Færslur: Húsasmiðjan

Miklar verðhækkanir óhjákvæmilegar
Ófremdarástand er á markaði með hrávörur. Heimsmarkaðasverð á flestum vörum hefur hækkað um tugi prósenta og skortur er á ákveðnum vörum. Í ofanálag hefur flutningskostnaður frá Asíu margfaldast og eru miklar verðhækkanir á byggingavörumarkaði hér heima í aðsigi.
Viðtal
Verði öðrum víti til varnaðar
Mikilvægt er að hæstiréttur hafi staðfest í dag að Byko hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum, segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Dómurinn þurfi að vera öðrum víti til varnaðar á tímum efnahagssamdráttar. Keppinautar á fákeppnismarkaði þurfi að gæta sín sérstaklega í samskiptum sín í milli og að hafa ekki verðsamráð sem sé til þess fallið að hækka vöruverð.
Húsasmiðjan má ekki nota fingrafaraskanna
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Húsasmiðjunni sé ekki heimilt að nota fingrafaraskanna fyrir skráningar starfsfólks í viðverukerfi. Fyrirkomulagið samræmist ekki lögum um persónuvernd. Húsasmiðjan fengið fyrirmæli um að hætta notkun fingrafaraskanna og eyða lífkennaupplýsingum starfsmanna fyrir 10. september.
08.09.2020 - 15:48
Viðtal
Vaktaskipta starfsfólki til að koma viðskiptavinum að
Forstjóri Húsasmiðjunnar segir að landsmenn hafi greinilega ekki setið auðum höndum heima við í samkomubanni. Vegna fjöldatakmarkana í verslunum hefur fyrirtækið nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að fækka starfsfólki og tekið þannig á móti fleiri viðskiptavinum í staðinn.
Fyrirtaka í máli Unnsteins gegn Húsasmiðjunni
Fyrirtaka var í máli Unnsteins Manuels Stefánssonar tónlistarmanns gegn Húsasmiðjunni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Viðtal
„Hvar klikkaði ég að verða svona gamall?“
Ertu orðinn svona gamall? Spyr fólk og Ásgeir Hólm, gantast með að honum líði stundum eins og hann hafi gert eitthvað af sér, tekið ranga beygju einhvers staðar. Hann er 78 og hætti aldrei að vinna, sneiddi í raun hjá þeim tímamótum sem fylgja starfslokum. Hann vinnur hjá Húsasmiðjunni en þar hafa stjórnendur ráðið og haldið í reynslumikið fólk. Spegillinn ræðir á næstunni við nokkra eldri borgara um lífið eftir 67 ára afmælið..