Færslur: Húsavík

Myndskeið
Fengu styrk og blái kjóllinn fer til Húsavíkur
Til stendur að opna Eurovision-safn á Húsavík í sumar. Verkefnið fékk styrk frá ríkisstjórninni í morgun. Blár kjóll sem Jóhanna Guðrún klæddist í keppninni árið 2009 verður á meðal sýningargripa.
26.02.2021 - 19:38
Fjórir hnúfubakar í fyrstu hvalaskoðunarferðinni
Norðursigling fór í sína fyrstu hvalaskoðunarferð á þessu ári um síðustu helgi. Tuttugu manna hópur sá meðal annars fjóra hnúfubaka í ferðinni. Daglegar hvalaskoðunarferðir fyrirtækisins hefjast um mánaðarmót.
23.02.2021 - 10:20
Mikill fúi í Húsavíkurkirkju
Kirkjuvörður í Húsavíkurkirkju segir gera þurfi við kirkjuna fyrir tugi milljóna króna. Mikill fúi hefur komið í ljós og kirkjuvörðurinn segir að skemmdirnar geti orðið varanlegar ef ekki verður gripið inn í.
08.02.2021 - 11:33
PCC auglýsir eftir starfsfólki á ný
Auglýst hefur verið eftir fólki til starfa í verksmiðju PCC á Bakka fyrir áætlaða endurræsingu verksmiðjunnar. Um 50 manns starfa þar í dag við ýmsar endurbætur.
02.02.2021 - 15:24
Færa þunga báta af flotbryggjum á Húsavík vegna veðurs
Starfsmenn Húsavíkurhafnar hafa síðasta sólarhring undirbúið sig undir lægðina sem nú gengur yfir landið. Búið er færa þunga báta af flotbryggjum og setja á fasta kanta. Hafnarstjóri segir að gott eftirlit verði með höfninni næsta sólarhringinn.
02.12.2020 - 15:21
„Við höfum öll verið Jaja dingdong-gæinn“
Hjarta Katrínar Júlíusdóttur, sem var að gefa út sína fyrstu bók, er í laginu eins og Kópavogur. Hún segir marga haldna fordómum gagnvart bænum og geri grín en hún, sem er jafnan kölluð Kata úr Kópavogi, er stolt af honum. Henni þykir líka afar vænt um Húsavík þar sem hún dvaldi mikið sem barn og tengdi hún mikið við Eurovision-mynd Wills Ferrels og Húsvíkingana sem þar birtust.
26.10.2020 - 15:02
Jarðskjálfti norðvestur af Húsavík
Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, varð skammt út af Húsavík laust eftir klukkan tíu í kvöld. Upptök skjálftans voru á tæplega 10 kílómetra dýpi, aðeins 2,1 kílómetra norðvestur af Húsavík og varð hans því vel vart í byggð. Engar fregnir hafa borist af tjóni. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá öflugasti mældist 2 að stærð.
17.10.2020 - 22:49
Vinnumálastofnun opnar skrifstofu á Húsavík
Vinnumálastofnun hefur ákveðið að opna skrifstofu á Húsavík. Vaxandi atvinnuleysi er í Norðurþingi og heimamenn þar lagt mikla áhersla á að fá starfsstöð Vinnumálastofnunar þangað.
15.10.2020 - 14:57
Myndskeið
„Engan langar að fara eins og er“
Slökkt var á ofni Kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík í dag. Starfsemi í verksmiðjunni er þar með formlega hætt, í bili að minnsta kosti. Rúmenskir feðgar sem misstu vinnuna hjá fyrirtækinu segja mikla óvissu fram undan.
29.07.2020 - 16:00
Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.
Vel hefur gengið að dæla burt vatni
Enn er unnið við að dæla vatni úr fráveitukerfinu á Siglufirði og miðar vel að sögn Ámunda Gunnarssonar slökkviðliðsstjóra Slökkviliðs Fjallabyggðar.
18.07.2020 - 23:37
Flæddi í Stjórnsýsluhúsið og yfir göngustíg á Húsavík
Vatn flæddi í kjallara stjórnsýsluhússins á Húsavík í dag og í fleiri kjallara vegna úrkomu. Dýpt vatnsins í stjórnsýslukjallarans var eitt fet, segir slökkviliðsstjórinn. Slökkviliðið hefur nýlokið við að losa úr grindum í Búðará til að varna því að áin flæddi yfir bakkana. Hún hefur þegar flætt yfir göngustíg.
