Færslur: Hvalfjarðargöng

Eldur slökktur í fólksbíl við mynni Hvalfjarðarganga
Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar gekk vel að slökkva eld í litlum fólksbíl sem kviknaði í skammt frá mynni Hvalfjarðarganga Akranesmegin. Óhappið varð nú á öðrum tímanum.
Miklar tafir við Hvalfjarðargöng
Flutningabíll er í vandræðum í Hvalfjarðargöngum og eru töluverðar tafir á umferð við göngin.
30.07.2021 - 13:16
Hvalfjarðargöngin opin að nýju öðru sinni í kvöld
Umferð hefur verið hleypt um Hvalfjarðargöng að nýju eftir umferðaróhapp sem varð þar á tólfta tímanum.Tvisvar þurfti að loka göngunum í kvöld vegna umferðaróhappa og varðstjóri hjá slökkviliði hvetur ökumenn til aðgátar.
Hvalfjarðargöng lokuð öðru sinni í kvöld
Hvalfjarðargöng eru lokuð vegna áreksturs tveggja bíla í göngunum. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru tveir sjúkrabílar á leið á staðinn en hann segir allt útlit fyrir að óhappið sé minniháttar. 
Hvalfjarðargöng opin að nýju eftir umferðaróhapp
Hvalfjarðargöng eru opin fyrir umferð að nýju eftir að þrír bílar skullu þar saman í kvöld. Varðstjóri slökkviliðs hvetur til varkárni á vegum úti enda umferð tekin að þyngjast.
Hvalfjarðargöngunum lokað um stund
Hvalfjarðargöngunum var lokað klukkan eitt í dag eftir að bíll bilaði í miðjum göngum. Þau voru opnuð aftur um það bil fimmtán mínútur fyrir tvö, eftir að bíllinn hafði verið dreginn út.
24.05.2021 - 13:46
Tafir á umferð um Hvalfjarðargöng vegna bilaðs bíls
Hvalfjarðargöngum var lokað um klukkan hálfátta í kvöld vegna bilaðrar bifreiðar. Löng röð myndaðist beggja vegna gangnanna en um hálftíma tók að koma bifreiðinni á brott samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
15.01.2021 - 20:06
Aftanákeyrsla í Hvalfjarðargöngunum
Aftanákeyrsla varð í Hvalfjarðagöngunum fyrir tæpri stundu síðan þegar bíll lenti aftan á flutningabíl eða vörubíl. Bílaraðir mynduðust í göngunum samkvæmt sjónarvottum og var göngunum lokað í stutta stund. Ekki var kallað til sjúkrabíls og er óhappið ekki talið alvarlegt samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.
22.12.2020 - 21:02
Ógætilegur akstur á vinnusvæði í Hvalfjarðargöngum
Þessa dagana er unnið að uppsetningu kantljósa í Hvalfjarðargöngum, en vinna fer fram á milli tíu á kvöldin og hálf sjö á morgnanna. Borið hefur á því að ökumenn sýni ekki nægilega tillitsemi þegar ekið er um vinnusvæðið.
18.09.2020 - 13:16
Kastaðist út úr bíl sem valt á Hvalfjarðarvegi 
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Hvalfjarðarveginum á áttunda tímanum í morgun. Slysið átti sér stað í nágrenni Hvalfjarðarganganna og valt bíllinn nokkrar veltur.
Hvalfjarðargöng lokuð eftir umferðarslys
Umferðarslys varð í Hvalfjarðargöngunum nú á sjötta tímanum og búið er að loka göngunum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um þriggja bíla árekstur að ræða, en ekki er um alvarlegt slys að ræða. Einn er á leið með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahús.
06.06.2020 - 17:53
Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum í kvöld og nótt
Vegagerðin greinir frá því á Twitter að fylgdarakstur verði í Hvalfjarðargöngum í kvöld og nótt vegna viðhalds. Umferð verður stöðvuð við gangnamunna þar til fylgdarbíll kemur á milli klukkan 22:00 í kvöld til klukkan 06:00 í fyrramálið. Fylgdarbíll leggur af stað frá gangnamunna á 20 mínútna fresti.
23.01.2020 - 16:46