Færslur: Icelandair

Icelandair sagt íhuga að ráða flugfreyjur utan FFÍ
Samningafundur flugfreyja og Icelandair hófst klukkan hálf níu hjá ríkissáttasemjara, en fundi sem áætlað var að halda í gær var frestað. Icelandair íhugar að ráða flugfreyjur sem standa fyrir utan Flugfreyjufélag Íslands, ef ekki nást samningar við stéttarfélagið.
Myndskeið
Úrslitastund hjá Icelandair á föstudag
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, segir að engir góðir valkostir séu varðandi stöðu flugfélagsins og gjaldþrot sé eitthvað sem menn verði að horfast í augu við að geti raunverulega gerst. Hann segir hluthafafundinn á föstudag vera úrslitastund. „Ég held að þetta sé krítískur tími.“
19.05.2020 - 20:43
Fundi Icelandair og flugfreyja lokið
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk núna um eitt leytið. Nýr fundur hefst klukkan fimm á morgun, að sögn Aðalsteins Leifssonar Ríkissáttasemjara. Fundur stóð í um ellefu tíma, frá því klukkan tvö í dag. 
19.05.2020 - 01:26
Viðtal
Staða Icelandair helsta óvissan í ferðaþjónustu
Helsta óvissan í ferðaþjónustu nú er staða Icelandair, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann hefur meiri áhyggjur af óvissu sem stafar af stöðu flugfélagsins en af þeirri óvissu sem ríkir um framkvæmd sýnatöku vegna COVID-19 á Keflavíkurflugvelli sem áætlað er að hefjist 15. júní.
Ákveða um framhald kjaraviðræðna í dag
Óformlegum vinnufundum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk að verða eitt í gærkvöld eftir fjórtán tíma fundadag. Samkvæmt Aðalsteini Leifssyni, ríkissáttasemjara, verður staðan metin í dag og ákvörðun tekin þá um framhaldið.
18.05.2020 - 06:42
Vinnufundum flugfreyja og Icelandair lokið
Óformlegum vinnufundum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú rétt fyrir eitt. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Aðalsteinn Leifsson, Ríkissáttasemjari, segir í samtali við fréttastofu að staðan verði metin á morgun og framhaldið þá ákveðið.
18.05.2020 - 01:12
Flugfreyjur og Icelandair funda enn
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sitja enn við samningaborðið hjá Ríkissáttasemjara. Fundur hefur staðið yfir síðan fyrir hádegi í dag.
17.05.2020 - 22:31
Atkvæðagreiðsla flugmanna um samning hafin
Flugmenn hjá Icelandair byrjuðu strax í gær að kjósa um nýjan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair sem undirritaður var snemma í gærmorgun. Þetta segir Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins. Hann segir gögn um samninginn hafa verið senda félögum í gær og að formlegur kynningarfundur verði á mánudag og viðbótarkynningar í vikunni.
16.05.2020 - 18:25
Gætu orðið nokkur flug á dag eftir 15. júní
Búast má við að Wizz Air verði það flugfélag sem fyrst byrjar að fljúga til Íslands fyrir utan Icelandair þegar landamærin verða opnuð. Þetta segir ritstjóri ferðavefsins Túrista sem á von á tveimur til fjórum vélum hingað á dag seinnihluta júní. Hann telur að um næstu mánaðamót verði fleiri komnir með kjark til að ferðast.
Framlengja samning um lágmarks flugsamgöngur
Íslensk stjórnvöld hafa hafa framlengt samningi við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til Evrópu og Bandaríkjanna til 27. júní. Samningurinn var gerður vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt honum verða 36 flugferðir á vegum Icelandair á tímabilinu; til Boston, Lundúna og Stokkhólms.
Icelandair og flugmenn gera samning til fimm ára
Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2025. „Samningurinn er í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að auka vinnuframlag og sveigjanleika verulega, segir í tilkynningu frá félaginu. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir þetta tímamótasamning.
15.05.2020 - 09:43
 · Innlent · Icelandair · kjaramál
Viðtal
Segir framgöngu Boga lítilsvirðingu við samninganefnd
Alþýðusambandið kom athugasemdum á framfæri við ríkissáttasemjara og Samtök atvinnulífsins í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, setti sig milliliðalaust í samband við félaga í Flugfreyjufélagi Íslands eftir að samninganefnd hafnaði tilboði Icelandair. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir þetta lítilsvirðingu við samninganefnd, stjórn félagsmenn og félagsmenn.
14.05.2020 - 15:48
Spegillinn
Nær ekki fyrri tekjum fyrr en 2024
Samkvæmt verðmati Capacent á Icelandair á félagið ekki eftir að ná sömu tekjum og það var með 2019 fyrr en 2024. Niðurstaða kjarasamninga skipti miklu máli fyrir framtíð félagsins og virði þess.
