Færslur: Húsnæðismarkaður

Sjónvarpsfrétt
Hálfkláruð blokk seldist á tveimur dögum
Húsnæðisskorts gætir víða. Í sumum bæjarfélögum eru engar íbúðir til sölu og annars staðar seljast þær á mettíma. Sérfræðingar eru sammála um að byggja þurfi meira en áhrif faraldursins gætu tafið uppbyggingu.
Tveir nefndarmenn vildu hækka stýrivexti enn meira
Tveir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri, vildu hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í stað 0,25 eins og gert var á síðasta fundi nefndarinnar. Allir nefndarmenn studdu hins vegar tillögu Seðlabankastjóra um að hækka vexti bankans.
20.10.2021 - 18:28
Allir bankarnir búnir að tilkynna vaxtahækkanir
Íbúðalánavextir Íslandsbanka hækka á föstudaginn í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í byrjun mánaðar. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,15 prósentustig, óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,20 prósentustig en fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Þá hækka yfirdráttarvextir um 0,25 prósentustig.
20.10.2021 - 17:25
Vill að leiguverð taki mið af ráðstöfunartekjum
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill að stjórnvöld setji reglur um að húsaleiga megi ekki fara upp fyrir skilgreint hámark af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa staðið við mikilvæg atriði í lífskjarasamningnum og að semja þurfi um hærri laun til að mæta auknum húsnæðiskostnaði.
15.10.2021 - 17:51
Umsvif minnka en fasteignaverð hækkar áfram
Minnkandi framboð af íbúðum til sölu hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarna mánuði. Kaupsamningum fækkar og veltan minnkar. Spennan er samt áfram mikil og verð hækkar enn.
14.10.2021 - 10:01
Húsnæðisskortur tefur uppbyggingu á Skagaströnd
Húsnæðisskortur stendur íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu á Skagaströnd fyrir þrifum. Mikil ásókn er þar í íbúðarhúsnæði, en ekkert laust. Sveitarfélagið hefur meðal annars fellt niður gjöld af byggingalóðum til að liðka fyrir.
Verður bylting á húsnæðismarkaði
Innan skamms verður í fyrsta skipti hægt að nálgast á einum stað upplýsingar um hversu mikið af íbúðarhúsnæði er í byggingu hverju sinni. Forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir þetta byltingu sem koma muni jafnvægi á markaðinn.
08.10.2021 - 18:00
Segja rangt að það stefni í metár í byggingu íbúða
Samtök iðnaðarins segja ekki rétt að það stefni í metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík, eins og Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar hélt fram á Facebook síðu sinni á föstudaginn. Íbúðatalning samtakanna styðji alls ekki þá fullyrðingu.
04.10.2021 - 11:51
Ekki færri íbúðir í byggingu í fjögur og hálft ár
Ekki hafa færri íbúðir verið í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í febrúar 2017. Haldi þessi þróun áfram mun íbúðaverð halda áfram að hækka. Þetta segir hagfræðingur Samtaka iðnaðarins sem segir ástæðuna fyrst og fremst lóðaskort.
Segir ákvörðun Seðlabankans rökrétta
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ákvörðun fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands um að takmarka greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána við 35 prósent og 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur rökrétta. Úrræðið bitni ekki mest á tekjulægstu hópunum.
29.09.2021 - 12:00
Stofnandi Evergrande stappar stáli í starfsfólk
Xu Jiayin stjórnarformaður kínverska fasteignarisans Evergrande kveðst vongóður um að fljótlega birti til í rekstri fyrirtækisins. Hann lofaði starfsfólki því í bréfi að gera allt til að fyrirtækið héldi velli og þakkaði því vel unnin störf.
21.09.2021 - 05:27
Hlutabréf féllu í kauphöllinni í Hong Kong í morgun
Verð hlutabréfa féll í Kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Ástæða þess er afar erfið skuldastaða kínverska fasteignarisans Evergrande.
Spá áframhaldandi hækkun íbúðaverðs
Íbúðaverð hér á landi heldur áfram að hækka næstu mánuði á svipuðum hraða og síðustu mánuði, ef marka má spá greiningardeildar Íslandsbanka. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar húsnæðisverð að mestu, hefur hækkað um 7,5 prósent frá því í mars. Í ágúst nam árshækkun íbúðaverðs á landinu öllu ríflega 13 prósentum.
