Færslur: Hvítá

Óvenjuleg rigningarflóð í Hvítá í rénun
Flóðið í Hvítá í Borgarfirði rénar hratt og rennsli árinnar að komast í samt horf.  Flóðin eru óvenjuleg, að sögn bóndans á Hvítárbakka, vegna þess að þau eru rigningarflóð. Ekki varð tjón á húsum, svo vitað sé, en vegurinn að Hvítárbakka er skemmdur.
26.12.2020 - 12:32
Áfall að sjá húsið umflotið á eftirlitsmyndavélinni
Hvítá í Borgarfirði flæddi hressilega yfir bakka sína í dag og yfir Hvítárvallaveg á stórum kafla. Ólafur Gunnarsson, eigandi gistiheimilisins Hvítár til sjö ára, hefur aldrei séð annað eins. 
25.12.2020 - 18:33
 · Flóð · Hvítá · Borgarfjörður · Borgarbyggð · Innlent · veður
Viðtal
Lónið virðist hafa tæmst mjög snöggt
Hlaup og flóð úr Langjökli á mánudagskvöldið átti upptök í lóni við jaðar Langjökuls suður af Eiríksjökli. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að lónið virðist hafa tæmst mjög snöggt. Flóðið ofan við Húsafell hafi verið stærra og flóðtoppurinn sneggri en neðar í Hvítá.
22.08.2020 - 17:16
Viðtal
„Það hefur enginn séð neitt í líkingu við þetta“
Jökulhlaup varð í Hvítá aðfaranótt þriðjudags þegar vatn úr lóni við Langjökul vann sér nýjan farveg. Mikil aurleðja hefur safnast við bakka árinnar um allan Borgarfjörð. Samkvæmt mæli Veðurstofu Íslands fór rennsli Hvítár á hálfum sólarhring úr 90 rúmmetrum á sekúndu upp í tæpa 260 rúmmetra á sekúndu. Við mælistöðvar Veðurstofu náði flóðið hámarki klukkan tvö að nóttu. Talið er að um þrjár til fjórar milljónir rúmmetra af vatni hafi hlaupið fram.
20.08.2020 - 19:47
Viðtal
Dauður lax á víð og dreif eftir aurflóð
Gríðarlegt aurflóð varð í Hvítá í Borgarfirði aðfaranótt þriðjudags. Áin meira en þrefaldaðist á um hálfum sólarhring og rennslið fór úr 90 rúmmetrum á sekúndu upp í tæplega 260 rúmmetra.
20.08.2020 - 12:50
Laxadauði eftir aurflóð í Hvítá
Vatns- og aurflóðið sem varð í Hvítá í Borgarfirði seinni partinn á mánudag hafði töluverð áhrif á lífríki árinnar. Dauðan lax má nú finna hálfgrafinn í aurnum á bökkum árinnar neðan við Barnafoss og Hraunfossa.
19.08.2020 - 22:32
Krapastíflan heldur þrátt fyrir leysingar
Þrátt fyrir leysingar í morgun hafði krapastíflan sem hafði myndast í Hvítá við Vaðnes í Grímsnes- og Grafningshreppi ekki rutt sig líkt og óttast var. Svæðið verður vaktað næstu daga.
19.01.2020 - 12:22
Bann við netaveiði úrskurðað ólögmætt
Félagsmönnum í Veiðifélagi Árnesinga var ekki heimilt að samþykkja bann við netaveiði í Ölfusá og Hvítá. Þetta er niðurstaða Fiskistofu. Hluti félagsmanna tók í vor aðalfund félagsins yfir og knúði fram bann, þeir sem voru ósáttir kærðu.