Færslur: Húsnæðismál

Sjónvarpsfrétt
Hrísey orðin fórnalamb eigin velgengni
Næstum helmingur allra húsa í Hrísey eru orlofshús. Fjölskyldur geta ekki flutt þangað vegna skorts á íbúðarhúsnæði. Hríseyingar hafa áhyggjur af afleiðingunum sem þessi þróun gæti haft. 
14.11.2022 - 13:04
Fasteignamarkaðurinn kólnar áfram
Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána hefur hækkað um 65% frá fyrri hluta árs 2021. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefin var út í morgun. Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna og eykst framboð íbúða hratt á sama tíma og viðskiptum fer fækkandi.
„Fjöldahjálparstöð algjört neyðarúrræði"
Í morgun hafði 2,941 komið hingað til lands þar af 1761 frá Úkraínu. Húsnæðismálin eru ennþá flöskuhálsinn. „Þetta verður þyngra með hverjum deginum það er ekkert launungarmál", segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri við móttöku flóttafólks.
Aðgerðir Seðlabanka skýri kólnandi íbúðamarkað
Sérfræðingar Íslandsbanka telja að nú sjái fyrir endann á verðhækkunum á íbúðamarkaði á Íslandi. Í nýrri þjóðhagsspá bankans segir að hækkun íbúðaverðs á árinu sé að mestu þegar komin fram, verð muni lítið hækka á næsta ári og svo standa í stað árið 2024.
26.09.2022 - 11:52
Íbúðum á sölu fjölgar hratt
Framboð íbúða á fasteignamarkaði hefur aukist hratt að undanförnu. Frá 20. til 29. ágúst fjölgaði þeim um 101 á höfuðborgarsvæðinu. Frá júlílokum hefur íbúðunum fjölgað um 313, úr 700 í 1013. Þetta er 45% aukning á einum mánuði. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Ekki búið staðaldri í 717 húsum í Þórshöfn
Nýjar tölur sýna að hundruð mannabústaða af ýmsu tagi standa meira og minna tómir í Þórshöfn, höfuðstað Færeyja, og næsta nágrenni. Þetta er viðbót við opinberar tölur frá árinu 2018 þar sem fram kom að ekki er búið að staðaldri í ríflega þrettán af hundraði íbúða.
16.08.2022 - 02:45
Sjónvarpsfrétt
Full endurgreiðsla virðisaukaskatts hættir
Ekki er hægt að fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði eftir mánaðamótin. Endurgreiðslur í ár eru margfalt minni en í fyrra þegar þær námu nærri ellefu milljörðum.
Sjónvarpsfrétt
Um fimmtán hundruð íbúðir rísa á Akureyri á næstu árum
Húsnæðisskortur hefur verið á Akureyri um nokkurt skeið, eins og víða á landinu. Nú horfir til betri vegar þar sem áætlað er að um 1500 íbúðir rísi á næstu árum.
09.08.2022 - 15:02
Sjónvarpsfrétt
Aukið jafnvægi á húsnæðismarkaði Akureyrar
Fasteignamarkaðurinn virðist vera að færast í eðlilegra horf um allt land. Auknar skorður sem settar hafa verið kaupendum fyrstu eignar hafa sett sinn svip á stöðu markaðarins og komið niður á ungu fólki.
Sjónvarpsfrétt
Minni hækkun en raunverð íbúða aldrei hærra
Dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs í júní sem lækkaði. Raunverð íbúða hefur þó aldrei verið hærra. Fasteignasali segir eftirspurn aðeins hægara sem sé vonandi merki um eðlilegri tíma.
Viðtal
Húsnæði verði ekki lengur áhættufjárfesting
Rúmur þriðjungur af þeim 35 þúsund íbúðum sem stefnt er að því að byggja á vegum ríkis og sveitarfélaga á að verða íbúðir á viðráðanlegu verði eða félagslegar íbúðir, segir innviðaráðherra.
Viðsnúningur að verða á húsnæðismarkaði
Fyrstu merki um viðsnúning á húsnæðismarkaði eru farin að gera vart við sig og framboð eykst með hverjum degi, að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.  Framboð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um nærri helming á tveimur mánuðum og um tvo þriðju frá því í byrjun febrúar.
Ríki og sveitarfélög byggja 35 þúsund íbúðir
Ríki og sveitarfélög stefna að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Innviðaráðherra undirritar rammasamning þess efnis á morgun.
