Færslur: íbúðarkaup

Sjónvarpsfrétt
Um 450 lóðir í boði í Reykjavík á þessu ári
Færri lóðir verða boðnar út í Reykjavík á þessu ári heldur en undanfarin ár. Engar íbúðalóðir eru í boði á Seltjarnarnesi þar sem byggingarland er uppurið. Ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu eru að taka á sig mynd og byggð að þéttast.
Sjónvarpsfrétt
Ekki lengur hægt að veðsetja upp í rjáfur
Möguleikar á að taka há íbúðarlán minnka því Seðlabankinn hefur lækkað veðsetningarhlutfall fasteignalána. Ástæðan er aukin skuldsetning heimila. Þeir geta nú aðeins fengið fasteignalán sem nemur 80 prósentum af kaupverði íbúðarinnar en ekki 85 prósentum, samkvæmt ákvörðun Fjármálastöðugleikanefndar. Þau sem kaupa fyrstu sína íbúð geta þó áfram veðsett íbúðina sem nemur 90 prósentum af fasteignamati. 
Myndskeið
58 lóðir í Þorlákshöfn fóru á tveimur dögum
Umframeftirspurn er eftir lóðum í Þorlákshöfn. 58 lóðir sem auglýstar voru fóru á aðeins tveimur dögum. Bæjarstjórinn segir að draga þurfi um lóðir og því sitji einhverjir eftir með sárt ennið.
Mun fleiri íbúðir seljast á meira en ásettu verði
Hækkun íbúðaverðs á tólf mánaða tímabili hefur ekki verið meiri síðan í febrúar 2018, að því er kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þá kemur einnig fram að vaxtalækkanir hafi aukið eftirspurn og þannig þrýst verðinu upp. Mun fleiri íbúðir hafi í fyrra selst yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu hafi það hlutfallið hækkað 8% árið 2019 í 22% undir lok síðasta árs. „Svona hátt hlutfall íbúða hefur ekki selst yfir ásettu verði síðan 2017,“ segir í Hagsjánni
22.01.2021 - 11:21
Skortur á lóðum og lágir vextir hækka fasteignaverð
Páll Pálsson fasteignasali segir mjög hátt verð á lóðum og takmarkað framboð nýrra íbúða vera meðal þess sem veldur því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögulega lágir vextir hafi einnig áhrif á verðið.
Myndskeið
Hlutdeildarlán - fáar íbúðir virðast í boði
Hámarksverð nýrra íbúða í reglugerðardrögum um hlutdeildarlán er svo lágt að erfitt er að finna fasteignir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla skilyrðin. Tekjulágir geta sótt um hagstæð hlutdeildarlán um mánaðamótin. Þau eru hluti af lífskjarasamningunum. 
Meðalsölutími íbúða styttist ört
Auglýstum íbúðum á fasteignamarkaði hefur fækkað um 18 prósent frá seinni hluta júní. Þinglýstum kaupsamningum í júlímánuði fjölgaði um fimmtung frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag.
Mesta hækkun á fasteignamarkaði í þrjú ár
Mikil virkni hefur verið á fasteignamarkaði í sumar. Mesta hækkun íbúðaverðs í þrjú ár mældist á höfuðborgarsvæðinu og hrein útlán viðskiptabankanna hafa stóraukist á undanförnum mánuðum.
Jafnar greiðslur eða jafnar afborganir?
Það er stór ákvörðun að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Til lengri tíma þá getur það verið ódýrara en að leigja en um er að ræða stóra fjárfestingu og þá er margt sem þarf að hafa í huga.
28.11.2019 - 15:02
Stærsta fjárfesting ævinnar að kaupa fasteign
Það er stór ákvörðun að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Til lengri tíma þá getur það verið ódýrara en að leigja og íbúðarkaup eru líklegast stærsta fjárfesting ævinnar.
21.11.2019 - 16:48
64 prósent nýrra íbúða í miðborginni óseld
Tæpir tveir þriðju nýrra íbúða í miðborginni er óseldur, eða um 330 af 519 íbúðum. Það eru um 64 prósent af framboðinu. Fjárfestar hafa endurmetið stöðuna og og gera ráð fyrir mögulegum hverfandi hagnaði vegna dræmrar sölu.
27.06.2019 - 07:20
Erfði íbúð en fær afslátt af stimpilgjaldi
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íbúðareigandi, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu neitaði um helmingsafslátt af stimpilgjöldum, hafi átt rétt á afslættinum.
21.06.2019 - 21:04
84% íbúða seldust undir ásettu verði
Alls seldust 84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði í apríl og einungis 10% íbúða seldist yfir ásettu verði. Verð minni íbúða hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum.
Hvernig eignast maður íbúð?
Það er líklegast draumur flestra að eignast á endanum íbúð, eða bara húsnæði yfir höfuð. Það eru hins vegar ekki allir sem að gera sér grein fyrir því ferli sem að fylgir því og fæstir vita við hverju þeir eiga að búast.
29.05.2018 - 14:44