Færslur: Húsnæðismál

Heimstaden hyggst ekki stórlækka verð að fordæmi Bjargs
Leigufélagið Heimstaden hyggst ekki taka áskorun varaformanns Íbúðafélagsins Bjargs um að stórlækka leiguna. Framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi segir að félagið hafi ekki kost á að endurfjármagna öll lán sín með sama hætti og Bjarg. Leiguverð ráðist fyrst og fremst af framboði og eftirspurn. 
22.07.2021 - 16:23
Sjónvarpsfrétt
Þorpið afhenti íbúðir
Biðröð myndaðist utan við nýtt fjölbýlishús í Gufunesi í Reykjavík dag þar sem 45 íbúðakaupendur fengu lykla afhenta. Allir voru þeir að kaupa fyrstu íbúð sína. Félagsmálaráðherra afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni og síðan fengu nýir eigendur sína lykla hver af öðrum. Þorpið vistfélag byggði íbúðirnar, en alls stendur til að byggja 137 íbúðir. 
Eigandi starfsmannaleigu dæmdur fyrir hættulegt húsnæði
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eiganda starfsmannaleigu í dag til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Maðurinn var ákærður fyrir að stefna starfsmönnum sínum í hættu með því að útbúa fyrir þá búseturými í iðnaðarhúsnæði sem hann réði. Þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók húsnæðið út taldi það til margvíslega hættu sem íbúum var búin.
Aukin eftirspurn eftir stærri eignum í heimsfaraldrinum
Samkomutakmarkanir og meiri viðvera fólks heima við gæti verið ein skýring þess að eftirspurn eftir stóru sérbýli hefur stóraukist, og ber í raun uppi þá hækkun sem nú er á fasteignaverði. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag spá um að íbúðaverð hækki um 10,5% í ár, milli ársmeðaltala.
Vikulokin
Mikill húsnæðiskostnaður og atvinnuleysi áhyggjuefni
Það er mat þriggja verkalýðsforingja sem að eitt brýnasta verkalýðsfélaga sé að vel takist til við innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Í dag gengur stytting vinnuviku vaktavinnufólks í gildi. Fleira brennur þó á verkalýðsforingjunum.
Tvö ný hús fyrir heimilislausa tilbúin á Akureyri
Tvö ný smáhýsi fyrir heimilislaust fólk hafa verið tekin í notkun á Akureyri og áætlað að byggja fleiri á sama svæði. Formaður velferðarráðs bæjarins telur að loks hafi náðst sátt um hvar hús af þessu tagi skuli vera á Akureyri.
26.04.2021 - 09:26
Konur frekar í foreldrahúsum en karlar
Hlutfall kvenna, 18 ára og eldri, sem býr í foreldrahúsum er marktækt hærra en hlutfall karla. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og er í samræmi við mælingar síðasta árs. Alls búa 14,3 prósent kvenna yfir 18 ára hjá foreldrum sínum en 8,5 prósent karla. 
16.04.2021 - 13:30
„Hræðilegt“ að kaupa sína fyrstu íbúð í dag
Kona sem nýlega keypti sína fyrstu íbúð segir hraðann á fasteignamarkaði stressandi og rifist um eignirnar. Skoðurnarmaður fasteigna segir að sölupressan sé slík að fólk hafi ekki tíma til að bíða eftir ástandsskýrslu. Formaður Neytendasamtakanna segir kaupendur í þröngri stöðu og vill sjá breytta umgjörð um fasteignaviðskipti.
10.04.2021 - 09:05
Íbúðum í byggingu fækkar um fjórðung milli ára
Um 3.523 íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 4.610 fyrir ári síðan. Íbúðum í byggingu fækkar þannig um fjórðung milli ára og hafa ekki verið færri á landsvísu í fjögur ár. Þetta kemur fram í úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem byggir á tölum Samtaka iðnaðarins.
29.03.2021 - 16:06
Ráðherra kynnti tillögur til úrbóta í brunavörnum
Heimildir til að fjöldi fólks verði skráður á sama lögheimili verða endurskoðaðar og kannað skal hve margir búa húsnæði sem ekki er ætlað til íbúðar. Jafnramt skal skrá alla leigusamninga ásamt því sem skilgreina ber mismunandi tegundir útleigu.
Vilja kaupa eða byggja 359 leiguíbúðir
Bjarg íbúðafélag, Brynja hússjóður og Félagsbústaðir sendu inn umsagnir til Reykjavíkurborgar um stofnframlög til að kaupa eða byggja leiguíbúðir fyrir tekju- og eignalitlar fjölskyldur. Umsóknarfrestur rann út í gær. Umsóknirnar eru vegna átta verkefna sem snúa að byggingu eða kaupum á samtals 359 íbúðum. Félögin vilja kaupa 214 íbúðir og byggja 145 til viðbótar.
