kosningar sem um getur hófust á Indónesíu klukkan tíu á þriðjudagskvöld að íslenskum tíma, en þá var klukkan sjö að morgni miðvikudags á Papúa, austast í þessu fjölmennasta lýðræðisríki hins íslamska heims. 192 milljónir eru á kjörskrá og um 245.000 manns eru í framboði, en kosið er allt í senn um forseta, varaforseta, þingmenn og héraðs- og sveitarstjórnir. Er þetta í fyrsta skipti sem allar þessar kosningar fara fram samdægurs.
17.04.2019 - 01:56
Flóðbylgjuhætta liðin hjá á Sulawesi
Almannavarnir í Indónesíu hafa aflétt flóðbylgjuviðvörun á austurhluta eyjunnar Sulawesi vegna jarðskjálfta af stærðinni 6,8 sem reið yfir í dag undan ströndum hennar. Bylgjan sem reis eftir skjálftann var um hálfur metri á hæð.
12.04.2019 - 14:57
Varað við flóðbylgju á Sulawesi eyju
Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út eftir að jarðskjálfti af stærðinni 6,8 varð í dag á tiltölulega litlu dýpi undan strönd Sulawesi eyju í Indónesíu. Þar varð skjálfti í í september í fyrra sem mældist 7,5. Flóðbylgja sem hann olli varð yfir 4.300 að bana í borginni Palu.
12.04.2019 - 12:20
Afpanta 49 Boeing 737 Max 8 farþegaþotur
Flugfélagið Garuda Indonesia, næst-stærsta flugfélag Indónesíu á eftir Lion Air, hefur ógilt pöntun sína á 49 Boeing 737 Max 8 farþegaþotum eins og þeim sem fórust í Indónesíu í haust og Eþíópíu fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt AFP-fréttastofunni eru þetta að líkindum fyrstu formlegu afpantanirnar á slíkum vélum eftir slysin tvö, sem kostuðu 346 mannslíf.
22.03.2019 - 04:01
Leituðu ráða í flughandbókinni er vélin fórst
Þegar Boeing 737 MAX 8-þotu flugfélagsins Lion Air fórst í Indónesíu í haust voru flugstjóri og flugmaður vélarinnar í óðaönn að lesa sér til í flughandbók hennar um hvað mögulega gæti valdið því að hún beindi nefinu ítrekað niður á við, hversu mjög sem þeir streittust á móti. Þetta má ráða af upptökum flugritans á samtölum þeirra í stjórnklefa vélarinnar.
21.03.2019 - 02:55
Myndskeið
Manntjón í flóðum í Indónesíu
Að minnsta kosti 77 eru látnir og tuga er saknað eftir að hellirigning olli skyndiflóðum í héraðinu Papua í austurhluta Indónesíu. Úrhellið olli meðal annars aurskriðum sem hafa lokað vegum. Tvær brýr eru ónýtar og miklar skemmdir hafa orðið á húsum. Yfir fjögur þúsund manns hafa orðið að forða sér að heiman og leita húsaskjóls í stjórnarbyggingum.
18.03.2019 - 08:02
Erlent · Asía · Veður · Indónesía
Tugir látnir í flóðum í Indónesíu
Minnst 50 eru látnir og 59 slasaðir eftir flóð í Sentani héraði á Indónesíuhluta Papúa. Úrhellisrigning hefur verið í héraðinu og skemmdust tugir heimila í flóðunum.
17.03.2019 - 06:45
Meintur morðingi Kim Jong-Nams látinn laus
Indónesísk kona sem ákærð var fyrir morðið á hálfbróður Kim Jong-Uns fyrir tveimur árum, var látin laus í morgun og allar ákærur á hendur henni felldar niður. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Önnur kona, víetnömsk, sem ákærð er fyrir sama glæp, er hins vegar enn í haldi. Frelsun hinnar 26 ára Siti Aisyah kemur mjög á óvart og voru engar skýringar gefnar á þessari ráðstöfun.
11.03.2019 - 05:49
Alvarlegt námuslys í Indónesíu
Óttast er um tugi námumanna í Indónesíu eftir að stuðningsgrindur hrundu og lokuðu fyrir námugöngin í nótt. Einn hefur þegar fundist látinn og 15 eru slasaðir. Talið er að allt að 60 manns séu ofan í námunni.