Fasteignamat hækkar um 19,9 prósent
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna, samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023.
Sjónvarpsfrétt
Keppast við að yfirbjóða í takmarkaðan fjölda íbúða
Íbúðir sem auglýstar eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei selst eins hratt. Tilvonandi fasteignakaupendur sem litu við á opið hús á dögunum segja farir sínar ekki sléttar af húsnæðisleitinni.
Allt að helmingshækkun húsnæðis á Akureyri
Fasteignasali á Akureyri segir húsnæðisverð í bænum hafa hækkað um þrjátíu til fimmtíu prósent á síðustu tveimur til þremur árum. Mikill skortur sé á eignum á sölu og um helmingur er seldur á yfirverði.
20.05.2022 - 11:54
Telja að verðbólga nái hámarki í haust
Gert er ráð fyrir því að verðbólga nái hámarki seinnipart árs 2022 og verði að meðaltali um 7,4% í ár. Einnig eigi stýrivextir eftir að hækka talsvert á árinu og talið er að þeir verði um 6% í lok árs. Á næsta ári gætum við farið að sjá vaxtalækkanir. 
Sjónvarpsfrétt
AGS: Efnahagsástand gott en aðgerða þörf gegn áhættu
Ferðaþjónusta hefur rétt fyrr úr kútnum en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taldi í fyrra og sendinefnd sjóðsins segir efnahagshorfur jákvæðar. Sendinefndin hefur rætt við Seðlabankann um að styrkja þurfi frekar varúðarráðstafanir um húsnæðismarkaðinn. 
X22 Kastljós
Þarf að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum
Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á undanförnum árum hefur framboð ekki haldið í við eftirspurn. Eftir metuppbyggingu síðustu ára hefur hægt á framkvæmdum en svo virðist sem lóðaskorti sé ekki um að kenna. Byggja þarf 3500 til 4000 íbúðir á ári næsta áratuginn til að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði.
Hægt að hefja vinnu við 14 þúsund íbúðir
Útlit er fyrir metfjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu telja þó að þær íbúðir sem þegar er búið að samþykkja í skipulagi sveitarfélaganna dugi til að mæta þessari fólksfjölgun og meira til. Í nýrri greiningu á stöðu húsnæðismála er velt upp tólf álitaefnum um hvað kunni að tefja tafir sem verða frá því skipulag er samþykkt þar til íbúðirnar standa klárar fyrir fyrstu íbúana.
Fjölgar um tæplega 6.000 íbúðir í Kópavogi til 2040
Kópavogsbær áætlar að um 5.600 íbúðir geti risið á næstu tveimur áratugum í þeim sex hverfum í borginni þar sem fjölgun verður mest. 
24.03.2022 - 14:21
Sjónvarpsfrétt
Stuðningur meiri við þá tekjuhærri en þá tekjulægri
Beinn húsnæðisstuðningur hefur á undanförnum árum færst til þeirra tekjuhærri í gegnum ráðstöfun séreignarlífeyris á húsnæðismarkaði. Þetta er álit Alþýðusambandsins. Á sama tíma hafi dregið úr stuðningi við hina tekjulægri
22.03.2022 - 22:34
Viðtal
„Aldrei verið jafn fáar íbúðir til sölu“
Aðeins rúmlega 300 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og þyrftu að vera tíu sinnum fleiri til að jafnvægi næðist á markaðnum, segir Monika Hjálmtýsdóttir, varaformaður Félags fasteignasala. Meðalkaupverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 20 milljónir undanfarið ár. Til að slá á eftirspurnina gæti Seðlabankinn þurft að hækka vexti enn meira að mati hagfræðings hjá Landsbankanum.
16.02.2022 - 19:51
Skilgreint leiguþak og mikilvægt að byggja rétt
Viðbúið er að húsnæðismál verði lykilatriði við gerð næstu kjarasamninga en ekki er hægt að bíða með að taka á vandamálum á húsnæðismarkaði þar til samningar losna á almennum vinnumarkaði í nóvember. Þetta sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Silfrinu í dag.
13.02.2022 - 13:54
Silfrið
Fordæmalausar launahækkanir og ekki á það bætandi
Launahækkanir á Íslandi á liðnum árum eru án fordæma á Vesturlöndum. Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Mest lesið