Færslur: Iðnaðarhampur

Fagna breytingum á ávana- og fíkniefnalöggjöf
Samtök Iðnaðarins fagna þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpi um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni þar sem lagt er til að veitt sé heimild fyrir innflutningi á fræjum til ræktunar á iðnaðarhampi.
08.05.2021 - 23:12
Landinn
Dusta rykið af aðferðum til að nýta hamp
Í Hallormsstaðaskóla hafa nemendur sótt vinnustofu þar sem iðnaðarhampur er lykilhráefnið. „Þau eru búin að vera rannsaka nýtingarmöguleika hampsins, í ýmsum útgáfum,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. „Það er mikil vitundarvakning um hvað við getum ræktað hér á Íslandi og hvernig við ætlum að nýta það. Og rauði þráðurinn í náminu hjá okkur er sjálfbærnin.“
Myndskeið
Iðnaðarhampur vex og dafnar í Grímsnesi
Iðnaðarhampur vex nú á methraða í Grímsnesi á Suðurlandi, þar sem kjöraðstæður virðast vera til ræktunarinnar. Heilbrigðisráðherra heimilaði vor ræktun og innflutning iðnaðarhamps og ræktandinn telur að Íslendingar eigi eftir að taka plöntuna í sátt, enda sé hún til margra hluta nytsamleg.
06.09.2020 - 20:00