14.05.2020 - 10:30
 · Innlent · Icelandair · capacent · kjaramál
Bogi biðlar til flugfreyja að skoða samninginn
„Icelandair Group rær nú lífróður og höfum við því miður neyðst til þess að segja upp stórum hluta starfsfólks okkar. Við vinnum nú í kapphlaupi við tímann að því að tryggja framtíð félagsins til lengri tíma og störf okkar allra,“ segir í tölvupósti sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi félagsmönnum í Flugfreyjufélagi Íslands í dag. Hann segir mikið áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í samningaviðræðum flugfélagsins við FFÍ.
13.05.2020 - 19:14
Myndskeið
Stóra málið að byggja upp nýtt flugfélag ef illa fer
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist engar áhyggjur hafa af því að ekki verði hægt að tryggja flugsamgöngur til landsins til skamms tíma ef björgunarleiðangur Icelandair gengur ekki eftir. Stóra verkefnið verði þá hins vegar að byggja upp nýtt flugfélag sem sinni flugi á Norður-Atlantshafi með Keflavíkurflugvöll sem tengiflugvöll. Hann segir margar sviðsmyndir koma til greina og lýsir vonum um að þær yrðu bornar upp af þeim sem kæmu með fé úr einkageiranum til slíks verks.
Viðtal
„Samningarnir sem þeir bjóða okkur eru fáránlegir“
Þórunn Elva Þorgeirsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að flugfélagið sýni flugfreyjum vanvirðingu og að tilboði félagsins verði aldrei tekið. Icelandair nýti sér farsóttina til að setja fram léleg tilboð sem hafi lítið breyst í tæp tvö ár.
13.05.2020 - 13:54
Samningafundi flugfreyja og Icelandair slitið
Samningafundi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var slitið nú rétt í þessu. Hann stóð í rétt rúma klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur enginn nýr fundur verið boðaður.
13.05.2020 - 12:34
Myndskeið
Flugfreyjur mynda hjarta til stuðnings samninganefndar
Hópur flugfreyja hefur safnast saman fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara til að styðja við samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands sem nú situr á fundi með Icelandair hjá Ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst að nýju klukkan ellefu en honum var frestað klukkan hálf tvö í nótt eftir að hafa staðið yfir í rúmar fimm klukkustundir. Flugfreyjurnar tóku á móti Guðlaugu Líney Jóhannsdóttur, starfandi formanni flugfreyjufélagsins, með dynjandi lófataki þegar hún mætti til fundarins.
13.05.2020 - 11:09
Viðtal
Gefur von um að einhverjir ferðamenn sjáist hér í sumar
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna bjartsýni ríkja um það að einhverjir erlendir ferðamenn komi hingað til lands í sumar. Nýjasta útspil stjórnvalda að opna landamærin með takmörkunum í síðasta lagi 15. júní gefi von um betri tíð.
Flugfreyjur funda áfram með Icelandair í dag
Kjaraviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair halda áfram hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag, en tæplega sex klukkustunda löngum fundi var frestað laust fyrir klukkan hálftvö í nótt. Ekki náðist í samningsaðila að loknum fundarhöldum í nótt, en fyrir þann fund var ljóst að mikið bar í milli.
13.05.2020 - 06:35
Hlé gert á fundi Icelandair og flugfreyja
Hlé var gert á fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hjá ríkissáttasemjara laust fyrir klukkan hálf tvö í nótt. Fundurinn hafði staðið síðan klukkan átta í gærkvöld, í um fimm og hálfan tíma.
Viðtal
Segir að kjararýrnun samkvæmt tilboði sé ekki 40%
Kjararýrnunin hjá flugfreyjum er ekki 40 prósent samkvæmt tilboði Icelandair, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Boga Nils Bogasonar. Hann segir að verið sé að óska eftir breytingum á samningunum þannig að vinnuframlag verði meira og að launin verði líkari því sem gerist hjá flugfélögum sem Icelandair beri sig saman við og þá eigi hann ekki við lággjaldaflugfélög.
12.05.2020 - 19:55
Flugfreyjur telja tilboð fela í sér 40% kjaraskerðingu
Stjórnendur Icelandair hafa gert Flugfreyjufélagi Íslands tilboð sem felur í sér allt að 40 prósenta kjaraskerðingu, að mati Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins.
11.05.2020 - 19:59
Flugfreyjufélagið fundar um tilboð frá Icelandair
Icelandair sendi í gær tilboð til Flugfreyjufélags Íslands sem fyrirtækið leggur til að verði borið milliliðalaust undir alla félagsmenn í kosningu.
11.05.2020 - 16:18
Fréttaskýring
„Vanir því að fá vandamál í andlitið á 80% hljóðhraða“
Flugmenn hjá Icelandair bjóðast til að taka á sig tuttugu og fimm prósenta skerðingu á launum og réttindum til þess að hjálpa félaginu í gegnum efnahagsþrengingar. Forstjórinn segir í bréfi til starfsfólks að það sé helsta hindrunin fyrir því að bjarga Icelandair. Flugfreyjur reiddust við bréfið og ætla ekki að taka á sig launalækkun. Flugvirkjar sömdu í dag.