Færslur: iata

Vilja draga úr hömlum í flugi og á flugvöllum
Flugfélög og rekstraraðilar flugvalla í Evrópu fara fram á að látið verði af öllum sóttvarnartakmörkunum í innanlandsflugi. Flest lönd álfunnar hafa slakað á kröfum um að fólk sýni fram á bólusetningu eða beri grímur.
Flugfélög tapa tugmilljörðum dollara í ár
Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, áætlar að heildartap á rekstri flugfélaga í ár nemi fimmtíu og einum komma átta milljörðum dollara. Þau halda áfram að tapa fé á næsta ári, en líklegt þykir að alvarlegustu áhrifin af heimsfaraldrinum séu yfirstaðin.
04.10.2021 - 15:51
Forstjóri segir réttlætanlegt að segja óbólusettum upp
Scott Kirby forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines segir fullkomlega réttlætanlegt að segja því starfsfólki upp störfum sem hafnar bólusetningum við COVID-19. Á sjö vikum er nánast allt starfsfólk fyrirtækisins bólusett.
Sextíu prósenta tekjusamdráttur í flugrekstri
Tekjur af flugrekstri í heiminum dragast saman um sextíu af hundraði á þessu ári vegna COVID-19 farsóttarinnar, að því er IATA, Alþjóðasamband flugfélaga, greindi frá í dag. Þar segir að heimsfaraldurinn framtíð atvinnugreinarinnar. Árið 2020 eigi að öllum líkindum eftir að verða hið versta frá því að flugsamgöngur hófust.
24.11.2020 - 14:27
Þungt högg fyrir Ísland gangi svörtustu spár eftir
Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, áætla að tekjutap flugfélaga í heiminum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar verði á bilinu 63 til 113 milljarðar bandaríkjadala. Það jafngildir átta til fimmtán þúsund milljörðum íslenskra króna.
06.03.2020 - 10:12