Færslur: Húsnæðismarkaður

Sjónvarpsfrétt
Aukið jafnvægi á húsnæðismarkaði Akureyrar
Fasteignamarkaðurinn virðist vera að færast í eðlilegra horf um allt land. Auknar skorður sem settar hafa verið kaupendum fyrstu eignar hafa sett sinn svip á stöðu markaðarins og komið niður á ungu fólki.
Sjónvarpsfrétt
Minni hækkun en raunverð íbúða aldrei hærra
Dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs í júní sem lækkaði. Raunverð íbúða hefur þó aldrei verið hærra. Fasteignasali segir eftirspurn aðeins hægara sem sé vonandi merki um eðlilegri tíma.
„Tvenns konar hætta sem fylgir þessu”
Ríki og sveitarfélög undirrita í dag samning um uppbyggingu 35 þúsund nýrra íbúða. Prófessor í hagfræði segir það jákvætt að stjórnvöld bregðist við húsnæðisvandanum en bendir á að of mikil og hröð uppbygging geti reynst þensluhvetjandi. 
12.07.2022 - 11:59
Viðsnúningur að verða á húsnæðismarkaði
Fyrstu merki um viðsnúning á húsnæðismarkaði eru farin að gera vart við sig og framboð eykst með hverjum degi, að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.  Framboð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um nærri helming á tveimur mánuðum og um tvo þriðju frá því í byrjun febrúar.
Sjónvarpsfrétt
Vísbendingar um minnkandi spennu á húsnæðismarkaði
Vísbendingar eru um minnkandi spennu á fasteignamarkaði. Færri mæta á opin hús og færri íbúðir seljast á yfirverði. Svo virðist sem vaxtahækkanir Seðlabankans séu farnar að hafa áhrif og færri hafi efni á að taka lán.
„Vandræðin eru fyrst og fremst skortur á framboði”
Seðlabankinn hefur lækkað veðsetningarhlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr níutíu prósentum í áttatíu og fimm prósent. Tilgangurinn er að bregðast við hækkandi fasteignaverði og mikilli skuldsetningu ungmenna. 
15.06.2022 - 12:10
Fasteignamat hækkar um 19,9 prósent
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna, samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023.
Sjónvarpsfrétt
Ekki víst að meiri byggingakostnaður þýði dýrari íbúðir
Þó svo að mikil hækkun hafi orðið á byggingaefnum er ekki sjálfgefið að það leiði til hækkunar á íbúðaverði. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbanka telur að íbúðaverð hafi náð einhvers konar þolmörkum og að það hægi á verðhækkunum á íbúðum.  
Sjónvarpsfrétt
Vilja byggja 35.000 íbúðir á 10 árum
Starfshópur forsætisráðherra leggur til að byggðar verði þrjátíu og fimm þúsund íbúðir á landinu næstu tíu ár, til þess að bregðast við húsnæðisskorti. Hópurinn vill að ríki og sveitarfélög geri rammasamning sín á milli til þess að tryggja uppbygginguna.
Skortir langtímaáætlanir í húsnæðismálum
Leggja þarf mikla áherslu á langtímaáætlanagerð í húsnæðismálum þar sem árlega er greind þörf fyrir uppbyggingu og gerð áætlun sem miðar að því að byggja í takt við þörf. Þetta er meðal helstu niðurstaðna starfshóps um aðgerðir um umbætur á húsnæðismarkaði.  
19.05.2022 - 13:32
Ekki brugðist við hættumerkjum á húsnæðismarkaði
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að ekki hafi verið brugðist við hættumerkjum síðustu ára á húsnæðismarkaði.
Hægt að hefja vinnu við 14 þúsund íbúðir
Útlit er fyrir metfjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu telja þó að þær íbúðir sem þegar er búið að samþykkja í skipulagi sveitarfélaganna dugi til að mæta þessari fólksfjölgun og meira til. Í nýrri greiningu á stöðu húsnæðismála er velt upp tólf álitaefnum um hvað kunni að tefja tafir sem verða frá því skipulag er samþykkt þar til íbúðirnar standa klárar fyrir fyrstu íbúana.