18.07.2020 - 16:15
Morgunútvarpið
Vonar að Eurovision-safn á Húsavík verði að veruleika
Heimsóknir á síðu Húsavíkurstofu hafa margfaldast eftir frumsýningu Eurovision-myndar Will Ferrells. Hinrik Wöhler, forstöðumaður Húsavíkurstofu, segir að hann finni fyrir miklum áhuga á kaupstaðnum erlendis frá. Hann segist spenntur fyrir hugmyndum um að reisa Eurovision-safn í bænum. Rætt var við Hinrik í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
09.07.2020 - 09:26
Vill ræða við ríkið um meiri uppbyggingu á Bakka
Öllum starfsmönnunum 80 sem sagt hefur verið upp störfum hjá Kísilveri PCC á Bakka býðst tímabundin vinna í sláturvertíðinni í haust. Þekkinganet Þingeyinga hyggst greiða götu þeirra sem vilja fara í nám. Sveitarstjóri Norðurþings hefur óskað eftir viðræðum við stjórnvöld um frekari uppbyggingu á Bakka.
07.07.2020 - 18:50
Reyndu að veitast að lögreglu
Mikið annríki var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt.  Tveir  gistu fangageymslur og er annar þeirra grunaður um líkamsárás.
Ákvörðun PCC mikið högg
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir tímabundna lokun kísilvers PCC á Bakka mikið högg fyrir atvinnulíf í Norðurþingi. Starfsemi PCC hafi ásamt ferðaþjónustu stuðlað að mikilli uppbyggingu á svæðinu og því sé það mikið áhyggjuefni að báðar þessar greinar glími við erfiðleika.
26.06.2020 - 16:01
Nýr héraðsfréttamiðill verður til
Nýr héraðsfréttamiðill á Norðurlandi hefur göngu sína í næstu viku, en hann verður til með sameiningu tveggja rótgróinna héraðsfréttamiðla, Vikudags og Skarps.
26.06.2020 - 15:46
Heimsfrumsýning breyttist í heimapartý
Ekkert verður af heimsfrumsýningu á Eurovision-mynd Wills Ferrell í íþróttahúsinu á Húsavík eins og til stóð þar sem ekki fékkst tilskilið leyfi hjá Netflix. Þess í stað eru bæjarbúar hvattir til að safnast saman í heimahúsum og horfa saman á myndina.
Tugir fjölskyldna í óvissu
Unnið er að því að finna þeim sem missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka ný störf á svæðinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir ótímabært að tjá sig um áhrif tímabundinnar lokunar verksmiðjunnar.
26.06.2020 - 12:30
Vilja heimsfrumsýna Eurovision-mynd Ferrells á Húsavík
Vonir standa til að kvikmyndin Eurovison Song Contest: The Story of Fire Saga verði heimsfrumsýnd í íþróttahöllinni á Húsavík.
23.06.2020 - 16:19
Andlát á Húsavík: „Mikilvægt að fólk sýni yfirvegun“
„Við þurfum að halda ró okkar,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, um andlát sem varð á Húsavík í gær. Þá lést ástralskur ferðamaður um fertugt, sem reyndist smitaður af COVID-19 veirunni. Maðurinn lést stuttu eftir að hann kom á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, en þangað kom hann vegna alvarlegra veikinda. Dánarorsök liggur ekki fyrir en sjúkdómseinkennin voru ekki dæmigerð fyrir COVID-19, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum.
Smitaður maður lést á Húsavík
Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík vegna alvarlegra veikinda í gær reyndist smitaður af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Maðurinn lést stuttu eftir komuna á stofnunina. Dánarorsök liggur ekki fyrir en sjúkdómseinkennin voru ekki dæmigerð fyrir COVID-19. Unnið er að því að skera úr um dánarorsökina, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Fólk fast á Tjörnesi og berserksgangur á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í mörg horn að líta í nótt og í gærkvöld. Fólk sat fast með bíla sína á Tjörnesi á áttunda tímanum í gærkvöld þar sem var kolvitlaust veður og segir lögreglan að einhver börn hafi verið í bílunum. Björgunarsveit frá Húsavík kom fólkinu til bjargar.
29.02.2020 - 12:05
Frí gisting gegn snjómokstri
„Þegar samkeppnin er hörð, þá verður maður bara að gera eitthvað,“ segir Sigurjón Benediktsson, eigandi og stjórnandi Húsavík Cottages sem býður fría gistingu gegn því að fólk moki sig að bústöðum gistiþjónustunnar.
19.02.2020 - 12:33
Kostnaður við vatnsrennibraut langt fram úr áætlun
Kostnaður við nýja vatnsrennibraut í sundlauginni á Húsavík var um 30 milljónum króna meiri en áætlað var. Í úttekt á verkinu eru gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og eftirlit með fjárfestingunni.
26.01.2020 - 09:29