Færslur: Íbúakosning

Reykvíkingar kjósa um ærslabelgi og einhyrningaleikvöll
Hoppudýnur sem kallast ærslabelgir, einhyrningaleikvöllur og leikvöllur fyrir „vel fullorðið fólk“ eru á meðal þeirra hugmynda sem kosið verður um í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt í Reykjavík í haust. Íbúar í sjö hverfum borgarinnar hafa nú þegar valið þær hugmyndir sem fara á kjörseðilinn. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri, segir val á hugmyndum hafa gengið vel og að það sé lýðræðislegra en áður.
28.04.2021 - 15:36
Kanye West verður ekki tákn Vesturbæjar
Ekkert verður af því að stytta af bandaríska tónlistarmanninum Kanye West verði sett upp við Vesturbæjarlaug. Aron Kristinn Jónasson lagði þá hugmynd inn í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt í janúar.
30.03.2021 - 12:35
Myndskeið
Vilja Kanye West við Westurbæjarlaug
Hátt í sjö hundruð manns vilja að stytta verði reist við Sundlaug Vesturbæjar og er þetta langvinælasta hugmyndin sem sett hefur verið inn á vef Reykjavíkurborgar í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Verkefnastjóri hjá borginni segir ekki útilokað að hugmyndin geti orðið að veruleika.
21.01.2021 - 19:27
Íbúar vilja hundagerði og fleiri ruslatunnur
Á vef Reykjavíkurborgar hafa íbúar getað komið hugmyndum sínum um betrumbætur á hverfum borgarinnar á framfæri. Einnig hafa þeir getað kosið um mögulegar framkvæmdir eða viðburði. Á vef Reykjavíkurborgar hefur nú verið birtur listi þar sem hægt er að sjá hvaða verkefni verða að veruleika á þessu ári.
08.07.2019 - 19:34
Eyjamenn kjósa um Löngugöng
Líklegt er að íbúar í Vestmannaeyjum kjósi fljótlega um það hvort og þá hvernig aðgengi verður bætt að Löngu, sandfjöru undir Heimakletti. Hópur áhugamanna lagði til fyrir nokkru við yfirvöld í Eyjum að boruð yrðu göng fyrir göngubraut að fjörunni. Langan er gegnt því þar sem Herjólfur leggst að í Eyjum. Þar hafa margir Eyjamenn unað sér en þangað er ekki alltaf auðvelt að komast.
30.03.2016 - 15:54
Skeiðamenn og Gnúpverjar kjósa 9. janúar
Skeiðamenn og Gnúpverjar kjósa um framtíðarnafn sameiginlegs sveitarfélags síns. Kosningin fer fram í Brautarholti 9. janúar. Utankjörstaðakosning er hafin og stendur til 8. janúar á skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi. Nöfnin sem kosið er um eru Eystribyggð, Eystrihreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Þjórsárbakkar, Þjórsárbyggð, Þjórsárhreppur og Þjórsársveit.