Færslur: Hvítabirnir

Mögulega ummerki um hvítabjörn á Hornströndum
Gönguhópur í Hlöðuvík á Hornströndum hafði samband við lögreglu í gærkvöld og greindi frá ummerkjum um óþekkt dýr, mögulega hvítabjörn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar segir að óðara hafi verið óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem fór ásamt tveimur lögreglumönnum í eftirlitsflug yfir svæðið. Enginn hvítabjörn var sjáanlegur, segir í færslu lögreglu, en nánari athugun á vettvangi leiddi í ljós að er ekki útilokað að hvítabjörn hafi verið á ferð.
23.06.2021 - 02:13
Lést eftir árás hvítabjarnar á Svalbarða
Hvítabjörn varð manni að bana á tjaldsvæði við Longyearbyen, stærsta bænum á Svalbarða, í nótt. Þetta er fimmta dauðsfallið vegna hvítabjarnar á Svalbarða síðan 1971.
28.08.2020 - 07:43
Gas- og olíuleit heimiluð norðanvert í Alaska
Trump-stjórnin heimilaði í dag borun eftir olíu og gasi á verndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge, norðanvert í Alaska.
Fréttaskýring
„Loftslagsflóttabirnir“ aukin ógn við mannfólk
Tugir hvítabjarna halda litlu bæjarfélagi í rússneska eyjaklasanum Novaja Semlja í Norður-Íshafi í heljargreipum. Birnirnir róta soltnir í sorpi heimamanna og hafa ráðist á fólk. Þeir myndu sjálfsagt kjósa að vera úti á ísbreiðunni að veiða sel væri ísbreiðan ekki horfin. Í neyð sinni reika þessar ógnvænlegu skepnur því um stræti smábæjarins Belúsja Gúba. Dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun telur líklegra að íbúar verði fluttir á brott en að birnirnir verði skotnir.
12.02.2019 - 19:23