Færslur: hungursneyð

Myndband
Hungur vofir yfir en neyðarvistir skemmast
Framtíð heillar kynslóðar barna í Jemen er í mikilli óvissu vegna vannæringar, að sögn Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. En á meðan hluti þjóðarinnar sveltur heilu hungri liggur matur undir skemmdum í hafnarborginni Hodeida.
14.02.2019 - 18:48
Svo þurrausinn af hungri að engin tár koma
Þrjár milljónir kvenna og barna líða af vannæringu eftir þriggja ára blóðuga borgarastyrjöld í Jemen. 400.000 börn þjást af sárri hungursneyð og fá litla sem enga næringu dögum saman. Þeirra á meðal var hinn átta mánaða gamli Fadl. Hann grét af hungri þegar fréttamenn sáu hann en líkami hans var svo þurrausinn að það komu engin tár. Maginn var uppblásinn og hægt að telja rifin á litlum brjóstkassa hans.
07.05.2018 - 10:23
17 milljónir þjást af hungri í Jemen
17 milljónir lifa við hungurmörk í Jemen, eða 60 prósent þjóðarinnar, að því er fram kemur í skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, um alvarlegan fæðuskort í ákveðnum heimshlutum. Skýrslan var kynnt Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á dögunum.
Myndskeið
Hungursneyð yfirvofandi
Talið er að fæðuskortur og fæðuóryggi ógni um helmingi sómölsku þjóðarinnar, vegna þurrkana sem verið hafa í landinu undanfarin ár. Hirðingjar hafa í stórauknum mæli leitað í flóttamannabúðir sem sprottið hafa upp í nágrenni við bæi og þorp í landinu. Þótt hungursneyð hafi ekki formlega verið lýst yfir í Sómalíu er talið tímaspursmál hvenær það verði gert; ástandið á sumum svæðum er orðið það slæmt. Hundruð þúsunda sómalskra barna eru vannærð og bráð þörf er á heilsugæslu og aðstoð.
16.04.2017 - 09:07
Saka stjórnvöld í Suður-Súdan um græðgi
Stjórnvöld í Suður-Súdan liggja undir ámæli hjálparstofnana fyrir að hafa tífaldað gjald fyrir vegabréfsáritanir hjálparstarfsmanna sem koma til landsins. Hungursneyð var lýst yfir í Suður-Súdan í síðasta mánuði og þar eru milljónir íbúa í hættu.
11.03.2017 - 16:56