Færslur: Íbúðalánasjóður

Segja Heimavelli hafa staðið við skilyrði kaupsamnings
Íbúðalánasjóður segir að Heimavellir stóðu við skilyrði um útleigu við kaup á íbúðum af sjóðnum á Akranesi 2015. Sala leigufélagsins á íbúðum á Akranesi um miðjan janúar brjóti því ekki í bága við kaupsamninginn 2015.
Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni
Leigjendur virðast finna til meira öryggis í húsnæðismálum en áður, samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var á Húsnæðisþingi í morgun. Raunverð íbúða hefur aldrei verið hærra og gæti hækkað enn meira að mati yfirhagfræðings hjá Íbúðalánasjóði.
27.11.2019 - 13:02
Vill styrkja húsnæðismarkaðinn úti á landi
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst ráðast í aðgerðir til þess að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Hann telji að aðgerðir af hálfu stjórnvalda þurfi til svo hægt sé að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hefur í húsbyggingum á landsbyggðinni. Víða hafi ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi.
Jafnvægi á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Íbúðamarkaður á höfuðborgarsvæðinu er í jafnvægi samkvæmt tilkynningu frá Íbúðalánasjóði sem byggð er á tölum Þjóðskrár Íslands. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að tölurnar gefi til kynna að ákveðið jafnvægi sé komið á fasteignamarkaðinn.
84% íbúða seldust undir ásettu verði
Alls seldust 84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði í apríl og einungis 10% íbúða seldist yfir ásettu verði. Verð minni íbúða hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum.
Nýjar tegundir lána fyrir tekjulága
Starfshópur félagsmálaráðherra um lækkun þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað kynnti tillögur sínar í morgun. Meðal þess sem hópurinn leggur til er að ríkið veiti svokölluð eiginfjárlán til tekjulágra. Ekki þarf að greiða af þeim fyrr en íbúð er seld á ný.
05.04.2019 - 11:49
Óverðtryggðum íbúðalánum snarfjölgar
Heimilin kusu miklu frekar að fjármagna íbúðakaup með óverðtryggðu láni en verðtryggðu í október. Ný óverðtryggð íbúðalán jukust um meira en tvo og hálfan milljarð milli septembers og óktóbers. Á sama tíma snarminnkuðu þau verðtryggðu, samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Óverðtryggð íbúðalán hafa ekki verið meiri á einum mánuði það sem af er ári. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að meiri verðbólguvæntingar heimilanna kunni að skýra þessa þróun.
Nýjar íbúðir þriðjungi dýrari en gamlar
Söluverð nýrra íbúða í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins var 51 milljón króna að meðaltali að því er fram kemur í nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs á markaði með nýjar íbúðir. Söluverð eldri íbúða var 46 milljónir á sama tíma. Á landinu öllu var 14% íbúðaviðskipta á almennum markaði vegna nýbygginga. Það var 3% 2010 og 18% 2007.
21.09.2018 - 09:24
Íbúðir ekki hækkað jafn lítið í verði í sjö ár
Íbúðaverð hefur ekki hækkað jafn lítið á einu ári í sjö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Íbúðaverð hefur hækkað um 4,1 prósent á undanförnum 12 mánuðum.
18.09.2018 - 18:35
Íbúðarkaupin voru strembin, segir kaupandi
„Þetta tók lengri tíma en ég bjóst við og var strembið,“ segir 26 ára kona sem var að kaupa íbúð í fyrsta sinn. Kaupendur fyrstu íbúðar voru 900 á öðrum fjórðungi ársins og hafa ekki verið fleiri síðan Þjóðskrá byrjaði að mæla fyrir tíu árum. Þeir voru um 27% kaupenda íbúða að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
09.08.2018 - 21:55
ÍLS skoðar Heimavelli eftir skráningu á markað
Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við útlán Íbúðalánasjóðs til óhagnaðardrifinna leigufélaga vegna þess að þau hafi í raun verið rekin í hagnaðarskyni. Aðstoðarforstjóri sjóðsins vill að reglum um lánin verði breytt og hefur beðið ráðherra að endurskoða þær. Félagið Heimavellir eru til sérstakrar skoðunar hjá sjóðnum eftir skráningu þess á markað.
07.06.2018 - 18:50