Færslur: Hundar

Vonar að hundar verði áfram velkomnir á hótel
Brögð hafa verið að því að hundaeigendur, sem gista með hunda sína á hóteli, fari ekki eftir þeim reglum sem gilda um slíkar heimsóknir. Freyja Kristinsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeiganda segir brýnt að reglur hótelanna séu virtar, um sé að ræða mikið hagsmunamál fyrir hundaeigendur.
Vilja að hundaeftirlitið sinni hundum
Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt yfir milljarð í hundaleyfisgjöld frá árinu 2007. Þetta segir Freyja Kristinsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Félagið sendi kvörtun til umboðsmanns borgarbúa þar sem þess er krafist að fénu verði eingöngu varið í hundahald en ekki önnur verkefni borgarinnar.
Gekk á bíl og hélt á Mána
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag af sér mynd vel plástruðum á nefinu á Facebook síðu sinni með orðunum: „Gekk á bíl og hélt á Mána inn í bíl“.
14.07.2020 - 15:53
Sumarlandinn
Glaðasti hundur í heimi býður hundum í afmæli
Það var margt um kátan hvuttann þegar hundurinn Hansi varð sex ára á dögunum og bauð helstu hundum nærsveita og eigendum þeirra í veislu. „Þetta var fyrst brandari,“ viðurkennir Kristín Einarsdóttir eigandi hans, en brandarinn vakti slíka lukku að fyrr en varði hafði bæði fólk og ferfætlingar fjölmennt í veisluna til að fagna Hansa.
07.07.2020 - 14:43
Engin slys á fyrsta hundadegi Kringlunnar
Smáhundar eru velkomnir í Kringluna á sunnudögum í sumar og í gær þrömmuðu ferfætlingarnir í fyrsta sinn um ganga verslunarmiðstöðvarinnar.
15.06.2020 - 11:42
 · Hundar
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Hótelgestir leyfðir svo lengi sem þeir hafa fjóra fætur
Á síðustu vikum hafa flest hótel landsins skellt í lás enda afar fáir erlendir ferðamenn á landinu. Erfitt er að spá fyrir um komu ferðamanna í sumar en þó hefur að minnsta kosti eitt hótel á Suðurnesjum ákveðið að opna á ný um mánaðamótin en einu leyfilegu gestirnir þar eru fjórfætlingar.
30.04.2020 - 10:22
Mannlíf · Hundar · kettir · Dýr · Dýralíf
Vetrarhátíð við Mývatn haldin í fyrsta sinn
Vetrarhátíð við Mývatn er haldin í fyrsta sinn nú um helgina. Metskráning er í flestar greinar og nóg um að vera.
Myndskeið
Skjálfa og æla af hræðslu við flugeldasprengingar
Dýralæknir segir mikilvægt að eigendur gæludýra séu rólegir um áramótin þegar flugeldasprengingar kveða við, því það geti róað dýrin. Þau geti skolfið, ælt og verið of hrædd til þess að vilja fara út að pissa.
29.12.2019 - 18:36
Innlent · gæludýr · flugeldar · Hundar · kettir
Saltið óþægilegt fyrir ferfætlinga
Dreifing sjóvatns og salts á Akureyri í baráttu gegn svifryki hefur haft áhrif á ferfætlinga. Dýralæknir mælir með þvotti eftir göngutúra til að forðast særindi.
26.11.2019 - 15:29
Hundur beit konu í Keflavík
Laus hundur beit konu í Keflavík í gær. Hún hafði verið á göngu með hundinn sinn þegar laus hundur og hennar eigin hundur fóru að slást. Þegar konan skildi á milli hundanna beit lausi hundurinn hana.
09.10.2019 - 11:27
Hundurinn sem söng sig inn í hjörtu netverja
Hann heitir Walter Goeffrey, hann er hundur og hann er kominn með yfir 300.000 fylgjendur á Instagram.
