Færslur: Indland

Saga hins raunverulega Móglí
Sagan af Móglí, stráknum sem ólst upp hjá úlfunum í frumskóginum og vingaðist við björn og hlébarða, hefur orðið innblástur ævintýra fyrir börn. Sagan á sér aftur á móti sannar og nær ótrúlegar rætur sem teygja sig djúpt inn í frumskóg Indlands.
25.03.2021 - 11:03
Nýja Delhi mengaðasta höfuðborg heims þriðja árið í röð
Nýja Delhi, höfuðborg Indlands, heldur þeim lítt eftirsóknarverða titli að teljast mengaðasta höfuðborg heims, þrijða árið í röð. Þetta er niðurstaða árlegrar rannsóknar á vegum svissneska tæknifyrirtækisins IQAir, sem sérhæfir sig í mælingum á og vörnum gegn loftmengun. Árið 2020 var meðalgildi af fínu svifryki 84,1 míkrógrömm á rúmmetra lofts þar í borg.
17.03.2021 - 05:19
Hvetur nauðgara til að kvænast barnungum brotaþola
Undirskriftasöfnun er hafin á Indlandi þar sem kallað er eftir afsögn forseta hæstaréttar, eftir að hann ráðlagði manni sem ákærður er fyrir nauðgun, að kvænast þolandanum, stúlku á skólaaldri, til að forða sér frá fangelsisdómi. „Ef þú vilt giftast [henni], þá getum við hjálpað þér,“ sagði dómarinn, Sharad Arvind Bobde, við sakborninginn þegar réttað var yfir honum. „Ef ekki, þá missirðu vinnuna og ferð í fangelsi.“
05.03.2021 - 04:18
Svifryk dró 160.000 til dauða í 5 stærstu borgum heims
Rekja má um 160.000 ótímabær dauðsföll í fimm fjölmennustu borgum heims árið 2020 til loftmengunar. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var fyrir Suðausturasíudeild náttúrverndarsamtakanna Greenpeace og kynnt var í morgun. Verst var ástandið í fjölmennustu höfuðborg heims, Nýju Dehli á Indlandi. Þar er áætlað að um 54.000 manns hafi dáið af völdum svifryksmengunar þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr mengun um hríð, vegna útgöngu- og ferðabanns þegar COVID-19 geisaði þar hvað heitast.
18.02.2021 - 04:49
Hersveitir á landamærunum draga sig í hlé
Samkomulag hefur náðst milli Indverja og Kínverja um að hersveitir ríkjanna dragi sig í hlé á umdeildu svæði á landamærum þeirra. Þetta sagði Rajnath Singh, varnarmálaráðherra Indlands, á þingi landsins í morgun.
11.02.2021 - 09:11
Erlent · Asía · Indland · Kína
Áfram leitað á hamfarasvæðinu á Indlandi
Leit var haldið áfram í morgun í Uttarakhand-ríki á norðanverðu Indlandi eftir flóðið þar á sunnudag sem varð þegar stykki brotnaði úr jökli og mikið vatn braust fram með skelfilegum afleiðingum.
10.02.2021 - 09:43
Erlent · Asía · Indland
26 látin eftir flóðið í Uttarakhand og 170 enn saknað
Stjórnvöld í Uttarakhand-ríki á norðanverðu Indlandi segja búið að finna 26 lík á flóðasvæðunum í Himalajafjöllum og að um 170 sé enn saknað. Yfir 2.000 manns úr her, slökkvilið og lögreglu vinna myrkranna á milli á hamfarasvæðinu í von um að finna fólk á lífi.
09.02.2021 - 03:29
14 látin eftir flóðin á Indlandi og yfir 170 enn saknað
Fjórtán hafa nú fundist látin í Himalajafjöllum í norðanverðu Indlandi og yfir 170 er enn saknað eftir mikið flóð sem þar varð í gærmorgun þegar feikistórt stykki brotnaði úr jökli og hrapaði niður í á. Fimmtán manns sem lentu í flóðinu hefur verið bjargað. Flóðið sópaði burtu brúm, vegum og tveimur virkjunum í ánni.
08.02.2021 - 06:30
Myndskeið
Tvö hundruð saknað eftir flóð á Indlandi
Tvö hundruð manns, hið minnsta, er saknað eftir flóð í Himalaya-fjöllum á Indlandi í morgun. Flóðið sópaði burt tveimur virkjunum, vegum og brúm.
07.02.2021 - 15:58
Spútnik-bóluefni til Mexíkós og Brasilíu
Stjórnvöld í Mexíkó hafa tryggt sér milljónir skammta af rússneska bóluefninu Spútnik. Brasilíumenn eru að leggja lokahönd á samninga um kaup á milljónum skammta af hvorutveggja Spútnik-bóluefninu og indverska bóluefninu Covaxin. Spútnik er talið álíka skilvirkt og bestu, vestrænu bóluefnin á markaðnum en áreiðanlegar upplýsingar um virkni Covaxin liggja ekki fyrir.
Twitter lokar á fólk að beiðni indverskra stjórnvalda
Stjórnendur Twitter lokuðu aðgangi hundraða indverskra notenda að beiðni þarlendra stjórnvalda. Meðal þeirra sem hafa ekki lengur aðgang eru fréttamiðlar, aðgerðarsinnar og leikarar. Guardian greinir frá því að lokunin hafi varað í hálfan sólarhring vegna hvatninga til ofbeldis. 
