Færslur: Indónesía

Tólf konur fórust er skriða féll í gamalli gullnámu
Tólf konur fórust þegar skriða féll í ólöglegri gullnámu á Norður-Súmötru í Indónesíu í gær. AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir lögreglu. Konurnar voru að störfum í námunni þegar skriðan féll og gróf þær undir fleiri tonnum af grús og grjóti. Tvær samstarfskonur þeirra sem einnig voru við vinnu í námunni komust lífs af.
29.04.2022 - 06:18
Íslandsvinurinn Ramos-Horta forseti á ný
José Ramos-Horta vann stórsigur í forsetakosningunum í Austur-Tímor í gær. Samkvæmt landskjörstjórn fékk hann 62 prósent atkvæða en Francisco Guterres, sitjandi forseti, fékk 38 prósent.
21.04.2022 - 12:11
Boðar auknar viðskiptaþvinganir á Rússa
Búist er við að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynni í vikunni um leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, rússneskum ráðamönnum og auðmönnum.
23.03.2022 - 03:05
Jarðskjálfti við Filippseyjar og Súmötru
Öfliugur jarðskjálfti varð undan ströndum Fillippseyja í kvöld, meðan enn var nótt á eyjunum. Skjálftinn mældist 6.4 stig og vakti íbúa höfuðborgarinnar Manilla af værum blundi.
13.03.2022 - 22:11
Mannskæður jarðskjálfti á Súmötru
Að minnsta kosti átta fórust og tugir slösuðust í jarðskjálfta sem reið yfir eyjuna Súmötru í Indónesíu á í gær. Skjálftinn var af stærðinni 6,2 og átti upptök á tólf kílómetra dýpi í tæplega sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Bukittinggi.
Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir eyna Súmötru
Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir eyjuna Súmötru í Indónesíu í nótt. Engar tilkynningar hafa borist um manntjón eða skemmdir á mannvirkjum.
25.02.2022 - 02:37
Nítján fórust í átökum og eldi á næturklúbbi
Minnst nítján létu lífið þegar tveimur hópum manna laust saman á næturklúbbi í bænum Sorong í Vestur-Papúa á Indónesíu seint á mánudagskvöld. Flestir hinna látnu fórust í eldi sem blossaði upp á meðan á átökunum stóð, segir í frétt AFP.
25.01.2022 - 06:27
15 ára fangelsi fyrir hryðjuverk á Balí
Zulkarnaen, indónesískur vígamaður, tengdur Al-Kaída, var dæmdur í 15 ára fangelsi í dag vegna þáttar síns í sprengjuárásum á Balí árið 2002. Yfir tvö hundruð manns létu lífið í árásinni.
19.01.2022 - 09:07
Indónesía fær nýja höfuðborg
Indónesíska þingið hefur veitt blessun sína fyrir byggingu nýrrar höfuðborgar. Frumvarp þess efnis var samþykkt á þinginu í gær, en flutningurinn hefur lengi verið í bígerð.
18.01.2022 - 11:42
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um Novavax í dag
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um það í dag hvort heimila eigi notkun Covid-bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Novavax. Aukafundur lyfjanefndar verður haldinn um málið og niðurstöður kynntar strax að honum loknum.
Harður skjálfti við Indónesíu
Harður jarðskjálfti, 7.3 að stærð, varð undan ströndum Indónesíu í morgun. Upptök skjálftans voru um 90 kílómetra norður af borginni Maumere á eyjunni Flores. Yfirvöld á Indónesíu gáfu út flóðbylgjuviðvörun á Indónesíu og víðar í Kyrrahafinu vegna skjálftans, en hún hefur verið afturkölluð. Ekki var talin hætta á flóðbylgju á vesturströnd Bandaríkjanna.
14.12.2021 - 06:34
Látnum fjölgar vegna eldsumbrota í Indónesíu
Gos í eldfjallinu Semeru í Indónesíu orðið að minnsta kosti 39 að bana. Björgunarsveitir leita við erfiðar aðstæður að tólf til viðbótar sem ekkert hefur spurst til síðan á laugardag. Varað er við enn meiri eldsumbrotum.
08.12.2021 - 15:31
Erlent · Asía · Hamfarir · Indónesía · eldgos
Minnst 27 hafa dáið í eldgosinu á Jövu
Fleiri hafa fundist látin á indónesísku eyjunni Jövu, þar sem eldfjallið Semeru byrjaði að gjósa um helgina. Minnst 22 hafa farist í hamförunum og 27 er enn saknað. Um 90 manns hafa leitað sér aðhlynningar vegna brunasára og yfir 2.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Hefur þeim verið komið fyrir í neyðarskýlum, moskum og víðar.
