Færslur: hungursneyð

Vopnahléi lokið í Jemen
Sex mánaða vopnahléi í Jemen er lokið, án framlengingar. Sameinuðu Þjóðirnar hvetja fólk til þess að halda ró sinni; samningaviðræður haldi áfram. 
345 milljónir búa við alvarlegt matvælaóöryggi
Hætta er á „flóðbylgju hungurs“ í haust og vetur að sögn forstjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sem segir mikla og raunverulega hættu á mörgum hungursneyðum í heiminum áður en þetta ár er úti.
Hungurdauði vofir yfir hálfri milljón sómalskra barna
Hungurdauði vofir yfir ríflega hálfri milljón sómalskra barna ef ekki verður brugðist við hið snarasta, að sögn talsmanns Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef. „Samstarfsaðilar okkar í Sómalíu hafa upplýst okkur um að margar neyðarhjálparstöðvar þeirra séu þegar yfirfullar og að meðhöndla þurfi mörg veik börn, lífshættulega veik, þar sem þau liggja á gólfinu,“ segir talsmaðurinn James Elder.
Sjónvarpsfrétt
Sómalía rambar á barmi hungursneyðar
Sómalía er á barmi hungursneyðar, í annað sinn á aðeins áratug. Þetta kom fram í máli framkvæmdastjóra mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum í dag.
05.09.2022 - 22:30
Hungur vofir yfir 22 milljónum manna á Horni Afríku
Sameinuðu þjóðirnar áætla að hungur vofi yfir 22 milljónum manna á Horni Afríku í lok þessa mánaðar, níu milljónum fleiri en áætlað var í byrjun þessa árs. Rigningatímabilið hefur ekki látið á sér kræla á Horni Afríku fjögur ár í röð og það hefur valdið verstu þurrkum sem þar hafa orðið í 40 ár. Vegna þessa er mikill hluti íbúa Sómalíu, Eþíópíu og Kenía nú á barmi hungursneyðar, segja sérfræðingar Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.
Segir ástandið í Tígray það versta á jörðinni
Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fór í dag hörðum orðum um sinnuleysi þjóðarleiðtoga gagnvart ástandinu í Tígray. Milljónir manna hafi búið við óhugsandi hörmungar í tvö ár.
17.08.2022 - 18:07
Spegillinn
Alvarlegt ástand blasir við í Sómalíu
Sameinuðu þjóðirnar og hjálparstofnanir áætla að um það bil ein milljón íbúa Sómalíu sé á vergangi vegna þurrka. Talið er að þeim fjölgi um nokkrar milljónir á næstu vikum, sem svelta heilu hungri.
17.08.2022 - 08:15
Ræða kornflutninga frá Úkraínu
Vonir standa til þess að samkomulag náist um að liðka til fyrir útflutningi á hveiti og öðru kornmeti frá Úkraínu á fundi forseta Rússlands og Tyrklands í Teheran, höfuðborg Írans, í dag. Innrás Rússa í Úkraínu hefur hamlað flutningunum svo mjög að alþjóðastofnanir spá hungursneyð náist ekki samkomulag um þá.
19.07.2022 - 12:44
Sómalía
Milljónir í neyð vegna mestu þurrka um áratugaskeið
Miklir og langvarandi þurrkar ógna afkomu og lífi milljóna Sómala sem horfa fram á enn eitt þurrkaárið. Þurrkarnir eru þeir verstu sem geisað hafa í Sómalíu í fjörutíu ár, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og sómölskum stjórnvöldum, og hungursneyð blasir við minnst 250.000 manns. Milljónir eru í hrakningum og sjá fram á matarskort.
09.07.2022 - 06:30
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Sjónvarpsfrétt
Verstu þurrkar í Afríku í fjörutíu ár
Líf um tuttugu milljóna er í hættu vegna ástandsins og stríðið í Úkraínu hefur gert slæma stöðu enn verri. Mestu þurrkar í ein fjörutíu ár blasa nú við í ríkjum í austurhluta Afríku.
20.04.2022 - 08:50
Úkraínustríðið eykur á neyð fólks víða um heim
Sameinuðu þjóðirnar vara við því að innrás Rússa í Úkraínu auki enn á neyð fólks sem býr við örbirgð og hungur og segja stríðið hafa neikvæð áhrif á líf allt að 1.700 milljóna manna sem þegar eru í viðkvæmri stöðu. Samtökin hafa veitt 100 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 13 milljarða króna, úr neyðarsjóði sínum til að fjármagna matvælaaðstoð til sjö landa sem eru sérlega viðkvæm fyrir matarskorti; Jemen, Sómalíu, Eþíópíu, Kenía, Súdan, Suður-Súdan og Nígeríu.
