Færslur: Indónesía

Þrír stórir jarðskjálftar riðu yfir Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 reið yfir Papúa-hérað í Indónesíu þegar laugardagsmorgunn var runninn upp þar í landi. Skjálftar af stærðinni 5,8 og 5,9 fylgdu í kjölfarið samkvæmt tilkynningu frá Jarðeðlisfræðistofnun Bandaríkjanna (USGS).
10.09.2022 - 00:30
Pútín hefur boðað komu sína á leiðtogafund G20
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping forseti Kína hafa báðir boðað þátttöku sína á leiðtogafundi G20-ríkjanna á Balí í nóvember. Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg-fréttaveitunnar við Joko Widodo, forseta Indónesíu. Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, hefur einnig þekkst boð um að sækja fundinn, en þó með ákveðnum fyrirvara.
19.08.2022 - 06:31
Gagnrýndi Vesturlönd og fór snemma af G20-fundi
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, yfirgaf utanríkisráðherrafund G20-ríkjanna á Balí í Indónesíu nokkru áður en honum lauk. Áður sagði hann kollegum sínum að það sem stefnir í að verða alþjóðlegur matvælaskortur verði ekki rakið til innrásar Rússa í Úkraínu og að refsiaðgerðir Vesturlanda sem miða að því að einangra þá jafngildi nánast stríðsyfirlýsingu.
09.07.2022 - 08:16
Lavrov mættur á utanríkisráðherrafund G20 á Balí
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er mættur til indónesísku eyjarinnar Balí, þar sem hann mun taka þátt í utanríkisráðherrafundi G20-ríkjanna, 20 stærstu iðnríkja heims, í dag og á morgun. Nokkurs taugatitrings gætir í aðdraganda fundarins vegna þátttöku Lavrovs í skugga Úkraínustríðsins.
07.07.2022 - 07:05
Kalla sendiherra á teppið vegna ummæla um spámanninn
Stjórnvöld í Indónesíu og Malasíu kölluðu sendiherra Indlands til fundar í dag vegna ummæla indverskra embættismanna um Múhameð spámann sem þykja niðrandi.
07.06.2022 - 15:22
Flóðbylgjuviðvörun eftir jarðskjálfta
Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 reið yfir undan ströndum Austur-Tímor í nótt. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í kjölfarið. Jarðskjálftar eru afar algengir á þessum slóðum.
Tólf konur fórust er skriða féll í gamalli gullnámu
Tólf konur fórust þegar skriða féll í ólöglegri gullnámu á Norður-Súmötru í Indónesíu í gær. AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir lögreglu. Konurnar voru að störfum í námunni þegar skriðan féll og gróf þær undir fleiri tonnum af grús og grjóti. Tvær samstarfskonur þeirra sem einnig voru við vinnu í námunni komust lífs af.
29.04.2022 - 06:18
Íslandsvinurinn Ramos-Horta forseti á ný
José Ramos-Horta vann stórsigur í forsetakosningunum í Austur-Tímor í gær. Samkvæmt landskjörstjórn fékk hann 62 prósent atkvæða en Francisco Guterres, sitjandi forseti, fékk 38 prósent.
21.04.2022 - 12:11
Boðar auknar viðskiptaþvinganir á Rússa
Búist er við að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynni í vikunni um leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, rússneskum ráðamönnum og auðmönnum.
23.03.2022 - 03:05
Jarðskjálfti við Filippseyjar og Súmötru
Öfliugur jarðskjálfti varð undan ströndum Fillippseyja í kvöld, meðan enn var nótt á eyjunum. Skjálftinn mældist 6.4 stig og vakti íbúa höfuðborgarinnar Manilla af værum blundi.
13.03.2022 - 22:11
Mannskæður jarðskjálfti á Súmötru
Að minnsta kosti átta fórust og tugir slösuðust í jarðskjálfta sem reið yfir eyjuna Súmötru í Indónesíu á í gær. Skjálftinn var af stærðinni 6,2 og átti upptök á tólf kílómetra dýpi í tæplega sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Bukittinggi.
Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir eyna Súmötru
Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir eyjuna Súmötru í Indónesíu í nótt. Engar tilkynningar hafa borist um manntjón eða skemmdir á mannvirkjum.
25.02.2022 - 02:37
Nítján fórust í átökum og eldi á næturklúbbi
Minnst nítján létu lífið þegar tveimur hópum manna laust saman á næturklúbbi í bænum Sorong í Vestur-Papúa á Indónesíu seint á mánudagskvöld. Flestir hinna látnu fórust í eldi sem blossaði upp á meðan á átökunum stóð, segir í frétt AFP.
