Færslur: Húsdýragarðurinn

Kópurinn Kári kominn á heimaslóðir
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk kóp í fóstur þann 17. janúar síðastliðinn. Eftir að hlúð var að kópnum í nokkrar vikur var honum sleppt í hafið í Ísafjarðardjúpi og tók hann rakleiðis stefnuna á norðurströnd Grænlands þar sem hann er nú. Hægt er að fylgjast með ferðum hans á vefnum.
02.06.2020 - 17:24
Myndband
Kári syndir á vit ævintýranna eftir dvölina á Íslandi
Kópnum Kára var sleppt í sjó á norðanverðum Vestfjörðum um helgina eftir að hafa verið í umsjá dýrahirða í Húsdýragarðinum frá því í janúar. Hægt er að fylgjast með ferðum Kára á GPS-korti.
05.05.2020 - 17:10
Selurinn Snorri dauður
Brimillinn Snorri er allur, þrítugur að aldri. Snorri kom í heiminn árið 1989 og bjó í Húsdýragarðinum frá 1990. Þrjátíu ár þykir mjög hár aldur fyrir seli en síðustu mánuði hefur Snorri sýnt merki þess að aldurinn væri farinn að færast yfir.
07.11.2019 - 15:04
Verðlaunahafar í Húsdýragarði..
Í þættinum Konsert í kvöld rifjum við það upp þegar Stuðmenn og Nýdönsk spiluðu í Húsdýragarðinum um verslunarmannahelgi fyrir áratug.
15.03.2018 - 17:47