Færslur: Iðnnám

Landinn
Fór í fóstur hjá fjölskyldu rakarans
„Ég get ekki búið annars staðar, mér finnst svo gott að búa hérna og mjög þægilegt, ég þekki alla og allir þekkja mig, ég er mjög ánægður með það," segir Mohamad Moussa Al Hamoud, nemi í hárgreiðsluiðn á Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi. Mohammed eða Mói eins og hann er jafnan kallaður hefur starfað á stofunni síðan hann var 16 ára.
23.02.2021 - 07:50
Innlent · Suðurland · Mannlíf · landinn · mannlíf · Iðnnám · Selfoss
Kveikur
„Ég held að það sé dálítið snobb í þessu“
Þegar börn ljúka grunnskólanámi á Íslandi eru þau iðulega spurð að því í hvaða skóla þau ætli að fara. Takið eftir því að það er ekki spurt hvað þau langi að læra, bara í hvaða skóla þau ætli. Og virðingarstiginn virðist nokkuð skýr miðað við aðsóknartölur.
19.11.2020 - 20:05
Tugir þurfa að hætta námi
Framhaldsskólar sem bjóða upp á iðn- og verknám ráða ekki við aukna aðsókn að óbreyttu. Skólameistari segir starfsnámsskóla lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á þessu, en 45 nemar í bíliðnum gætu þurft að hætta námi.
19.11.2020 - 12:20
„Nei, þú ert með svo góðar einkunnir, farðu í Verzló!“
Ríkið greiðir að meðaltali eina og hálfa milljón króna á ári með hverjum framhaldsskólanema. Það segir sig því sjálft að það er mjög dýrt fyrir samfélagið að ýta ungu fólki í nám sem það hefur ekki endilega áhuga á - en fer í fyrir orð foreldra sinna eða til að fylgja félögunum.
19.11.2020 - 07:00
Verknám á undir högg að sækja í námsvali unglinga
Af hverju velja unglingar í 10. bekk að loknu grunnskólanámi frekar bóknám en verknám. Um þetta var fjallað í Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Soffía Valdimarsdóttir aðjúnkt í náms- og starfsráðgjöf stýrði þar málstofu um náms- og starfsval unglinga. 
31.10.2020 - 09:20
Metfjöldi doktora brautskráðist skólaárið 2018 til 2019
Aldrei hafa fleiri lokið doktorsprófi við íslenska háskóla en skólaárið 2018-2019. Alls voru 4.370 nemendur brautskráðir, með 4.408 háskólapróf á öllum stigum.