Færslur: hungursneyð

Kalla eftir 650 milljörðum fyrir stríðshrjáða Afgani
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir fimm milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 650 milljarða króna, til að fjármagna neyðaraðstoð við Afganistan og afganskt flóttafólk utan Afganistans á þessu ári. Þetta er hæsta upphæð sem samtökin hafa nokkru sinni kallað eftir vegna neyðaraðstoðar við eitt einstakt ríki.
Talibanar sárbæna þjóðir heims um hjálp
Talibanar í Afganistan báðu í dag samfélag þjóðanna um mannúðaraðstoð vegna síversnandi aðstæðna í landinu. Alþjóðastofnanir segja að hungur blasi við meira en helmingi þjóðarinnar í vetur.
07.01.2022 - 17:13
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Öryggisráðið tryggir neyðaraðstoð til Afganistan
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun byggða á tillögu Bandaríkjamanna um undanþágu frá viðskiptaþvingunum gegn Afganistan svo bregðast megi við mannúðarógninni sem við blasir.
Hungursneyð blasir við Sómölum verði ekki brugðist við
Alvarleg hungursneyð blasir við einum af hverjum fjórum íbúa Afríkuríkisins Sómalíu vegna mikilla þurrka sem ekki sér fyrir endann á. Þurrkarnir eru þeir verstu og langvinnustu í landinu um þrjátíu ára skeið.
Stríðið í Jemen hefur kostað hátt í 380.000 mannslíf
Þróunarhjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að stríðið í Jemen, sem geisað hefur linnulítið um nær sjö ára skeið, muni hafa kostað um 377.000 manns lífið í lok þessa árs, með beinum og óbeinum hætti. Þetta kemur fram í skýrslu Þróunarhjálparinnar sem birt var í gær. Samkvæmt henni munu 150.000 manns hafa fallið í bardögum, stórskotahríð, eldflauga- og loftárásum áður en árið er úti, en 177.000 af öðrum ástæðum sem má að mestu eða öllu leyti rekja til stríðsins.
24.11.2021 - 02:35
Hungursneyð vofir yfir milljónum afganskra barna
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, varar við yfirvofandi hungursneyð í Afganistan. Sérfræðingar stofnunarinnar telja að allt að þrjár milljónir afganskra barna muni búa við næringarskort í árslok. Þriðjungur þeirra, ein milljón barna, mun að óbreyttu búa við lífshættulega hungursneyð þegar nýtt ár gengur í garð.
Sjónvarpsfrétt
Óttast um afdrif Afgana þegar veturinn skellur á
95 prósent Afgana fá ekki nóg að borða og hungursneyð blasir við. Talið er að á fjórðu milljón manna séu á vergangi í landinu og óttast er um af afdrif þeirra þegar veturinn skellur á. 
08.11.2021 - 19:25
Sjónvarpsfrétt
Selja börnin sín í örvæntingu til þess að lifa af
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungurdauða ef mannúðaraðstoð berst ekki fljótlega. Örvænting fólks er orðin svo mikil að foreldar selja börnin sín til þess að lifa af.
Hungursneyð vofir yfir á Madagaskar
Hungursneyð vofir yfir ríflega milljón manns á sunnanverðu Madagaskar, vegna lengstu og alvarlegustu þurrka sem þar hafa geisað um áratugaskeið. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu. Úrkoma hefur verið afar lítil á suðurhluta Madagaskars síðustu fimm ár og uppskera brugðist ár eftir ár. Ofan á uppskerubrestinn bætast skógeyðing og skelfilegir sandstormar, sem valdið hafa ómældu tjóni.
12.05.2021 - 03:52
Sjónvarpsfrétt
Eins dags eyðsla til hermála dugir til að útrýma hungri
Um tvö hundruð hjálparsamtök sendu í dag ákall til stjórnvalda heims um aðstoð til þeirra jarðarbúa sem svelta. Þar kemur fram að fjármunir til hernaðarmála á heimsvísu í rúman sólarhring, eða sú upphæð sem við notum til að kaupa tyggjó árlega, dugi til að hjálpa sístækkandi hópi þeirra sem eru að deyja úr hungri.
21.04.2021 - 08:00
Myndskeið
„Barnæska í Jemen er sérstök gerð helvítis“
Ekki náðist að safna nema tæpum helmingi þess fjár sem þörf er á á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Jemen í gær. Fjármagnið sem þjóðir heims hétu er minna í ár enn í fyrra. „Að draga úr aðstoð er dauðadómur,“ sagði yfirmaður mannúðarmála eftir ráðstefnuna.
