Færslur: Húsnæðismál

Íbúðaverð hækkar en leiguverð lækkar víða
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hratt á nýliðnu ári en leiguverð stóð í stað og lækkaði víða. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
12.01.2021 - 14:07
Myndskeið
64 íbúðir í húsinu sem áður hýsti Þórscafé og Baðhúsið
Verið er að reisa 64 íbúðir í sögufrægu húsi við Brautarholt sem hefur verið í niðurníðslu árum saman. Verktakinn segir að húsið sé í hörmulegu ástandi. Kostnaður við verkið er rúmur milljarður.
02.01.2021 - 19:32
Áttatíu nýjar íbúðir fyrir þrjá milljarða
Reisa á um áttatíu íbúðir á Akranesi fyrir almennan leigumarkað; og fyrir fatlað fólk, öryrkja og aldraða. Þetta er þriggja milljarða uppbygging sem á meðal annars að koma til móts við skort á leiguhúsnæði á Skaganum.
Fasteignamarkaður líflegur á árinu
Sögulega lágir vextir, góðir lánamöguleikar og sterkur kaupmáttur skýrir lífleg fasteignaviðskipti að undanförnu. Ástandið mun þó aðeins tekist að róast og færri íbúðir skráðar til sölu enda mikið selst á árinu.
Fjárhagsstaða leigjenda versnar
Leigjendum hefur fækkað eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út og fleiri búa nú í foreldrahúsum. Fjárhagur leigjenda versnar en fjárhagur þeirra sem búa í eigin húsnæði batnar.
Grænt plan samþykkt í borgarstjórn
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 og fimm ára áætlun sem gildir til 2025 var samþykkt í borgarstjórn í kvöld. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að rekstur A-hluta borgarsjóðs verði neikvæður um 11,3 milljarða vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Viðtal
Dómur um uppgreiðslugjald gæti haft áhrif á enn fleiri
Dómur um ólögmæti uppgreiðslugjalds hjá Íbúðalánasjóði gæti haft enn meiri áhrif en orðið er. Til dæmis gætu þeir látið reyna á rétt sinn sem hættu við að endurfjármagna óhagstætt lán vegna þess að uppgreiðslugjaldið var of hátt, að sögn Þóris Skarphéðinssonar, lögmannsins sem rak málið og vann fyrir héraðsdómi.
September sló öll met á fasteignamarkaði
Fleiri kaupsamningar voru gerðir hérlendis í september en nokkru sinni fyrr eða síðar. Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að mikið líf hafi verið á fasteignamarkaði frá afléttingu fyrsta samkomubanns. „Það virðist vera að við höfum náð hámarki í september. September ætlar að slá öll met á fasteignamarkaði og er mánuður sem við höfum ekki séð áður, bæði hvað varðar fjölda kaupsamninga og líka varðandi veltu.“
04.12.2020 - 16:15
Framboð af íbúðum dregst hratt saman og verð hækkar
Húsnæðisverð hefur hækkað að meðaltali um 5 prósent frá því í maí á þessu ári. Eftirspurn eftir húsnæði er mikil en framboð hefur dregist hratt saman. Um þetta er fjallað í nýrri samantekt á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Kjörið að breyta skrifstofum í íbúðir
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að óbreyttu verða offramboð á skrifstofuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur. Því gæti hluti lausnarinnar verið að breyta þeim í íbúðir.
21.11.2020 - 06:32
Fjöldi kaupsamninga ekki verið meiri í þrettán ár
Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði hér á landi undanfarna mánuði þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn og efnahagskreppu. Í nýrri skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að í kjölfar afléttingar samkomubanns og lækkunar vaxta Seðlabankans í vor hafi lifnað verulega yfir fasteignamarkaðnum og síðan þá hafi fasteignaviðskipti verið í hæstu hæðum.
11.11.2020 - 09:07
Opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Margir sóttu um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í gær þegar opnað var fyrir umsóknir. Á það bæði við um tekjulága og byggingaverktaka, sem vilja byggja hagkvæmt húsnæði. Fyrsta úthlutun verður væntanlega fyrstu vikuna í desember. Enn er beðið eftir reglugerð. 
Viðtal
Ekki nóg að þétta byggð
Íbúðauppbygging á þéttingarsvæðum dugar ekki til að fullnægja eftirspurn eftir íbúðum heldur þarf einnig að taka ný svæði til byggingar, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Reykjavíkurborg kynnti fyrir helgi íbúðauppbyggingu sem kallast Græna planið, þar sem meðal annars er lögð áhersla á íbúðabyggð á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog þar sem eiga að rísa 7.500 íbúðir.
