Færslur: Iðngreinar

Fjórar konur vinna saman í rafmagni
Hjá fyrirtæki á Akureyri starfa fjórar konur við raf- og rafeindavirkjun. Þó konum hafi fjölgað talsvert í karllægum iðngreinum síðustu ár má það þó enn teljast óvenjulegt.
17.06.2021 - 18:25
Nýbygging við FB bylting fyrir nemendur og kennara
Þörf Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir stærri og betri verknámsaðstöðu verður uppfyllt með 2.100 fermetra nýbyggingu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning um byggingu hennar í gær. 
Þurfa að komast í hefilbekk, sög og suðu til að læra
Hertar sóttvarnareglur í skólum hafa áhrif á viðveru nemenda í iðnnámi sem ekki eiga gott með að stunda nám sitt í fjarnámi. Færri mega koma saman í hverjum áfanga. Þó útsjónarsemi nemenda og kennara sé mikil þá þurfa þeir að komast í góða aðstöðu og viðeigandi verkfæri.