Færslur: Iceland Airwaves

Útvarpsfrétt
Iceland Airwaves snýr aftur eftir 2ja ára covid-hlé
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur í haust eftir tveggja ára hlé. Í dag var tilkynnt um fjórtán tónlistarmenn og hljómsveitir sem spila á hátíðinni. Viðburðarstjóri segir Iceland Airwaves skipta miklu máli fyrir tónlistarmenn.
23.03.2022 - 17:45
Arlo Parks og Amyl & the Sniffers á Airwaves 2022
Tónlistarhátíðin Iceland Airwawes verður um alla miðborg Reykjavíkur 3.-5. nóvember. Meðal tónlistarmanna sem troða upp á hátíðinni í ár eru Arlo Parks, Amyl & the Sniffers, HAM og Crack Cloud. 
23.03.2022 - 10:52
Áhorfendur snúa aftur á Live from Reykjavik hátíðina
Live From Reykjavík hátíðin fer fram í annað sinn í ár. Þá verður tónleikum á fjórum tónleikastöðum í Reykjavík streymt út um allan heim en áhorfendur geta einnig mætt á tónleikana.
21.10.2021 - 15:02
„Tveir mánuðir í hátíð og við erum fallin á tíma“
„Hundrað og þrjátíu hljómsveitir voru bókaðar á Iceland Airwaves hátíðina sem vera átti í byrjun nóvember. Skipuleggjendur segja að reynt hafi verið að fá yfirvöld til að innleiða skyndipróf líkt og gert er víða annars staðar. Hátíðin skapar viðskipti fyrir einn milljarð á hverju ári. “
03.09.2021 - 13:07
Iceland Airwaves frestað til næsta árs
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer ekki fram á þessu ári og hefur verið frestað fram í nóvember á næsta ári. Hátíðin fór heldur ekki fram í fyrra. Í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar segir að þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi hamli tónleikahaldi og að Airwaves-teymið sé „eyðilagt“ yfir því að færa þurfi hátíðina um eitt ár í viðbót.
02.09.2021 - 10:13
Til marks um kraftinn og liðsandann í tónlistarsenunni
„Live from Reykjavík hefur sett viðmiðið hátt þegar kemur að því hvað tónlistarhátíð í streymi getur áorkað, og varpar ljósi á bæði þekkt nöfn og upprennandi bönd,“ segir í ítarlegri umfjöllun breska tónlistartímaritsins NME um tónlistarprógrammið sem sett var upp um helgina í staðinn fyrir Iceland Airwaves.
17.11.2020 - 16:06
Mynd með færslu
Í BEINNI
Airwaves-tónleikar 2020
Tónlistarhátíðin Iceland Aiwaves er ekki haldin með hefðbundnu sniði í ár vegna samkomutakmarkana en í staðinn verður tónleikum með helstu hljómsveitum landsins streymt heim í stofu föstudags- og laugardagskvöld frá 19:30.
13.11.2020 - 19:12
Viðtal
„Mjög gott fyrir sálina að telja í og spila“
Þetta er gott fyrir sálina - að telja í og spila, segja liðsmenn hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem tóku upp tónleika í dag fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Þeim verður svo streymt í nóvember þegar hátíðin fer fram.
15.10.2020 - 21:57
Iceland Airwaves frestað um ár
Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem halda átti dagana 4.-7. nóvember verður frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir listamenn sem höfðu boðað komu sína í ár munu verða á dagskrá á næsta ári og að auki muni 25 listamenn bætast í hópinn.
26.08.2020 - 10:38
Óvíst hvort að Iceland Airwaves fari fram
Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fari fram í haust eður ei. Ef fjöldatakmarkanir verða áfram þær sömu og þær eru nú þarf að endurhugsa framkvæmd hátíðarinnar verulega, að sögn aðstandenda.
10.08.2020 - 15:08
Björk frestar tónleikum
Á Facebook-síðu Bjarkar kemur fram að fresta þurfi að minnsta kosti sumum af tónleikum hennar, Björk Orkestral, sem auglýstir höfðu verið í Hörpu 9., 15., 23., og 29. ágúst næstkomandi.
01.08.2020 - 09:45
Fyrsta hollið á Iceland Airwaves 2020 kynnt
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram 4. - 7. nóvember í ár. Meðal erlendra listamanna sem koma fram á hátíðinni eru Courtney Barnett, Black Pumas og Metronomy auk þess sem Benni Hemm Hemm snýr aftur á hátíðina eftir langt hlé.
