Færslur: Indónesía

Mannskæður jarðskjálfti á Balí
Þrjú létust og sjö slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,8 reið yfir ferðamannaparadísina Balí í Indónesíu í morgun. Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi, um sex kílómetra norðaustur af bænum Banjar Wanasari. Tvö hinna látnu fórust í þegar skriða sem skjálftinn hrinti af stað færði hús þeirra á kaf.
16.10.2021 - 06:28
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu og ríkin hefja samvinnu um þróun flugskeyta. Þetta er hluti Aukus-varnarsamkomulagsins milli Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu sem æðstu ráðamenn ríkjanna kynntu í gær.
Tugir látnir í eldsvoða í indónesísku fangelsi
41 fangi er látinn og tugir slasaðir eftir mikinn eldsvoða í fangelsi á eyjunni Jövu í Indónesíu í morgun. Eldurinn braust út snemma morguns, á meðan flestir fanganna voru í fasta svefni.
08.09.2021 - 04:07
Eldgos í Merapi-fjalli á Jövu
Eitt virkasta eldfjall Indónesíu og þar með Jarðar, Merapi á eyjunni Java, byrjaði að gjósa í gær. Reykur og aska standa upp úr gíg fjallsins og rauðglóandi kvika streymir niður hlíðar þess. Merapi sendi minnst sjö mikla öskustróka til himins í gær og glóðheita gjósku þess í milli, að sögn Haniks Humaida, forstöðumanns eldfjalla- og jarðvármiðstöðvarinnar á Yogyakarta.
09.08.2021 - 04:28
Erlent · Asía · Hamfarir · Indónesía · eldgos
Mikill jarðskjálfti undan ströndum Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 reið yfir undan austurströnd Indónesíu í nótt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Jarðeðlisfræðistofnun Bandaríkjanna hefur hvorki verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir svæðið né borist tilkynningar um tjón af völdum skjálftans.
02.08.2021 - 06:41
Óttast að Mjanmar verði næsti ofurdreifari veirunnar
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar varar við að landið geti orðið næsti ofurdreifari kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið er í molum, dauðsföllum af völdum covid hefur fjölgað mjög og óttast er að ástandið muni versna enn á komandi mánuðum.
Smitum og dauðsföllum fjölgar hratt í Indónesíu
Yfir tvö þúsund létust af völdum COVID-19 í Indónesíu síðastliðinn sólarhring. Ástandið hefur ekki verið verra frá því að heimsfaraldurinn braust út í fyrra. 
27.07.2021 - 15:49
Yfir tvær milljónir smita í Indónesíu
Kórónuveirusmit í Indónesíu eru komin yfir tvær milljónir. Sjúkrahús eru að fyllast. Óttast er að heilbrigðisstarfsfólk ráði ekki við ástandið.
Jarðskjálfti 6,6 að stærð undan ströndum Súmötru
Jarðskjálfti, 6,6 að stærð, varð undan ströndum Súmötru í Indónesíu í morgun. Ekki hafa borist fregnir af eyðileggingu né manntjóni vegna skjálftans.
14.05.2021 - 08:11
Indónesíski kafbáturinn er á 850 metra dýpi
Indónesíski kafbáturinn sem sökk undan ströndum Balí er fundinn á um átta hundruð og fimmtíu metra dýpi. Tilraunir til að ná kafbátnum upp af svo miklu dýpi gætu reynst hættulegar.
25.04.2021 - 14:10
Erlent · Indónesía · Asía · Kafbátur · Leit
Indónesíski kafbáturinn sokkinn
Kafbáturinn sem saknað hefur verið undan ströndum Balí er sokkinn, að því er sjóher Indónesíu tilkynnti í morgun. Útilokað er talið hægt verði að bjarga einhverjum þeirra fimmtíu og þriggja skipverja sem voru um borð.
24.04.2021 - 11:27
Erlent · Indónesía · Asía · Kafbátur · Leit · Sjóslys
Öll von úti um björgun áhafnar indónesíska kafbátsins
Öll von virðist úti um að hægt verði að bjarga 53 skipverjum indónesísks kafbáts sem saknað er undan ströndum Balí. Nú er talið að þriggja daga súrefnisbirgðir bátsins séu uppurnar.
24.04.2021 - 05:23
Erlent · Asía · Indónesía · Kafbátur · Sjóslys · Leit
Tíminn að renna út fyrir áhöfn kafbátsins
Enn hefur ekkert spurst til indónesísks kafbátsins sem hvarf undan ströndum Balí á miðvikudag. 53 eru í áhöfn bátsins og tíminn er að renna út.
23.04.2021 - 09:08
53 saknað eftir að samband við kafbát rofnaði
Indónesíski sjóherinn sendi skip af stað í gær til leitar að kafbáti með 53 skipverjum innanborðs. Kafbáturinn var við heræfingar undan ströndum Balí þegar samband við hann rofnaði.
