Færslur: Hvolsvöllur

Töluvert aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Upp úr klukkan ellefu í kvöld jókst skjálftavirkni á Reykjanesskaga verulega. Fram að þessu hafa sex skjálftar yfir þremur mælst, þar af þrír yfir fjórum. Engin merki eru um gosóróa.
Ómar úlfur - Þeyr og Blur
Gestur þáttarins að þessu sinni er Ómar Úlfur Eyþórsson dagskrárstjóri X-ins 977. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00
29.01.2021 - 17:40
Myndskeið
223 fyrirtæki vilja aðgerðir: „Eru að missa allt sitt“
Eigendur 223 smærri fyrirtækja sendu öllum þingmönnum á Alþingi bréf á mánudaginn, þar sem krafist er aðgerða til þess að bregðast við vanda fyrirtækjanna. Eigandi veitingahúss á Hvolsvelli segir að lítil fyrirtæki um allt land séu að missa allt sitt.
Myndskeið
Ljúfsárt að ljúka loks við 90 metra Njálurefilinn
Síðasta sporið var saumað í rúmlega níutíu metra langan Njálurefil á dögunum og saumakonurnar, sem hafa helgað sig verkefninu í tæp átta ár, þurfa nú að snúa sér að lopapeysunum.
Tugir í fjöldahjálparstöð í Vík - vegurinn lokaður
Tugir manna dvelja í fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu í Víki í Mýrdal þar sem búið er að loka Suðurlandsvegi milli Víkur og Hvolsvallar vegna óveðurs. Vísir.is greinir frá. Þar segir að Björgunarsveitin Víkverji í Vík hafi haft í miklu að snúast og haft eftir Orra Örvarssyni, formanni Víkverja, að frekar blint sé á þessum slóðum og mikil lausamjöll. Veginum var lokað í kvöld en Orri segir það hafa verið gert allt of seint, enda „búið að vera vesen í allan dag."
10.03.2020 - 00:34
Óku á raflínu sem féll á veg
Lögreglunni á Suðurlandi barst upp úr klukkan átta tilkynning um að ekið hefði verið á raflínu sem féll á veg í nágrenni við bæinn Akur á Hvolsvelli. Engin slys urðu á fólki.
14.02.2020 - 09:25
Andlát á dvalarheimili á Hvolsvelli til rannsóknar
Andlát karlmanns á tíræðisaldri á Kirkjuhvoli, hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli, er til rannsóknar hjá Landlæknisembættinu.
05.02.2020 - 07:49
„Við sluppum líklega vel“
„Við lokuðum þessu í morgun til bráðabirgða. Við sluppum líklega vel, þetta hefði getað farið miklu verr úr því þetta fór af stað“, segir Bergur Pálsson formaður stjórnar Skeiðvangs, reiðhallarinnar á Hvolsvelli. Þegar hestamenn komu að reiðhöllinni blasti við þeim stórt gat á norðurgafli hússins. Fimm yleiningaplötur höfðu sogast af gaflinum í óveðrinu í fyrrakvöld.
09.12.2015 - 15:31
Heilsugæslustöðin opnuð 16. nóvember
Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli verður opnuð á ný 16. nóvember. Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tilkynna þetta á vef HSU. Stöðin var ekki opnuð eftir hefðbundna sumarlokun 1. september.
Njálurefillinn hálfnaður
Búið er að sauma út rúman helming Njálurefilsins í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Forvígismenn og velunnarar fögnuðu þessu í vikunni og byrjuðu á seinni helmingi þessa mikla útsaums. Áætlað var að verkið tæki um 10 ár, en það er nú hálfnað eftir tvö ár og átta mánuði.
22.10.2015 - 09:22