Færslur: Húsnæði

Ný frumvarpsdrög geti dregið úr byggingu íbúða
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir hætt við að það dragi úr byggingu húsnæðis verði drög að nýju frumvarpi að lögum. Lögin heimili sveitarfélögum að krefjast þess að fjórðungur þess íbúðarhúsnæðis sem byggt er, verði á hagstæðu verði.
Fasteignamarkaðurinn kólnar áfram
Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána hefur hækkað um 65% frá fyrri hluta árs 2021. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefin var út í morgun. Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna og eykst framboð íbúða hratt á sama tíma og viðskiptum fer fækkandi.
Ekki búið staðaldri í 717 húsum í Þórshöfn
Nýjar tölur sýna að hundruð mannabústaða af ýmsu tagi standa meira og minna tómir í Þórshöfn, höfuðstað Færeyja, og næsta nágrenni. Þetta er viðbót við opinberar tölur frá árinu 2018 þar sem fram kom að ekki er búið að staðaldri í ríflega þrettán af hundraði íbúða.
16.08.2022 - 02:45
Sjónvarpsfrétt
Ekki víst að meiri byggingakostnaður þýði dýrari íbúðir
Þó svo að mikil hækkun hafi orðið á byggingaefnum er ekki sjálfgefið að það leiði til hækkunar á íbúðaverði. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbanka telur að íbúðaverð hafi náð einhvers konar þolmörkum og að það hægi á verðhækkunum á íbúðum.  
Vonast til að tafir á afgreiðslu umsókna séu að baki
Að undanförnu hefur hægst nokkuð á afgreiðslu umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldi fasteigna samkvæmt átakinu Allir vinna. Að hluta má kenna það áhrifum kórónuveirufaraldursins.
Hækkun húsnæðisverð hvergi meiri en á Íslandi
Hvergi í Evrópu hefur húsnæðisverð hækkað jafn mikið og á Íslandi undanfarinn áratug. Leiguverð hefur ekki hækkað jafn ört en er þó með því hæsta sem gerist í álfunni.
Mygla í Hagaskóla
Mygla hefur greinst í Hagaskóla og þarf að fella niður kennslu í 8. bekk skólans á morgun vegna þessa. Ráðast á strax í aðgerðir til að uppræta mygluna og klæða allan skólann að utan næsta sumar.
Sjónvarpsfrétt
Hálfkláruð blokk seldist á tveimur dögum
Húsnæðisskorts gætir víða. Í sumum bæjarfélögum eru engar íbúðir til sölu og annars staðar seljast þær á mettíma. Sérfræðingar eru sammála um að byggja þurfi meira en áhrif faraldursins gætu tafið uppbyggingu.
Umsvif minnka en fasteignaverð hækkar áfram
Minnkandi framboð af íbúðum til sölu hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarna mánuði. Kaupsamningum fækkar og veltan minnkar. Spennan er samt áfram mikil og verð hækkar enn.
14.10.2021 - 10:01

Mest lesið