10.09.2021 - 14:29
Dregið hefur úr fasteignaviðskiptum
Talsvert hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði að undanförnu samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lítið framboð og erfiðari fjármögnun skýra stöðuna. Sölutími fasteigna hefur lengst lítillega en er þó nálægt sögulegu lágmarki.
Hækka íbúðalánavexti á morgun
Íslandsbanki verður á morgun síðasti viðskiptabankinn til að hækka vexti í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti úr einu prósenti í 1,25 prósent í lok síðasta mánaðar. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir en breytilegir vextir hækka um 0,15 prósentustig.
06.09.2021 - 16:13
Íbúðafjárfesting dregst saman
Íbúðafjárfesting dróst saman um þrjú prósent milli ára á öðrum ársfjórðungi og var tæplega 40 milljarðar króna samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.
06.09.2021 - 10:45
Meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri
Framboð íbúða sem auglýstar eru til sölu heldur áfram að dragast saman, á höfuðborgarsvæðinu nemur samdrátturinn um 60% á einu ári. Á sama tíma er salan mikil og því seljast íbúðir nú hraðar að meðaltali en nokkru sinni áður. Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu í júní á þessu ári nam 37 dögum, samanborið við 51 dag á sama tíma í fyrra. Þegar litið er til landsbyggðarinnar er meðalsölutíminn almennt lengri og mældist 62 dagar í júní, samanborið við 89 daga í júní 2020.
12.08.2021 - 14:48
Einstæðir foreldrar og einbúar oftast í fjárhagsvanda
Fjöldi fullorðinna á heimili virðist hafa lykiláhrif á fjárhag þess og börn hafa fyrst og fremst áhrif á fjárhaginn ef aðeins einn fullorðinn býr á heimilinu, samkvæmt niðurstöðum sem kynntar voru í dag á vef Hagstofu Íslands.
Kórónuveirukreppan hætt að bíta á Nýja Sjálandi
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi á fyrsta fjórðungi ársins nemur um 1,6% sem er betra en búist hafði verið við. Upphafleg spá gerði ráð fyrir um hálfs prósents vexti mánuðina janúar til mars en samdráttur var um 1% á síðasta fjórðungi ársins 2020.
Hvetja sveitarfélög til að úthluta lóðum
Hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hvetur sveitarfélög til þess að úthluta lóðum svo mæta megi óuppfylltri íbúðaþörf sem sjaldan hefur verið meiri en nú. Alls vantar 4.450 íbúðir hér á landi, samkvæmt nýuppfærðri þarfagreiningu hagdeildarinnar. Þörfin eykst um 500 íbúðir frá greiningu hagdeildarinnar í upphafi árs, enda reyndust íbúar landsins vera um þúsund fleiri en þá var talið.
31.05.2021 - 09:39
Verðbólgan hjaðnar milli mánaða
Verðbólgan hjaðnar frá því í apríl en hún mælist nú 4,4 prósent en hún var 4,6 prósent í apríl. Húsnæðisverð hefur vegið þyngst í hækkunum verðbólgu undanfarna mánuði en Seðlabankinn spáir því að verðbólgumarkmiðum verði náð fyrir lok árs.
Hækkun íbúðaverðs sú mesta frá árinu 2007
Ekki má lengur fullyrða að hækkun á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu sé hófleg, að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Hækkun milli mánaða í marsmánuði var sú mesta frá árinu 2007.
Aukin eftirspurn eftir stærri eignum í heimsfaraldrinum
Samkomutakmarkanir og meiri viðvera fólks heima við gæti verið ein skýring þess að eftirspurn eftir stóru sérbýli hefur stóraukist, og ber í raun uppi þá hækkun sem nú er á fasteignaverði. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag spá um að íbúðaverð hækki um 10,5% í ár, milli ársmeðaltala.
Örlítil hjöðnun í maí en verðbólgan er samt þrálát
Tólf mánaða verðbólga mælist 4,4% í maí gangi spá greiningardeildar Íslandsbanka eftir en hún var 4,6% í apríl. Það byggir á spá bankans um 0,4% lækkun vísitölu neysluverðs í mánuðinum.
Lands- og Íslandsbanki ósammála um vaxtahækkanir
Mikil og þrálát verðbólga ásamt að dregið hefur úr óvissu um komandi efnahagsbata auka líkur á að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans um 0,25 prósent. Þetta er mat greiningar Íslandsbanka en næsta vaxtaákvörðun verður 19. maí næstkomandi. Á hinn bóginn telur Hagsjá Landsbankans að vextir verði óbreyttir áfram, fram í ágúst.