Færslur: Húsafriðun

Sjónvarpsfrétt
Silfrastaðakirkja á bílastæði á Sauðárkróki
Hin sérstæða áttstrenda Silfrastaðakirkja stendur nú á bílaplani á Sauðárkróki þar sem unnið er að viðgerðum. Smiður sem vinnur að endurbótunum segir það sérstakt að fá hús flutt að trésmíðaverkstæðinu.
13.12.2021 - 13:21
Sögur af landi
Umdeilt hús í Bolungarvík fær upplyftingu
Bolungarvíkurkaupstaður hefur látið mæla upp eitt umdeildasta húsið í bænum, Aðalstræti 16, og hanna fyrirhugaðar endurbætur á því. Húsið, sem er friðað sökum aldurs, var byggt á Látrum í Aðalvík 1909 og flutt til Bolungarvíkur um 1930, þar sem það var endurbyggt.
Myndskeið
Árstöf á endurbyggingu sögufrægs húss
Tæplega ársseinkun er á endurbyggingu sögufrægs húss við Hafnarstræti í Reykjavík. Fornleifauppgröftur og breytingar á teikningu eru ástæður seinkunarinnar. Ekki er unnt að nýta nema tíu til tuttugu prósent af byggingarefni gamla hússins.