Færslur: Icelandair

Segir að Ballarin vilji ekki tjalda til einnar nætur
Michelle Ballarin skráði sig fyrir allt að sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði Icelandair sem lauk í dag. Talsmaður hennar segir að hún vilji hafa áhrif á rekstur félagsins og ætli sér ekki að tjalda til einnar nætur. Þátttaka lífeyrissjóða í útboðinu var góð.
17.09.2020 - 19:25
Hlutafjárútboði lokið - Ballarin sögð stefna á 25% hlut
Hlutafjárútboði Icelandair lauk klukkan fjögur í dag. Stefnt var að því að safna allt að 23 milljörðum í útboðinu. Icelandair hefur þegar samið við Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á hlutabréfum fyrir sex milljarða sem eru háð þeim skilyrðum að félagið nái að safna 14 milljörðum í útboðinu.
17.09.2020 - 16:30
Ballarin á landinu í vikunni vegna hlutafjárútboðsins
Michele Ballarin, fjárfestir og stjornarformaður US Aerospace Associates LLC, var á landinu í vikunni vegna mögulegrar þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair. Gunnar Steinn Páls­son, talsmaður Ballarin á Íslandi, staðfestir við fréttastofu að hafa hitt hana þegar hún átti í raun að vera í sóttkví.
17.09.2020 - 13:38
Erfitt að krefja ASÍ um samstöðu eftir „grófa aðför“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Icelandair þurfa að gangast við mistökum sínum og biðja launafólk allt afsökunar á framkomu sinni í stað þess „að reyna að skapa nýja ásýnd félagsins í miðju hlutafjárútboði til að tæla til sín eftirlaunasjóði vinnandi fólks“. Þetta kemur fram í aðsendri grein hennar í Morgunblaðinu í morgun.
15.09.2020 - 07:13
Kastljós
Draga á lánalínu ef staðan batnar ekki næsta sumar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist ekki eiga von á því að fé fyrirtækisins klárist og að það þurfi að fara aftur í hlutafjárútboð á næstunni. „Alls ekki,“ svaraði hann aðspurður í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að starfsemi fyrirtækisins og greiðslur til lánardrottna tækju mið af áætlunum um minna flug næstu misseri. Hann sagði að ástæða þess að stærsti hluthafi Icelandair virðist ekki ætla að taka þátt í útboðinu væri skortur á lausafé frekar en skortur á tiltrú á fyrirtækinu.
14.09.2020 - 20:22
Myndskeið
Virði hluta vanáætlað en óvissan samt „gríðarleg“
Eigið fé Icelandair hefur minnkað um sem nemur 50 milljörðum króna frá áramótum. Greiningarfyrirtæki telur virði hluta í félaginu tvöfalt hærra en útboðsgengið, en óvissan sé mikil. Mikil hagræðing hafi náðst með nýjum kjarasamningum, en samkeppni geti gert félaginu erfitt fyrir að ná þeim tekjum sem það stefnir að.
Hluthafar í Icelandair Group samþykktu hlutafjárútboð
Hluthafafundur Icelandair Group á Hótel Nordica samþykkti hlutafjárútboð félagsins á fimmta tímanum í dag. Það hefst í næstu viku.
Viðtal
Hlutafjáreign áhættusamari en ríkisábyrgð lánalínu
Birgir Ármannson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það væri mun meiri áhætta fyrir ríkið að eignast hlutafé í Icelandair en að veita ríkisábyrgð á lánalínu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður Pírata, telur að gengið sé út frá því að lífeyrissjóðir taki áhættu og fjárfesti ríkulega í félaginu. Rætt var við þau í Kastljósi í kvöld.
08.09.2020 - 20:59
Icelandair fær aðild að bókunarkerfi easyJet
Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet um aðild að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. Bókunarþjónustan tengir saman yfir fimm þúsund flugleiðir víða um heim með neti 17 samstarfsflugfélaga.
08.09.2020 - 16:08
Segir djarft skref að fjárfesta í flugfélagi
Gylfi Magnússon prófessor og forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, segir að gríðarleg áhætta sé fólgin í fjárfestingu i flugfélagi um þessar mundir og að það yrði erfitt skref fyrir lífeyrissjóðina að leggja fram verulegt fjármagn. Slík fjárfesting krefjist aðila sem hafi meira tapsþol og betri tengingu við fluggeirann. Slíkur aðili sé ekki til á Íslandi og jafnvel ekki erlendis þessa stundina.
07.09.2020 - 20:32
Icelandair aflýsir 73% ferða – erlendu félögin sárafáum
Icelandair hefur fellt niður þrjár af hverjum fjórum ferðum á áætlun sinni í september. Á sama tíma hafa erlend flugfélög fellt niður fjögur prósent Íslandsferða sinna og flogið þrefalt meira til og frá Íslandi en Icelandair. Forstjóri Icelandair segir félagið ekki hafa efni á að fljúga hálftómum vélum og tapa á ferðunum.
07.09.2020 - 18:17
Segir ríkisstjórnina ekki ganga hreint til verks
Alþingi samþykkti í gærkvöld þrjú frumvörp sem öll sneru að því að veita Icelandair ríkisábyrgð. Formaður Viðreisnar segir ábyrgðina geta falið í sér áhættu fyrir lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin hafi ekki gengið hreint til verka við veitingu ríkisábyrgðarinnar.
