Færslur: Indónesía

Afkomendur fórnarlamba fá bætur frá hollenska ríkinu
Hollenska ríkið var dæmt til að greiða afkomendum ellefu manna sem voru drepnir í Indónesíu bætur. Mennirnir, sem voru flestir bændur, voru teknir af lífi af hollenskum hermönnum árin 1946 og 1947. Aftökurnar voru liður í tilraunum Hollands til að kveða niður sjálfstæðisbaráttu í Suður-Sulawesi héraði í Indónesíu.
28.03.2020 - 08:12
Enn gýs í fjallinu Merapi
Eldgos hófst í dag í Merapi, virkasta eldfjalli Indónesíu. Þetta er í annað skipti í þessum mánuði sem gýs í fjallinu. Öskustrókur stendur af því um fimm kílómetra í loft upp. Askan hefur dreifst um nokkurra kílómetra svæði kringum gíginn.
27.03.2020 - 08:58
Þrjátíu Íslendingum ekki hleypt í flug frá Balí
Þrjátíu Íslendingar sem eru í hópferð á eyjunni Balí í Indónesíu var ekki hleypt um borð í flugvél frá eyjunni í dag. Farþegarnir þurftu óvænt að framvísa vottorði og fara í sýnatöku til þess að staðfesta að þeir væru ekki smitaðir af COVID-19 kórónuveirunni.
23.03.2020 - 22:42
Gos hófst í Merapifjalli í morgun
Gos hófst í Merapi-fjalli, einu virkasta eldfjalli Indónesíu, í morgun og reis öskustrókur sex kílómetra upp í loftið. Ösku rigndi yfir þorp og bæi í allt að tíu kílómetra fjarlægð. 
03.03.2020 - 08:10
Táningar drukknuðu þegar brú hrundi
Sjö drukknuðu og þriggja er saknað eftir að nýleg brú hrundi á Súmötru í Indónesíu í gær. Að sögn almannavarna í Indónesíu voru um 30 á brúnni í bænum Kaur þegar brúin hrundi skyndilega. Flest sem voru á brúnni voru börn á táningsaldri.
20.01.2020 - 06:44
Úrhelli og flóð í Jakarta
Að minnsta kosti 28 hafa farist í flóðum og aurskriðum í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, og nágrenni hennar. Gríðarleg úrkoma er á þessum slóðum og eru stór svæði í borginni undir vatni.
02.01.2020 - 08:30
Tugir látnir eftir að rúta valt ofan í gljúfur
Minnst 25 eru látin og 13 slösuð eftir að rúta valt niður gljúfur í Indónesíu í gærkvöld. Tugir voru um borð í rútunni þegar hún valt niður 150 metra gljúfrið og endaði ofan í á, hefur AFP fréttastofan eftir Dolly Gumara, talsmanni lögreglu. 
24.12.2019 - 06:21
Súmötrutígrafóstur í fórum veiðiþjófa
Fimm voru handtekin á eynni Súmötru í Indónesíu eftir að yfirvöld fundu dauðan súmötrutígur og fjögur fóstur súmötrutígra í krukku. Fréttastofa CNN greinir frá. Yfirvöld fengu ábendingu um að fólkið stæði í veiðiþjófnaði. Þrjú voru handtekin á laugardag, og tvö til viðbótar eftir að fóstrin fundust í krukkunni. Eins var lagt hald á feld af fullorðnum tígri í aðgerð lögreglunnar.
09.12.2019 - 07:00
Manntjón í skjálfta á Mólúkkaeyjum
Tuttugu hafa fundist látnir og um eitt hundrað eru slasaðir eftir að jarðskjálfti að stærðinni 6,5 varð á Mólúkkaeyjum í Indónesíu á níunda tímanum í morgun að staðartíma. Fólk flúði út úr húsum sínum í borginni Ambon af ótta við að þau hryndu. Allmargar bygginar skemmdust og að minnsta kosti ein skriða féll. Margir eftirskjálftar fylgdu þeim stóra. Sá stærsti mældist 5,6. Ekki var talin ástæða til að gefa út flóðaviðvörun vegna skjálftans.
26.09.2019 - 13:54
Blóðbaðið heldur áfram í Papúa
Að minnsta kosti þrjátíu hafa látið lífið og tugir særst undanfarna tvo sólarhringa í óeirðum í Papúa héraði í Indónesíu. Kveikt hefur verið í húsum og fólk brennt inni í þeim.
24.09.2019 - 12:38
Tugir féllu í blóðugum óeirðum í Indónesíu
Minnst 26 voru vegin í blóðugum átökum í Papúa-héraði á indónesíska hluta eyjunnar Nýju Gíneu í gær.Tugir særðust, hundruð hafa verið yfirheyrð vegna blóðbaðsins og þúsundir flúið í neyðarskýli á vegum yfirvalda til að bjarga lífi sínu og sinna.
24.09.2019 - 06:23
Biðja um regn í Indónesíu
Bænastundir voru víða í Indónesíu í morgun þar sem fólk kom saman til að biðja æðri máttarvöld um regn til að slökkva mikla skógarelda sem geisa í landinu. 
11.09.2019 - 09:04
Liðsauki sendur til Papúa
Stjórnvöld í Indónesíu hafa sent liðsauka úr her og lögreglu til að kveða niður mótmæli og óeirðir í Papúa-héraði austast í landinu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í borgum og bæjum í Papúa undanfarna viku og kveikt hefur verið í opinberum byggingum.
