Færslur: Húsnæðismál

Vísbendingar um að húsnæðisöryggi leigjenda aukist
Fólk sem býr í leiguhúsnæði eða í foreldrahúsum telur líklegra nú að þeir kaupi sér fasteign á næstu 6 mánuðum heldur en síðastliðin þrjú ár. Færri leigjendur telja líklegt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir 6 mánuði í apríl, samkvæmt mælingu sem gerð var i janúar. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem birt var í morgun. Töluverð aukning mælist á milli ára meðal leigjenda sem telja sig búa við húsnæðisöryggi.
14.05.2020 - 09:19
Leigusamningum fjölgar og sölutími íbúða lengist
Þinglýstir kaupsamningar voru um 2.000 talsins á landinu öllu fyrstu þrjá mánuði ársins sem er svipaður fjöldi kaupsamninga og á sama tímabili í fyrra. Meðalsölutími íbúðarhúsnæðis hefur almennt lengst á undanförnum mánuðum í samanburði við sama tíma árið áður. Dregið hefur úr birtingu nýrra íbúðaauglýsinga og einnig hefur dregið úr því að auglýsingar séu teknar út úr birtingu, til að mynda vegna sölu. 
Breytingar sem eiga að stuðla að langtímaleigu
Bæta á húsnæðisöryggi leigjenda með því að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leiguverði og stuðla að langtímaleigu, samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda. ASÍ fagnar frumvarpinu.
Hægar gengur að selja nýjar íbúðir
Íbúðum fjölgaði um 3.400 á landinu öllu í fyrra. Þetta er mesta fjölgun síðan árið 2008 þegar þeim fjölgaði um 3.700, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mun lengri tíma tekur að selja nýjar íbúðir en þær eldri.
Myndskeið
Geta í fyrsta sinn greint íbúðaþörf eftir landshlutum
Byggja þarf tæplega tvö þúsund nýjar íbúðir á ári, næstu tuttugu ár, til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. Í fyrsta sinn er búið að greina íbúðaþörf eftir landshlutum.
Ætla að byggja leigumarkað upp á Akranesi
Uppbygging og aðgerðir eru fyrirhugaðar á Akranesi til þess að koma þar á virkum leigumarkaði að nýju eftir að Heimavellir hf. seldu þar sextíu leiguíbúðir á einu ári. 26 fjölskyldur fengu kynningu á þeim úrræðum sem standa til boða á íbúafundi í gær.
Segja Heimavelli hafa staðið við skilyrði kaupsamnings
Íbúðalánasjóður segir að Heimavellir stóðu við skilyrði um útleigu við kaup á íbúðum af sjóðnum á Akranesi 2015. Sala leigufélagsins á íbúðum á Akranesi um miðjan janúar brjóti því ekki í bága við kaupsamninginn 2015.
1130 skráð sig á lista eftir íbúð í Gufunesi
Meira en ellefu hundruð hafa skráð sig á lista eftir íbúð í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi. Engar íbúðir eru þó enn komnar í sölu. Dregið verður á milli kaupenda ef fleiri en einn sækjast eftir sömu íbúð.
08.12.2019 - 17:58
Leggja til mikla hækkun húsaleigu í félagslegum íbúðum
Lagt er til að húsaleiga í félagslegu húsnæði á vegum Kópavogsbæjar verði hækkuð um 30 af hundraði, þar sem leigutekjur standi ekki undir rekstri kerfisins og lánagreiðslum, eins og staðan er í dag. Þetta kemur fram í tillögum starfshóps um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi.
Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni
Leigjendur virðast finna til meira öryggis í húsnæðismálum en áður, samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var á Húsnæðisþingi í morgun. Raunverð íbúða hefur aldrei verið hærra og gæti hækkað enn meira að mati yfirhagfræðings hjá Íbúðalánasjóði.
27.11.2019 - 13:02
Fréttaskýring
Einbúar: „Þetta er náttúrulega ekki hagkvæmt“
Það er dýrt að reka heimili fyrir einn, pakkaferðir eru hannaðar fyrir dæmigerðar kjarnafjölskyldur og stórar pakkningar í verslunum ýta undir matarsóun. Spegillinn fékk tvær konur og tvo karla til að ræða reynslu sína af því að reka heimili fyrir einn og komst meðal annars að því að kjötsagir geta verið mikið þarfaþing á einmenningsheimilum og að með lagni geta einbúar stundum nýtt sér pakkaferðir ætlaðar kjarnafjölskyldum.
Myndskeið
„Útþenslu borgarinnar er lokið“
Útþenslunni er lokið í uppbyggingu Reykjavíkur, segir borgarstjóri. Útgefnum byggingarleyfum í borginni fækkar um 600 síðan í fyrra.