25.01.2022 - 06:27
15 ára fangelsi fyrir hryðjuverk á Balí
Zulkarnaen, indónesískur vígamaður, tengdur Al-Kaída, var dæmdur í 15 ára fangelsi í dag vegna þáttar síns í sprengjuárásum á Balí árið 2002. Yfir tvö hundruð manns létu lífið í árásinni.
19.01.2022 - 09:07
Indónesía fær nýja höfuðborg
Indónesíska þingið hefur veitt blessun sína fyrir byggingu nýrrar höfuðborgar. Frumvarp þess efnis var samþykkt á þinginu í gær, en flutningurinn hefur lengi verið í bígerð.
18.01.2022 - 11:42
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um Novavax í dag
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um það í dag hvort heimila eigi notkun Covid-bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Novavax. Aukafundur lyfjanefndar verður haldinn um málið og niðurstöður kynntar strax að honum loknum.
Harður skjálfti við Indónesíu
Harður jarðskjálfti, 7.3 að stærð, varð undan ströndum Indónesíu í morgun. Upptök skjálftans voru um 90 kílómetra norður af borginni Maumere á eyjunni Flores. Yfirvöld á Indónesíu gáfu út flóðbylgjuviðvörun á Indónesíu og víðar í Kyrrahafinu vegna skjálftans, en hún hefur verið afturkölluð. Ekki var talin hætta á flóðbylgju á vesturströnd Bandaríkjanna.
14.12.2021 - 06:34
Látnum fjölgar vegna eldsumbrota í Indónesíu
Gos í eldfjallinu Semeru í Indónesíu orðið að minnsta kosti 39 að bana. Björgunarsveitir leita við erfiðar aðstæður að tólf til viðbótar sem ekkert hefur spurst til síðan á laugardag. Varað er við enn meiri eldsumbrotum.
08.12.2021 - 15:31
Erlent · Asía · Hamfarir · Indónesía · eldgos
Minnst 27 hafa dáið í eldgosinu á Jövu
Fleiri hafa fundist látin á indónesísku eyjunni Jövu, þar sem eldfjallið Semeru byrjaði að gjósa um helgina. Minnst 22 hafa farist í hamförunum og 27 er enn saknað. Um 90 manns hafa leitað sér aðhlynningar vegna brunasára og yfir 2.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Hefur þeim verið komið fyrir í neyðarskýlum, moskum og víðar.
07.12.2021 - 04:30
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Indónesía · Java · eldgos
Þrettán látin í eldgosinu á Jövu
Þrettán eru nú látin af völdum eldgossins í Semeru fjalli á eyjunni Jövu í Indónesíu. Björgunarsveitir hafa bjargað minnst tíu manns úr húsarústum.
05.12.2021 - 03:41
Mannskæður jarðskjálfti á Balí
Þrjú létust og sjö slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,8 reið yfir ferðamannaparadísina Balí í Indónesíu í morgun. Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi, um sex kílómetra norðaustur af bænum Banjar Wanasari. Tvö hinna látnu fórust í þegar skriða sem skjálftinn hrinti af stað færði hús þeirra á kaf.
16.10.2021 - 06:28
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu og ríkin hefja samvinnu um þróun flugskeyta. Þetta er hluti Aukus-varnarsamkomulagsins milli Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu sem æðstu ráðamenn ríkjanna kynntu í gær.
Tugir látnir í eldsvoða í indónesísku fangelsi
41 fangi er látinn og tugir slasaðir eftir mikinn eldsvoða í fangelsi á eyjunni Jövu í Indónesíu í morgun. Eldurinn braust út snemma morguns, á meðan flestir fanganna voru í fasta svefni.
08.09.2021 - 04:07
Eldgos í Merapi-fjalli á Jövu
Eitt virkasta eldfjall Indónesíu og þar með Jarðar, Merapi á eyjunni Java, byrjaði að gjósa í gær. Reykur og aska standa upp úr gíg fjallsins og rauðglóandi kvika streymir niður hlíðar þess. Merapi sendi minnst sjö mikla öskustróka til himins í gær og glóðheita gjósku þess í milli, að sögn Haniks Humaida, forstöðumanns eldfjalla- og jarðvármiðstöðvarinnar á Yogyakarta.
09.08.2021 - 04:28
Erlent · Asía · Hamfarir · Indónesía · eldgos
Mikill jarðskjálfti undan ströndum Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 reið yfir undan austurströnd Indónesíu í nótt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Jarðeðlisfræðistofnun Bandaríkjanna hefur hvorki verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir svæðið né borist tilkynningar um tjón af völdum skjálftans.
02.08.2021 - 06:41