Færslur: Iðnaður

Fjórðungur fyrirspurna vegna Reykjaness
Fulltrúar Landsnets telja Suðurnesjalínu tvö forsendu aukins vaxtar í atvinnulífi á Reykjanesi. Fjöldi fyrirtækja óski eftir raforku á Reykjanesi sem ekki sé unnt að verða við á meðan ókleift sé að leggja línuna
13.09.2021 - 07:44
Gagnaver falli vel að hugmyndum um grænan iðngarð
Á iðnaðarsvæðinu á Bakka gæti risið gagnaver innan árs ef áætlanir fyrirtækisins GreenBlocks ganga eftir. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa sótt um afnot af lóð á Bakka undir starfsemina.
26.07.2021 - 08:43
LG hættir snjallsímaframleiðslu vegna milljarða taps
Suður-kóreski rafeindarisinn LG Electronics hættir framleiðslu á snjallsímum hinn 31. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun. Tap hefur verið á snjallsímaframleiðslu fyrirtækisins samfellt síðan á öðrum ársfjórðungi 2015.
Metanristað kaffi og metanþurrkað malbik
Metan frá gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verður notað til að þurrka steinefni til malbiksgerðar og rista kaffibaunir. Búið er að semja um notkun stórs hluta metansins sem verður til í stöðinni. 
19.02.2021 - 18:14
Rofar til á erlendum mörkuðum fyrir íslenska ull
Eftir hrun á erlendum ullarmörkuðum hefur aðeins rofað til undanfarið og síðustu vikur hefur tekist að selja um 150 tonn af ull úr landi. Heimsmarkaðsverð er í algeru lágmarki og verksmiðjustjóri Ístex á Blönduósi segir að mikil innanlandssala á handprjónabandi bjargi rekstrinum.
Vilja selja álverið í Helguvík
Forsvarsmenn álvers Norðuráls í Helguvík hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld á Suðurnesjum að geta selt byggingar fyrirtækisins undir annars konar starfsemi en álver.
Ætla að vinna verðmætar afurðir úr stórþara
Ef áform frumkvöðla á Norðausturlandi ganga eftir, hefst þar vinnsla á stórþara til lyfjagerðar á næstu mánuðum. Verkefnið kostar um tvo og hálfan milljarð, en áætlað er að það skapi um 90 störf á Húsavík innan fimm ára.
21.09.2020 - 12:45
60 þúsund ný störf á næstu þremur áratugum
60 þúsund ný störf þurfa að verða til hér á landi á næstu 30 árum til að tryggja góð efnahagsleg lífsgæði landsmanna. Þetta kemur fram í ályktun Iðnþings sem haldið var í dag
18.09.2020 - 15:49
Rio Tinto sækir um sambærilegt starfsleyfi
Í umsókn Rio Tinto á Íslandi til Umhverfisstofnunar um nýtt starfsleyfi er sótt um leyfi sambærilegt því sem nú er í gildi. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíð ISAL, álvers fyrirtækisins í Straumsvík sem er eina álver Rio Tinto sem eftir er í Evrópu. 
20.08.2020 - 14:14
Rio Tinto sækir um nýtt starfsleyfi
Rio Tinto á Íslandi hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár og var álverið afskrifað að fullu í síðasta uppgjöri Rio Tinto. Stjórnendur Rio Tinto hafa gagnrýnt hátt orkuverð hér á landi og kærðu Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins í síðasta mánuði fyrir misnotkun á yfirburðastöðu fyrirtækisins á raforkumarkaði.
Vill halda í álverið en horfir líka á stóra samhengið
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra segir álverið í Straumsvík mikilvægt fyrirtæki sem vont væri að missa. Það sé þó nauðsynlegt að líta til stóra samhengisins. Móðurfélagið hafi þegar lokað 7 af 8 álverum sínum í Evrópu. Óljóst er hvort álverið þraukar þar til kvörtun sem það lagði fram í gær fæst afgreidd hjá Samkeppniseftirlitinu.
Engir til að tína bláberin
Bláberin og múltuberin eru bústin og vel þroskuð, en ekki er þó víst að þau eigi nokkurn tímann eftir að rata í verslanir eða matvælaframleiðslu. Vegna kórónuveirunnar hafa óvenjufáir Taílendingar komið til Svíþjóðar þetta sumarið til að starfa við berjatínslu.
23.07.2020 - 07:49
Vill ræða við ríkið um meiri uppbyggingu á Bakka
Öllum starfsmönnunum 80 sem sagt hefur verið upp störfum hjá Kísilveri PCC á Bakka býðst tímabundin vinna í sláturvertíðinni í haust. Þekkinganet Þingeyinga hyggst greiða götu þeirra sem vilja fara í nám. Sveitarstjóri Norðurþings hefur óskað eftir viðræðum við stjórnvöld um frekari uppbyggingu á Bakka.
