Færslur: Hvammstangi

Eru veggjöld lausnin á vandanum við Vatnsnesveg?
Um sextíu manns sóttu í gærkvöldi fund í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem kynntar voru hugmyndir um að flýta vegaframkvæmdum með vegjgöldum. Á fundinum var sérstaklega vísað til Vatnsnesvegar sem lengi hefur verið barist fyrir endurbótum á.
05.10.2022 - 16:15
Myndband
Íhuga að halda börnum heima þegar skólinn byrjar
Foreldrar barna sem þurfa að fara um Vatnsnesveg íhuga að halda þeim heima þegar skólarnir hefjast og hafa sett sig í samband við umboðsmann barna. Móðir segir að akstur eftir holóttum veginum, tugi kílómetra, skapi vanlíðan og kvíða meðal barna.
11.08.2022 - 11:54
„Stofninn er að taka við sér“
Fyrstu niðurstöður selatalningarinnar miklu, sem fór fram á Vatnsnesi um helgina, benda til að stofninn standi í stað eftir töluverða fjölgun í fyrra. Framkvæmdastjóri Selasetursins þakkar selveiðibanni að stofninn sé að taka við sér.
02.08.2022 - 15:33
Eldur í Húnaþingi hefst í dag
Hátíðin Eldur í Húnaþingi er sett í dag en hún er nú haldin í tuttugasta skipti. Forsvarsmaður hátíðarinnar segir veðurspána hagstæða en að íslenskum sið eru varúðarráðstafanir ef íslenska sumarið sýnir sínar verstu hliðar.
20.07.2022 - 16:32
Landinn
Taco úr laufabrauði
„Þetta er náttúrulega bara hugmynd og ekki endilega góð hugmynd, en samt ástæða til að prófa," segir Andri P. Guðmundsson, á Hvammstanga, en hann hefur verið að leika sér með nýjungar í laufabrauðsgerð.
13.12.2021 - 10:13
Landinn
Amma og afi prjóna fyrir Kvennaathvarfið
Í byrjun október tísti Selma Dís Hauksdóttir um ömmu sína og afa sem eru búsett á Hvammstanga. Þau eru bæði hætt að vinna en nýta stundirnar yfir sjónvarpinu á kvöldin til að prjóna. Sumt er hugsað fyrir afkomendur en þau fara líka reglulega í bæinn með poka fyrir gott málefni.
30.11.2021 - 07:50
20 manns fluttir á Laugarbakka eftir að rúta fór út af
Rúta með 20 manns innanborðs lenti út af vegi rétt við afleggjarann að Hvammstanga um hádegið í dag. Engin slys urðu á farþegum sem fluttir voru á Hótel Laugarbakka á meðan unnið er að því að losa rútuna. Leiðinda veður er á svæðinu.
27.09.2021 - 13:42
Fleiri selir en í fyrri talningu
Niðurstöður selatalningarinnar miklu, sem fór fram á Vatnsnesi um helgina, benda til að stofninn sé frekar að stækka en minnka. Framkvæmdastjóri Selasetursins telur líklegt að það sé selveiðibanni að þakka.
28.07.2021 - 13:47
Allir geta verið vísindamenn í einn dag
Sunnudaginn 25. júlí fer fram talning á selum á Vatnsnesi. Almenningur er hvattur til að skrá sig sem sjálfboðaliða - ganga um fjörur og telja seli. Framkvæmdastjóri selaseturs segir niðurstöðurnar sem fáist gagnast næstu áratugi.
26.07.2021 - 08:48
Sýrlensku fjölskyldurnar ánægðar á Hvammstanga
Nú er lokið formlegri aðstoð við Sýrlendinga sem komu sem flóttamenn til Hvammstanga fyrir tveimur árum. Fjórar af fimm fjölskyldum búa enn á staðnum og ekkert fararsnið virðist á þeim.
05.06.2021 - 13:01
Aka börnum hundruð kílómetra á íþróttaæfingar
Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á stjórnvöld að koma á fót sjóði sem styrkir minni sveitarfélög á landsbyggðinni til uppbyggingar íþróttamannvirkja. Sveitarstjórnarfulltrúi segir ótækt að það þurfi að keyra börn mörg hundruð kílómetra á æfingar.
20.05.2021 - 16:19
Viðtal
Handbendi á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina
Brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina, sem afhent var á Patreksfirði á sunnudag. Handbendi verður eitt af aðalatriðum Listahátíðar í Reykjavík að ári.
19.05.2021 - 10:54
Viðtal
Um 170 manns gistu á Laugarbakka í nótt vegna veðurs
Rúmlega 170 manns gistu á Laugarbakka í nótt eftir að vörubíll lokaði þjóðvegi eitt við Hvammstanga. Flestir fóru á Hótel Laugarbakka, sem var opnað í snatri, auk þess sem opnuð var fjöldahjálparstöð. Fjölmennar björgunarsveitir tóku þátt í aðgerðum. Vegurinn var opnaður í morgun.
12.03.2021 - 11:39
Íbúar á Hvammstanga hvattir til að spara kalda vatnið
Undanfarna daga hefur vatnshæðin í kaldavatnstanki fyrir Hvammstanga farið lækkandi. Ástæðan er sú að minna vatn kemur frá Grákollulind auk þess sem kaldavatnsnotkun er óvenju mikil. Fólk er hvatt til að spara kalda vatnið.
29.01.2021 - 13:23
Fara í viku sóttkví til þess að sýna list á Hvammstanga
Tuttugu listamenn sem koma fram á Alþjóðlegu brúðulistahátíðinni Hvammstangi International Puppet Festival fara í sjö daga sóttkví á Hótel Laugabakka áður en hátíðin hefst í byrjun næsta mánaðar. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir að Hvammstangi henti fullkomlega fyrir hátíð sem þessa.
15.09.2020 - 11:20
Ræktin á Hvammstanga lokuð sjö sinnum á dag vegna þrifa
Þreksal íþróttamiðstöðvarinnar á Hvammstanga verður lokað sjö sinnum á dag svo hægt sé þrífa og sótthreinsa. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
14.08.2020 - 13:55
Flutningabíll gjörónýtur eftir veltu í Víðidal
Vöruflutningabíll með tengivagn fór út af þjóðvegi 1 skammt frá brúnni yfir Víðidalsá, rétt austan við Víðihlíð, á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn valt en tengivagninn hélst á hjólunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi skrámaðist bílstjórinn nokkuð í slysinu en meiddist ekki alvarlega og var hlúð að honum á staðnum. Bíllinn, sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur, er hins vegar gjörónýtur.
14.07.2020 - 00:57
Má lítið út af bregða hjá litlum heilbrigðisstofnunum
Sautján hafa greinst með kórónuveirusmit í Húnaþingi vestra. Yfirlæknir á Hvammstanga hefur áhyggur af mönnun heilbrigðisstofnana, lítið megi út af bregða.
Nýtt kórónuveirusmit á Hvammstanga
Nýtt kórónuveirusmit hefur greinst á Hvammstanga til viðbótar við smitið sem greindist þar fyrr í vikunni. Ekki er talið að þurfi að grípa til stórtækra aðgerða vegna þessa smits. 130 heimili í Húnaþingi vestra eru þegar í sóttkví.
20.03.2020 - 12:29
Sauðárkrókur kominn með rafmagn
Rafmagn er komið á að nýju á Sauðárkróki og í Skagafirði sem og Hvammstanga. Enn er rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal og víðar.
16.12.2019 - 05:58

Mest lesið