Færslur: Indigo partners

Ráðuneytið vill ekki tjá sig um WOW
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki geta tjáð sig um hvort WOW air hafi falast eftir ríkisábyrgð á skuldum félagsins. Fjölmiðlar greindu frá því í morgun og í gærkvöldi að Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hafi óskað eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að ríkissjóður myndi ábyrgjast lán sem yrði slegið fyrir rekstri flugfélagsins.
20.03.2019 - 10:57
Viðræður við Indigo „eyði óvissunni í bili“
Fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners, sem á í viðræðum við Wow air, hefur fjárfest í lággjaldaflugfélögum víða um heim. Stjórnandi hans hefur verið kallaður faðir lággjaldalíkansins. Hagfræðingur segir ákveðinni óvissu hafi verið eytt í bili, markaðurinn hafi tekið tíðindunum vel. Forstjóri Airport associates vonast til þess að uppsagnir gærdagsins verði dregnar til baka.
30.11.2018 - 18:30