08.10.2018 - 10:53
Viðtal
Hundar bíta þegar þeir eru farnir að stjórna
Hundaþjálfari segir mikið um áróður á netinu um að fólk eigi ekki að beita hunda sína aga og að slíkur áróður sé mjög varasamur enda sé mjög mikilvægt að temja hunda vel.
22.08.2018 - 08:59
Vilja endurskoðun á reglum um einangrun dýra
Hundaræktarfélag Íslands hefur um nokkurt skeið kallað eftir endurskoðun á lengd einangrunar gæludýra sem koma til landsins. Hún er nú fjórar vikur hjá hundum. Formaður félagsins segir að rök sem sett voru fram í grein þriggja vísindamanna sem birt var í veftímaritinu Icelandic Agricultural Sciences ekki standast.
16.08.2018 - 08:03
Innlent · Dýr · Hundar
Segir góðan veiðihund auka ánægju veiðiferða
Góður veiðihundur getur tvöfaldað ánægju veiðitúrsins. Þetta er mat prófstjóra hundaprófs sem fór fram við Þjórsá í dag. Hundaræktarfélag Íslands stóð fyrir prófun á retriever-hundum í dag, sem eru sérstaklega ræktaðir til að sækja bráð skotveiðimanna.
15.07.2018 - 20:10
Vilja leyfa gæludýr í félagslegum íbúðum
Velferðarráð Kópavogs samþykki samhljóða í gær tillögu um að leyfa hunda- og kattahald í félagslegu húsnæði á vegum bæjarfélagsins. Samkvæmt tillögunni verður íbúum leyft að hafa dýr á heimili sínu ef sérinngangur er á íbúð. Ef inngangurinn eða stigagangur er sameiginlegur þarf samþykkti tveggja þriðju hluta íbúanna.
15.05.2018 - 16:48
Hvolpur tekinn af eiganda vegna ofbeldis
Matvælastofnun tók hvolp úr vörslu eiganda hans á dögunum vegna þess að hann hafði beitt hvolpinn ofbeldi og sýnt sinnuleysi við umönnun hans. Vörslusviptingin fór fram eftir að stofnuninni bárust ábendingar um illa meðferð á dýrinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá MAST.
14.05.2018 - 16:53
Matvælastofnun lokar hundaræktun að Dalsmynni
Matvælastofnun hefur stöðvað starfsemi Hundaræktarinnar að Dalsmynni á Kjalarnesi. Þetta er gert á grundvelli laga um velferð dýra, að því er fram kemur í tilkynningu. Ekki hefur verið orðið við kröfum um varanlegar úrbætur í Dalsmynni, einkum varðandi þjálfun, umönnun og umhirðu hundanna. Viðhaldi húsnæðis hefur sömuleiðis verið ábótavant.
17.04.2018 - 09:10
Telur eigendur vera vandamál hunda sem bíta
Hundaatferlisfræðingur segir að þegar hundar bíta séu þeir í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. Hundar séu í eðli sínu rándýr og eigendur þeirra þurfi að átta sig á því. Fimm ára drengur slasaðist alvarlega þegar hundur beit hann í andlitið á föstudaginn. Eigandi hundsins ætlar að lóga dýrinu.
03.04.2018 - 18:08
Innlent · Dýr · Hundar
Bráðsmitandi sýking í hundum og köttum
Töluvert hefur verið um væga öndunarfærasýkingu meðal hunda og katta á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Nú virðist hún vera að stinga sér niður úti á landi og í gær bárust fréttir um einkenni í hundum og köttum á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.
10.11.2017 - 16:56
„Óskarsverðlaun hunda“ - myndir
Hundasýningin í Crufts er stundum kölluð Óskarsverðlaunahátíð hunda. Þangað eru nú komnir nærri 22.000 hundar ásamt eigendum sem snyrta hundana sína og gæla við þá áður en dómarar fella úrskurð um hverjir skara fram úr.
06.03.2015 - 15:02
 · Hundar
  •