Færslur: Hveragerði

Vilja stórspennta íþróttahöll í Hveragerði
Tillögur hönnunarhóps um nýja Hamarshöll, íþróttahús í Hveragerði, gera ráð fyrir að þar rúmist knattspyrnuvöllur, fjölnota íþróttagólf, fimleikaaðstaða, áhorfendastúkur sem rúma 400-600 manns og vegleg móttaka. 
23.08.2022 - 13:00
Segir að Hamarshöllin hafi verið tifandi tímasprengja
Skýrsla sem gerð var um Hamarshöllina í Hveragerði sýnir að húsið var orðið mjög laskað áður en það hreinlega sprakk. Nýr meirihluti í bænum hefur snúið ákvörðun fyrri meirihluta og ætlar ekki að reisa nýtt uppblásið hús.
22.07.2022 - 12:56
Oft legið við stórslysi vegna hraðaksturs
Ekki er spurning hvort, heldur hvenær, alvarlegt slys verður vegna hraðaksturs um vinnusvæði á þjóðvegum landsins, segir Ágúst Ólafsson, verkstjóri vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegagerðin hvetur ökumenn að sýna tillitssemi og draga úr ökuhraða við vinnusvæði.
21.07.2022 - 17:01
Samþykkja að hanna nýja Hamarshöll úr stáli og steypu
Farið verður af stað með að hanna og bjóða út byggingu nýrrar Hamarshallar í Hveragerði. Íþróttamannvirkið sem fyrir stóð fauk þann 22. febrúar síðastliðinn í miklu vindaveðri sem þá gekk yfir landið.
21.07.2022 - 13:29
Oft kapphlaup að koma fundarboðum út á réttum tíma
Forseti bæjarstjórnar í Hveragerði segir það oft vera kapphlaup við tímann að koma fundarboðum út á réttum tíma. Slíta þurfti bæjarstjórnarfundi og boða til nýs fundar í gær í fyrsta skipti í 16 ár.
15.07.2022 - 13:18
Slitu fundi þar sem boð barst einni mínútu of seint
Í fyrsta skipti í meira en sextán ár þurfti að slíta bæjarstjórnarfundi í Hveragerði og boða til nýs fundar þar sem fundarboð barst ekki með lögmætum fyrirvara.
15.07.2022 - 00:04
Geir Sveinsson verður bæjarstjóri Hveragerðisbæjar
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðis mun leggja til að Geir Sveinsson handboltamaður verði ráðinn bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
14.07.2022 - 22:22
„Við höfum gagnrýnt vinnubrögðin, ekki Hamarshöllina“
Sveitarstjórnarfólki í Hveragerði ber ekki saman um stöðu Hamarshallarinnar sem eyðilagðist í kröftugri lægð í vetur. Hamarshöllin var helsta bitbein flokkanna í síðustu sveitarstjórnarkosningum. 
09.06.2022 - 10:21
Viðtal
Hart deilt á ákvörðun um nýtt uppblásið íþróttahús
Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar í Hveragerði um að reisa á ný uppblásið íþróttahús hefur sætt töluverðri gagnrýni. Minnihlutinn í bæjarstjórn segir ákvörðunin hafa verið tekna á of skömmum tíma og að ekki hafi verið skoðaðir allir kostir í stöðunni. 
15.04.2022 - 12:28
Ný Hamarshöll mun rísa í Hveragerði
Loftborin íþróttahöll mun rísa á ný í Hveragerði, að sögn forseta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Mun hún koma í stað hallarinnar sem sprakk í óveðri síðastliðinn febrúar.  
13.04.2022 - 23:39
Jóhanna Ýr leiðir lista Framsóknar í Hveragerði
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi, leiðir lista Framsóknar í Hveragerði. Listinn var samþykktur á félagsfundi sem haldinn var í Gróðurhúsinu í Hveragerði í dag.
Landinn
Upphaflega afgangsmatur en nú sælkerafæði
„Þetta er náttúrlega upphaflega danskur bændamatur og snýst um nýtingu. Þetta voru afgangar og allt var týnt til og sett ofan á brauð," segir Jakob Jakobsson, annar eigenda smurbrauðsstaðarins Matkráarinnar í Hveragerði.
21.03.2022 - 07:50
Myndskeið
Svakaleg aðkoma að Hamarshöllinni
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að henni hafi brugðið þegar hún fékk símtal í morgun um að Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús, væri farin. Hún segir að bæjarbúar gefist ekki upp, íþróttamannvirki verði á ný á þessum stað. Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að aðkoman hafi verið svakaleg.