Hlutdeildarlán - 87 íbúðir uppfylltu skilyrðin
Aðeins 87 nýjar íbúðir hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu fyrstu átta mánuði ársins sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán samkvæmt drögum að reglugerð. Talan er frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sagði hins vegar í minnisblaði á mánudaginn að þær væru samtals 220. 
Myndskeið
Ætlar ekki að rýmka skilyrðin um hlutdeildarlán
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, telur ekki þörf á að rýmka skilyrðin fyrir nýsamþykkt hlutdeildarlán og segir þau nýtast þeim hópum sem til var ætlast. Sveitarfélög og verktakar verði að bregðast við lánunum með auknu framboði lóða og íbúða.
13.10.2020 - 19:12
Mikið líf á fasteignamarkaði
Mikið líf er á fasteignamarkaði og meðalsölutími er stuttur. Dýrari eignir seljast hraðar en áður og um 30% færri íbúðir eru til sölu nú, en í byrjun sumarsins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðaskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir október.
Myndskeið
Hlutdeildarlán - fáar íbúðir virðast í boði
Hámarksverð nýrra íbúða í reglugerðardrögum um hlutdeildarlán er svo lágt að erfitt er að finna fasteignir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla skilyrðin. Tekjulágir geta sótt um hagstæð hlutdeildarlán um mánaðamótin. Þau eru hluti af lífskjarasamningunum. 
Myndskeið
Faxabraut hækkuð um tvo metra fyrir hálfan milljarð
Tæplega hálfan milljarð kostar að hækka Faxabraut á Akranesi um tvo metra. Það er fyrsta skrefið í að því að á fjórða hundrað íbúða rísi þar sem Sementsverksmiðja ríkisins stóð áður.
08.10.2020 - 10:56
Fækkun ferðamanna heldur leiguverði í skefjum
Mjög hefur hægt á hækkun leiguverðs á síðustu mánuðum. Í nýjustu Hagsjá Landsbankans er fjallað um það hvernig fækkun ferðamanna hefur aukið framboð af íbúðum á almennum leigumarkaði og minnkað þrýsting á leiguverð.
28.09.2020 - 12:08
Spegillinn
4 milljarðar árlega til hlutdeildarlána
Á Alþingi hefur verið rætt um frumvarp félagsmálaráðherra um húsnæðismál og hlutdeildarlán, sem eiga að auðvelda þeim sem sem ekki hafa miklar tekjur að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Fólk sem hefur ekki átt íbúð undanfarin fimm ár getur líka mögulega fengið slíkt lán. Hægt verður að fá að láni 20% kaupverðs og lánið ber hvorki vexti né þarf að borga af því á lánstímanum.
Allt að átta vikna bið eftir endurfjármögnun íbúðalána
Mikil eftirspurn er nú eftir nýj­um íbúðalán­um og end­ur­fjármögn­un íbúðalána og geta viðskipta­vin­ir bank­anna því þurft að bíða í allt að átta vik­ur eft­ir að fá lán sín afgreidd.
07.08.2020 - 07:24
Viðtal
Fjölgun í Skagafirði: „Ætlum að gera þetta að okkar“
Hvergi á landinu fjölgar fólki hlutfallslega meira en á Norðurlandi vestra. Frá í desember hafa bæst við tæplega hundrað íbúar. Sumir eiga engar rætur svæðinu aðrir eru að snúa heim eftir áralanga dvöl í höfuðborginni. Fjölskylda sem elti atvinnutækifæri á Sauðárkrók segist komin til að vera. 
19.07.2020 - 19:34
Myndskeið
Methreyfing á íbúðamarkaði í maí og júní
Methreyfing hefur verið á fasteignamarkaði í maí og júní og er hún helmingi meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í fasteignaviðskiptum í samkomubanninu virðist sem fjórðungi fleiri eignir hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Lágir vextir með lægri greiðslubyrði lána eru sagðir helsta ástæðan fyrir aukinni veltu.
Algengast að fólk eignist íbúð 27 til 28 ára
Algengast er að fólk sé á aldrinum 27 til 28 ára þegar það eignast sína fyrstu íbúð. Nærri þrír af hverjum fjórum eignuðust sína fyrstu íbúð með öðrum en rétt rúmlega fjórðungur eignaðist sína íbúð einn. Mun algengara er að karlar en konur eignist íbúð einir.
08.07.2020 - 09:21
Ekki þarf greiðslumat til að lækka afborganir
Íbúðaeigendur sem hyggjast endurfjármagna eldri húsnæðislán til að lækka greiðslubyrði sína þurfa ekki að fara í greiðslumat.