Færslur: Hvíta húsið

Heimsækir vettvanga hryðjuverkaárásanna 11. september
Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja alla þá staði sem hryðjuverkamenn gerðu atlögu að í Bandaríkjunum 11. september 2001 þegar tuttugu ár verða liðin frá atburðunum.
Túnisforseti hvattur til að virða leikreglur lýðræðis
Bandaríkjastjórn hvetur Túnisforseta til að mynda starfhæfa ríkisstjórn svo hægt verði að takast á við erfiðleika í landinu. Hann þurfi að hafa lýðræði að leiðarljósi.
Trump veitti Steve Bannon og 72 öðrum sakaruppgjöf
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur veitt Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa sínum, sakaruppgjöf, nokkrum klukkustundum áður en hann lætur af embætti. Bannon er einn 73 sakamanna sem bætast við þann hóp sem Trump hefur náðað undanfarið.
Betsy DeVos menntamálaráðherra Trumps segir af sér
Betsy DeVos menntamálaráðherra í stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt afsögn sína vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið í Washington.
Trump fordæmir ofbeldið harðlega
Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmir harðlega og afdráttarlaust það ofbeldi sem stuðningsmenn hans beittu með því að ryðjast inn í þinghúsbygginguna í gær. Kayleigh McEnany, talskona forsetans greindi fréttamönnum frá þessu í dag.
Átakafundur um niðurstöður forsetakosninganna
Átakafundur var haldinn á forsetaskrifstofu Hvíta hússins á föstudag. Fundarefnið var forsetakosningarnar í nóvember og hvernig mætti mögulega snúa niðurstöðum þeirra. Lögfræðingurinn Sidney Powell, sem áður tilheyrði lögfræðiteymi Donalds Trump, og skjólstæðingur hennar Michael Flynn fyrrverandi öryggisráðgjafi sátu fundinn auk Bandaríkjaforseta og aðstoðarmanna hans.
Samskiptastjóri Hvíta hússins kveður
Alyssa Farah samskiptastjóri Hvíta hússins tilkynnti afsögn sína í dag. „Að loknum þremur og hálfu stórkostlegu ári kveð ég Hvíta húsið til að mæta nýjum tækifærum,“ segir Farah í yfirlýsingu.
Hver gerir Trump ódauðlegan?
Samkvæmt hefðinni verður fráfarandi forseti Bandaríkjanna gerður ódauðlegur með portretti. En hvaða listamann velur Trump? Hann er augljóslega hrifinn af gulli og marmara en hvernig myndlist er hann hrifinn af?
10.11.2020 - 15:14
COVID-smit aftur komin upp í Hvíta húsinu
Marc Short, starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveirusmit í gær. Að minnsta kosti tveir starfsmenn Hvíta hússins hafa greinst til viðbótar. Talsmaður Hvíta hússins segir að sýni sem tekið var úr Pence hafi verið neikvætt og hyggst hann halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar sem verða 3. nóvember.
Blaðafulltrúi Hvíta hússins með COVID
Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hefur greinst með COVID-19. Hún greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Hún er 11. í röðinni af nánum samstarfsmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hafa greinst með veiruna undanfarna daga, svo vitað sé.
05.10.2020 - 15:55
Myndskeið
Óskar Maxwell alls góðs
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi unnustu barnaníðingsins Jeffrey Epsein, alls góðs.
Ný bók um Donald Trump selst sem heitar lummur
Bók Mary Trump bróðurdóttur Donalds Trump um frænda sinn Bandaríkjaforsetann seldist í nærri milljón eintökum á fyrsta degi eftir útkomu.
17.07.2020 - 04:49
Trump leitaði skjóls í neðanjarðarbyrgi
Að sögn embættismanna í Hvíta húsinu og löggæsluyfirvalda þurfti Donald Trump Bandaríkjaforseti að leita skjóls í neðanjarðarbyrgi undir húsinu í skamma stund á föstudagskvöld.
01.06.2020 - 00:34
Harma viðbrögð í máli ofbeldismanns
Hvíta húsið harmar viðbrögð í máli Robs Porters, eins nánasta ráðgjafa Donalds Trumps, sem sakaður er um að hafa beitt tvær fyrrverandi eiginkonur sínar ofbeldi. Honum var sagt upp á miðvikudag.
09.02.2018 - 17:21
Handtekinn nálægt Hvíta húsinu
Leyniþjónustumenn sem vernda bandaríska forsetann og Hvíta húsið í Washington handtóku í gærkvöld mann sem komist hafði yfir girðinguna í kringum húsið. Hann hafði þá komist alla leið að inngangi að íbúð Trumps Bandaríkjaforseta, sem var á staðnum. Maðurinn var með bakpoka, en var ekki vopnaður, að sögn talsmanna leyniþjónustunnar. Hann var handtekinn umsvifalaust.
11.03.2017 - 17:42