Færslur: Hverfisgata

Grái kötturinn krefur borgina um 18,5 milljónir
Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur veitingastaðarins Grái kötturinn, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir. Þau segja borgina hafa brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, bæði í aðdraganda framkvæmda við Hverfisgötu og á meðan á þeim stóð. Þá hafi borgin ekki gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir þær tafir sem urðu á verkinu.
24.01.2020 - 09:42
Myndband
Segir borgina hafa staðið illa að framkvæmdum
Framkvæmdir borgarinnar í miðborg Reykjavíkur hafa verið illa skipulagðar, segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi. Þær hafi bitnað illa og harkalega á fyrirtækjum í miðborginni.
03.11.2019 - 13:41
Endurgerð Hverfisgötu lýkur í nóvember
Endurgerð Hverfisgötu fer senn að ljúka, segir í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar. Verklok þar hafa frestast mikið og eru verslunar- og veitingafólk við Hverfisgötu orðið mjög þreytt á ástandinu og segja veltuna nú vera 40 prósent minni en á sama tíma í fyrra.
25.10.2019 - 12:41
Myndskeið
40% minni velta vegna framkvæmda á Hverfisgötu
Kaffihúsaeigandi við Hverfisgötu í Reykjavík furðar sig á því að framkvæmdum sem hófust fyrir fimm mánuðum sé ekki lokið. Til stóð að hleypa umferð um götuna að nýju í lok ágúst. Fjörutíu prósentum minni velta var hjá kaffihúsinu í september en á sama tíma í fyrra.
22.10.2019 - 19:43

Mest lesið