Færslur: Indónesía

ASEAN leitar lausna í Mjanmar
Wunna Maung Lwin, utanríkisráðherra herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, er kominn til  Taílands til að ræða við fulltrúa ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, um ástandið í heimalandi sínu.
24.02.2021 - 08:09
Erlent · Asía · Mjanmar · Indónesía · Taíland
Gos hafið í Merapi-fjalli
Gos hófst í Merapi-fjalli í Indónesíu í morgun eftir nokkra ókyrrð undanfarna tvo daga. Merapi, sem er skammt frá borginni Jogjakarta á eynni Jövu, er eitt af virkustu eldfjöllum heims.
19.02.2021 - 09:20
Aurskriða féll á íbúðarhús í Indónesíu
Fjórir hafa fundist látnir og fjórtán er saknað eftir að aurskriða hreif með sér nokkur íbúðarhús á austurhluta Jövu í Indónesíu. Björgunarsveitum hefur tekist að bjarga þremur.
15.02.2021 - 07:59
Erlent · Asía · Veður · Indónesía
Óttast um afdrif hundraða Róhingja
Hundruð Róhingja er saknað úr flóttamannabúðum í Indónesíu. Óttast er að þeim hafi verið smyglað til nágrannaríkisins Malasíu. Að sögn Al Jazeera eru aðeins 112 flóttamenn eftir í flóttamannabúðum sem settar voru upp til bráðabirgða í Lhokseumawe á norðurströnd Indónesíu. 400 flóttamenn komu þangað á fjögurra mánaða tímabili í fyrra.
29.01.2021 - 05:15
Olíuskip færð til hafnar í Indónesíu
Strandgæslan í Indónesíu hefur fært til hafnar tvö olíuskip sem staðin voru að verki við að dæla olíu úr öðru skipinu yfir í hitt. Yfir sextíu skipverjar eru í haldi.
25.01.2021 - 08:54
Erlent · Asía · Indónesía · Íran · Panama
Öflugur eftirskjálfti í Indónesíu
Öflugur eftirskjálft af stærðinni fimm skók eyjuna Sulawesi á Indónesíu í morgun. Leit stendur enn yfir í rústum sem jarðskjálfti af stærðinni 6,2 skildi eftir sig í héruðunum Mamuju og Majene í Vestur-Sulawesi í gær. 45 hafa fundist látnir og hundruð eru slösuð. Um 15 þúsund manns hafa flúið heimili sín. 
16.01.2021 - 07:41
Sjúkrahús hrundi í snörpum skjálfta í Indónesíu
Að minnsta kosti 34 eru látnir og tugir slasaðir eftir að harður jarðskjálfti skók Sulawesi í Indónesíu í nótt að staðartíma. Stórar byggingar hrundu í skjálftanum, þeirra á meðal sjúkrahús. AFP fréttastofan hefur eftir björgunarmanni að tugir sjúklinga og starfsmanna sitji fastur undir rústum sjúkrahússins.
15.01.2021 - 02:45
Náðu flugrita upp á yfirborðið
Köfurum tókst í dag að ná í annan flugrita Boeing farþegaþotunnar sem fórst á Javahafi á laugardag, skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Það var ferðritinn svonefndi sem þeir náðu. Hann skráir ýmsar tæknilegar upplýsingar meðan á flugferð stendur, svo sem flughraða og hæð.  
12.01.2021 - 14:15
Tæki notað til staðsetningar svarta kassans í ólagi
Tæki það sem indónesískir leitarmenn beita til að finna svörtu kassa Boeing-þotu Sriwijaya flugfélagsins sem fórst í Java-hafi á laugardag, er bilað.
12.01.2021 - 06:23
Erlent · Indónesía · flugslys · Boeing · Banaslys · Asía · Flugvél
Svörtu kassar indóneskísku þotunnar fundnir
Kafarar hafa fundið svarta kassa Boeing 737-500 þotu indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air sem hrapaði í sjóinn skammt frá Jakarta í gærmorgun. Rannsakendur vinna nú að bera kennsl á lík þeirra sem fundist hafa í hafinu.
11.01.2021 - 03:24
Flak indónesísku flugvélarinnar staðsett
Leit stendur enn yfir að flaki flugvélar indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air sem hrapaði í sjóinn skammt frá Jakarta í gærmorgun, um fjórum mínútum eftir að hún tók á loft þaðan. Talið er víst hvar það er, en boð berast frá svörtum kössum vélarinnar semr fundust í morgun.
10.01.2021 - 11:57
Hafa fundið líkamsleifar og brak úr vélinni sem fórst
Björgunarsveitir hafa fundið líkamsleifar og brak úr farþegaþotu indónesíska flugfélagsins Sriwijaya, sem hrapaði í Javahaf skammt undan ströndum höfuðborgarinnar Jakarta í gær. Þá hafa leitarmenn numið boð frá neyðarsendi vélarinnar og er flaksins leitað út frá þeim. 