07.12.2021 - 04:30
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Indónesía · Java · eldgos
Þrettán látin í eldgosinu á Jövu
Þrettán eru nú látin af völdum eldgossins í Semeru fjalli á eyjunni Jövu í Indónesíu. Björgunarsveitir hafa bjargað minnst tíu manns úr húsarústum.
05.12.2021 - 03:41
Mannskæður jarðskjálfti á Balí
Þrjú létust og sjö slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,8 reið yfir ferðamannaparadísina Balí í Indónesíu í morgun. Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi, um sex kílómetra norðaustur af bænum Banjar Wanasari. Tvö hinna látnu fórust í þegar skriða sem skjálftinn hrinti af stað færði hús þeirra á kaf.
16.10.2021 - 06:28
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu og ríkin hefja samvinnu um þróun flugskeyta. Þetta er hluti Aukus-varnarsamkomulagsins milli Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu sem æðstu ráðamenn ríkjanna kynntu í gær.
Tugir látnir í eldsvoða í indónesísku fangelsi
41 fangi er látinn og tugir slasaðir eftir mikinn eldsvoða í fangelsi á eyjunni Jövu í Indónesíu í morgun. Eldurinn braust út snemma morguns, á meðan flestir fanganna voru í fasta svefni.
08.09.2021 - 04:07
Eldgos í Merapi-fjalli á Jövu
Eitt virkasta eldfjall Indónesíu og þar með Jarðar, Merapi á eyjunni Java, byrjaði að gjósa í gær. Reykur og aska standa upp úr gíg fjallsins og rauðglóandi kvika streymir niður hlíðar þess. Merapi sendi minnst sjö mikla öskustróka til himins í gær og glóðheita gjósku þess í milli, að sögn Haniks Humaida, forstöðumanns eldfjalla- og jarðvármiðstöðvarinnar á Yogyakarta.
09.08.2021 - 04:28
Erlent · Asía · Hamfarir · Indónesía · eldgos
Mikill jarðskjálfti undan ströndum Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 reið yfir undan austurströnd Indónesíu í nótt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Jarðeðlisfræðistofnun Bandaríkjanna hefur hvorki verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir svæðið né borist tilkynningar um tjón af völdum skjálftans.
02.08.2021 - 06:41
Óttast að Mjanmar verði næsti ofurdreifari veirunnar
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar varar við að landið geti orðið næsti ofurdreifari kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið er í molum, dauðsföllum af völdum covid hefur fjölgað mjög og óttast er að ástandið muni versna enn á komandi mánuðum.
Smitum og dauðsföllum fjölgar hratt í Indónesíu
Yfir tvö þúsund létust af völdum COVID-19 í Indónesíu síðastliðinn sólarhring. Ástandið hefur ekki verið verra frá því að heimsfaraldurinn braust út í fyrra. 
27.07.2021 - 15:49
Yfir tvær milljónir smita í Indónesíu
Kórónuveirusmit í Indónesíu eru komin yfir tvær milljónir. Sjúkrahús eru að fyllast. Óttast er að heilbrigðisstarfsfólk ráði ekki við ástandið.
Jarðskjálfti 6,6 að stærð undan ströndum Súmötru
Jarðskjálfti, 6,6 að stærð, varð undan ströndum Súmötru í Indónesíu í morgun. Ekki hafa borist fregnir af eyðileggingu né manntjóni vegna skjálftans.
14.05.2021 - 08:11
Indónesíski kafbáturinn er á 850 metra dýpi
Indónesíski kafbáturinn sem sökk undan ströndum Balí er fundinn á um átta hundruð og fimmtíu metra dýpi. Tilraunir til að ná kafbátnum upp af svo miklu dýpi gætu reynst hættulegar.
25.04.2021 - 14:10
Erlent · Indónesía · Asía · Kafbátur · Leit
Indónesíski kafbáturinn sokkinn
Kafbáturinn sem saknað hefur verið undan ströndum Balí er sokkinn, að því er sjóher Indónesíu tilkynnti í morgun. Útilokað er talið hægt verði að bjarga einhverjum þeirra fimmtíu og þriggja skipverja sem voru um borð.
24.04.2021 - 11:27
Erlent · Indónesía · Asía · Kafbátur · Leit · Sjóslys