22.02.2022 - 14:36
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði
Tíu mínútum fyrir miðnætti varð jarðskjálfti af stærðinni 3,15 á Hellisheiði. Tilkynningar um skjálftann hafa borist frá höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði og Ölfusi.
Bæjarstjórnin furðar sig á langri lokun á Hellisheiði
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á að vegurinn um Hellisheiði hafi verið lokaður í þrjá sólarhringa í byrjun vikunnar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir mikla röskun hafa fylgt lokuninni.
11.02.2022 - 16:58
Stofnanir loka í Hveragerði vegna faraldurs
Ákveðið var í dag að loka Grunnskólanum í Hveragerði á mánudag, sem og frístundaskólanum Bungubrekku og leikskólanum Óskalandi. Í bréfi frá Aldísi Hafsteinsdóttur sem birt er á vef grunnskólans segir að hátt í 40 prósent starfsmanna grunnskólans séu fjarverandi og á annað hundrað nemendur vegna kórónuveirufaraldursins. Nær allir starfsmenn frístundaskólans eru í sóttkví og nokkur smit hafa komið upp í leikskólanum.
Jarðskjálfti milli Hveragerðis og Þingvalla
Nokkrir íbúar í Hveragerði og nágrenni hrukku upp af værum blundi þegar jörð skalf þar laust fyrir klukkan hálftvö í nótt. Yfirfarnar mælingar Veðurstofunnar sýna að skjálftinn var 3,3 að stærð og að upptök hans voru í Reykjadal, á vinsælli gönguleið um það bil fjóra kílómetra norð-norðvestur af Hveragerði.
27.10.2021 - 01:46
Illa gengur að halda hita á sundlaug Hvergerðinga
Erfitt hefur reynst síðustu daga að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir að sundgestum þyki óþolandi að laugin skuli stundum vera ónothæf. Vandræðin eru vegna þrýstingsfalls í gufuveitu.
Ánægðustu íbúarnir í Þorlákshöfn og Hveragerði
Mikill meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í sextán stærri þéttbýliskjörnum landsins er frekar eða mjög ánægður með búsetuna í sínu bæjarfélagi. Mest ánægja virðist vera í Þorlákshöfn og Hveragerði
17.08.2021 - 15:36
Smit á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði hefur greinst með kórónuveirusmit. Hann var síðast í vinnu á miðvikudag, samkvæmt tilkynningu frá forstjóra Grundarheimilanna.
30.07.2021 - 09:36
Löng bílaröð í Kömbunum vegna slyss
Mikil umferðarteppa er á Suðurlandsvegi vegna þriggja bíla áreksturs sem varð á veginum nærri Hveragerði í hádeginu.
24.07.2021 - 14:18
Engin hætta þrátt fyrir gasmengun
Heldur hefur dregið úr gasmengun á gosstöðvunum í Geldingadal frá því í gær. Hefur rauð viðvörun því vikið fyrir appelsínugulri í næsta nágrenni við eldsumbrotin. Reykinn frá gosinu leggur hins vegar í austur og yfir Ölfus og Árborg.
Eldur í áhaldageymslu í Hveragerði
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna eldsvoða í tækjageymslu á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði í kvöld. Tilkynning um eldinn barst rétt rúmlega níu í kvöld og gekk greiðlega að slökkva hann að sögn Sunnlenska.is.
07.05.2021 - 23:36
Landinn
Hagkvæmt að endurvinna plast á Íslandi
„Þegar þetta verkefni hófst var hlegið að okkur og sagt að Ísland væri alltof lítill markaður fyrir endurvinnslu á plasti og að það þyrfti að senda þetta allt úr landi," segir Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North í Hveragerði. „Við fórum í að skoða þá þekkingu sem við höfum á jarðvarma og hvernig hægt væri að nýta hann til endurvinnslu."
12.04.2021 - 16:23
Það er von fyrir ketti eins og Mongús
Tíu ára gamall fressköttur lifir nú eins og blóm í eggi hjá eldri hjónum í Hveragerði. Mongús var ógæfuköttur og alræmdur í bænum um árabil, mörgum var illa við hann og nýlega uppgötvuðust í honum högl að því er virðist eftir skotárás. 
26.02.2021 - 14:01