Færslur: Húsnæðismál

Allt að helmingshækkun húsnæðis á Akureyri
Fasteignasali á Akureyri segir húsnæðisverð í bænum hafa hækkað um þrjátíu til fimmtíu prósent á síðustu tveimur til þremur árum. Mikill skortur sé á eignum á sölu og um helmingur er seldur á yfirverði.
20.05.2022 - 11:54
Telja að verðbólga nái hámarki í haust
Gert er ráð fyrir því að verðbólga nái hámarki seinnipart árs 2022 og verði að meðaltali um 7,4% í ár. Einnig eigi stýrivextir eftir að hækka talsvert á árinu og talið er að þeir verði um 6% í lok árs. Á næsta ári gætum við farið að sjá vaxtalækkanir. 
Sjónvarpsfrétt
AGS: Efnahagsástand gott en aðgerða þörf gegn áhættu
Ferðaþjónusta hefur rétt fyrr úr kútnum en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taldi í fyrra og sendinefnd sjóðsins segir efnahagshorfur jákvæðar. Sendinefndin hefur rætt við Seðlabankann um að styrkja þurfi frekar varúðarráðstafanir um húsnæðismarkaðinn. 
X22 Kastljós
Þarf að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum
Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á undanförnum árum hefur framboð ekki haldið í við eftirspurn. Eftir metuppbyggingu síðustu ára hefur hægt á framkvæmdum en svo virðist sem lóðaskorti sé ekki um að kenna. Byggja þarf 3500 til 4000 íbúðir á ári næsta áratuginn til að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði.
Hægt að hefja vinnu við 14 þúsund íbúðir
Útlit er fyrir metfjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu telja þó að þær íbúðir sem þegar er búið að samþykkja í skipulagi sveitarfélaganna dugi til að mæta þessari fólksfjölgun og meira til. Í nýrri greiningu á stöðu húsnæðismála er velt upp tólf álitaefnum um hvað kunni að tefja tafir sem verða frá því skipulag er samþykkt þar til íbúðirnar standa klárar fyrir fyrstu íbúana.
Fjölgar um tæplega 6.000 íbúðir í Kópavogi til 2040
Kópavogsbær áætlar að um 5.600 íbúðir geti risið á næstu tveimur áratugum í þeim sex hverfum í borginni þar sem fjölgun verður mest. 
24.03.2022 - 14:21
Sjónvarpsfrétt
Stuðningur meiri við þá tekjuhærri en þá tekjulægri
Beinn húsnæðisstuðningur hefur á undanförnum árum færst til þeirra tekjuhærri í gegnum ráðstöfun séreignarlífeyris á húsnæðismarkaði. Þetta er álit Alþýðusambandsins. Á sama tíma hafi dregið úr stuðningi við hina tekjulægri
22.03.2022 - 22:34
Viðtal
„Aldrei verið jafn fáar íbúðir til sölu“
Aðeins rúmlega 300 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og þyrftu að vera tíu sinnum fleiri til að jafnvægi næðist á markaðnum, segir Monika Hjálmtýsdóttir, varaformaður Félags fasteignasala. Meðalkaupverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 20 milljónir undanfarið ár. Til að slá á eftirspurnina gæti Seðlabankinn þurft að hækka vexti enn meira að mati hagfræðings hjá Landsbankanum.
16.02.2022 - 19:51
Skilgreint leiguþak og mikilvægt að byggja rétt
Viðbúið er að húsnæðismál verði lykilatriði við gerð næstu kjarasamninga en ekki er hægt að bíða með að taka á vandamálum á húsnæðismarkaði þar til samningar losna á almennum vinnumarkaði í nóvember. Þetta sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Silfrinu í dag.
13.02.2022 - 13:54
Silfrið
Fordæmalausar launahækkanir og ekki á það bætandi
Launahækkanir á Íslandi á liðnum árum eru án fordæma á Vesturlöndum. Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Leigumarkaður minnkað um fjórðung í faraldrinum
Íslenskur leigumarkaður hefur minnkað frá því heimsfaraldur kórónuveiru braust út. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um leigumarkaðinn. Faraldurinn hefur haft mest áhrif á leigjendur í yngsta aldurshópnum, 18 til 24 ára.
Allir bankarnir búnir að tilkynna vaxtahækkanir
Íbúðalánavextir Íslandsbanka hækka á föstudaginn í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í byrjun mánaðar. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,15 prósentustig, óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,20 prósentustig en fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Þá hækka yfirdráttarvextir um 0,25 prósentustig.