10.01.2021 - 07:07
62 talin af eftir að farþegaþota hrapaði við Jakarta
Farþegaþota með 62 manns innanborðs er talin hafa hrapað í hafið skömmu eftir flugtak í Jakarta á laugardag dag. Gögn flugumferðarstjórnar sýna að vélin, 26 ára gömul Boeing 737-500 vél frá flugfélaginu Sriwijaya, tók snarpa dýfu um það bil fjórum mínútum eftir að hún tók á loft frá Soekarno-Hatta-alþjóðaflugvellinum í Jakarta.
09.01.2021 - 23:14
Um 300 Róhingjar á flótta náðu landi á Súmötru
Nærri þrjú hundruð Róhíngjum á flótta var bjargað að landi á indónesísku eyjunni Súmötru snemma í morgun að sögn þarlendra yfirvalda.
07.09.2020 - 05:29
Erlendir ferðamenn áfram bannaðir á Bali
Öllum erlendum ferðamönnum verður áfram bannað að koma til indónesísku eyjunnar Bali það sem eftir lifir árs. Engum erlendum ríkisborgurum hefur verið hleypt inn fyrir landamæri Indónesíu síðan faraldurinn braust út en ráðgert var að opna landamærin til Bali 11. september.
24.08.2020 - 09:28
Öflugur skjálfti við Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 6,9 varð í Bandahafi milli eyjarinnar Súlavesí og Litlu-Sundaeyja. Ekki hafa borist tilkynningar um manntjón eða verulegar skemmdir, en í borginni Kupang á eynni Tímor þusti fólk óttaslegið út á götur þegar skjálftinn reið yfir.
21.08.2020 - 09:06
Eldgos á Súmötru
Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Sinabung í Indónesíu. Aska og eimyrja rís allt að 7.500 metra til himins og neyðarástandi hefur verið lýst yfir í næsta nágrenni fjallsins. Yfirvöld í Indónesíu greina frá þessu.
10.08.2020 - 06:23
Erlent · Asía · Hamfarir · eldgos · Indónesía
Heimsins fjölbreyttasta flóra er á Nýju Gíneu
Viðamikil rannsókn 99 plöntufræðinga frá 56 háskólum og stofnunum í 19 löndum hefur leitt til þess að eyjunni Madagaskar hefur verið velt af stalli sem heimkynnum heimsins fjölbreytilegustu flóru og Nýja Gínea krýnd heimsmethafi í blóma- og plöntuskrúði í hennar stað.
06.08.2020 - 04:23
Eldgos í Krakatá
Eldgos hófst í Krakatá í Indónesíu í dag með talsverðum látum. Hraun og aska reis hátt í loft við upphaf gossins í Anak Krakatá, sem þýðir barn Krakatá, og náði gosmökkurinn allt upp í 15 kílómetra hæð samkvæmt gervihnattamyndum.
11.04.2020 - 00:38
Erlent · Asía · Indónesía · eldgos
Afkomendur fórnarlamba fá bætur frá hollenska ríkinu
Hollenska ríkið var dæmt til að greiða afkomendum ellefu manna sem voru drepnir í Indónesíu bætur. Mennirnir, sem voru flestir bændur, voru teknir af lífi af hollenskum hermönnum árin 1946 og 1947. Aftökurnar voru liður í tilraunum Hollands til að kveða niður sjálfstæðisbaráttu í Suður-Sulawesi héraði í Indónesíu.
28.03.2020 - 08:12
Enn gýs í fjallinu Merapi
Eldgos hófst í dag í Merapi, virkasta eldfjalli Indónesíu. Þetta er í annað skipti í þessum mánuði sem gýs í fjallinu. Öskustrókur stendur af því um fimm kílómetra í loft upp. Askan hefur dreifst um nokkurra kílómetra svæði kringum gíginn.
27.03.2020 - 08:58
Þrjátíu Íslendingum ekki hleypt í flug frá Balí
Þrjátíu Íslendingar sem eru í hópferð á eyjunni Balí í Indónesíu var ekki hleypt um borð í flugvél frá eyjunni í dag. Farþegarnir þurftu óvænt að framvísa vottorði og fara í sýnatöku til þess að staðfesta að þeir væru ekki smitaðir af COVID-19 kórónuveirunni.
23.03.2020 - 22:42
Gos hófst í Merapifjalli í morgun
Gos hófst í Merapi-fjalli, einu virkasta eldfjalli Indónesíu, í morgun og reis öskustrókur sex kílómetra upp í loftið. Ösku rigndi yfir þorp og bæi í allt að tíu kílómetra fjarlægð. 
03.03.2020 - 08:10
Táningar drukknuðu þegar brú hrundi
Sjö drukknuðu og þriggja er saknað eftir að nýleg brú hrundi á Súmötru í Indónesíu í gær. Að sögn almannavarna í Indónesíu voru um 30 á brúnni í bænum Kaur þegar brúin hrundi skyndilega. Flest sem voru á brúnni voru börn á táningsaldri.
20.01.2020 - 06:44
Úrhelli og flóð í Jakarta
Að minnsta kosti 28 hafa farist í flóðum og aurskriðum í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, og nágrenni hennar. Gríðarleg úrkoma er á þessum slóðum og eru stór svæði í borginni undir vatni.
02.01.2020 - 08:30