23.02.2021 - 16:03
Leiguverð heldur áfram að lækka
Leiguverð heldur áfram að lækka á höfuðborgarsvæðinu en þegar horft er á þróun vísitölu leiguverðs tólf mánuði aftur í tímann lækkaði verðið annan mánuðinn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fjallaði um verðþróunina í gær.
19.02.2021 - 08:25
Vill fækka flöskuhálsum og fjölga hagrænum hvötum
Stjórnvöld ætla að kortleggja kolefnisspor byggingageirans því það er grunnforsenda þess að geta byrjað að minnka það. Verktaki segir ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtæki taki kostnaðinn við að byggja grænni hús alfarið á sig. Skortur á innviðum sé flöskuháls.
Miklar sveiflur hérlendis í verði og framboði fasteigna
Raunverð íbúða á Íslandi hefur hækkað um 40% frá árinu 2015 en eitt til 20% í á hinum Norðurlöndunum. Verð íbúða í Finnlandi hefur haldist nánast óbreytt á því tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Spegillinn
Ekki fasteignasala að skipta sér af óleyfisbúsetu
Í nýrri skýrslu vinnuhóps húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er lagt til að fólki verði leyft að skrá aðsetur í atvinnuhúsnæði. Fasteignasali sem selur og leigir meðal annars íbúðir í atvinnuhúsnæði telur að það væri skref í rétta átt. Staða fólks sem leigir atvinnuhúsnæði sé oft erfið.
Allir húsaleigusamningar verði skráðir í gagnagrunn
Félagsmálaráðherra segir sláandi að sjá hversu margir búi í ólöglegu íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann vonast til að nýtt húsaleigufrumvarp bæti yfirsýnina og skýri regluverkið. Koma á tillögum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til framkvæmda í vor.
Bætt samningsstaða leigjenda og leiguverð lækkar áfram
Fólki á leigumarkaði fækkaði á nýliðnu ári en framboð íbúða jókst. Með minni eftirspurn og auknu framboði lækkaði leiguverð og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að leiguverð haldi áfram að lækka á þessu ári.
28.01.2021 - 13:54
Spegillinn
Byggja þarf 3000 íbúðir á ári á næstu 10 árum
Byggja þarf þrjú þúsund íbúðir á ári til þess að sinna húsnæðisþörf landsmanna. Þetta kom fram á Húsnæðisþingi í dag hjá þeim Ólafi Sindra Helgasyni yfirhagfræðingi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Karlottu Halldórsdóttur sérfræðingar hjá sömu stofnun.
27.01.2021 - 17:00
Spá því að íbúðaskortur aukist á næstu árum
Gera má ráð fyrir að íbúðaskortur aukist um 700 íbúðir á næsta ári og 1600 íbúðir í viðbót árið 2022. Þörf fyrir litlar íbúðir eykst mest. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um stöðu og þróun húsnæðismála sem kynnt var á árlegu húsnæðisþingi HMS og félagsmálaráðuneytisins sem hófst kl.13.
Íbúðaverð hækkar en leiguverð lækkar víða
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hratt á nýliðnu ári en leiguverð stóð í stað og lækkaði víða. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
12.01.2021 - 14:07
Myndskeið
64 íbúðir í húsinu sem áður hýsti Þórscafé og Baðhúsið
Verið er að reisa 64 íbúðir í sögufrægu húsi við Brautarholt sem hefur verið í niðurníðslu árum saman. Verktakinn segir að húsið sé í hörmulegu ástandi. Kostnaður við verkið er rúmur milljarður.
02.01.2021 - 19:32
Áttatíu nýjar íbúðir fyrir þrjá milljarða
Reisa á um áttatíu íbúðir á Akranesi fyrir almennan leigumarkað; og fyrir fatlað fólk, öryrkja og aldraða. Þetta er þriggja milljarða uppbygging sem á meðal annars að koma til móts við skort á leiguhúsnæði á Skaganum.
Fasteignamarkaður líflegur á árinu
Sögulega lágir vextir, góðir lánamöguleikar og sterkur kaupmáttur skýrir lífleg fasteignaviðskipti að undanförnu. Ástandið mun þó aðeins tekist að róast og færri íbúðir skráðar til sölu enda mikið selst á árinu.
Fjárhagsstaða leigjenda versnar
Leigjendum hefur fækkað eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út og fleiri búa nú í foreldrahúsum. Fjárhagur leigjenda versnar en fjárhagur þeirra sem búa í eigin húsnæði batnar.