Færslur: Hveragerði

Stofnanir loka í Hveragerði vegna faraldurs
Ákveðið var í dag að loka Grunnskólanum í Hveragerði á mánudag, sem og frístundaskólanum Bungubrekku og leikskólanum Óskalandi. Í bréfi frá Aldísi Hafsteinsdóttur sem birt er á vef grunnskólans segir að hátt í 40 prósent starfsmanna grunnskólans séu fjarverandi og á annað hundrað nemendur vegna kórónuveirufaraldursins. Nær allir starfsmenn frístundaskólans eru í sóttkví og nokkur smit hafa komið upp í leikskólanum.
Jarðskjálfti milli Hveragerðis og Þingvalla
Nokkrir íbúar í Hveragerði og nágrenni hrukku upp af værum blundi þegar jörð skalf þar laust fyrir klukkan hálftvö í nótt. Yfirfarnar mælingar Veðurstofunnar sýna að skjálftinn var 3,3 að stærð og að upptök hans voru í Reykjadal, á vinsælli gönguleið um það bil fjóra kílómetra norð-norðvestur af Hveragerði.
27.10.2021 - 01:46
Illa gengur að halda hita á sundlaug Hvergerðinga
Erfitt hefur reynst síðustu daga að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir að sundgestum þyki óþolandi að laugin skuli stundum vera ónothæf. Vandræðin eru vegna þrýstingsfalls í gufuveitu.
Ánægðustu íbúarnir í Þorlákshöfn og Hveragerði
Mikill meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í sextán stærri þéttbýliskjörnum landsins er frekar eða mjög ánægður með búsetuna í sínu bæjarfélagi. Mest ánægja virðist vera í Þorlákshöfn og Hveragerði
17.08.2021 - 15:36
Smit á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði hefur greinst með kórónuveirusmit. Hann var síðast í vinnu á miðvikudag, samkvæmt tilkynningu frá forstjóra Grundarheimilanna.
30.07.2021 - 09:36
Löng bílaröð í Kömbunum vegna slyss
Mikil umferðarteppa er á Suðurlandsvegi vegna þriggja bíla áreksturs sem varð á veginum nærri Hveragerði í hádeginu.
24.07.2021 - 14:18
Engin hætta þrátt fyrir gasmengun
Heldur hefur dregið úr gasmengun á gosstöðvunum í Geldingadal frá því í gær. Hefur rauð viðvörun því vikið fyrir appelsínugulri í næsta nágrenni við eldsumbrotin. Reykinn frá gosinu leggur hins vegar í austur og yfir Ölfus og Árborg.
Eldur í áhaldageymslu í Hveragerði
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna eldsvoða í tækjageymslu á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði í kvöld. Tilkynning um eldinn barst rétt rúmlega níu í kvöld og gekk greiðlega að slökkva hann að sögn Sunnlenska.is.
07.05.2021 - 23:36
Landinn
Hagkvæmt að endurvinna plast á Íslandi
„Þegar þetta verkefni hófst var hlegið að okkur og sagt að Ísland væri alltof lítill markaður fyrir endurvinnslu á plasti og að það þyrfti að senda þetta allt úr landi," segir Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North í Hveragerði. „Við fórum í að skoða þá þekkingu sem við höfum á jarðvarma og hvernig hægt væri að nýta hann til endurvinnslu."
12.04.2021 - 16:23
Það er von fyrir ketti eins og Mongús
Tíu ára gamall fressköttur lifir nú eins og blóm í eggi hjá eldri hjónum í Hveragerði. Mongús var ógæfuköttur og alræmdur í bænum um árabil, mörgum var illa við hann og nýlega uppgötvuðust í honum högl að því er virðist eftir skotárás. 
26.02.2021 - 14:01
Sóttu slasaða göngukonu í Reykjadal
Björgunarsveitum í Árnessýslu barst tilkynning frá slasaðri göngukonu í Reykjadal á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang á sexhjólum og hlúðu að konunni.
05.07.2020 - 16:35
Fimm milljarðar í breikkun Suðurlandsvegar til 2023
Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í dag undir samning um annan áfanga breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verksamningurinn hljómar upp á rétt rúma fimm milljarða. Verkinu á að vera lokið haustið 2023.
