Færslur: Húsnæðismál

Allir bankarnir búnir að tilkynna vaxtahækkanir
Íbúðalánavextir Íslandsbanka hækka á föstudaginn í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í byrjun mánaðar. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,15 prósentustig, óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,20 prósentustig en fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Þá hækka yfirdráttarvextir um 0,25 prósentustig.
20.10.2021 - 17:25
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 16,6 prósent á einu ári
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,2 prósent á milli mánaða í september. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 3,8 prósent, um 9,5 prósent síðustu sex mánuði og um 16,6 prósent síðastliðna tólf mánuði. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Þjóðskrár.
19.10.2021 - 23:15
Vill að leiguverð taki mið af ráðstöfunartekjum
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill að stjórnvöld setji reglur um að húsaleiga megi ekki fara upp fyrir skilgreint hámark af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa staðið við mikilvæg atriði í lífskjarasamningnum og að semja þurfi um hærri laun til að mæta auknum húsnæðiskostnaði.
15.10.2021 - 17:51
Fjölmargir greiða yfir 70% ráðstöfunartekna í húsaleigu
Um tíundi hluti allra leigjenda á landinu ver meira en 70 prósentum ráðstöfunartekna sinna til að borga húsaleigu og ríflega fjórðungur leigjenda þarf að greiða yfir helming tekna sinna í húsaleigu. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var á vef stofnunarinnar í gær.
Spegillinn
Skýla þarf fólki fyrir vaxta- og verðsveiflum
Húsnæðismál eiga að snúast um að fólk komist í öruggt skjól en ekki þjóna fjármálaöflunum að mati Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands. Verkalýðshreyfingin geri kröfur á ríkið í húsnæðismálum - hver sem staða samninga sé. 
Efar að nýjar reglur hafi teljandi áhrif á húsnæðisverð
Verðhækkun á húsnæði er helsti drifkraftur verðbólgu hér á landi og samkvæmt íbúðavísitölu Þjóðskrár hækkaði húsnæðisverð um 2,2 prósent milli mánaða í ágúst. Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ, segir ólíklegt að nýjar reglur Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar hafi teljandi áhrif á húsnæðisverð. Vandinn sé aðallega á framboðshliðinni.
02.10.2021 - 12:54
Ekki færri íbúðir í byggingu í fjögur og hálft ár
Ekki hafa færri íbúðir verið í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í febrúar 2017. Haldi þessi þróun áfram mun íbúðaverð halda áfram að hækka. Þetta segir hagfræðingur Samtaka iðnaðarins sem segir ástæðuna fyrst og fremst lóðaskort.
Leiguverð í hæstu hæðum á ný
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9 prósent milli mánaða í ágúst og vísitalan er hærri en nokkru sinni fyrr.
23.09.2021 - 15:39
Húsnæðismál fatlaðra í ólestri árum saman
Það blasir við hverjum manni að svona gengur þetta ekki lengur með húsnæðismál fatlaðra, segir formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgasvæðinu. Sex hundruð manns séu á biðlista hjá Öryrkjabandalaginu og á annað hundrað árum saman hjá borginni.
Á annað hundrað fatlaðir á biðlistum eftir húsnæði
Fjörutíu fatlaðir hafa beðið í meira en fimm ár eftir húsnæði og eru hundrað þrjátíu og fimm á biðlista sem hefur litlum breytingum tekið síðustu ár.
10.09.2021 - 15:35
Hækka íbúðalánavexti á morgun
Íslandsbanki verður á morgun síðasti viðskiptabankinn til að hækka vexti í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti úr einu prósenti í 1,25 prósent í lok síðasta mánaðar. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir en breytilegir vextir hækka um 0,15 prósentustig.
06.09.2021 - 16:13
Íbúðafjárfesting dregst saman
Íbúðafjárfesting dróst saman um þrjú prósent milli ára á öðrum ársfjórðungi og var tæplega 40 milljarðar króna samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.
06.09.2021 - 10:45
Arion banki hækkar íbúðalánavexti
Arion banki tilkynnti í dag um hækkun á inn- og útlánavöxtum sem tekur gildi á morgun. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti úr einu prósenti í 1,25 prósent í síðustu viku.
02.09.2021 - 17:55
Fækkuðu um einn bekk vegna tafar á afhendingu húsnæðis
Laugalækjarskóli fór þess á leit við Reykjavíkurborg á síðasta skólaári að fá lausar skólastofur við skólann til að bregðast við fjölgun nemenda. Óskað var eftir því að stofurnar yrðu tilbúnar fyrir skólabyrjun. Nú er skólastarf hafið á ný en framkvæmdir við skólann ekki enn hafnar af ráði, að sögn Jóns Páls Haraldssonar, skólastjóra Laugalækjarskóla.