27.02.2019 - 04:32
Sakar andstæðinga um rússneskan áróður
Rússar neituðu því í dag að hafa nokkur afskipti af fyrirhuguðum forsetakosningum í Indónesíu, eins og forseti landsins sakaði þá um. Sendiráðið í Jakarta tísti að alkunna væri að hugtakið „rússneskur áróður“ hafi orðið til vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. Þetta hugtak eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Rússar hafi þá stefnu að blanda sér ekki í innanríkismál annarra landa, þar með taldar kosningar.
04.02.2019 - 13:52
59 látin í flóðum og skriðum í Indónesíu
Minnst 59 hafa farist í flóðum og skriðuföllum á Sulawesi-eyju í Indónesíu síðustu daga, samkvæmt upplýsingum stjórnvalda í morgun. 25 er enn saknað. Úrhelli hefur dunið uppstyttulítið á Sulawesi frá því á miðvikudag og hrakið á fjórða þúsund frá heimilum sínum. Gríðarlegir vatnavextir hafa fylgt rigningunum og ár víða flætt yfir bakka sína.
25.01.2019 - 05:23
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indónesía
Óvíst að Bashir verði sleppt
Stjórnvöld í Indónesíu ætla að endurskoða áform um að sleppa múslimaklerknum Abu Bakar Bashir, sem talinn er tengjast hryðjuverkunum á Balí áríð 2002 þegar meira en 200 létu lífið, meirihlutinn erlendir ferðamenn.  
22.01.2019 - 09:04
Jarðskjálfti við Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 varð undan indónesísku eyjunni Sumba í nótt. Engin flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út, og engar upplýsingar hafa borist um skemmdir á mannvirkjum eða slys á fólki. Skjálftinn fylgdi í kjölfarið á nokkrum smærri skjálftum í nótt, þar á meðal einum sem mældist 6,1 að sögn AFP fréttastofunnar.
22.01.2019 - 06:18
Hinn flugriti Lion Air-vélarinnar fundinn
Flugritinn sem geymir samskipti í stjórnklefa Lion Air-þotunnar sem hrapaði í Javahaf í október er fundinn, að sögn indónesískra yfirvalda. Ridwan Djamaluddin, aðstoðarráðherra í Indónesíustjórn, greindi blaðamönnum frá þessu í morgun. Hann upplýsti að jarðneskar leifar óþekkts fjölda fólks hefðu fundist á hafsbotninum á sömu slóðum.
14.01.2019 - 04:54
15 fórust og 25 saknað eftir aurskriðu
Fimmtán fórust í aurskriðu á vesturhluta eyjunnar Jövu í Indónesíu í nótt, eftir úrhellisrigningu undanfarna daga. Tuttugu og fimm er enn saknað. Aurskriðan féll síðdegis í gær, á gamlársdag. Nokkur tonn af aur féllu úr fjalllendi og grófust þrjátíu hús undir skriðunni. Sextíu manns leituðu skjóls í hjálparskýlum.
01.01.2019 - 11:43
Jarðskjálfti upp á 6,9 við Filippseyjar
Jarðskjálfti, 6,9 að stærð, varð við eyjuna Mindanao á Filippseyjum í nótt. Upptök hans voru suðaustur af borginni Davao, á 59 kílómetra dýpi. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun fyrir suðurhluta Filippseyja og hluta Indónesíu, en tekið fram að ölduhæð yrði að líkindum ekki mjög mikil, vísast innan við 30 sentímetrar, og hættan að sama skapi lítil. Engu að síður var fólk hvatt til að halda sig fjarri ströndinni um sinn.
29.12.2018 - 07:24
Leit gengur illa í Indónesíu
281 hefur nú fundist látinn af völdum flóðbylgjunnar sem reið yfir Indónesíu í fyrradag. Yfir eitt þúsund slösuðust og hátt í sextíu er saknað. Hermenn eru komnir á hamfarasvæðið og leita í húsarústum.
24.12.2018 - 11:51
Nærri 300 fundist látnir í Indónesíu
281 hefur nú fundist látinn af völdum flóðbylgjunnar sem reið yfir Indónesíu í fyrrinótt, og yfir þúsund eru slasaðir. Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður almannavarna í Indónesíu segir að enn fleiri eigi eftir að finnast látnir.
24.12.2018 - 03:52
Óvenjulegar aðstæður í Indónesíu
Flóðbylgjan sem skall á strendur eyjanna Jövu og Súmötru í gærkvöld og skaðinn sem hún olli kemur mjög á óvart, að mati Ármanns Höskuldssonar, eldjallafræðings. Óvenjulegar aðstæður urðu til þess að tiltölulega lítil flóðbylgja olli miklum skaða.
23.12.2018 - 18:28