Færslur: iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Möguleg tækifæri í vindorkuframleiðslu í hafi
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar og iðnaðarráðherra, segir vindorkuframleiðslu í hafi umhverfis Ísland mögulega nýjan möguleika á nýtingu auðlinda hér við land. Miklar framfarir hafi orðið við að beisla vindorku. Ekki er þó sérstaklega litið til vindorku í hafi í nýrri orkuáætlun stjórnvalda.
Vill styðja eflingu vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hyggst láta vinna sérstakan Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti. Hún segir að nýting rafeldsneytis sé mikilvægur hluti þeirrar stefnu að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050.
Gagnrýna stefnuleysi við aflögn starfsemi NMÍ
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið getur ekki upplýst um gögn sem eru til grundvallar ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra, frá í febrúar um að hefja áform um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður. Gögnin séu ekki tilbúin.
Gæti orðið lífgjafi ferðaþjónustunnar
Lagt er til í nýju frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis að stofnaður verði Ferðaábyrgðasjóður sem endurgreiði fólki pakkaferðir sem féllu niður á tímabilinu mars til júní. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar frumvarpinu og segir að það gæti bjargað ferðaskrifstofum frá falli.
Þórdís Kolbrún leggur niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra, hefur ákveðið að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) niður um næstu áramót. Starfsmenn eru 81 talsins.