23.08.2021 - 16:40
Heimstaden hyggst ekki stórlækka verð að fordæmi Bjargs
Leigufélagið Heimstaden hyggst ekki taka áskorun varaformanns Íbúðafélagsins Bjargs um að stórlækka leiguna. Framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi segir að félagið hafi ekki kost á að endurfjármagna öll lán sín með sama hætti og Bjarg. Leiguverð ráðist fyrst og fremst af framboði og eftirspurn. 
22.07.2021 - 16:23
Sjónvarpsfrétt
Þorpið afhenti íbúðir
Biðröð myndaðist utan við nýtt fjölbýlishús í Gufunesi í Reykjavík dag þar sem 45 íbúðakaupendur fengu lykla afhenta. Allir voru þeir að kaupa fyrstu íbúð sína. Félagsmálaráðherra afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni og síðan fengu nýir eigendur sína lykla hver af öðrum. Þorpið vistfélag byggði íbúðirnar, en alls stendur til að byggja 137 íbúðir. 
Eigandi starfsmannaleigu dæmdur fyrir hættulegt húsnæði
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eiganda starfsmannaleigu í dag til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Maðurinn var ákærður fyrir að stefna starfsmönnum sínum í hættu með því að útbúa fyrir þá búseturými í iðnaðarhúsnæði sem hann réði. Þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók húsnæðið út taldi það til margvíslega hættu sem íbúum var búin.
Aukin eftirspurn eftir stærri eignum í heimsfaraldrinum
Samkomutakmarkanir og meiri viðvera fólks heima við gæti verið ein skýring þess að eftirspurn eftir stóru sérbýli hefur stóraukist, og ber í raun uppi þá hækkun sem nú er á fasteignaverði. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag spá um að íbúðaverð hækki um 10,5% í ár, milli ársmeðaltala.
Vikulokin
Mikill húsnæðiskostnaður og atvinnuleysi áhyggjuefni
Það er mat þriggja verkalýðsforingja sem að eitt brýnasta verkalýðsfélaga sé að vel takist til við innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Í dag gengur stytting vinnuviku vaktavinnufólks í gildi. Fleira brennur þó á verkalýðsforingjunum.
Tvö ný hús fyrir heimilislausa tilbúin á Akureyri
Tvö ný smáhýsi fyrir heimilislaust fólk hafa verið tekin í notkun á Akureyri og áætlað að byggja fleiri á sama svæði. Formaður velferðarráðs bæjarins telur að loks hafi náðst sátt um hvar hús af þessu tagi skuli vera á Akureyri.
26.04.2021 - 09:26
Konur frekar í foreldrahúsum en karlar
Hlutfall kvenna, 18 ára og eldri, sem býr í foreldrahúsum er marktækt hærra en hlutfall karla. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og er í samræmi við mælingar síðasta árs. Alls búa 14,3 prósent kvenna yfir 18 ára hjá foreldrum sínum en 8,5 prósent karla. 
16.04.2021 - 13:30
„Hræðilegt“ að kaupa sína fyrstu íbúð í dag
Kona sem nýlega keypti sína fyrstu íbúð segir hraðann á fasteignamarkaði stressandi og rifist um eignirnar. Skoðurnarmaður fasteigna segir að sölupressan sé slík að fólk hafi ekki tíma til að bíða eftir ástandsskýrslu. Formaður Neytendasamtakanna segir kaupendur í þröngri stöðu og vill sjá breytta umgjörð um fasteignaviðskipti.
10.04.2021 - 09:05
Íbúðum í byggingu fækkar um fjórðung milli ára
Um 3.523 íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 4.610 fyrir ári síðan. Íbúðum í byggingu fækkar þannig um fjórðung milli ára og hafa ekki verið færri á landsvísu í fjögur ár. Þetta kemur fram í úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem byggir á tölum Samtaka iðnaðarins.
29.03.2021 - 16:06
Ráðherra kynnti tillögur til úrbóta í brunavörnum
Heimildir til að fjöldi fólks verði skráður á sama lögheimili verða endurskoðaðar og kannað skal hve margir búa húsnæði sem ekki er ætlað til íbúðar. Jafnramt skal skrá alla leigusamninga ásamt því sem skilgreina ber mismunandi tegundir útleigu.
Vilja kaupa eða byggja 359 leiguíbúðir
Bjarg íbúðafélag, Brynja hússjóður og Félagsbústaðir sendu inn umsagnir til Reykjavíkurborgar um stofnframlög til að kaupa eða byggja leiguíbúðir fyrir tekju- og eignalitlar fjölskyldur. Umsóknarfrestur rann út í gær. Umsóknirnar eru vegna átta verkefna sem snúa að byggingu eða kaupum á samtals 359 íbúðum. Félögin vilja kaupa 214 íbúðir og byggja 145 til viðbótar.
23.02.2021 - 16:03