Færslur: Illviðri

Töluverð fjölgun á bílatjónum vegna veðurs
Töluvert meira er um tjón á bílum það sem af er vetri miðað við síðustu tvo vetur, segir Hjalti Þór Guðmundsson, yfirmaður ökutækjatjóna hjá Sjóvá. Hurðir hafa fokið upp og utan í aðra bíla og svo hafa bílar runnið utan í aðra í fannfergi og hálku.
02.03.2022 - 17:50
Mannbjörg í Malasíu eftir að bát hvolfdi
Mannbjörg varð eftir að bát með átján innanborðs hvolfdi í aftakaveðri nærri malasísku ferðamannaeyjunni Langkawi í gær. Malasíska strandgæslan greinir frá því að fiskimenn hafi bjargað fólkinu síðdegis í gær en þess hafði verið leitað frá því um miðjan dag.
27.02.2022 - 04:33
Erlent · Asía · Veður · Malasía · Strandgæsla · Sjóslys · Illviðri · Rigning · úrhelli · ferðamenn
Mikill snjór á Hellisheiði - bílar fastir í Þrengslum
Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð og óvíst hvenær unnt verður að ryðja og opna. Mikill snjór, bæði blautur og þungur, er á Hellisheiði, segir Ágúst Sigurjónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi. Ágúst segir veðrið slæmt á láglendi en enn verra uppi á heiðinni og skyggni sé nánast ekki neitt. Um leið og veður fer að lægja verður reynt að moka.
22.02.2022 - 10:21
Viðtal
„Hamarshöllin bókstaflega sprakk í andlitið á honum“
Hamarshöllin, íþróttahúsið í Hveragerði, sprakk á sjöunda tímanum í morgun þegar þrír starfsmenn bæjarins voru þar við. Gat hafði komið á höllina í illviðrinu og voru starfsmenn mættir á staðinn til að meta stöðuna, þegar íþróttahúsið, sem var loftborið eða uppblásið, sprakk. Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar segir að tjónið hlaupi á hátt í hundrað milljónum króna.
22.02.2022 - 09:41
Fólk varað við að vera úti - Hellisheiði lokað
Búið er að loka veginum yfir Hellisheiði vegna óveðursins sem skellur á undir kvöld, en aðrir vegir á suðvesturhorninu eru á óvissustigi og líklegt er að víðar verði lokað áður en veðrið versnar frekar suðvestanlands, þar sem appelsínugul viðvörun tók gildi klukkan fjögur og klukkan sjö breytist hún í rauða. Óvissustig almannavarna tekur gildi klukkan fimm og verður samhæfingarmiðstöð starfrækt fram til morguns. Íbúar eru hvattir til að halda sig heima meðan veðrið gengur yfir.
Illviðri hefur kostað fjölda mannslífa í Brasilíu
Tugir hafa farist af völdum fárviðris sem gekk yfir Brasilíu um helgina. Að minnsta kosti átján létust í Sao Paulo-fylki einu. Frá því að regntímabilið hófst í október hefur iðulega skapast mikill vandi af völdum veðurs í landinu.
31.01.2022 - 01:50
Dauðsföll af völdum stormsins Malik á Bretlandseyjum
Níu ára drengur og sextug kona létu lífið eftir að þau urðu undir trjám sem féllu af völdum stormsins Malik sem gekk yfir Bretlandseyjar í dag. Veðrið gengur sömuleiðis yfir hluta Þýskalands, Danmörku, Svíþjóð og Noreg.
29.01.2022 - 23:45
Hátt í hundrað útköll vegna illviðrisins í gær
Björgunarsveitiir sinntu hátt í eitt hundrað útköllum í vonskuveðrinu sem gekk yfir landið í gær, flestum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum.
26.01.2022 - 06:34
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein skemmdist í óveðrinu
Stórt gat kom á skrokk björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein þar sem það lá við flotbryggju í Sandgerðishöfn í dag. Sjór flæddi inn í skipið en suðvestanillviðrið sem gekk yfir í dag varð til þess að það skall utan í og yfir bryggjuna.
26.01.2022 - 01:19
Illviðri geisar um austurhluta Bandaríkjanna
Afar slæmt vetrarveður geisar nú um austanverð Bandaríkin með snjókomu og mikilli ísingu. Ríflega 235 þúsund manns eru nú án rafmagns og óttast að enn eigi eftir að fjölga í þeim hópi.
17.01.2022 - 03:19
Óveðurslægðin Gyða veldur usla í Noregi
Foráttuveður hefur gengið yfir vesturströnd og miðhluta Noregs í dag og enn er varað við flóðum og skriðuföllum í nótt. Afar hvasst er á þeim slóðum og úrhellisrigning.
13.01.2022 - 00:11
Erlent · Evrópa · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Noregur · Flóð · Aurskriður · Illviðri · úrhelli
Um 300 flugfarþegar fastir í Álaborg vegna veðurs
Um það bil þrjú hundruð farþegar eru strandaglópar í flugstöð við flugvöllinn Álaborg í Danmörku og þurfa að hafast þar við í nótt. Vegna mikillar snjókomu var hvorki hægt að fljúga til eða frá borginni sem olli mörgum flugfarþegum miklum vonbrigðum.
02.12.2021 - 00:43
Gul veðurviðvörun fyrir allt landið í dag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir um land allt. Djúp haustlægð gengur yfir landið með hvassviðri og stormi ásamt mikilli rigningu en slyddu eða snjókomu á heiðum norðantil á landinu.
Tíu fórust í átján bíla árekstri í Alabama
Tíu fórust í átján bíla árekstri í Alabama-ríki í Bandaríkjunum á laugardag. Níu hinna látnu eru börn á aldrinum frá níu mánaða til sautján ára. Illviðri gengur yfir svæðið og telja sérfræðingar rekja megi slysið til þess.
21.06.2021 - 02:41