Færslur: hvassahraun

Sjónvarpsfrétt
„Flugvallarmálin eru á endastöð“
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að ekki sé búið að afskrifa flugvöll í Hvassahrauni þrátt fyrir auknar líkur á hraunrennsli. Nefndarmaður í Rögnunefndinni svokölluðu segir flugvallarmálin á endastöð. 
Kastljós
Áform um Hvassahraun í uppnámi
Líkur á að flugvöllur í Hvassahrauni verði fyrir tjóni eða truflunum vegna eldsumbrota í nánustu framtíð hafa aukist að mati eldfjallafræðinga. Icelandair hefur hætt við áform um að flytja þjónustu sína á nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni og vill innanlandsflugið áfram í Vatnsmýri. Sérfræðingar segja varaflugvöll fyrir millilandaflug nauðsynlegan á Suðvesturhorni landsins en kostnaður við byggingu hans verði vart réttlætanlegur nema hann sinni einnig innanlandsflugi eða millilandandaflugi.
Spegillinn
Vill fara hægt í sakirnar í leit að flugvallarstæði
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur mikilvægt að leyfa vísindamönnum að ljúka vinnu við greiningu á flugvallarstæðinu í Hvassahrauni áður en felldir eru dómar yfir svæðinu. Hann telur þó að líkurnar á því að þar rísi varaflugvöllur hafi ekki aukist með jarðhræringum og gosum á Reykjanesskaga.
Útvarpsfrétt
Reykjavíkurflugvöllur geti aldrei verið hafður til vara
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ákjósanlegast að varaflugvöllur verði byggður einhvers staðar á suðvesturhorni landsins þar sem Reykjavíkurflugvöllur geti aldrei tekið við allri flugumferð hingað til lands. 
Eldgosið vekur upp spurningar um Vatnsmýrina
Eldgosið í Meradölum nú og gosið í Geldingadölum í fyrra gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Endurmeta þurfi hættu sem steðjar að innviðum á svæðinu vegna þess. 
Unnið í takt við samkomulag um flugvallarmál
Vinna sem tengist Reykjavíkurflugvelli og hugsanlegum öðrum flugvelli í hans stað gengur sinn eðlilega gang, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á Alþingi í dag. Hann svaraði þar fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvernig staðið hefði verið við samkomulag Reykjavíkurborgar og stjórnvalda frá því í nóvember 2019 um að hrinda í framkvæmd verkefnum og nauðsynlegum rannsóknum vegna flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.
Ótímabært að slá Hvassahraun út af borðinu
Í ljósi jarðhræringanna á Reykjanesskaga hafa spurningar vaknað um hvort ráðlegt sé að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á borgarstjórnarfundi í gær allar forsendur brostnar fyrir flugvallarstæði í Hvassahrauni og vill hún tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir ótímabært að slá allan Reykjanesskaga út af borðinu vegna þess að þar sé virkt eldstöðvasvæði.
Viðtal
Jarðhræringar gætu haft áhrif á áhættumat flugvallar
Jarðhræringar á Reykjanesskaga gætu kallað á endurmat á innviðauppbyggingu á svæðinu. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Nýtt áhættumat, sem getur legið fyrir í lok þessa árs, gæti haft mikil áhrif á hvort Hvassahraun verður talið skynsamlegur staður fyrir flugvöll. 
Ráðherra minnir borgarstjóra á skuldbindingar sínar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ótímabært og andstætt samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar að fjárfesta í flutningi fyrir kennslu- og einkaflug frá Reykjavíkurflugvelli og yfir á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hann minnir borgina jafnframt á sínar skuldbindingar fyrir flugvöllinn í Vatnsmýri.
Viðtal
Yrði að stytta ferðatímann til Hvassahrauns
Umræðan um flugvöll í Vatnsmýri hefur verið íþyngjandi og hamlað uppbyggingu á Reykjavíkurflugvelli. Þetta sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í Silfrinu í morgun. 
01.12.2019 - 14:52
Flugvallaróvissa áhyggjuefni fyrir landsbyggðina
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að sér þyki stórundarlegt að samgönguráðherra hafi undirritað samkomulag um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Það sé í beinni andstöðu við samþykktir og stefnu flokks ráðherrans. Sigmundur Davíð segir þróunina hafa verið óheillavænlega.
Myndskeið
Vilja reisa nýjan innanlandsflugvöll
Ríkið og Reykjavíkurborg munu hvort um sig leggja til 100 milljónir króna til að rannsaka flugskilyrði í Hvassahrauni, með það að markmiði að þar verði reistur nýr innanlandsflugvöllur. Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorninu var kynnt í dag.
Vilja tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur hafa undirritað samkomulag um framkvæmd á verkefnum og hefja nauðsynlegar rannsóknir í samræmi við tillögur stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.
Heildarábati sagður 82-123 milljarðar
Heildarábati af uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni er 82 til 123 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem kanna átti flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu.
26.06.2015 - 08:41