21.08.2019 - 08:57
Erlent · Asía · Indónesía · Papúa
Ein látin eftir jarðskjálfta á Jövu
Í það minnsta ein kona lést og nokkrir eru slasaðir eftir að sterkur jarðskjálfti varð í nótt neðansjávar í nágrenni eyjunnar Jövu í Indónesíu. Skjálftinn var 6,9 að stærð og fjöldi íbúa í höfuðborginni hljóp á götur út af ótta við að byggingar myndu hrynja af völdum hans.
03.08.2019 - 06:25
Öflugur skjálfti undan strönd Jövu
Öflugur jarðskjálfti varð í dag undan suðurströnd eyjarinnar Jövu í Indónesíu. Fyrst var talið að hann hefði verið 7,4 að stærð, en við nánari athugun var styrkurinn 6,9. Upptök skjálftans voru á tæplega 53 kílómetra dýpi, um 147 kílómetra frá þorpinu Sumur, suðvestan við höfuðborgina Jakarta. Óttast er að hann valdi allt að þriggja metra flóðbylgju.
02.08.2019 - 13:39
Ein lést í öflugum jarðskjálfta á Indónesíu
Sterkur og grunnur jarðskjálfti, 7,3 að stærð, skók austanverða Indónesíu á tíunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma. Ein kona lét lífið í skjálftanum, sem olli töluverðu tjóni á mannvirkjum og vakti mikla skelfingu meðal borgaranna.
15.07.2019 - 01:53
Balí bannar einnota plast
Bann við einnota plasti tók gildi á indónesísku eynni Balí á sunnudag en það er í fyrsta sinn sem slíkar vörur eru bannaðar í landinu.
26.06.2019 - 17:15
Erlent · Asía · Umhverfismál · Indónesía · Plast · mengun
Snarpir skjálftar við Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 varð austur af Indónesíu í nótt að sögn jarðvísindastofnunar Bandaríkjann, USGS. Ekki er búist við því að skjálftinn eigi eftir að valda flóðbylgju. Upptök skjálftans voru á rúmlega 200 kílómetra dýpi suður af Ambon eyju um hádegi að staðartíma. 
24.06.2019 - 04:00
30 látnir eftir bruna í eldspýtuverksmiðju
Óttast er að í það minnsta 30, þar á meðal nokkur börn, séu látin eftir að eldur kviknaði í eldspýtuverksmiðju í borginni Binjai á norðurhluta eyjunnar Súmötru í Indónesíu.
21.06.2019 - 10:06
Erlent · Asía · Indónesía · Bruni
Kærir úrslit forsetakosninga
Fyrrverandi hershöfðinginn Prabowo Subianto, sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum í Indónesíu í apríl, hefur lagt fram kæru vegna úrslita kosninganna. Starfsmenn kosningabaráttu hans lögðu kæruna fyrir stjórnlagadómstól í Jakarta í gærkvöld, skömmu áður en frestur til þess rann út. Dómstóllinn hefur mánuð til þess að kveða upp dóm.
25.05.2019 - 23:42
Agung jós ösku yfir níu þorp
Öskuský af völdum eldgoss í fjallinu Agung á Bali varð til þess að flugi til og frá indónesísku eyjunni var aflýst um tíma. Almannavarnir í Indónesíu segja eldgosið hafa staðið stutt yfir, eða aðeins í um fjórar og hálfa mínútu. Það jós hins vegar ösku og hrauni yfir svæði sem náði yfir um þriggja kílómetra radíus frá fjallinu.
25.05.2019 - 03:56
Myndskeið
Óeirðir halda áfram í Indónesíu
Tugþúsundir hermanna voru kallaðar út til aðstoðar lögreglu í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í nótt þar sem miklar óeirðir hafa verið eftir að úrslit forsetakosninganna í landinu voru birt. Stuðningsmenn Prabowo Subianto, sem laut í lægra haldi í kosningunum, hafa tekist á við lögreglu í borginni. Sex hafa látið lífið í átökunum, hundruð slasast, og samkvæmt heimildum Al Jazeera hafa vel á þriðja hundrað manns verið handteknir.
23.05.2019 - 04:49
Óeirðir í Indónesíu vegna kosningaúrslita
Sex eru látnir og yfir 200 slasaðir í Jakarta eftir átök stuðningsmanna andstæðra fylkinga forsetakosninganna í Indónesíu eftir að úrslit urðu ljós í gærkvöld. Úrslitanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu síðan kosningunum lauk í apríl, en í gær varð loks ljóst að Joko Widodo hafði náð endurkjöri með 55,5 prósentum greiddra atkvæða.
22.05.2019 - 05:53
Widodo formlega úrskurðaður forseti öðru sinni
Joko Widodo, forseti Indónesíu, vann sigur í forsetakosningunum 17. apríl og mun því sitja annað kjörtímabil á forsetastóli. Yfirkjörnefnd Indónesíu tilkynnti endanleg úrslit í dag, degi áður en boðað hafði verið, í von um að forðast uppþot. Widodo fékk 55,5 prósent atkvæða, en andstæðingur hans, Prabowo Subianto, 44,5 prósent.
21.05.2019 - 00:45
Fangaflótti í Indónesíu eftir óeirðir
Yfir hundrað fangar sluppu úr fangelsi á eyjunni Súmötru í Indónesíu í nótt að sögn lögreglu þar í landi. Fangarnir sluppu eftir óeirðir og eldsvoða í fangelsinu, en myndefni í indónesísku sjónvarpi sýndi fangelsið í ljósum logum að sögn AFP fréttastofunnar.
11.05.2019 - 06:41