02.03.2021 - 19:20
Myndskeið
Bráðavannæring blasir við helmingi barna undir 5 ára
Bráðavannæring blasir við helmingi allra barna yngri en fimm ára í Jemen. Þau telja um 2,3 milljónir. Fiskverð í landinu hefur hækkað um allt að 80 prósent síðastliðinn mánuðinn vegna stöðugra stríðsátaka.
14.02.2021 - 18:37
Viðbótarframlag til neyðaraðstoðar í Jemen
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna fær 40 milljón króna viðbótarframlag frá íslenska utanríkisráðuneytinu til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen.
Fæðuöryggi 50 milljóna Bandaríkjamanna ógnað
Nærri 230 þúsund ný kórónuveirusmit greindust í Bandaríkjunum í gær sem er nýtt met, þriðja daginn í röð. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum létust ríflega tvöþúsund og fimmhundruð af völdum sjúkdómsins. Æ fleiri búa við skort og hungur í þessu einu auðugasta ríki heims.
Alvarlegasta hungursneyð í áratugi vofir yfir
Alvarlegasta hungursneyð í marga áratugi er yfirvofandi í Jemen verði ekkert að gert, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Hætta er á að milljónir landsmanna svelti til bana.
20.11.2020 - 17:59
Hvetur leiðtoga G20 til djarflegrar ákvarðanatöku
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur leiðtoga G20 ríkjanna, sem koma saman í Sádi-Arabíu næstu helgi, til að sýna metnað og djörfung í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum.
18.11.2020 - 00:37
Myndskeið
„Vitum ekki hvað það er skelfilegt að vera að svelta“
Vannæring barna í Jemen hefur aldrei verið alvarlegri. Hjálparsamtök hafa sent út áríðandi neyðarkall sem hópur íslenskra ungmenna hefur svarað. Sara Mansour, talskona hópsins, segir við vitum ekki hvað það er skelfilegt að vera að svelta.
29.10.2020 - 21:30
Sex ára safna fé til aðstoðar Jemenum
Tveir ungir breskir drengir hafa náð að safna sem nemur 6,5 milljónum íslenskra króna með því að selja límonaði úti á götu.
03.08.2020 - 02:43
Myndband
Hungur vofir yfir en neyðarvistir skemmast
Framtíð heillar kynslóðar barna í Jemen er í mikilli óvissu vegna vannæringar, að sögn Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. En á meðan hluti þjóðarinnar sveltur heilu hungri liggur matur undir skemmdum í hafnarborginni Hodeida.
14.02.2019 - 18:48
Svo þurrausinn af hungri að engin tár koma
Þrjár milljónir kvenna og barna líða af vannæringu eftir þriggja ára blóðuga borgarastyrjöld í Jemen. 400.000 börn þjást af sárri hungursneyð og fá litla sem enga næringu dögum saman. Þeirra á meðal var hinn átta mánaða gamli Fadl. Hann grét af hungri þegar fréttamenn sáu hann en líkami hans var svo þurrausinn að það komu engin tár. Maginn var uppblásinn og hægt að telja rifin á litlum brjóstkassa hans.
07.05.2018 - 10:23
17 milljónir þjást af hungri í Jemen
17 milljónir lifa við hungurmörk í Jemen, eða 60 prósent þjóðarinnar, að því er fram kemur í skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, um alvarlegan fæðuskort í ákveðnum heimshlutum. Skýrslan var kynnt Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á dögunum.
Myndskeið
Hungursneyð yfirvofandi
Talið er að fæðuskortur og fæðuóryggi ógni um helmingi sómölsku þjóðarinnar, vegna þurrkana sem verið hafa í landinu undanfarin ár. Hirðingjar hafa í stórauknum mæli leitað í flóttamannabúðir sem sprottið hafa upp í nágrenni við bæi og þorp í landinu. Þótt hungursneyð hafi ekki formlega verið lýst yfir í Sómalíu er talið tímaspursmál hvenær það verði gert; ástandið á sumum svæðum er orðið það slæmt. Hundruð þúsunda sómalskra barna eru vannærð og bráð þörf er á heilsugæslu og aðstoð.
16.04.2017 - 09:07
Saka stjórnvöld í Suður-Súdan um græðgi
Stjórnvöld í Suður-Súdan liggja undir ámæli hjálparstofnana fyrir að hafa tífaldað gjald fyrir vegabréfsáritanir hjálparstarfsmanna sem koma til landsins. Hungursneyð var lýst yfir í Suður-Súdan í síðasta mánuði og þar eru milljónir íbúa í hættu.
11.03.2017 - 16:56