Færslur: Húsdýragarðurinn

Gæs féll af himni og magalenti á umferðargötu
Vegfarendum á Suðurgötu í Reykjavík brá í brún í gær þegar grágæs féll af himnum og lenti á götunni. Talið er að hún sé með fuglaflensu. Dýraþjónustu Reykjavíkur hafa borist margar tilkynningar um veika fugla, einkum súlur. Grágæsin hefur væntanlega fallið niður á töluverðum hraða enda er fuglinn með stærri fuglum hér við land. Grágæsir eru yfirleitt um 3,5 kg.
Myndskeið
Fimmtán ára gömul assa bíður frelsis í Húsdýragarðinum
Um fimmtán ára gömul assa, kvenkyns haförn, er nú til aðhlynningar í Húsdýragarðinum og bíður þar óþreyjufull eftir frelsinu sem hún fær vonandi að lokinni læknisskoðun. Assan er líklega löskuð á væng. Verkefnisstjóri í Húsdýragarðinum vonast til að fuglinn komist til heimkynna sinna sem allra fyrst.
26.05.2021 - 18:10
Markmiðið að bæta þjónustu við dýr og eigendur þeirra
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps sem gerði skýrslu um gæludýramál í borginni, segir það hafa verið meginmarkmiðið að bæta þjónustu og styðja við hagsmuni gæludýra og eigenda þeirra í borginni.
11.11.2020 - 16:58
Morgunútvarpið
Hvaða fertugi karl byrjar að vinna í Húsdýragarðinum?
Grínistinn Dóri DNA skellihló sjálfur þegar hann horfði á Euro-garðinn, nýjan gamanþátt sem frumsýndur er á Stöð 2 um helgina en Dóri fer sjálfur með eitt aðalhlutverk þeirra. Þegar leið á þáttinn brast hann hinsvegar í grát enda eru þættirnir ljúfsárir að hans sögn, bæði sprenghlægilegir og dramatískir. Anna Svava, meðleikari Dóra, kennir þó rauðvíninu um tárin.
Kópurinn Kári kominn á heimaslóðir
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk kóp í fóstur þann 17. janúar síðastliðinn. Eftir að hlúð var að kópnum í nokkrar vikur var honum sleppt í hafið í Ísafjarðardjúpi og tók hann rakleiðis stefnuna á norðurströnd Grænlands þar sem hann er nú. Hægt er að fylgjast með ferðum hans á vefnum.
02.06.2020 - 17:24
Myndband
Kári syndir á vit ævintýranna eftir dvölina á Íslandi
Kópnum Kára var sleppt í sjó á norðanverðum Vestfjörðum um helgina eftir að hafa verið í umsjá dýrahirða í Húsdýragarðinum frá því í janúar. Hægt er að fylgjast með ferðum Kára á GPS-korti.
05.05.2020 - 17:10
Selurinn Snorri dauður
Brimillinn Snorri er allur, þrítugur að aldri. Snorri kom í heiminn árið 1989 og bjó í Húsdýragarðinum frá 1990. Þrjátíu ár þykir mjög hár aldur fyrir seli en síðustu mánuði hefur Snorri sýnt merki þess að aldurinn væri farinn að færast yfir.
07.11.2019 - 15:04
Verðlaunahafar í Húsdýragarði..
Í þættinum Konsert í kvöld rifjum við það upp þegar Stuðmenn og Nýdönsk spiluðu í Húsdýragarðinum um verslunarmannahelgi fyrir áratug.
15.03.2018 - 17:47