Færslur: Íbúðalánasjóður

Segir lánaskilmála stangast á við lög um neytendalán
Lögmaður hjóna sem höfðuðu mál á hendur Íbúðalánasjóði segir að dómur Hæstaréttar í dag staðfesti að lánaskilmálar sjóðsins hafi stangast á við lög um neytendalán.
Enn er uppgreiðslugjald lána dæmt ólögmætt
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu hjóna um að ÍL-sjóður, sem áður hét Íbúðalánasjóður, endurgreiddi þeim rúmlega 2,7 milljónir króna, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Dómurinn er vegna ólöglegs gjalds sem Íbúðalánasjóður innheimti við uppgreiðslu íbúðaláns hjónanna í desember 2019.
Vill eyða óvissu um uppgreiðslugjöld sem fyrst
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikilvægt fyrir bæði lántakendur og ríkissjóð að eyða sem fyrst þeirri óvissu sem ríkir um lögmæti uppgreiðslugjalda Íbúðalánasjóðs. Þess vegna hafi stjórnvöld ákveðið að reyna að skjóta málinu fram hjá Landsrétti og beint til Hæstaréttar.
11.12.2020 - 18:44
Niðurstaða um uppgreiðslugjald mögulega á næsta ári
Endanleg niðurstaða um lögmæti uppgreiðslugjalds Íbúðalánasjóðs gæti legið fyrir á fyrri hluta næsta árs, ef málinu verður áfrýjað beint í Hæstaréttar, eins og fjármálaráðherra vill, segir lögmaðurinn sem sótti málið. Annars þyrfti að bíða í tvö til þrjú ár. 
Segir eðlilegt að láta reyna á dóminn
Ríkið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæti uppgreiðslugjalda Íbúðalánasjóðs. Fjármálaráðherra segir eðlilegt að láta reyna á dóminn þar sem miklir hagsmunir séu í húfi.
Áfrýja dómi um ólögmætt uppgreiðslugjald
Stjórnvöld ætla að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í seinustu viku þess efnis að Íbúðarlánasjóði hafi verið óheimilt að krefjast þóknunar fyrir uppgreiðslu lána. Málið verður áfýjað til Landsréttar. Stjórnvöld segja að það nauðsynlegt til að leysa úr ósamræmi dómafordæma, þar sem niðurstaða dómsins stangist á við héraðsdóm frá árinu 2014.
Viðtal
Dómur um uppgreiðslugjald gæti haft áhrif á enn fleiri
Dómur um ólögmæti uppgreiðslugjalds hjá Íbúðalánasjóði gæti haft enn meiri áhrif en orðið er. Til dæmis gætu þeir látið reyna á rétt sinn sem hættu við að endurfjármagna óhagstætt lán vegna þess að uppgreiðslugjaldið var of hátt, að sögn Þóris Skarphéðinssonar, lögmannsins sem rak málið og vann fyrir héraðsdómi.
Geta ekki endurfjármagnað út af uppgreiðslugjaldi
Formaður Neytendasamtakanna segir að uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs, sem nú hefur verið dæmt ólögmætt, hafi valdið lántakendum miklum skaða og komið í veg fyrir að fólk hafi getað fært sig yfir í önnur hagstæðari lán.
Tugir haft samband út af ólögmætum uppgreiðslugjöldum
Tugir lántakenda hjá Íbúðalánasjóði kanna nú réttarstöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku að sjóðnum hafi verið óheimilt að krefjast þóknunar á uppgreiðslu lána.
Viðtal
„Þetta snýst ekki bara um okkar hagsmuni“
Uppgreiðsluþóknun sem Íbúðalánasjóður innheimti var dæmd ólögmæt af Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Erla Stefánsdóttir, sem stefndi sjóðnum ásamt eiginmanni sínum, segist í samtali við fréttastofu mjög ánægð með niðurstöðuna.
