Færslur: Hvammstangi

Fara í viku sóttkví til þess að sýna list á Hvammstanga
Tuttugu listamenn sem koma fram á Alþjóðlegu brúðulistahátíðinni Hvammstangi International Puppet Festival fara í sjö daga sóttkví á Hótel Laugabakka áður en hátíðin hefst í byrjun næsta mánaðar. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir að Hvammstangi henti fullkomlega fyrir hátíð sem þessa.
15.09.2020 - 11:20
Ræktin á Hvammstanga lokuð sjö sinnum á dag vegna þrifa
Þreksal íþróttamiðstöðvarinnar á Hvammstanga verður lokað sjö sinnum á dag svo hægt sé þrífa og sótthreinsa. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
14.08.2020 - 13:55
Flutningabíll gjörónýtur eftir veltu í Víðidal
Vöruflutningabíll með tengivagn fór út af þjóðvegi 1 skammt frá brúnni yfir Víðidalsá, rétt austan við Víðihlíð, á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn valt en tengivagninn hélst á hjólunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi skrámaðist bílstjórinn nokkuð í slysinu en meiddist ekki alvarlega og var hlúð að honum á staðnum. Bíllinn, sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur, er hins vegar gjörónýtur.
14.07.2020 - 00:57
Má lítið út af bregða hjá litlum heilbrigðisstofnunum
Sautján hafa greinst með kórónuveirusmit í Húnaþingi vestra. Yfirlæknir á Hvammstanga hefur áhyggur af mönnun heilbrigðisstofnana, lítið megi út af bregða.
Nýtt kórónuveirusmit á Hvammstanga
Nýtt kórónuveirusmit hefur greinst á Hvammstanga til viðbótar við smitið sem greindist þar fyrr í vikunni. Ekki er talið að þurfi að grípa til stórtækra aðgerða vegna þessa smits. 130 heimili í Húnaþingi vestra eru þegar í sóttkví.
20.03.2020 - 12:29
Sauðárkrókur kominn með rafmagn
Rafmagn er komið á að nýju á Sauðárkróki og í Skagafirði sem og Hvammstanga. Enn er rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal og víðar.
16.12.2019 - 05:58