Mælir gegn því að húsnæðisliðurinn verði tekinn út
Hagstofa Íslands mælir gegn því að ekki verði tekið tillit til húsnæðiskostnaðar við útreikning á vísitölu neysluverðs. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem vilja fjarlæga húsnæðisliðinn úr útreikningnum. Í janúar lögðu nokkrir þingmenn Flokks fólksins fram frumvarp um breytingu á lögum um vísitölu neysluverðs, þar sem lagt var til að húsnæðisliðurinn yrði tekinn út.
Hafa þurft að skila stofnframlögum vegna lóðaskorts
Bjarg íbúðafélag hefur þurft að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Formaður VR segir lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallar eftir aðgerðum í húsnæðismálum.
Brást hart við spurningum um mögulega sök Seðlabanka
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri brást hart við spurningu um hvort að stýrivaxtalækkanir í upphafi covid-faraldurs hefðu valdið verðhækkunum á húsnæðismarkaði og hvort að bankinn væri nú að bregðast við sjálfsköpuðum vanda með hækkun stýrivaxta. Hann sagði að orð fólks sem beindi sök að Seðlabankanum virtist bera keim af minnisleysi. Ásgeir bætti við að þveröfugt við gagnrýnina þá hefðu aðgerðir Seðlabankans skilað góðum árangri; tekist hefði að verja kaupmátt og atvinnusköpun.
09.02.2022 - 11:16
Vill undirbúa deiliskipulag fyrir Vatnsendahlíð strax
Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi leggur til að undirbúningur deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð verði hafinn þegar í stað, meðal annars til að mæta skorti á húsnæðismarkaði.
28.01.2022 - 07:09
Bætt húsnæðisöryggi fyrir um 10.000 manns
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti á gamlársdag lokaúthlutun sína á stofnframlögum til byggingar og kaupa á hagkvæmum íbúðum. Heildarúthlutun stofnunarinnar árið 2021 var 2,7 milljarðar króna.
Sjónvarpsfrétt
Hálfkláruð blokk seldist á tveimur dögum
Húsnæðisskorts gætir víða. Í sumum bæjarfélögum eru engar íbúðir til sölu og annars staðar seljast þær á mettíma. Sérfræðingar eru sammála um að byggja þurfi meira en áhrif faraldursins gætu tafið uppbyggingu.
Tveir nefndarmenn vildu hækka stýrivexti enn meira
Tveir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri, vildu hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í stað 0,25 eins og gert var á síðasta fundi nefndarinnar. Allir nefndarmenn studdu hins vegar tillögu Seðlabankastjóra um að hækka vexti bankans.
20.10.2021 - 18:28
Allir bankarnir búnir að tilkynna vaxtahækkanir
Íbúðalánavextir Íslandsbanka hækka á föstudaginn í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í byrjun mánaðar. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,15 prósentustig, óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,20 prósentustig en fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Þá hækka yfirdráttarvextir um 0,25 prósentustig.
20.10.2021 - 17:25
Vill að leiguverð taki mið af ráðstöfunartekjum
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill að stjórnvöld setji reglur um að húsaleiga megi ekki fara upp fyrir skilgreint hámark af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa staðið við mikilvæg atriði í lífskjarasamningnum og að semja þurfi um hærri laun til að mæta auknum húsnæðiskostnaði.
15.10.2021 - 17:51
Umsvif minnka en fasteignaverð hækkar áfram
Minnkandi framboð af íbúðum til sölu hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarna mánuði. Kaupsamningum fækkar og veltan minnkar. Spennan er samt áfram mikil og verð hækkar enn.
14.10.2021 - 10:01
Húsnæðisskortur tefur uppbyggingu á Skagaströnd
Húsnæðisskortur stendur íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu á Skagaströnd fyrir þrifum. Mikil ásókn er þar í íbúðarhúsnæði, en ekkert laust. Sveitarfélagið hefur meðal annars fellt niður gjöld af byggingalóðum til að liðka fyrir.
Verður bylting á húsnæðismarkaði
Innan skamms verður í fyrsta skipti hægt að nálgast á einum stað upplýsingar um hversu mikið af íbúðarhúsnæði er í byggingu hverju sinni. Forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir þetta byltingu sem koma muni jafnvægi á markaðinn.
08.10.2021 - 18:00
Segja rangt að það stefni í metár í byggingu íbúða
Samtök iðnaðarins segja ekki rétt að það stefni í metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík, eins og Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar hélt fram á Facebook síðu sinni á föstudaginn. Íbúðatalning samtakanna styðji alls ekki þá fullyrðingu.
04.10.2021 - 11:51