05.09.2020 - 12:39
Vildi frekar opna landamærin en veita ríkisábyrgð
Enginn einhugur var á Alþingi þegar samþykkt var með 38 atkvæðum að veita 90 prósenta ríkisábyrgð á 16 milljarða lánalínu til Icelandair. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var eini stjórnarliðinn sem greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Húnsagði aðgerðir stjórnvalda á landamærunum vegna COVID-19 hafa kippt fótununum undan rekstri Icelandair. Þingmenn Pírata voru einnig á móti en þingmenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og allir hjá Viðreisn nema einn sátu hjá.
Alþingi samþykkti ríkisábyrgð fyrir Icelandair
Alþingi samþykkti í kvöld þrjú frumvörp sem öll sneru að því að veita Icelandair ríkisábyrgð. Fjáraukalög voru samþykkt um að ríkið gæti veitt ábyrgðina. Lög um ríkisábyrgð til að veitu undanþáguna voru samþykkt og sömuleiðis lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða til að tryggja að þeir geti tekið fullan þátt í hlutabréfaútboði Icelandair.
04.09.2020 - 20:56
Viðtal
Tekist á um ríkisábyrgð - Telur tapið ríkisvætt
Þingfundur stendur yfir á Alþingi þar sem frumvarp fjármálaráðherra um 15 milljarða ríkistryggða lánalínu til Icelandair er til umfjöllunar. Búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram á kvöldið. Málið er umdeilt. Vonir standa til þess að hægt verði að afgreiða það síðar í kvöld og ljúka þessu síð-sumarsþingi.
04.09.2020 - 19:55
Setja spurningamerki við ríkisábyrgðina til Icelandair
Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Leví Gunnarsson og Inga Sæland skiluðu öll hver sínu séráliti við frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair. Ágúst Ólafur telur ljóst að veðin fyrir hina ríkistryggða láni séu ekki næg, Björn Leví segir að með ríkisábyrgð sé verið að hafa áhrif á samkeppnisumhverfið og Inga Sæland segist ekki geta stutt frumvarp sem leggi til svona opna heimild til stuðnings við einkarekið fyrirtæki á samkeppnismarkaði.
Ábyrgðin verði skilyrt við flugrekstur Icelandair
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að frumvörp um veitingu ríkisábyrgðar til Icelandair að upphæð 120 milljónir Bandaríkjadollara verði samþykkt og hún skilyrt þannig að fjármununum verði eingöngu varið til að standa skil á almennum rekstrarkostnaði sem tengist flugrekstri Icelandair Group. Ekki megi heldur nýta þá til fjármögnunar á rekstri eða ráðstafa því til dótturfélaga sem ekki eru í starfsemi hér á landi. Þá yrði Icelandair gert að styrkja fjárhag sinn með útboði.
04.09.2020 - 13:57
„Forseti les ekki hugsanir manna“
Þingmenn Pírata sökuðu forseta Alþingis um að reyna að lauma frumvarpi efnahags- og viðskiptanefndar sem heimilar lífeyrissjóðum að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair á dagskrá án þess að kynna það fyrst fyrir formönnum þingflokka. Forseti Alþingis sagðist ekki sitja undir ómaklegum ummælum sem ekki byggðu á traustum grunni. „Forseti les ekki hugsanir manna sem eru fjarstaddir á fundi.“
03.09.2020 - 22:51
Aflýsa fjölda flugferða til og frá landinu
Stórum hluta flugferða sem fyrirhugaðar voru til og frá landinu í dag og á morgun hefur verið aflýst. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að nú vinni félagið að því að laga framboð að eftirspurn.
02.09.2020 - 08:28
Bankarnir kaupa í Icelandair fyrir allt að 6 milljarða
Icelandair Group hefur náð samkomulagi við Íslandsbanka og Landsbankann um sölutryggingu væntanlegs hlutafjárútboðs félagsins. Samkvæmt samkomulaginu munu bankarnir kaupa nýtt hlutafé að upphæð allt að sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis.
01.09.2020 - 17:51
Ríkisábyrgðin verði skilyrt við flugrekstur Icelandair
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að stjórnvöld tryggi að áformuð ríkisaðstoð við Icelandair afmarkist eingöngu við flugrekstur félagsins, áætlunarflug til og frá landinu. Þá þurfi að meta aðstoðina á keppinauta flugfélagsins og taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim.
01.09.2020 - 10:29
Play vill frekari skilyrði fyrir ríkisábyrgð Icelandair
Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins Play, segir að áhættan fyrir ríkissjóð sem felist í ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé veruleg. Ekki séu lögð fram nein raunveruleg veð til tryggingar af hálfu félagsins og því miklar líkur á að skuldir félagsins endi á ríkissjóði komi til ádráttar á lánalínurnar.
31.08.2020 - 12:49
Ófagleg vinnubrögð og skortur á upplýsingum
Fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd segir vinnubrögðin í tengslum við fjármálastefnu og ríkisábyrgðir eins og í kennslustund þar sem enginn hefur lesið heima. Upplýsingaflæði sé verulega ábótavant og allt unnið á síðustu stundu. Mörgum spurningum um ríkisábyrgð til Icelandair sé enn ósvarað.
31.08.2020 - 12:33
Vill að Alþingi krefjist uppskiptingar Icelandair Group
Ferðaskrifstofan Atlantik gagnrýnir að ríkisstjórnin vilji veita fyrirtækjasamstæðunni Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánum, en ekki bara flugfélaginu Icelandair. Innan samstæðunnar starfa mörg fyrirtæki í samkeppnisrekstri á Íslandi.
31.08.2020 - 09:18
Keppinautar Icelandair ekki beðnir álits á lánalínu
Keppinautar Icelandair Group eru ekki meðal þeirra sem beðnir eru um álit á lánalínunni sem stjórnvöld ætla að veita fyrirtækinu ríkisábyrgð á, en málið er nú til meðferðar hjá þinginu.