Færslur: Húsavík
Vissu ekki að læknirinn væri ákærður fyrir ofbeldi
Læknirinn, sem ákærður var fyrir að beita konu sína og þrjú börn ofbeldi, hefur lokið störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Forstjóri HSN segist hafa lesið um ákæruna í fjölmiðlum og ekki vitað um málið þegar maðurinn var ráðinn.
06.05.2022 - 10:08
Iðnaðarmenn í verslunarrekstri
„Þetta kemur náttúrulega bara til af því að byggingavöruverslun sem var hér, hún bara lokar, og við verktakar á svæðinu við gátum bara ekki hugsað okkur að vera án þess," segir Brynjar T Baldursson, verslunarstjóri hjá byggingvöruversluninni Heimamenn á Húsavík. Verslunin var opnuð í vikunni en hún er í eigu fimm iðnaðarmanna á staðnum.
15.03.2022 - 07:50
Stefnt að stórþaravinnslu á Húsavík
Byggðarráð Norðurþings hefur samþykkt að hefja viðræður við Íslandsþara ehf um uppbyggingu stórþaravinnslu á Húsavík. Gert er ráð fyrir að allt að 85 störf skapist í kringum vinnsluna.
14.03.2022 - 09:00
Flúðu norður í land eftir fjórðu sóttkvína í Reykjavík
Fjölskylda í Vesturbæ Reykjavíkur sem þurfti að fara fjórum sinnum í sóttkví á síðasta ári hefur flúið ástandið alla leið til Húsavíkur. Móðirin segir að sér hrylli við þeirri tilhugsun að fara í enn eina sóttkvína.
20.01.2022 - 19:11
Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík —„Tilbúið 2024“
Framkvæmdir við nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili eru nú hafnar á Húsavík. Verkefnið sem kostar rúma þrjá milljarða er kostað af ríkinu og fjórum sveitarfélögum á svæðinu.
03.01.2022 - 16:40
Jólatréslýðræði á Húsavík
Á Húsavík ríkir svokallað jólatréslýðræði því þar kjósa íbúar bæjarins ár hvert um hvaða tré verður jólatré bæjarins. Kveikt var á trénu að viðstöddum börnum úr skólum bæjarins.
29.11.2021 - 09:00
Bann við lausagöngu katta í Norðurþingi umdeilt
Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug. Kattaeigendur á Húsavík eru almennt ekki sáttir við bannið. Þeir íhuga að reyna að fá það fellt úr gildi og að fundin verði málamiðlunarlausn.
04.11.2021 - 14:09
Eurovison-safnið opnað á Húsavík í kvöld
Safn sem tileinkað er Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var opnað á Húsavík í kvöld með pompi og prakt. Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri, segir að undirbúningurinn hafi tekið um eitt ár og að þetta sé sennilegasta skemmtilegasta verkefni sem hann hafi tekið þátt í enda sé alltaf mikil gleði í kringum Eurovision.
15.10.2021 - 22:14
Sextán ný smit fyrir norðan — Flestir með væg einkenni
Hópsýkingin á Norðurlandi hefur áhrif á skólakerfið, sjúkrahúsið og forseta Íslands. Enn fleiri smit greindust á Akureyri og Húsavík í gær og yfir þúsund manns eru komin í sóttkví á svæðinu. Læknir segir að flesta enn sem komið er vera með væg eða engin einkenni.
04.10.2021 - 12:02
Skólahald fellt niður á Húsavík vegna smita
Skólahald í Borgarhólsskóla, grunnskólanum á Húsavík, fellur niður á morgun vegna fjölda COVID-19 smita í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Smitin eru bæði meðal starfsfólks og nemenda, en smitrakning stendur nú yfir og verður staðan endurmetin á þriðjudag. Starfsfólk mætir því ekki til vinnu á morgun.
03.10.2021 - 20:40
COVID-19 smit í Borgarhólsskóla
Smit hefur greinst meðal nemenda í Borghólsskóla, grunnskólans á Húsavík. Nemendur og starfsfólk sem urðu útsett fyrir smiti hafa verið send í sóttkví, samkvæmt fyrirmælum smitrakningarteymis almannavarna.
02.10.2021 - 20:04
Persónuvernd opnar starfstöð á Húsavík
Persónuvernd hefur opnað starfsstöð á Húsavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra segir að auðvelt sé að staðsetja sérhæfð opinber störf á landsbyggðinni þegar víðsýni og stafrænar lausnir fari saman.
01.10.2021 - 09:58
Vantar fólk í sláturtíð — „Við látum þetta ganga“
Enn hefur ekki tekist að fullmanna sláturhús Norðlenska á Húsavík þrátt fyrir að nokkrar vikur séu frá því sláturtíð hófst. Starfsmannastjóri segir að mönnunarhallærið skapi aukið álag og að enn vanti að minnsta kosti fimm starfsmenn.