Segja Heimavelli hafa staðið við skilyrði kaupsamnings
Íbúðalánasjóður segir að Heimavellir stóðu við skilyrði um útleigu við kaup á íbúðum af sjóðnum á Akranesi 2015. Sala leigufélagsins á íbúðum á Akranesi um miðjan janúar brjóti því ekki í bága við kaupsamninginn 2015.
Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni
Leigjendur virðast finna til meira öryggis í húsnæðismálum en áður, samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var á Húsnæðisþingi í morgun. Raunverð íbúða hefur aldrei verið hærra og gæti hækkað enn meira að mati yfirhagfræðings hjá Íbúðalánasjóði.
27.11.2019 - 13:02
Vill styrkja húsnæðismarkaðinn úti á landi
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst ráðast í aðgerðir til þess að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Hann telji að aðgerðir af hálfu stjórnvalda þurfi til svo hægt sé að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hefur í húsbyggingum á landsbyggðinni. Víða hafi ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi.
Jafnvægi á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Íbúðamarkaður á höfuðborgarsvæðinu er í jafnvægi samkvæmt tilkynningu frá Íbúðalánasjóði sem byggð er á tölum Þjóðskrár Íslands. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að tölurnar gefi til kynna að ákveðið jafnvægi sé komið á fasteignamarkaðinn.
84% íbúða seldust undir ásettu verði
Alls seldust 84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði í apríl og einungis 10% íbúða seldist yfir ásettu verði. Verð minni íbúða hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum.
Nýjar tegundir lána fyrir tekjulága
Starfshópur félagsmálaráðherra um lækkun þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað kynnti tillögur sínar í morgun. Meðal þess sem hópurinn leggur til er að ríkið veiti svokölluð eiginfjárlán til tekjulágra. Ekki þarf að greiða af þeim fyrr en íbúð er seld á ný.
05.04.2019 - 11:49
Óverðtryggðum íbúðalánum snarfjölgar
Heimilin kusu miklu frekar að fjármagna íbúðakaup með óverðtryggðu láni en verðtryggðu í október. Ný óverðtryggð íbúðalán jukust um meira en tvo og hálfan milljarð milli septembers og óktóbers. Á sama tíma snarminnkuðu þau verðtryggðu, samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Óverðtryggð íbúðalán hafa ekki verið meiri á einum mánuði það sem af er ári. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að meiri verðbólguvæntingar heimilanna kunni að skýra þessa þróun.
Nýjar íbúðir þriðjungi dýrari en gamlar
Söluverð nýrra íbúða í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins var 51 milljón króna að meðaltali að því er fram kemur í nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs á markaði með nýjar íbúðir. Söluverð eldri íbúða var 46 milljónir á sama tíma. Á landinu öllu var 14% íbúðaviðskipta á almennum markaði vegna nýbygginga. Það var 3% 2010 og 18% 2007.
21.09.2018 - 09:24
Íbúðir ekki hækkað jafn lítið í verði í sjö ár
Íbúðaverð hefur ekki hækkað jafn lítið á einu ári í sjö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Íbúðaverð hefur hækkað um 4,1 prósent á undanförnum 12 mánuðum.
18.09.2018 - 18:35
Íbúðarkaupin voru strembin, segir kaupandi
„Þetta tók lengri tíma en ég bjóst við og var strembið,“ segir 26 ára kona sem var að kaupa íbúð í fyrsta sinn. Kaupendur fyrstu íbúðar voru 900 á öðrum fjórðungi ársins og hafa ekki verið fleiri síðan Þjóðskrá byrjaði að mæla fyrir tíu árum. Þeir voru um 27% kaupenda íbúða að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
09.08.2018 - 21:55
ÍLS skoðar Heimavelli eftir skráningu á markað
Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við útlán Íbúðalánasjóðs til óhagnaðardrifinna leigufélaga vegna þess að þau hafi í raun verið rekin í hagnaðarskyni. Aðstoðarforstjóri sjóðsins vill að reglum um lánin verði breytt og hefur beðið ráðherra að endurskoða þær. Félagið Heimavellir eru til sérstakrar skoðunar hjá sjóðnum eftir skráningu þess á markað.
07.06.2018 - 18:50