Krefjast rannsóknar á ofbeldi gegn konum og börnum
Háttsettir embættismenn innan Sameinuðu þjóðanna krefjast þess að ofbeldi rússneska innrásarliðsins gegn konum og börnum í Úkraínu verði rannsakað ofan í kjölinn. Eins segja þeir brýnt að tryggja öryggi barna að öllu leyti.
Kalla eftir 650 milljörðum fyrir stríðshrjáða Afgani
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir fimm milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 650 milljarða króna, til að fjármagna neyðaraðstoð við Afganistan og afganskt flóttafólk utan Afganistans á þessu ári. Þetta er hæsta upphæð sem samtökin hafa nokkru sinni kallað eftir vegna neyðaraðstoðar við eitt einstakt ríki.
Talibanar sárbæna þjóðir heims um hjálp
Talibanar í Afganistan báðu í dag samfélag þjóðanna um mannúðaraðstoð vegna síversnandi aðstæðna í landinu. Alþjóðastofnanir segja að hungur blasi við meira en helmingi þjóðarinnar í vetur.
07.01.2022 - 17:13
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Öryggisráðið tryggir neyðaraðstoð til Afganistan
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun byggða á tillögu Bandaríkjamanna um undanþágu frá viðskiptaþvingunum gegn Afganistan svo bregðast megi við mannúðarógninni sem við blasir.
Hungursneyð blasir við Sómölum verði ekki brugðist við
Alvarleg hungursneyð blasir við einum af hverjum fjórum íbúa Afríkuríkisins Sómalíu vegna mikilla þurrka sem ekki sér fyrir endann á. Þurrkarnir eru þeir verstu og langvinnustu í landinu um þrjátíu ára skeið.
Stríðið í Jemen hefur kostað hátt í 380.000 mannslíf
Þróunarhjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að stríðið í Jemen, sem geisað hefur linnulítið um nær sjö ára skeið, muni hafa kostað um 377.000 manns lífið í lok þessa árs, með beinum og óbeinum hætti. Þetta kemur fram í skýrslu Þróunarhjálparinnar sem birt var í gær. Samkvæmt henni munu 150.000 manns hafa fallið í bardögum, stórskotahríð, eldflauga- og loftárásum áður en árið er úti, en 177.000 af öðrum ástæðum sem má að mestu eða öllu leyti rekja til stríðsins.
24.11.2021 - 02:35
Hungursneyð vofir yfir milljónum afganskra barna
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, varar við yfirvofandi hungursneyð í Afganistan. Sérfræðingar stofnunarinnar telja að allt að þrjár milljónir afganskra barna muni búa við næringarskort í árslok. Þriðjungur þeirra, ein milljón barna, mun að óbreyttu búa við lífshættulega hungursneyð þegar nýtt ár gengur í garð.
Sjónvarpsfrétt
Óttast um afdrif Afgana þegar veturinn skellur á
95 prósent Afgana fá ekki nóg að borða og hungursneyð blasir við. Talið er að á fjórðu milljón manna séu á vergangi í landinu og óttast er um af afdrif þeirra þegar veturinn skellur á. 
08.11.2021 - 19:25
Sjónvarpsfrétt
Selja börnin sín í örvæntingu til þess að lifa af
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungurdauða ef mannúðaraðstoð berst ekki fljótlega. Örvænting fólks er orðin svo mikil að foreldar selja börnin sín til þess að lifa af.
Hungursneyð vofir yfir á Madagaskar
Hungursneyð vofir yfir ríflega milljón manns á sunnanverðu Madagaskar, vegna lengstu og alvarlegustu þurrka sem þar hafa geisað um áratugaskeið. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu. Úrkoma hefur verið afar lítil á suðurhluta Madagaskars síðustu fimm ár og uppskera brugðist ár eftir ár. Ofan á uppskerubrestinn bætast skógeyðing og skelfilegir sandstormar, sem valdið hafa ómældu tjóni.
12.05.2021 - 03:52
Sjónvarpsfrétt
Eins dags eyðsla til hermála dugir til að útrýma hungri
Um tvö hundruð hjálparsamtök sendu í dag ákall til stjórnvalda heims um aðstoð til þeirra jarðarbúa sem svelta. Þar kemur fram að fjármunir til hernaðarmála á heimsvísu í rúman sólarhring, eða sú upphæð sem við notum til að kaupa tyggjó árlega, dugi til að hjálpa sístækkandi hópi þeirra sem eru að deyja úr hungri.
21.04.2021 - 08:00
Myndskeið
„Barnæska í Jemen er sérstök gerð helvítis“
Ekki náðist að safna nema tæpum helmingi þess fjár sem þörf er á á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Jemen í gær. Fjármagnið sem þjóðir heims hétu er minna í ár enn í fyrra. „Að draga úr aðstoð er dauðadómur,“ sagði yfirmaður mannúðarmála eftir ráðstefnuna.
02.03.2021 - 19:20