27.09.2021 - 15:35
Vilja að veiðar með dragnót verði óheimilar
Smábátasjómenn á Húsavík vilja að veiðar með dragnót verði óheimilar á Skjálfandaflóa. Þeir segja að það sé nauðsynlegt til verndunar fiskistofnum í flóanum.
23.08.2021 - 08:47
Erlendir ferðamenn skila sér aftur í hvalaskoðun
Þó aðsókn í hvalaskoðun á Norðurlandi hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur, vantar enn talsvert upp á að hún jafnist á við það sem var fyrir faraldurinn. Á Húsavík binda menn vonir við góðar bókanir í ágúst og september.
19.07.2021 - 22:55
Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna álags og veikinda
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags-og samgönguráðs, hefur ákveðið að hætta í borgarstjórn vegna veikinda. Hún hefur verið formaður skipulags- og samgönguráðs frá árinu 2018 og hefur meðal annars vakið athygli fyrir þá ríku áherslu sem hún leggur á bíllausan lífstíl.
01.05.2021 - 08:37
Húsvíkingar að rifna úr stolti þrátt fyrir enga styttu
Engin Óskarsverðlaunastytta kemur til Íslands þetta árið. Margir höfðu gert sér vonir um að lagið Húsavík í flutningi sænsku söngkonunnar Molly Sandén og stúlknakórs úr Borgarhólsskóla hlyti styttuna eftirsóttu.
26.04.2021 - 17:30
Húsavík sló rækilega í gegn á Óskarnum
Óhætt er að segja að flutningur sænsku söngkonunnar Molly Sandén og stúlknakórs úr fimmta bekk Borgarhólsskóla á Húsavík á laginu sem kennt er við bæinn hafi hlotið góð viðbrögð á samfélagsmiðum víða um heim.
26.04.2021 - 00:42
Húsvíkingar vígðu rauðan dregil í anda Hollywood
Segja má að sannkallað Óskars-æði hafi nú gripið um sig á Húsavík. Seint í gærkvöldi lauk tökum á myndbandi við lagið Husavik – My Home Town úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem tilnefnt til Óskarsverðlauna. Þá var rauður dregill vígður í bænum í dag við hátíðlega athöfn.
19.04.2021 - 13:53
Ræsa einn ofn PCC á Bakka í vikunni
Stefnt er að því að hefja uppkeyrslu á einum af ofnum kísilvers PCC á Bakka við Húsavík á morgun. Tíu mánuðir eru síðan tilkynnt var um tímabundna lokun á verksmiðjunni og áttatíu manns var sagt upp störfum.
19.04.2021 - 12:43
Loka deild í leikskóla á Húsavík vegna mögulegs smits
Ein deild í leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík er lokuð í dag á meðan beðið er eftir niðurstöðu úr sýnatöku sem barn á deildinni fer í dag. Fólk sem var gestkomandi á heimili barnsins í síðustu viku greindist með veiruna um helgina.
19.04.2021 - 11:00
Upptökur á Húsavík í dag: „Þetta er bara lagið okkar“
„Þær vita eiginlega ekki ennþá út í hvað við erum komnar, og ég er að springa mest af öllum,“ segir Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri á Húsavík sem undirbýr nú stúlkur í 5. bekk í Borgarhólsskóla undir upptökur á tónlistarmyndbandi sem verður sýnt á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok mánaðarins.
17.04.2021 - 13:06
Húsvískur stúlknakór syngur á Óskarsverðlaunahátíðinni
Hróður Húsavíkur og Húsvíkinga fer enn vaxandi í kvikmyndaheiminum samkvæmt nýjustu tíðindum af Óskarsverðlaunaævintýri þessa íslenska kaupstaðar, því húsvískur stúlknakór mun syngja í myndbandi sem tekið verður upp á Húsavík og flutt á verðlaunahátíðinni seinna í þessum mánuði.
17.04.2021 - 03:26
Vonast til að framleiðsla hefjist aftur í næsta mánuði
Forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík vonast til að framleiðsla þar hefjist á ný fyrir í lok næsta mánaðar. Þó séu enn margir lausir endar. Um 140 manns verði þá við störf - eða álíka margt og var áður en verksmiðjunni var lokað í fyrrasumar.
18.03.2021 - 13:47
Fengu styrk og blái kjóllinn fer til Húsavíkur
Til stendur að opna Eurovision-safn á Húsavík í sumar. Verkefnið fékk styrk frá ríkisstjórninni í morgun. Blár kjóll sem Jóhanna Guðrún klæddist í keppninni árið 2009 verður á meðal sýningargripa.
26.02.2021 - 19:38