Færslur: Hvalárvirkjun

Framkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar hafnar
Framkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar hófust í dag. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði á föstudaginn kröfu um stöðvun framkvæmda á meðan sjö kærur verða teknar fyrir.
22.07.2019 - 19:42
Lýsa vonbrigðum með ákvörðun um framkvæmdir
Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa miklum vonbrigðum með þá ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að hafna kröfu um stöðvun framkvæmda Vesturverks í Árneshreppi til bráðabirgða. Í yfirlýsingu frá landeigendum segir að framkvæmdirnar eigi eftir að valda óafturkræfum umhverfisspjöllum.
19.07.2019 - 16:49
Hafna kröfu um stöðvun framkvæmda
Úrskurðunarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun. Sjö kærur höfðu borist til nefndarinnar.Nefndin tók í dag þó einungis fyrir kröfur um frestun framkvæmda á meðan á málsmeðferð stendur. Efnislega verða kröfurnar sjö teknar fyrir síðar.
19.07.2019 - 16:32
VesturVerk: Hafa fylgt tilsettum ferlum
Upplýsingafulltrúi VesturVerks segir fyrirtækið hafa fylgt tilsettum ferlum í undirbúningi Hvalárvirkjunar, sem opinberar stofnanir hafi staðfest. Óboðlegt sé að leggja megi viðstöðulaust steina í götu verkefnisins. Hún segir landeigendur sem hafa mótmælt virkjuninni vera lítinn hluta landeigenda.
12.07.2019 - 18:28
30 landeigendur mótmæla virkjunum
Hópur þrjátíu landeigenda af átta jörðum í Árneshreppi, bæði sunnan og norðan við fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem röskun Drangajökulsvíðerna með þremur vatnsaflvirkjunum er andmælt.
12.07.2019 - 13:15
Fimmta kæran vegna Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtökin Ófeig náttúruvernd hafa kært ákvörðun Árneshrepps um að veita framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta er fimmta kæran sem berst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í tengslum við virkjunina.
11.07.2019 - 12:38
Furðar sig á kæru umhverfisverndarsamtaka
Oddviti Árneshrepps furðar sig á kæru fernra náttúruverndarsamtaka vegna fyrirhugaðra framkvæmda við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar verði stöðvaðar. Sveitarstjórn Árneshrepps veitti fyrir tæpum mánuði tvö leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa kært leyfi sem veitt var fyrir rannsóknum, vegalagningu um fyrirhugað virkjunarsvæði, efnistöku og fleiru.
09.07.2019 - 12:43
Viðtal
Telja sig hafa fullan rétt til að framkvæma
Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaðar framkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar. Andstæðingar virkjunarinnar hafa mótmælt þeirri ákvörðun Árneshrepps að veita Vesturverki framkvæmdaleyfi og þrjár kærur hafa verið lagðar fram, m.a. frá landeigendum sem telja að skipulag virkjunarinnar byggist á röngum landamerkjum. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún segir að fyrirtækið hafi fulla heimild til að halda áfram framkvæmdum þrátt fyrir kærur.
04.07.2019 - 12:50
Þrjár kærur borist vegna Hvalárvirkjunar
Húseigendur í landi Eyrar í Árneshreppi hafa kært framkvæmdaleyfi fyrir viðhaldi Ófeigsfjarðarvegar í Árneshreppi. Þetta er þriðja kæran sem berst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í tengslum við Hvalárvirkjun.
04.07.2019 - 12:28
Myndskeið
VesturVerk heldur sínu striki þrátt fyrir kæru
VesturVerk hyggst halda sínu striki með undibúningsframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar þrátt fyrir kæru sem byggir á því að Hvalárvirkjun miði við röng landamerki.
27.06.2019 - 11:00
Telja Hvalárvirkjun miðast við röng landamerki
Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur segja skipulag vegna virkjunarinnar byggjast á röngum landamerkjum og að hluti framkvæmda sé á þeirra landi. 
24.06.2019 - 13:02
Veita framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar
Sveitarstjórn Árneshrepps hefur samþykkt að veita Vesturverki framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum vegna Hvalárvirkjunar. Leyfið tekur til dæmis til vegagerðar að og um virkjunarsvæðið, efnistökusvæða, byggingu vinnubúða og rannsókna.
13.06.2019 - 11:40
Árneshreppur lýkur deiliskipulagsbreytingum
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við að Árneshreppur auglýsi samþykkt deiliskipulag fyrir undirbúningsrannsóknir vegna Hvalárvirkjunar. Skipulagið tekur gildi við auglýsingu í Stjórnartíðindum.