15.11.2019 - 19:48
Ættu að vara sig vegna gjaldþrots verktaka
Formaður Húseigendafélagsins segir það færast í vöxt að afhendingar dragist á íbúðum í nýbyggingum. Kaupendur íbúða við Gerplustræti í Mosfellsbæ ættu að vara sig vegna gjaldþrots verktaka.
04.11.2019 - 13:03
Myndskeið
Undirbúa lögsókn vegna Gerplustrætis
Stjórnarformaður Gerplustrætis ehf. undirbýr nú lögsókn á hendur fyrrverandi formanni félagsins eftir að uppbygging íbúða á vegum þess fór rúmlega þrjú hundruð milljónir fram yfir áætlaðan kostnað.
01.11.2019 - 19:54
Viðtal
Kjör á íbúðalánum sögulega góð
Kjör á íbúðalánum eru sögulega góð um þessar mundir, að sögn Elvars Orra Hreinssonar, sérfræðings í greiningu hjá Íslandsbanka. Af 20 milljón króna láni er hægt að spara allt að 200.000 krónur í vaxtakostnað á ári með því að taka hagstæðara lán, sé fólk með um 4 prósenta vexti á núverandi verðtryggðu láni og tekur nýtt verðtryggt lán með 3 prósenta vöxtum.
16.10.2019 - 10:07
Myndskeið
Fasteignamat lækkar hvergi á milli ára
Tæplega níutíu milljóna króna munur er á hæsta og lægsta heildarmati fasteigna á landinu og tæplega 200 þúsund krónum munar á fasteignagjöldum. Í fyrsta sinn frá árinu 2014 lækkar fasteignamat hvergi á milli ára.
06.10.2019 - 18:40
Markaðnum ekki treystandi fyrir húsnæðisöryggi
Forseti ASÍ segir að málefni fjárfestingarsjóðsins Gamma staðfesti það að hinum frjálsa markaði sé ekki treystandi fyrir húsnæðisöryggi fólks. Eigið fé í eigu Gamma þurrkaðist nánast upp eftir að það var endurmetið og fjárfestar hafa tapað hundruðum milljóna. 
05.10.2019 - 12:38
Myndskeið
Segir FME hljóta að rannsaka GAMMA Novus
Sérfræðingur í fjármálamörkuðum segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að taka málefni fjárfestingasjóðsins Gamma Novus til skoðunar, ef það er ekki þegar byrjað á því. Forsvarsmenn Gamma vinna að áætlun sem ætlað er að hámarka endurheimtur úr sjóðnum.
03.10.2019 - 19:22
Myndband
Heimilislausum fjölgar og vandi eykst
Heimilislausum hefur fjölgað á þessu ári að mati verkefnastýru Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum, sem sinnir heimilislausum og vímuefnaneytendum. Þá hefur ungu fólki sem nýtir þjónustuna fjölgað. 
11.09.2019 - 18:55
Segir margt í bígerð fyrir fyrstu íbúðarkaup
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir margt í undirbúningi, sem kynnt verði á Alþingi í vetur, varðandi stuðning við þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Þær breytingar komi ekki fram í fjárlagafrumvarpinu. Þar komi hins vegar fram nokkurra milljarða stuðningur til byggingar leiguíbúða.
08.09.2019 - 18:36
Segir húsnæðismál ungs fólks vanta í frumvarp
Hagfræðingur ASÍ segist sjá þess lítinn eða engan stað í fjárlagafrumvarpinu, sem áður hafi verið rætt um í húsnæðismálum, það er  stuðning við ungt fólk og þá sem eru að kaupa fasteign í fyrsta sinn. Þó sé ánægjulegt að staðið verði við loforð um aukin framlög til leiguhúsnæðis fyrir lágtekjufólk. 
08.09.2019 - 12:01
Aðgerðir vegna myglu standa enn í HA
Enn eru miklar framkvæmdir í Háskólanum á Akureyri vegna myglu. Tvær skrifstofubyggingar með aðstöðu fyrir 25 starfsmenn voru tæmdar þar á síðasta ári og standa enn tómar. Aðgerðirnar kosta um 70 milljónir króna.
27.08.2019 - 19:04
Viðtal
Ný húsnæðislán vegna markaðsbrests
Ný tegund húsnæðislána til að byggja íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni er til komin vegna brests á markaðnum. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þegar markaðurinn sinni ekki sínu hlutverki þá verði stjórnvöld að bregðast við.
27.08.2019 - 10:33
FEB fær viku til þess að skila greinargerð
Lögmenn kaupenda íbúða við Árskóga í Breiðholti lögðu fram aðfararbeiðnir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómari veitti Félagi eldri borgara viku frest til þess að gera grein fyrir vörnum sínum.
Íhugaði að segja af sér vegna Árskóga
Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík, hefur íhugað að segja af sér vegna Árskógarmálsins og segir ekki sjálfgefið að stjórnin sitji áfram. Kaupendum íbúða í fjölbýlishúsinu á Árskógum hefur verið gert sáttatilboð. Tilboðið felur í sér að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um.