08.04.2020 - 13:59
Ísbúð fær ekki að bera nafnið Eden
„Maður reynir alltaf að sjá tvær hliðar á öllum málum,“ segir Davíð Kjartansson, annar eiganda ísbúðarinnar í Sunnumörk. Bæjarstjórn Hveragerðis hafnaði beiðni eigenda um að hún fengi að bera nafnið Eden.
19.06.2019 - 16:31
Samskiptin við ríkið helsta áskorunin
Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir mikilvægast að efla samskipti sveitarfélaganna við ríkið. Það sé brýnt að tryggja sveitarfélögunum meiri pening til að geta sinnt starfi sínu svo vel sé.
28.09.2018 - 17:07
Rafmagn komið á í Hveragerði og Ölfusi
Fólk og fyrirtæki í Hveragerði og Ölfusi hafa haft aðgang að rafmagni í nótt, en í takmörkuðu magni þó. Búið er að sækja og tengja þrjár dísilrafstöðvar sem eiga að duga til að tryggja öllum rafmagn í dag. Allt rafmagn fór af Hveragerði og stórum hluta Ölfuss um nónbil í gær, er alvarleg bilun varð í aðveitustöð Rarik í Hveragerði. Nokkru fyrir miðnætti hafði tekist að leiða nóg rafmagn frá Selfossi og Þorlákshöfn inn á kerfið til að tryggja öllum straum sem þurftu yfir blánóttina.
08.08.2018 - 06:20
Njörður leiðir lista Okkar Hveragerðis
Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi og sviðsstjóri hjá Þjóðskjalasafni Íslands, skipar efsta sætið á framboðslista Okkar Hveragerðis. Listinn var kynntur á fundi á Rósakaffi 22. apríl síðastliðinn. Í tilkynningu frá framboðinu segir það samanstandi af hópi fólks sem hafi áhuga á bæjarmálum í Hveragerði, velferð íbúa Hveragerðis og hagsmunum sveitarfélagsins.
Funda með vegamálastjóra vegna Hellisheiðar
Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og var ekki opnuð aftur fyrr en í morgun, nítján klukkustundum síðar. Þessi langa lokun hefur víða sætt gagnrýni. Hellisheiði hefur verið lokað 12 sinnum frá áramótum. Veginum var lokað fjórum sinnum á síðasta ári.
12.02.2018 - 20:07
Köttur höggvinn sundur í Hveragerði
Á síðustu árum hefur köttum í Hveragerði verið byrlað eitur, þeir fluttir yfir Ölfusá og skildir eftir, og nú á dögunum fannst köttur sem búið var að höggva sundur. Bergljót Davíðsdóttir, íbúi í Hveragerði, segir að mikilvægt sé að komast til botns í málinu sem sé samfélagsmein.
20.09.2017 - 09:31
Fréttaskýring
„Öruggt húsnæði er grunnurinn að heilbrigði“
Fjölskylda, sem leitaði að leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, brá á það ráð að fjárfesta í parhúsi á Eyrarbakka. Afborganir af fasteignaláninu eru undir 60.000 krónum á mánuði. Íbúum í Árborg og Hveragerði hefur fjölgað um átta prósent síðan árið 2012 og telur bæjarstjóri að fasteignaverð hafi töluverð áhrif á þá þróun.
17.07.2017 - 10:59
Fréttaskýring
Einbýli fyrir sama verð og íbúð
Töluverðir fólksflutningar hafa verið í sveitarfélögin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins undanfarin ár og telja viðmælendur fréttastofu að hagstætt fasteignaverð hafi þessi áhrif. Íbúum í Reykjanesbæ hefur til að mynda fjölgað um 13,5 prósent frá árinu 2012 til 2016. Þar er fólksfjölgunin mest á landsvísu, sé miðað við stærri sveitarfélög. Á aðeins einu ári, frá maí í fyrra og þar til í maí á þessu ári, fjölgaði íbúum í Reykjanesbæ um 6,4 prósent. 
11.07.2017 - 10:21
Féll á vespu og fótbrotnaði
Maður féll á litlu rafmagnsvélhjóli í Hveragerði um hádegisbilið. Hált var á götunni og hjólið mun hafa runnið til. Ökumaðurinn brotnaði á fæti og var fluttur á Slysadeild Landspítalans í Reykjavík.
14.12.2015 - 15:43