Færslur: Hvalaskoðun

Sjónvarpsfrétt
Erlendir ferðamenn skila sér aftur í hvalaskoðun
Þó aðsókn í hvalaskoðun á Norðurlandi hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur, vantar enn talsvert upp á að hún jafnist á við það sem var fyrir faraldurinn. Á Húsavík binda menn vonir við góðar bókanir í ágúst og september.
19.07.2021 - 22:55
Sjónvarpsfrétt
Gleðilegt og betri staða í bókunum en 2019
Fólk í veitinga-, ferðaþjónustu og menningargreinum fagnar afléttingunum. Síðsumarið og haustið lítur betur út en árið 2019, segir framkvæmdastjóri Eldingar.
Ferðaþjónustan réttir úr sér
Ferðasumarið 2021 fer vel af stað á Norðurlandi og betur en vonir stóðu til. Mikið er um bókanir og víða fullbókað á hótelum. Staðan er mun betri en í fyrra þó ekki sé hún sambærileg því sem var árið 2019.
Viðtal
Fáir ferðamenn í Reykjavík - flest hótel lokuð
Töluvert hefur verið um að landsmenn kaupi sér hótelgistingu á landsbyggðinni en afar lítið er um það í höfuðborginni. Hildur Ómarsdóttir hjá Icelandair Hotels segir að mörg hótelin í Reykjavík hafi verið lokuð en nú standi til að opna Canopy-hótelið um mánaðamótin. Icelandair Hotels rekur sjö hótel í höfuðborginni. Núna er aðeins Hilton hótelið opið.
23.06.2020 - 14:54
Lengsta sund háhyrnings í heimi: frá Íslandi til Beirút
Einn íslensku háhyrninganna fjögurra sem sáust við Genúa á Ítalíu í desember er nú kominn til Líbanons, með yfir 8000 kílómetra sund að baki. Þetta er lengsti leiðangur háhyrnings sem vitað er um.
21.02.2020 - 12:29
Háhyrningar syntu til Ítalíu frá Íslandi
Fimm háhyrningar sem myndaðir voru við Ísland 2017 hafa fundist við Genúa á Ítalíu með um 5200 kílómetra að baki. Hvalirnir virðast ekki við góða heilsu og kálfur í hópnum drapst.
17.12.2019 - 12:36
Um 30 hnúfubakar í Skjálfandaflóa
Óvenjumargir hvalir eru í Skjálfandaflóa núna en um 30 hnúfubakar hafa sést í ferðum síðustu daga. Tíðin er búin að vera góð í nóvember og hægt var að sigla í blíðskaparverði alla daga mánaðarins.
25.11.2019 - 15:58
Telja ummæli líffræðings mistúlkuð
Fulltrúar Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja og Hafrannsóknarstofnunar funduðu í dag um ummæli líffræðings stofnunarinnar í frétt um helgina eftir að um 50 grindhvalir syntu á land við Útskála í Garði. Hafrannsóknastofnun telur ummæli líffræðingsins hafa verið mistúlkuð og að ekki sé ástæða til að draga þau til baka.
07.08.2019 - 15:53
Segir hvalaskoðunarskip ekki hafa ruglað hvali
Forsvarsmaður Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja furðar sig á orðum líffræðings Hafrannsóknarstofnunar um að hvalaskoðunarskip gætu hafa ruglað hvalavöður þannig að þær leituðu á land. Samtökin ætla að freista þess að fá fund hjá stofnuninni í dag vegna málsins.
06.08.2019 - 08:13
Segja stjórnvöld ekki tala máli hvalaskoðunar
Íslensk hvalaskoðunarfyrirtæki telja stjórnvöld ekki tala sínu máli á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Fyrirtækin hafa ekki fengið að taka þátt í starfi Íslands á vegum ráðsins því íslensk stjórnvöld telja Alþjóðahvalveiðiráðið ekki mega fjalla um hvalaskoðun.
17.03.2019 - 15:17
Gagnrýnir hvalveiðiskýrslu
Hagfræðistofnun virðist ekki hafa haft samband við hvalaskoðunarfyrirtæki við gerð skýrslu sinnar um hvalveiðar, þótt öðru sé haldið fram í skýrslunni. Þetta segir Aðalsteinn Svan Hjelm markaðsstjóri hjá hvalaskoðuninni við Hauganes í Eyjafirði.
24.01.2019 - 09:08
Áhrif hvalveiða verði rannsökuð frekar
Fyrirhugaðar veiðar á langreyði í sumar hafa vakið sterk viðbrögð hjá erlendum ferðamönnum í hvalaskoðun. Eigendur hvalaskoðunarfyrirtækja vilja að áhrifin á þessa tegund ferðaþjónustu verði rannsökuð frekar svo hægt sé að bregðast við.
09.05.2018 - 18:21
Hvalveiðar skaði ímynd Íslands
Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir fyrirhugaðar veiðar á langreyði vonbrigði enda skaði veiðarnar ímynd Íslands.
20.04.2018 - 08:12
Hvorki hægt að treysta á hvali né norðurljós
Risar hafsins og blikandi norðljósatraf. Þetta eru mikilvægar stoðir vetrarferðamennsku á Íslandi og grundvallarstoðir hennar í Norður-Noregi. En er hægt að treysta á hvali og norðurljós til framtíðar? Það er ekki endilega á vísan að róa.