Færslur: Icesave

Tímamót
Þrettán ár frá ræðu Geirs og upphafi Icesave-deilunnar
Í dag eru þrettán ár frá því að Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland í lok ræðu um yfirvofanda erfiðleika vegna fjármálakreppunnar. Ísland. Nánast samtímis hófst hörð deila milli Íslendinga, Breta og Hollendinga sem kennd var við Icesave.
06.10.2021 - 21:55
Tímamót
Sigur fyrir lýðræðið og dagur til að gleðjast
Fimm ár eru í dag liðin frá því EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu. Þar með lauk áralangri milliríkjadeilu og samningaviðræðum Íslendinga við Breta og Hollendinga um innstæðutryggingar þeirra sem höfðu lagt fé sitt inn á Icesave-reikninga Landsbankans. Innanlands varð Icesave eitthvert hatrammasta deilumál sem klofið hefur þjóðina, eins og birtist meðal annars í að tvisvar gengu landsmenn til atkvæða um Icesave og felldu í bæði skiptin úr gildi lög frá Alþingi.
28.01.2018 - 14:11
Blés á óánægju með Icesave-dóminn
Icesave-deilan er stærsta málið sem EFTA-dómstóllinn hefur tekið fyrir. Niðurstaðan varð Íslandi í hag, þrátt fyrir mikinn pólitískan þrýsting frá Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu. Svisslendingurinn Carl Baudenbacher hefur verið forseti dómstólsins frá 2003 og telur stöðu hans síst veikari en Evrópudómstólsins, þrátt fyrir stærðarmuninn. Gæði dóma snúist ekki um stærð.
16.03.2016 - 14:46