Færslur: Húseigendafélagið

Samkeppni um byggingu aukahæðar ofan á lyftulaus hús
Efnt verður til samkeppni um byggingu hæðar ofan á nokkur lyftulaus fjölbýlishús í eigu Félagsbústaða. Þar yrði einnig bætt við lyftu. Samkvæmt nýju hverfisskipulagi er heimilt að byggja inndregna hæð ofan á fjölbýlishús í Árbæjarhverfi og jafnframt verður hægt að bæta við lyftu.
Viðtal
Óheimilt að láta hús eyðileggjast og verða að lýti
Annar helmingur parhúss við Skólagerði í Kópavogi, sem ekki hefur verið haldið við í um sextíu ár og er orðið illa farið vegna raka og myglu, er til sölu í Kópavogi. Í fasteignaauglýsingu er þeim sem vilja skoða húsið að innan ráðlagt að gera það í hlífðarfatnaði. Sigurður H. Guðjónsson, formaður húseigendafélagsins, segir að lögum samkvæmt eigi að vera unnt að koma í veg fyrir að hús fari svona illa. Bæjaryfirvöld eigi að hindra niðurníðslu húsa.
08.02.2021 - 09:29
Myndskeið
„Ekki tillitssemi að sturta óþef yfir saklaust fólk“
Skötuveislur eiga ekki heima í fjölbýlishúsum, að mati formanns Húseigendafélagsins. Kæst skata sé eins og hryðjuverkaárás á bragðlaukana. Almenna reglan sé að sýna nágrönnum að sýna tillitssemi.
22.12.2019 - 20:02
Myndir
Rólur fortíðar gleymdar í bakgarði
Þetta hangir þarna af gömlum vana og enginn spáir í þetta. Þetta sagði formaður húsfélags fjölbýlishúss í Breiðholti þegar Spegillinn spurði hann um tvær rólur í bakgarðinum sem mega muna sinn fífil fegurri. Líklega séu rólurnar orðnar fjörutíu ára gamlar.  Það er strangt eftirlit með leiktækjum á leikvöllum borgarinnar og á skólalóðum en öðru máli gegnir um leiktæki við fjölbýlishús sem víða eru að grotna niður.
22.10.2019 - 15:50