Færslur: Hvalaskoðun

Vonbrigði að ráðherra standi ekki með ferðaþjónustunni
Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra segist ekki sjá að hvalveiðar valdi því að færri ferðamenn sækist hingað en ella, en fylgjast þurfi vel með því. Hún kveðst hlynnt hvalveiðum eins og staðan er nú. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja furða sig á þessari skoðun ráðherrans, það séu vonbrigði að hún standi ekki með greininni.
Sjónvarpsfrétt
Staða ferðaþjónustu jafnvel betri en fyrir faraldur
Ferðaþjónustan á Norðurlandi sér fram á mjög gott sumar og sums staðar stefnir í metfjölda ferðamanna. Hóteleigendur fagna þessu og þó enn sé eitt og eitt herbergi laust, eru sum hótel orðin fullbókuð.
Myndskeið
Ítrekað rekin í land með of marga farþega í hvalaskoðun
Tveir lögreglumenn tóku á móti hvalaskoðunarskipinu Amelia Rose þegar það kom til hafnar í Reykjavík í hádeginu. Þeir töldu farþega sem komu í land og héldu síðan um borð til að ræða við áhöfn skipsins. Þetta er orðin nokkuð algeng sjón undanfarið meðan eigendur skipsins hafa deilt við Samgöngustofu og Landhelgisgæsluna um hversu langt megi sigla því með farþega. Landhelgisgæslan hefur ítrekað haft afskipti af skipinu fyrir að sigla of langt með mun fleiri farþega en haffærisskírteini leyfir.
Rannsaka stresshormón hvala með aðstoð dróna
Vísindamenn rannsaka þessa dagana hvaða hvaða áhrif hvalaskoðunarbátar hafa á hvali á Skjálfanda við Húsavík. Sýni sem tekin eru úr blæstri þeirra eru talin geta sýnt fram á hvort hvalir verði stressaðir í nálægð bátanna.
06.09.2021 - 13:29
Sjónvarpsfrétt
Erlendir ferðamenn skila sér aftur í hvalaskoðun
Þó aðsókn í hvalaskoðun á Norðurlandi hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur, vantar enn talsvert upp á að hún jafnist á við það sem var fyrir faraldurinn. Á Húsavík binda menn vonir við góðar bókanir í ágúst og september.
19.07.2021 - 22:55
Sjónvarpsfrétt
Gleðilegt og betri staða í bókunum en 2019
Fólk í veitinga-, ferðaþjónustu og menningargreinum fagnar afléttingunum. Síðsumarið og haustið lítur betur út en árið 2019, segir framkvæmdastjóri Eldingar.
Ferðaþjónustan réttir úr sér
Ferðasumarið 2021 fer vel af stað á Norðurlandi og betur en vonir stóðu til. Mikið er um bókanir og víða fullbókað á hótelum. Staðan er mun betri en í fyrra þó ekki sé hún sambærileg því sem var árið 2019.
Viðtal
Fáir ferðamenn í Reykjavík - flest hótel lokuð
Töluvert hefur verið um að landsmenn kaupi sér hótelgistingu á landsbyggðinni en afar lítið er um það í höfuðborginni. Hildur Ómarsdóttir hjá Icelandair Hotels segir að mörg hótelin í Reykjavík hafi verið lokuð en nú standi til að opna Canopy-hótelið um mánaðamótin. Icelandair Hotels rekur sjö hótel í höfuðborginni. Núna er aðeins Hilton hótelið opið.
23.06.2020 - 14:54
Lengsta sund háhyrnings í heimi: frá Íslandi til Beirút
Einn íslensku háhyrninganna fjögurra sem sáust við Genúa á Ítalíu í desember er nú kominn til Líbanons, með yfir 8000 kílómetra sund að baki. Þetta er lengsti leiðangur háhyrnings sem vitað er um.
21.02.2020 - 12:29
Háhyrningar syntu til Ítalíu frá Íslandi
Fimm háhyrningar sem myndaðir voru við Ísland 2017 hafa fundist við Genúa á Ítalíu með um 5200 kílómetra að baki. Hvalirnir virðast ekki við góða heilsu og kálfur í hópnum drapst.
17.12.2019 - 12:36
Um 30 hnúfubakar í Skjálfandaflóa
Óvenjumargir hvalir eru í Skjálfandaflóa núna en um 30 hnúfubakar hafa sést í ferðum síðustu daga. Tíðin er búin að vera góð í nóvember og hægt var að sigla í blíðskaparverði alla daga mánaðarins.
25.11.2019 - 15:58
Telja ummæli líffræðings mistúlkuð
Fulltrúar Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja og Hafrannsóknarstofnunar funduðu í dag um ummæli líffræðings stofnunarinnar í frétt um helgina eftir að um 50 grindhvalir syntu á land við Útskála í Garði. Hafrannsóknastofnun telur ummæli líffræðingsins hafa verið mistúlkuð og að ekki sé ástæða til að draga þau til baka.
07.08.2019 - 15:53
Segir hvalaskoðunarskip ekki hafa ruglað hvali
Forsvarsmaður Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja furðar sig á orðum líffræðings Hafrannsóknarstofnunar um að hvalaskoðunarskip gætu hafa ruglað hvalavöður þannig að þær leituðu á land. Samtökin ætla að freista þess að fá fund hjá stofnuninni í dag vegna málsins.
06.08.2019 - 08:13
Segja stjórnvöld ekki tala máli hvalaskoðunar
Íslensk hvalaskoðunarfyrirtæki telja stjórnvöld ekki tala sínu máli á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Fyrirtækin hafa ekki fengið að taka þátt í starfi Íslands á vegum ráðsins því íslensk stjórnvöld telja Alþjóðahvalveiðiráðið ekki mega fjalla um hvalaskoðun.
17.03.2019 - 15:17
Gagnrýnir hvalveiðiskýrslu
Hagfræðistofnun virðist ekki hafa haft samband við hvalaskoðunarfyrirtæki við gerð skýrslu sinnar um hvalveiðar, þótt öðru sé haldið fram í skýrslunni. Þetta segir Aðalsteinn Svan Hjelm markaðsstjóri hjá hvalaskoðuninni við Hauganes í Eyjafirði.
24.01.2019 - 09:08
Áhrif hvalveiða verði rannsökuð frekar
Fyrirhugaðar veiðar á langreyði í sumar hafa vakið sterk viðbrögð hjá erlendum ferðamönnum í hvalaskoðun. Eigendur hvalaskoðunarfyrirtækja vilja að áhrifin á þessa tegund ferðaþjónustu verði rannsökuð frekar svo hægt sé að bregðast við.
09.05.2018 - 18:21
Hvalveiðar skaði ímynd Íslands
Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir fyrirhugaðar veiðar á langreyði vonbrigði enda skaði veiðarnar ímynd Íslands.
20.04.2018 - 08:12
Hvorki hægt að treysta á hvali né norðurljós
Risar hafsins og blikandi norðljósatraf. Þetta eru mikilvægar stoðir vetrarferðamennsku á Íslandi og grundvallarstoðir hennar í Norður-Noregi. En er hægt að treysta á hvali og norðurljós til framtíðar? Það er ekki endilega á vísan að róa.