Færslur: Hvalfjarðargöng

Aftanákeyrsla í Hvalfjarðargöngunum
Aftanákeyrsla varð í Hvalfjarðagöngunum fyrir tæpri stundu síðan þegar bíll lenti aftan á flutningabíl eða vörubíl. Bílaraðir mynduðust í göngunum samkvæmt sjónarvottum og var göngunum lokað í stutta stund. Ekki var kallað til sjúkrabíls og er óhappið ekki talið alvarlegt samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.
22.12.2020 - 21:02
Ógætilegur akstur á vinnusvæði í Hvalfjarðargöngum
Þessa dagana er unnið að uppsetningu kantljósa í Hvalfjarðargöngum, en vinna fer fram á milli tíu á kvöldin og hálf sjö á morgnanna. Borið hefur á því að ökumenn sýni ekki nægilega tillitsemi þegar ekið er um vinnusvæðið.
18.09.2020 - 13:16
Kastaðist út úr bíl sem valt á Hvalfjarðarvegi 
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Hvalfjarðarveginum á áttunda tímanum í morgun. Slysið átti sér stað í nágrenni Hvalfjarðarganganna og valt bíllinn nokkrar veltur.
Hvalfjarðargöng lokuð eftir umferðarslys
Umferðarslys varð í Hvalfjarðargöngunum nú á sjötta tímanum og búið er að loka göngunum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um þriggja bíla árekstur að ræða, en ekki er um alvarlegt slys að ræða. Einn er á leið með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahús.
06.06.2020 - 17:53
Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum í kvöld og nótt
Vegagerðin greinir frá því á Twitter að fylgdarakstur verði í Hvalfjarðargöngum í kvöld og nótt vegna viðhalds. Umferð verður stöðvuð við gangnamunna þar til fylgdarbíll kemur á milli klukkan 22:00 í kvöld til klukkan 06:00 í fyrramálið. Fylgdarbíll leggur af stað frá gangnamunna á 20 mínútna fresti.
23.01.2020 - 16:46