20.10.2021 - 17:25
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 16,6 prósent á einu ári
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,2 prósent á milli mánaða í september. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 3,8 prósent, um 9,5 prósent síðustu sex mánuði og um 16,6 prósent síðastliðna tólf mánuði. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Þjóðskrár.
19.10.2021 - 23:15
Vill að leiguverð taki mið af ráðstöfunartekjum
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill að stjórnvöld setji reglur um að húsaleiga megi ekki fara upp fyrir skilgreint hámark af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa staðið við mikilvæg atriði í lífskjarasamningnum og að semja þurfi um hærri laun til að mæta auknum húsnæðiskostnaði.
15.10.2021 - 17:51
Fjölmargir greiða yfir 70% ráðstöfunartekna í húsaleigu
Um tíundi hluti allra leigjenda á landinu ver meira en 70 prósentum ráðstöfunartekna sinna til að borga húsaleigu og ríflega fjórðungur leigjenda þarf að greiða yfir helming tekna sinna í húsaleigu. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var á vef stofnunarinnar í gær.
Spegillinn
Skýla þarf fólki fyrir vaxta- og verðsveiflum
Húsnæðismál eiga að snúast um að fólk komist í öruggt skjól en ekki þjóna fjármálaöflunum að mati Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands. Verkalýðshreyfingin geri kröfur á ríkið í húsnæðismálum - hver sem staða samninga sé. 
Efar að nýjar reglur hafi teljandi áhrif á húsnæðisverð
Verðhækkun á húsnæði er helsti drifkraftur verðbólgu hér á landi og samkvæmt íbúðavísitölu Þjóðskrár hækkaði húsnæðisverð um 2,2 prósent milli mánaða í ágúst. Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ, segir ólíklegt að nýjar reglur Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar hafi teljandi áhrif á húsnæðisverð. Vandinn sé aðallega á framboðshliðinni.
02.10.2021 - 12:54
Ekki færri íbúðir í byggingu í fjögur og hálft ár
Ekki hafa færri íbúðir verið í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í febrúar 2017. Haldi þessi þróun áfram mun íbúðaverð halda áfram að hækka. Þetta segir hagfræðingur Samtaka iðnaðarins sem segir ástæðuna fyrst og fremst lóðaskort.
Leiguverð í hæstu hæðum á ný
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9 prósent milli mánaða í ágúst og vísitalan er hærri en nokkru sinni fyrr.
23.09.2021 - 15:39
Húsnæðismál fatlaðra í ólestri árum saman
Það blasir við hverjum manni að svona gengur þetta ekki lengur með húsnæðismál fatlaðra, segir formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgasvæðinu. Sex hundruð manns séu á biðlista hjá Öryrkjabandalaginu og á annað hundrað árum saman hjá borginni.
Á annað hundrað fatlaðir á biðlistum eftir húsnæði
Fjörutíu fatlaðir hafa beðið í meira en fimm ár eftir húsnæði og eru hundrað þrjátíu og fimm á biðlista sem hefur litlum breytingum tekið síðustu ár.
10.09.2021 - 15:35
Hækka íbúðalánavexti á morgun
Íslandsbanki verður á morgun síðasti viðskiptabankinn til að hækka vexti í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti úr einu prósenti í 1,25 prósent í lok síðasta mánaðar. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir en breytilegir vextir hækka um 0,15 prósentustig.
06.09.2021 - 16:13
Íbúðafjárfesting dregst saman
Íbúðafjárfesting dróst saman um þrjú prósent milli ára á öðrum ársfjórðungi og var tæplega 40 milljarðar króna samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.
06.09.2021 - 10:45
Arion banki hækkar íbúðalánavexti
Arion banki tilkynnti í dag um hækkun á inn- og útlánavöxtum sem tekur gildi á morgun. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti úr einu prósenti í 1,25 prósent í síðustu viku.
02.09.2021 - 17:55
Fækkuðu um einn bekk vegna tafar á afhendingu húsnæðis
Laugalækjarskóli fór þess á leit við Reykjavíkurborg á síðasta skólaári að fá lausar skólastofur við skólann til að bregðast við fjölgun nemenda. Óskað var eftir því að stofurnar yrðu tilbúnar fyrir skólabyrjun. Nú er skólastarf hafið á ný en framkvæmdir við skólann ekki enn hafnar af ráði, að sögn Jóns Páls Haraldssonar, skólastjóra Laugalækjarskóla.
23.08.2021 - 16:40