02.02.2021 - 06:41
Erlent · Asía · twitter · Indland
Öryggisgæsla aukin í Nýju Delí
Öryggisgæsla hefur verð hert í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, og helstu vegir til og frá borginni verið lokaðir til að koma í veg fyrir átök líkt og í gær, þegar þúsundir fóru um götur til að mótmæla breytingum á lögum um landbúnað sem bændur telja að sé einkum stórfyrirtækjum í hag.
27.01.2021 - 08:17
Erlent · Asía · Indland
Umfangsmikil bólusetningarherferð hafin á Indlandi
Einhver umfangsmesta bólusetningarherferð heims hófst í Indlandi í gær. Milljónum skammta af bóluefnunum Covishield og Covaxin var dreift um landið síðustu daga. Stefnt er að því að bólusetningu 300 milljóna manna verði lokið í landinu snemma í ágúst. 
17.01.2021 - 01:53
COVID-19 hefur dregið yfir tvær milljónir til dauða
Yfir tvær milljónir hafa látist af völdum COVID-19 samkvæmt samantekt sem AFP-fréttastofan gerði í gær. Opinberar tölur sýna að ríflega 93 milljónir hafa greinst með sjúkdóminn.
Brasilíumenn hefja framleiðslu á Sputnik V
Lyfjafyrirtæki í Brasilíu ætlar 15. þessa mánaðar að hefja framleiðslu á rússneska bóluefninu við kórónuveirunni, Sputnik V. Rússneska fréttastofan Tass greindi frá þessu í morgun. 
11.01.2021 - 08:12
Indverjar hefja bólusetningar næstkomandi laugardag
Indverjar hyggjast hefja bólusetningar gegn COVID-19 næstkomandi laugardag. Það er flókið og viðamikið verkefni enda telja Indverjar 1,3 milljarðar talsins, næstfjölmennasta þjóð heims.
11.01.2021 - 06:41
Indverjar veita tveimur bóluefnum neyðarleyfi
Indversk stjórnvöld hafa veitt neyðarleyfi til notkunar bóluefnis AstraZeneka og Oxford-háskóla og efnis þarlends lyfjaframleiðanda, Bharat Biotech.
03.01.2021 - 07:27
Útgöngubann í borgum á Indlandi
Útgöngubann hefur verið fyrirskipað í kvöld og nótt í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands, og öðrum helstu borgum landsins vegna COVID-19 farsóttarinnar. Fólki er skipað að halda sig heima frá ellefu í kvöld til sex í fyrramálið. Fram að því mega einungis fimm manns koma saman. Alla jafna safnast þúsundir saman í miðborg Nýju Delhi til að fagna áramótum.
31.12.2020 - 10:17
Indverjar hyggjast bólusetja 300 milljónir manna
Indverjar hyggjast bólusetja 300 milljónir manna á fyrstu átta mánuðum næsta árs. Í forgangshópnum eru 30 milljónir heilbrigðsstarfsmanna, lögreglumanna, hermanna og sjálfboðaliða. Hinar 270 milljónirnar telja fólk sem komið er yfir fimmtugt og fólk sem gengur með alvarlega fjölsjúkdóma.
19.12.2020 - 03:41
Telja sig þekkja orsök dularfulls sjúkdóms á Indlandi
Meira en fimm hundruð manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og einn látist úr dularfullum sjúkdómi sem herjað hefur á íbúa í borginni Eluru á Indlandi. Indversk yfirvöld sendu teymi sérfræðinga á staðinn og þeir telja sig hafa komist að ástæðu veikindanna.
11.12.2020 - 08:01
Dularfullur sjúkdómur herjar á indverska borg
Meira en 140 manns hafa verið lagðir inn á spítala í indversku borginni Eluru eftir að hafa veikst af dularfullum sjúkdómi. Enn veit enginn um hvaða sjúkdóm er að ræða en allir sjúklingarnir hafa farið í COVID próf og reynst neikvæðir.
06.12.2020 - 21:54
Fellibylur við suðurodda Indlands
Viðvaranir hafa verið gefnar út í ríkjunum Tamil Nadu og Kerala á sunnanverðu Indlandi, en þangað stefnir fellibylurinn Burevi og er búist við að hann komi að landi í kvöld eða nótt.
03.12.2020 - 08:49
Erlent · Asía · Indland · Sri Lanka
Mannskætt óveður á sunnanverðu Indlandi
Hitabeltisstormurinn Nivar tók land á suðurströnd Indlands í nótt, með meðalvindhraða upp á 36 metra á sekúndu og óhemjuúrhelli í farteskinu. Í héruðunum Tamil Nadu, Andhra Pradesh og Puducherry hefur nær 200.000 manns verið gert að yfirgefa heimili sín og forða sér í öruggt skjól í þar til gerðum neyðarskýlum. Vitað er um eitt dauðsfall af völdum óveðursins til þessa.
26.11.2020 - 03:38
Erlent · Asía · Hamfarir · Umhverfismál · Veður · Indland · Óveður · Flóð
Skráð COVID-19 tilfelli komin yfir 60 milljónir
Yfir 60 milljón kórónuveirutilfelli hafa greinst á heimsvísu samkvæmt samantekt AFP fréttastofunnar.
Veirusmit á Indlandi yfir níu milljónir
Kórónuveirusmit eru komin yfir níu milljónir á Indlandi. Andlát af völdum veirunnar eru rúmlega 132 þúsund, samkvæmt opinberum tölum. Talið er að dauðsföllin séu mun fleiri. 
20.11.2020 - 08:31