07.07.2020 - 18:50
Losun íslenskra flugfélaga minnkaði milli 2018 og 2019
Raunlosun íslenskra flugrekenda dróst saman um 37,6 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Þetta kemur fram í uppgjöri íslenskra þátttakenda í viðskiptakerfi ESB.
29.06.2020 - 16:17
Erfiður rekstur TDK í Krossanesi
Ítalskt móðurfélag aflþynnuverksmiðju TDK á Akureyri afskrifaði í byrjun ársins 5,1 milljarðs króna lán til íslenska félagsins og færði niður bókfært virði þess að fullu. Félagið TDK Foil Iceland hét áður Becromal og hefur rekið verksmiðju í Krossanesi frá 2009.
07.11.2019 - 14:37
Viðtal
Umhugað um kolefnisspor gosdósa
Innflutningur á bragðbættu vatni, gosdrykkjum og óáfengu öli hefur aukist mikið á síðustu tveimur árum. Stærstu drykkjarframleiðendurnir á Íslandi, Ölgerðin og CCEP, áður Vífilfell, fara ólíkar leiðir í innflutningi og framleiðslu.
25.09.2019 - 16:26
Kjólar sem skipta um lit og síkka eða styttast
Stafrænn fatnaður sem mælir hjartslátt og hjálpar blindum, og kjólar sem skipta um lit, voru meðal annars til umræðu ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri. Stafræn framleiðslutæki þróast hratt og mikilvægt er talið að bæta aðgengi ungs fólks að henni.
06.05.2019 - 11:35
Slippurinn á Akureyri í alþjóðlegu umhverfi
Verkefni fyrir erlend sjávarútvegsfyrirtæki verða sífellt stærri hluti af starfsemi Slippsins á Akureyri. Þar er nýhafið sjö hundruð milljóna króna verkefni fyrir norska skipasmíðastöð. Þá fjölgar íslenskum iðnfyrirtækjum í hópi viðskiptavina Slippsins.
15.02.2019 - 19:35
Vilja sitja fund Stakksbergs og bæjarstjórnar
Andstæðingar stóriðju í Helguvík vilja fá að sitja fund stjórnarformanns Stakksbergs ehf með bæjarstjórn Reykjanesbæjar á mánudag ef af honum verður. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði í gær beiðni Stakksbergs ehf, eiganda kísilversins í Helguvík, um að skipulags- og matslýsing yrði tekin til meðferðar.
14.10.2018 - 01:17
Hafna beiðni kísilverksmiðju
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði í gær beiðni Stakksbergs ehf., eiganda kísilversins í Helguvík, um að skipulags- og matslýsing verði tekin til meðferðar. Fyrirtækið óskaði einnig eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við matslýsinguna.
13.10.2018 - 09:27
Fyrstu íslensku ostrurnar á markað fljótlega
Fyrstu íslensku ostrurnar eru væntanlegar á markað á næstunni. Tilraunir sem hófust með ostrurækt á Húsavík fyrir fimm árum hafa nú borið þennan árangur. Ostrur frá Húsavík verða í aðalhlutverki á nýjum veitingastað í Reykjavík.
18.07.2018 - 19:03
Gjaldþrota en sagt góður fjárfestingarkostur
Gjaldþrot var það eina í stöðunni og síðasta verk United silicon var að greiða 56 starfsmönnum fyrirtækisins laun. Stærsti kröfuhafinn gerir sér vonir um að selja verksmiðjuna og telur söluverðmæti hennar ekki rýrna mikið við gjaldþrotið. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að herða þurfi ólina í rekstri bæjarins komi ekkert í staðinn fyrir United Silicon.
22.01.2018 - 18:36
„Slæmt að fagið detti upp fyrir“
Í Prentsmiðjunni Odda er nú verið að búa síðustu harðspjalda bækurnar til prentunar. Til stendur að hætta að prenta harðspjalda bækur í byrjun næsta árs og selja sérhæfðar vélar sem nýttar eru við framleiðsluna úr landi. Forlagið, sem lengi prentaði sínar bækur hjá Odda, samdi í ár við finnsku prentsmiðjuna Bookwell, það gera raunar flestir útgefendur á Íslandi í dag. Listin að binda harðspjalda bækur virðist því vera að deyja út hér á landi. 
10.11.2017 - 17:05
Þekking á smíði eikarbáta að glatast
Þekking á smíði og viðgerð eikarbáta er smám saman að glatast hér á landi. Skipasmiðir í Slippnum á Akureyri eru í hópi örfárra sem enn kunna þetta fag og viðgerð á stærsta eikarbát landsins vefst ekki fyrir þeim.
04.01.2017 - 07:22