Færslur: Hverfisgallerí

Kastljós
Krot og Krass bjóða í teiti í Hverfisgalleríi
Tvíeykið Krot og Krass sýnir skúlptúra úr rekavið í Hverfisgalleríi á sýningunni Viðarverk sem var opnuð á laugardag. Þau hafa líka komið fyrir heilu verkstæði í galleríinu ásamt dassi af landa.
Kastljós
Fangaði sköpunarkraftinn í miðju eyðileggingarinnar
Brak úr siglfirskum skíðaskála sem varð undir snjóflóði er uppistaðan í skúlptúr sem Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður bjó til og sýnir myndir af í Hverfisgallerí nú um mundir.
06.01.2022 - 10:13
Menningin
Vil að myndirnar nái inn í kviðinn frekar en höfuðið
Transit er yfirskriftin á sýningu Daníels Magnússonar í Hverfisgallerí en þar sýnir listmaðurinn ljósmyndir sem hann hefur tekið undanfarin áratug og mynda eins konar „lím í samfellu“ tilverunnar eins og hann kemst að orði.
29.02.2020 - 12:13
Tárast alltaf yfir fegurðinni í Bíldudal
„Ég vil meina að þetta sé miðjarðarhafsbær norðursins,“ segir myndlistarkonan Harpa Árnadóttir um Bíldudal, þangað sem hún á ættir að rekja. Á sýningunni Djúpalogn í Hverfisgalleríi sýnir Harpa málverk, bókverk og teikningar en öll eru verkin innblásin af andblæ Arnarfjarðar. Myndlistarkonan notar jafnvel hafkalk úr firðinum til að vinna verkin.
26.10.2019 - 09:37
Myndskeið
Leiðrétt hliðarveröld og hjartsláttur borganna
Sýningin Leiðréttingar var opnuð í Hverfisgalleríi á dögunum. Þar sýnir Sigurður Árni Sigurðsson um 70 ljósmyndir og póstkort sem hann hefur fundið á mörkuðum á meginlandi Evrópu undanfarin 30 ár og málað og teiknað á þær viðbætur frá eigin brjósti.
Viðtal
„Bylting er bara merkimiði“
Sýning myndlistarmannsins Steingríms Eyfjörð, Megi þá helvítis byltingin lifa, opnaði nýverið í Hverfisgalleríi. Sýningin er poppaðri en fyrri sýningar hans, en titillinn er vísun í pistil Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.
Viðtal
Magnar upp skilaboð sem hvíla í náttúrunni
Í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu stendur yfir sýningin Útvarp mýri. Þar sýnir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson kyrralífsmyndir ættaðar úr votlendi norður í Héðinsfirði. „Ég upplifi mig á vissan hátt sem fjölmiðlamann eða útvarpsmann þarna úti í mýrinni,“ segir Sigtryggur.
Myndlist innblásin af fornri vísindaskáldsögu
Levania nefnist einkasýning Theresu Himmer sem fer fram í Hverfisgallerí um þessar mundir. Verkin á sýningunni eru innblásin af vísindaskáldsögunni Somnium, eða Draumnum, eftir þýska stjörnufræðinginn Johannes Kepler. Þessi athyglisverða saga, sem er skrifuð snemma á 17. öldinni, gerist á Íslandi, í Danmörku og á tunglinu.
16.09.2018 - 09:00
Upplausn alheimsins
Á sýningunni Upplausn í Hverifsgalleríi renna stafræn veröld, alheimurinn og mannleg reynsla saman. Hrafnkell Sigurðsson á verkin á sýningunni en í þeim leitar myndlistarmaðurinn inn í tómið af efni sem alls staðar leynist.
14.06.2018 - 15:55
Viðtal
Þetta er bara eins og hver önnur vinna
„Ég er búin að læra það með árunum að hver dagur er vinna. Því meira jafnvægi og stöðugleiki sem er í vinnunni því betur skilar þú orkunni í verkin,“ segir Gabríela Friðriksdóttir. Gabríela opnaði sýningu í Hverfisgallerí um liðna helgi og bauð Víðsjá heim af því tilefni.
Myndlist er bara fallegt orð yfir mikið vesen
„Það er okkar að spila úr lífinu og gera það innihaldsríkt,“ segir myndlistarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson. Kristinn sýnir um þessar mundir í Hverfisgallerí við Hverfisgötu á sýningunni Þvílíkir tímar.
Minning um tíma þegar Ísland varð framandi
Það er ákveðinn söknuður eftir kalda stríðinu, tíma þar sem allt var klárt, svart og hvítt, segir Steingrímur Eyfjörð, sem opnaði á dögunum sýninguna Pareidolia í Hverfisgalleríi. 
16.11.2017 - 10:00
Málari sem hugsar út fyrir rammann
Síbreytileg birta, litir og skuggar eru aðalsmerki belgísku listakonunnar Jeanine Cohen, sem opnaði sína þriðju einkasýningu hér á landi í Hverfisgalleríi á dögunum. Hún skilgreinir sig sem málara en verk hennar eru úr þrívíðum viðarrömmum, sem endurkasta björtum neonlitum á veggina og breytast eftir afstöðu áhorfandans.
29.03.2017 - 16:14