13.02.2020 - 10:00
Bríet Í Listasafninu og Soccer Mommy í Gamla bíó
Í Konsert í kvöld heyrum við í tveimur ungum konum á Airwaves. Fyrst Bríeti á Airwaves núna í ár í Listasafninu, og svo Soccer Mommy frá Nashville í fyrra í Gamla bíó.
28.11.2019 - 10:12
Lestin
Sykur og svanasöngur Grísalappalísu stóðu upp úr
21. Iceland Airwaves hátíðin var keyrð í gang síðasta miðvikudagskvöld og fréttaritari Menningarvefsins er búinn að vera á miklu fútti milli hinna ýmsu bara, listasafna og tónleikasala undanfarna daga.
epa05221644 Of Monsters and Men from Iceland performs on stage at the sixth edition of the Lollapalooza Festival 2016, in Santiago, Chile, on 19 March 2016. Some of the international groups are Florence + The Machine, Eminem, Noel Gallagher, Eagles of Death Metal.  EPA/Mario Ruiz
Bein útsending frá Iceland Airwaves
Bein útsending frá hátindi dagskrár Iceland Aiwaves hátíðarinnar í ár. Fram koma Daði Freyr, Agent Fresco, CHAI, Vök og Of Monsters And Men í Valsheimilinu við Hlíðarenda.
09.11.2019 - 19:00
Laugardagslög Iceland Airwaves
Tónlistar hátíðin Iceland Airwaves er búin að vera í fullum gangi síðan á miðvikudag. Rúv núll tók saman lagalista yfir þá helstu sem koma fram í dag á þessum síðasta degi Airwaves.
09.11.2019 - 10:05
Myndir
Hjaltalín og Guðni Th. setja Airwaves á Grund
Iceland Airwaves var sett í morgun á hjúkrunarheimilinu Grund af forseta Íslands eins og hefð hefur verið fyrir síðustu ár. Hljómsveitin Hjaltalín lék nokkur vel valin lög fyrir dansi og Ísleifur Þórhallsson framkvæmdastjóri flutti stutta tölu.
06.11.2019 - 13:09
Viðtal
Airwaves: Halda í töfrana og rúlla á núllinu
„Þetta er ótrúlegur dagur þegar Airwaves fer af stað,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu Live. „Ég er búinn að halda tónleika í 25 ár, og hef flutt inn Ed Sheeran og Justin Timberlake. En það er eitthvað við Airwaves. Hátíðin er ekki byrjuð en þú ferð niður í bæ og þú skynjar strax stemninguna.“
06.11.2019 - 11:30
Viðtal
„Ekkert sérstakt að Kanye West sé hrifinn“
Listamannanafnið Velvet Negroni varð til á dýrum kokteilabar í Texas. Maðurinn á bak við nafnið, Jeremy Nutzman, kemur fram á Iceland Airwaves í ár en margir af stærstu listamönnum í bransanum hafa ausið lofi yfir hann í gegnum tíðina. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn á Airwaves hátíðinni sem hefst á morgun.
05.11.2019 - 15:54
Of Monsters and Men í beinni útsendingu á Rás2
Rás 2 verður með beinar útsendingar á meðan á Iceland Airwaves stendur.
05.11.2019 - 13:10
Viðtal
Framtíðin er kvenkyns
Kiran Ghandi eða Madame Ghandi eins og hún kallar sig er tónlistarkona, aðgerðasinni og virkur þátttakandi í fjórðu bylgju femínismans. Hún kemur fram á Iceland Airwaves í vikunni og hefur einsett sér að koma íslenskum tónlistarkonum þar á framfæri.
04.11.2019 - 16:34
Átta erlend á Airwaves sem alla ættu að kæta
Iceland Airwaves hefst á miðvikudaginn í næstu viku en hátíðin fagnar tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Meira en 150 hljómsveitir koma fram yfir fjóra daga, en hér eru átta erlend atriði sem Menningarvefur RÚV telur vert að bera sig eftir.
Myndband
Trommararnir alltaf seinir á næsta gigg
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst í næstu viku. Af því tilefni fengum við til okkar þrjá þungavigtar trommara til að tala um öll ævintýrin sem þau hafa lent í á hátíðinni í gegnum árin.
01.11.2019 - 14:57
Hirðingjalíferni kvíðins pönkara
Brett Newski hefur troðið upp útum allan heim og kemur nú fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem er haldin 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn á hátíðinni og í dag er það bandarískur tónlistarhirðingi.
01.11.2019 - 13:29
Berjast gegn japönskum fegurðarstöðlum
Japanska stúlknasveitin CHAI er að brjóta blað í japanskri menningu. Þær koma fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem er haldin 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn hátíðarinnar og í dag verða þessar ungu japönsku stelpur teknar fyrir.
28.10.2019 - 15:38