Færslur: Húsafell

Sprungur á hreyfingu en engin kvika
Um það bil þrjú hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Vesturlandi, í nágrenni Húsafells, frá því skömmu fyrir jól. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, segir engin merki um kvikusöfnun
Ánafnar Brák milljónabótum vegna Húsafellsmálsins
Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi barst höfðingleg gjöf í vikunni, heilar fimm milljónir króna, sem koma sér vel við fjármögnun nýrrar björgunarmiðstöðvar sem verið er að byggja. Frá þessu er greint á Facebook-síðu sveitarinnar. Þar segir að Sæmundur Ásgeirsson, sem átti í harðvítugum deilum við Pál Guðmundsson á Húsafelli, hafi ánafnað björgunarsveitinni þær fimm milljónir króna sem honum voru greiddar í liðinni viku vegna Húsafellsmálsins svokallaða.
18.08.2021 - 01:51
Sættir hafa náðst í Húsafelli
Samkomulag milli deiluaðila á Húsafelli hefur nú verið undirritað og fær legsteinasafn Páls Guðmundssonar því að standa áfram.
12.08.2021 - 15:53
Aftur leitað til Borgarbyggðar vegna legsteinaskála
Leitað hefur verið til Borgarbyggðar um að taka upp sáttaumleitanir á ný milli Páls á Húsafelli, eiganda legsteinasafnsins á Húsafelli í Borgarfirði, og Sæmundar Ásgeirssonar, sem rekur gistiheimilið Gamla bæ á næstu lóð.
Slökkvilið gengur bakvaktir af ótta við gróðurelda
Sextán slökkviliðsmenn í Slökkviliði Borgarbyggðar ganga bakvaktir um helgina. Þetta gert í varúðarskyni vegna hættu á gróðureldum. Þá fá þeir sem leggja leið sína í sumarbústað á skógríkum svæðum á Vesturlandi viðvörun um þurrkana í textaskilaboðum. Slípirokkur, eldstæði eða jafnvel grill nálægt gróðri geta kveikt gróðurelda.
Vill fá að skapa list sína í friði
Páll Guðmundsson listamaður á Húsafelli hefur sótt um leyfi til Borgarbyggðar til að rífa nýlegt legsteinahús sitt.
Gert að rífa legsteinasafnið í Húsafelli
Páli Guðmundssyni, myndhöggvara, hefur verið gert að rífa nýtt hús sem hýsa átti legsteinasafn á lóðinni Húsafelli 2 í Borgarfirði innan tveggja mánaða.