29.05.2019 - 17:48
Nýr tengipunktur í Djúpinu á framkvæmdaáætlun
Nýr afhendingarstaður raforku í Ísafjarðardjúpi er kominn á þriggja ára framkvæmdaáætlun kerfisáætlunnar Landsnets sem er nú til kynningar. Afhendingarstaðurinn, eða tengipunkturinn, var til skoðunar samkvæmt síðustu kerfisáætlun Landsnets en hann er talinn vera forsenda þess að Hvalárvirkjun standi undir tengikostnaði við flutningskerfi Landsnets.
20.05.2019 - 15:25
41% segjast hlynnt virkjun Hvalár
40,9 prósent þjóðarinnar segjast vera hlynnt virkjun Hvalár á ströndum og meirihluti telur virkjunina geta haft góð áhrif á raforkumál, samgöngur, atvinnu og búsetu á Vestfjörðum. 31,4 prósent eru andvígir virkjuninni. Þetta eru niðurstöður könnunar Gallup sem gerð var fyrir Vestfjarðastofu.
09.05.2019 - 20:16
Telja 5 milljarða tengingu standa undir sér
Áætlaður kostnaður við fyrirhugaðan tengipunkt í Ísafjarðardjúpi og tengingu hans við Hvalárvirkjun er fimm milljarðar króna. Landsnet telur að framkvæmdin geti staðið undir sér og greiðist upp á um fjörutíu árum. Landsnet hyggst á næstunni senda sveitarfélögum ósk um að hefja skipulagsferli vegna tengipunktsins. Hann er sagður forsenda þess að Hvalárvirkjun geti staðið undir tengikostnaði við dreifikerfið. 
02.04.2019 - 09:00
Árneshreppur samþykkir breytt deiliskipulag
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur samþykkt deiliskipulagsbreytingar sem eru forsenda þess að Vesturverk geti hafið undirbúningsrannsóknir vegna Hvalárvirkjunar. Tólf athugasemdir og umsagnir bárust um deiliskipulagstillöguna en oddviti segir að aðeins smávægilegar breytingar hafi verið gerðar á tillögunni.
17.03.2019 - 14:10
Friðlýsing hafi meiri langtímaáhrif en virkjun
Í nýrri skýrslu er lagt til að Drangajökulsvíðerni verði friðlýst í stað þess að ráðast í gerð Hvalárvirkjunar. Skýrsluhöfundur segir að friðlýsing skapi störf til framtíðar sem virkjunin geri ekki. Þá séu víðernin aðdráttarafl þar sem þau séu þverrandi auðlind.
18.01.2019 - 23:28
Gagnrýna framkvæmdir án virkjunarleyfis
Náttúrufræðistofnun telur framkvæmdir sem er gert ráð fyrir í deiliskipulagstillögu Árneshrepps valdi óafturkræfu raski og að það sé óásættanlegt að leyfa þær þegar virkjunarleyfi Hvalárvirkjunar liggur ekki fyrir.
17.01.2019 - 12:50
Breyta deiliskipulagi á ný í Árneshreppi
Vesturverk hyggst á vormánuðum, sækja um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsvinnu Hvalárvirkjunar á Ströndum, vegagerð og rannsóknum. Sveitarfélagið Árneshreppur vinnur nú að því að ljúka deiliskipulagsbreytingum til að geta gefið út framkvæmdaleyfi en breytingunum seinkaði vegna mistaka.
14.01.2019 - 18:30
Viðtal
Segir þjóðgarð skapa fleiri störf en virkjun
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar segir að deilurnar í kringum virkjunarmál hér á landi hafi harðnað. Landvernd skoraði á Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra að friðlýsa svæði við Drangajökul fyrr í vikunni eftir að Náttúrufræðistofnun sendi tillögu þess efnis til umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra. Slík friðlýsing hefur áhrif á fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Auður var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun. 
29.06.2018 - 08:35
Verndunarsinnar verði að virða leikreglurnar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra telur að krafa um friðlýsingu svæða við Drangajökul sem myndi koma í veg fyrir Hvalárvirkjun kollvarpi rammaáætlunarferlinu. Alþingi hafi þegar samþykkt að setja virkjunina í nýtingarflokk. 
26.06.2018 - 13:25
Náttúruverndarsinnar óvelkomnir
Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirð hefur gripið til óvenjulegra ráða í deilunni um Hvalárvirkun á ströndum. Hann hefur lokað veginum að Hvalá með því að leggja dráttarvél þvert yfir veginn sem liggur yfir tún um landareign hans. Bara þeir sem honum eru þóknanlegir fá að fara um túnið. Rætt var við hann í morgunútvarpinu á Rás 2.
22.06.2018 - 09:40
Kona fer í stríð á Ísafirði
Leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð vonast til að myndin geti stuðlað að samtali um virkjanahugmyndir. Starfsmaður virkjunarfyrirtækis á Vestfjörðum segist harma hvernig umræðan hefur skipt fólki í fylkingar.
19.06.2018 - 21:00
  •