22.04.2021 - 04:06
Sex létu lífið í jarðskjálfta á Jövu
Að minnsta kosti sex létu lífið þegar jarðskjálfti, sex að stærð, reið yfir strönd eyjunnar Jövu í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans eru talin vera um 45 kílómetra suðvestur af borginni Malang á Austur-Jövu.
10.04.2021 - 14:42
Nær 160 dóu í óveðri á Indónesíu og Timor-Leste
157 hafa fundist látin á Timor-Leste og austureyjum Indónesíu eftir að hitabeltisstormurinn Seroja fór þar yfir og olli miklum flóðum og aurskriðum. Tuga er enn saknað og þúsundir hafa misst heimili sín í hamförunum. Á indónesísku eyjunum er búið að finna lík 130 manns, flest á eyjunni Flores. Á eyríkinu Timor-Leste, sem til skamms tíma var kallað Austur Tímor, hafa 27 verið formlega úrskurðuð látin.
06.04.2021 - 05:27
Tugir fórust í flóðum í Indónesíu og Timor-Leste
Yfir sjötíu fórust í flóðum og aurskriðum í austanverðri Indónesíu og Tímor-Leste á páskadag og tuga er enn saknað. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir björgunarliði á vettvangi, sem telur líklegt að fleiri hafi farist í hamförunum.
05.04.2021 - 02:48
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Flóð · Indónesía · Timor-Leste
Mikill eldur í olíuhreinsistöð á Jövu
Gríðarlegur eldur logar í Balongan olíuhreinsistöðinni á Jövu í Indónesíu. Hún er ein hin stærsta í landinu. Öflug sprenging kvað við í stöðinni í dag og í kjölfarið breiddist út mikill eldur.
29.03.2021 - 10:38
Nýja Delhi mengaðasta höfuðborg heims þriðja árið í röð
Nýja Delhi, höfuðborg Indlands, heldur þeim lítt eftirsóknarverða titli að teljast mengaðasta höfuðborg heims, þrijða árið í röð. Þetta er niðurstaða árlegrar rannsóknar á vegum svissneska tæknifyrirtækisins IQAir, sem sérhæfir sig í mælingum á og vörnum gegn loftmengun. Árið 2020 var meðalgildi af fínu svifryki 84,1 míkrógrömm á rúmmetra lofts þar í borg.
17.03.2021 - 05:19
Á þriðja tug lést í bílslysi í Indónesíu
Nærri þrjátíu eru látnir eftir að rúta valt niður gil á eyjunni Jövu í Indónesíu í gærkvöldi. 66 farþegar voru í rútunni, þeirra á meðal börn á gagnfræðaskólaaldri, hefur AFP fréttastofan eftir yfirvöldum í Indónesíu.
11.03.2021 - 05:16
ASEAN leitar lausna í Mjanmar
Wunna Maung Lwin, utanríkisráðherra herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, er kominn til  Taílands til að ræða við fulltrúa ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, um ástandið í heimalandi sínu.
24.02.2021 - 08:09
Erlent · Asía · Mjanmar · Indónesía · Taíland
Gos hafið í Merapi-fjalli
Gos hófst í Merapi-fjalli í Indónesíu í morgun eftir nokkra ókyrrð undanfarna tvo daga. Merapi, sem er skammt frá borginni Jogjakarta á eynni Jövu, er eitt af virkustu eldfjöllum heims.
19.02.2021 - 09:20
Aurskriða féll á íbúðarhús í Indónesíu
Fjórir hafa fundist látnir og fjórtán er saknað eftir að aurskriða hreif með sér nokkur íbúðarhús á austurhluta Jövu í Indónesíu. Björgunarsveitum hefur tekist að bjarga þremur.
15.02.2021 - 07:59
Erlent · Asía · Veður · Indónesía
Óttast um afdrif hundraða Róhingja
Hundruð Róhingja er saknað úr flóttamannabúðum í Indónesíu. Óttast er að þeim hafi verið smyglað til nágrannaríkisins Malasíu. Að sögn Al Jazeera eru aðeins 112 flóttamenn eftir í flóttamannabúðum sem settar voru upp til bráðabirgða í Lhokseumawe á norðurströnd Indónesíu. 400 flóttamenn komu þangað á fjögurra mánaða tímabili í fyrra.
29.01.2021 - 05:15
Olíuskip færð til hafnar í Indónesíu
Strandgæslan í Indónesíu hefur fært til hafnar tvö olíuskip sem staðin voru að verki við að dæla olíu úr öðru skipinu yfir í hitt. Yfir sextíu skipverjar eru í haldi.
25.01.2021 - 08:54
Erlent · Asía · Indónesía · Íran · Panama