Færslur: Íbúakosning

Íbúar Minneapolis vilja ekki leggja lögregluna niður
Íbúar bandarísku borgarinnar Minneapolis vilja ekki að lögreglulið borgarinnar verði leyst upp. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu um málið en meirihluti borgarfulltrúa lagði til að lögreglan yrði lögð niður vegna morðsins á George Floyd á síðasta ári.
Reykvíkingar kjósa um ærslabelgi og einhyrningaleikvöll
Hoppudýnur sem kallast ærslabelgir, einhyrningaleikvöllur og leikvöllur fyrir „vel fullorðið fólk“ eru á meðal þeirra hugmynda sem kosið verður um í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt í Reykjavík í haust. Íbúar í sjö hverfum borgarinnar hafa nú þegar valið þær hugmyndir sem fara á kjörseðilinn. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri, segir val á hugmyndum hafa gengið vel og að það sé lýðræðislegra en áður.
28.04.2021 - 15:36
Kanye West verður ekki tákn Vesturbæjar
Ekkert verður af því að stytta af bandaríska tónlistarmanninum Kanye West verði sett upp við Vesturbæjarlaug. Aron Kristinn Jónasson lagði þá hugmynd inn í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt í janúar.
30.03.2021 - 12:35
Myndskeið
Vilja Kanye West við Westurbæjarlaug
Hátt í sjö hundruð manns vilja að stytta verði reist við Sundlaug Vesturbæjar og er þetta langvinælasta hugmyndin sem sett hefur verið inn á vef Reykjavíkurborgar í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Verkefnastjóri hjá borginni segir ekki útilokað að hugmyndin geti orðið að veruleika.
21.01.2021 - 19:27
Íbúar vilja hundagerði og fleiri ruslatunnur
Á vef Reykjavíkurborgar hafa íbúar getað komið hugmyndum sínum um betrumbætur á hverfum borgarinnar á framfæri. Einnig hafa þeir getað kosið um mögulegar framkvæmdir eða viðburði. Á vef Reykjavíkurborgar hefur nú verið birtur listi þar sem hægt er að sjá hvaða verkefni verða að veruleika á þessu ári.
08.07.2019 - 19:34
Eyjamenn kjósa um Löngugöng
Líklegt er að íbúar í Vestmannaeyjum kjósi fljótlega um það hvort og þá hvernig aðgengi verður bætt að Löngu, sandfjöru undir Heimakletti. Hópur áhugamanna lagði til fyrir nokkru við yfirvöld í Eyjum að boruð yrðu göng fyrir göngubraut að fjörunni. Langan er gegnt því þar sem Herjólfur leggst að í Eyjum. Þar hafa margir Eyjamenn unað sér en þangað er ekki alltaf auðvelt að komast.
30.03.2016 - 15:54
Skeiðamenn og Gnúpverjar kjósa 9. janúar
Skeiðamenn og Gnúpverjar kjósa um framtíðarnafn sameiginlegs sveitarfélags síns. Kosningin fer fram í Brautarholti 9. janúar. Utankjörstaðakosning er hafin og stendur til 8. janúar á skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi. Nöfnin sem kosið er um eru Eystribyggð, Eystrihreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Þjórsárbakkar, Þjórsárbyggð, Þjórsárhreppur og Þjórsársveit.