Færslur: Húsnæðisskortur

Um þriðjungur flóttamanna frá Úkraínu kominn með vinnu
Hátt í þriðjungur þeirra úkraínsku flóttamanna sem hingað hafa komið undanfarnar vikur er kominn með vinnu. Aðgerðastjóri flóttamannateymis segir að fólkið festist í búsetuúrræðum fyrir flóttafólk vegna húsnæðisskorts og leiguverðs.
Fjölgun nýbygginga kallar á erlent vinnuafl
Erlendum iðnaðarmönnum, sem koma hingað til að vinna, fer stöðugt fjölgandi. Hátt í fimm hundruð erlendir verkamenn eru skráðir hjá starfsmannaleigum og fjölgaði um hundrað milli mánaða. Skýringuna er meðal annars að finna í auknum verkefnum við nýbyggingar.
Úkraínumenn komnir til Akureyrar og von á fleirum
Um það bil tíu flóttamenn frá Úkraínu eru komnir til Akureyrar og er von á fleirum á næstu dögum. Skortur á íbúðarhúsnæði er helsta áskorunin við að taka á móti fólki á flótta.
Húsnæðisskortur tefur uppbyggingu á Skagaströnd
Húsnæðisskortur stendur íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu á Skagaströnd fyrir þrifum. Mikil ásókn er þar í íbúðarhúsnæði, en ekkert laust. Sveitarfélagið hefur meðal annars fellt niður gjöld af byggingalóðum til að liðka fyrir.
Ekki færri íbúðir í byggingu í fjögur og hálft ár
Ekki hafa færri íbúðir verið í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í febrúar 2017. Haldi þessi þróun áfram mun íbúðaverð halda áfram að hækka. Þetta segir hagfræðingur Samtaka iðnaðarins sem segir ástæðuna fyrst og fremst lóðaskort.
Miklar sveiflur hérlendis í verði og framboði fasteigna
Raunverð íbúða á Íslandi hefur hækkað um 40% frá árinu 2015 en eitt til 20% í á hinum Norðurlöndunum. Verð íbúða í Finnlandi hefur haldist nánast óbreytt á því tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.
Spegillinn
Ekki fasteignasala að skipta sér af óleyfisbúsetu
Í nýrri skýrslu vinnuhóps húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er lagt til að fólki verði leyft að skrá aðsetur í atvinnuhúsnæði. Fasteignasali sem selur og leigir meðal annars íbúðir í atvinnuhúsnæði telur að það væri skref í rétta átt. Staða fólks sem leigir atvinnuhúsnæði sé oft erfið.